Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 9 Utlönd Rússar sækja af hörku fram í Grozní: Uppreisnarmenn láta undan síga Uppreisnarmenn múslíma í Tsjetsjeníu viðurkenndu í gær að þeir hefðu þurft að láta undan síga gegn stórsókn rússneskra her- manna inn i héraðshöfuðborgina Grozni og í fjallahéruðunum í suðri. Ítar-Tass fréttastofan vitnaði seint í gærkvöld í yfirlýsingu frá Mozdok herstöðinni rússnesku að sótt væri inn í Grozní úr mörgum áttum og hefði gengiö vel að hrekja uppreisnarmennina burt. Fram kom að Rússar hefðu fellt sextíu uppreisnarmenn í gær en að aðeins tveir rússneskir hermenn hefðu týnt lífi. Deilendur hafa ýkt mjög mannfallið í liði óvinarins. Movladí Údúgov, talsmaður upp- reisnarmannanna, sagði frétta- manni Reuters i gær að uppreisnar- menn hefðu hörfað frá tveimur mik- ilvægum hæðum í Grozní, þar á meðal hæð í námunda við sjón- varpstum. Harðir bardagar hafa geisað þar undanfamar vikur. Talsmaðurinn sagði að mannfall í liði Rússa væri mikið og að upp- reisnarmenn hefðu komið sér tryggilega fyrir á hæðum lengra i burtu. Nokkrir erlendir fréttamenn voru handteknir í Tsjetsjeníu i gær en látnir lausir níu klukkustundum síðar, að því er segir í bandaríska blaðinu Washington Post. Fréttarit- ari blaðsins var í hópi fréttamann- anna. Flóttakona á leiö heim til Tsjetsjeníu, meö ungt barn í fanginu, horfir út um bílglugga viö Adler varöstööina í Ingúsjetíu. Rússneskir ráöamenn hafa sagt síðustu daga að ekki sé langt í að uppreisnarmenn veröi sigraðir. 7/////////////////////J staðgreiöslu- og greiðslu- dit kortaaftlóttur og stighœkkandi Smáauglýsngar A birtingargfsláttur fm 5ÍSSSE Klettagarðar ný brenna Laugarásvegur Vatnsmýri Hagkaupsbrenna Gelrssnef Suðurhlíðar Eúnsholt :ylkisbrenna Suðurfell brennur áramótum Söfnun í áramótabrennur er nú aö mestu lokið. Stærö bálkasta er takmörk- unum háö og veröur hætt aö taka á móti efni í þá þegar leyfilegri hámarksstærð er náö. Kveikt veröur í brennum kl. 20:30 nema viö Selásblett 11 verður kveikt í brennu kl. 18:00. Skerjafjörður „Viö brennu og í næsta nágrenni viö hana \ | er öll meöferö flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftír tendrun bannaöir. Þar er aöeins leyfilegt aö nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys.“ u skv. drögum aö reglugerö um framleiöslu og meöferð skotelda, dags. 06.12.1999,7. gr. Víöa viö brennur verða uppákomur af ýmsu tagi, s.s. söngur, tónlist og margt fleira. Alls staöar veröur glatt á hjalla enda fer senn í hönd nýtt árþúsund. Ábending vegna þrettándabrenna Nauðsynlegt er að fá leyfi Lögreglustjórans í Reykjavík fyrir þrettándabrennum. ilr Gufunes Fossaleynir ný brenna Leirubakki Stór brenna Lítil brenna Iþrótta- og tómstundaráö Reykjavíkur Lögreglan í Reykjavík - Slökkvilið Reykjavíkur Borgarverkfræöingurinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.