Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Page 4
4 MIÐVTKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 Préttir sandkorn Fyrsti heyrnarlausi íslendingurinn sem lýkur háskólaprófi: Væri hægt hér líka - segir Hildur Ýrr Jóhannsdóttir sem útskrifaðist frá skóla í Bandaríkjunum Hildur Ýrr Jóhannsdóttir: „Mér gekk mjög vel þótt sum fögin væru erfiðari en önnur. Pá reyndi ég bara að leggja harðar að mér.“ Hildur Ýrr Jóhannsdóttir mun vera fyrsti heyrnarlausi íslending- urinn sem lýkur háskólaprófi en hún útskrifaðist með BA-gráðu i hagfræði frá háskóla í Washington í Bandaríkjunum þar sem hún býr. Þangað fluttist Hildur Ýrr, sem er 25 ára gömul, ásamt foreldrum sín- um, Jóhanni Jónssyni og Sigur- veigu Víðisdóttur, og tveimur yngri systkinum fyrir ellefu árum. Hún útskrifaðist 16. desember sl. en mik- il útskriftarveisla var haldin hér heima á íslandi milli jóla og nýárs. Hildur Ýrr, sem hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu, segir að þótt þjónusta við heymarlausa á ís- landi standi langt að baki því sem gerist í Bandaríkjunum hafl hún farið nokkuð batnandi. „Staðan var miklu verri í gamla daga. Þess vegna var það svo miklu betra fyrir mig að flytjast til Bandaríkjanna. Það þýddi að ég gat síðar klárað þetta háskólanám," segir hún. Að sögn Hildar Ýrar hefur hún mikinn áhuga á listum en valdi að endingu hagfræðina, meöal annars vegna þess að hún tryggir henni breiðari menntunargrunn vilji hún enn bæta við námsgráður sínar. „Ég get alltaf haft listina sem hobbí,“ segir hún. „Ég var fyrst að hugsa um að læra ensku og prófaði nokkur fög en endaði á hagfræð- inni. Mig langaði að prófa eitthvaö sem ég hefði ekki reynt áður og sem væri öðruvísi. Mér gekk mjög vel þótt sum fögin væru erfiðari en önnur. Þá reyndi ég bara að leggja harðar að mér.“ Hvernig veröur ísland framtíöarinnar? Skólinn sem Hildur Ýrr gekk í er fyrir heyrandi en sér til aðstoðar í skólanum hafði hún túlk og fékk glósur hjá öðrum. Fleiri heyrnar- lausir voru í skólanum að læra þau fög sem þeir höfðu áhuga á. Sú þjón- usta sem Hildur og aðrir heymar- lausir námsmenn nutu er lögboðin í Bandaríkjunum. „Ef heymarlausir vilja fara í há- skóla eiga þeir rétt á að fá túlk með sér. Ný lög, sem sett voru 1990, höfðu í för með sér mikla breytingu og þjónustan fer enn batnandi. Það verður gaman að sjá hvemig staðið verður að þessum hlutum hér á ís- landi í framtíðinni. Ég er fyrsta ís- lenska heymarlausa manneskjan til að klára háskólanám. Það eru engir heymarlausir við nám í Háskóla Is- lands í dag en tveir heyrnarlausir eru fluttir til Bandarikjanna og em í háskóla þar og annar þeirra held ég klári í vor,“ segir Hildur Ýrr. „Eins og ég sagði áðan þá gat ég klárað þetta vegna þess að það er svo góð þjónusta í Bandaríkjunum og ég á því mest að þakka. Ef það væri svona góð þjónusta á íslandi gæti það sama orðið hér. Ég hef komið hingað í heimsóknir á und- anfömum árum og ég sé auðvitað að þjónustan fer smátt og smátt batnandi en það má vera meira," segir hún. Að sögn Hildar Ýrar er óákveðið hvort hún fer í frekara nám og í augnablikinu hefur hún hug á að leita sér að vinnu úti í Bandaríkjun- um. Hún útilokar þó ekki aö starfa hér heima fái hún starf sem hæfir menntun hennar. „Það getur vel verið aö mig langi aftur í skóla en ég veit það ekki alveg í dag,“ segir hún að lokum. -GAR Eldhúsin iða af lífi JJnjlfiifJ urlands voru ekki ákærðir fyrir aðför sína sem er miður þar sem nú hafa aðrar heil- brigðisstofnanir tekið upp sömu hætti. Hollustuvernd rikisins er nú á útopnuðu á eftir veitingahúsaeigendum sem hafa unn- ið það eitt til saka að elda ofan í gesti og gangandi með þeim afleiöingum að örfáar örverur hafa náð að mynda samfélög í glu- fum skurðbretta og á milli samskeyta borðplatna. Öfgar og ofstæki Hollustu- verndar er slíkt að farið var i 79 matvæla- fyrirtæki þar sem leitað var með smásjá að einhverju misjöfnu. Algjört skilningsleysi ríkir á því að á misjöfnu þrífast börnin best. Sem betur fer hefur Hollustuvernd ekki enn þá upplýst í hvaða eldhúsum hinar skaðlitlu örverur hafa numið land enda yrði slíkt bara til að skemma viðskiptin fyrir vertunum. Það er skynsamlegt að hafa öll veitingahús undir sama hatti og vera ekki að ala á ótta með- al viðskiptavina. Miklu nær er að viðhalda spennunni þannig að veitingahúsagestir spili í eins konar lottói og viti innan sólar- hrings hvort þeir hafa snætt á ósýktum stað. Líkurnar á að sneiða hjá örverueld- húsunum eru talsverðar eða sem nemur 1 á móti 10. Kerfið verður að læra af reynsl- unni og til þess eru Ásmundarstaðavítin að var- ast þau. Haldi ofsóknirnar áfram verður að kæra starfsmenn Hollustuverndar til lögreglu. Dagfari Hollustuvemd ríkisins tók sig til á dögunum og kannaði þrif í eldhúsum veitingahúsa. Það var eftir öðru hjá hinum opinberu starfsmönnum að í stað þess að fagna því að þrif reynd- ust fullnægjandi i 7 fyrirtækjum þá skammaðist stofnunin yfir þvi að illa var þrifið í 27 eldhúsum. Svo er að sjá sem heilbrigðisstofnunum sé fyrir- munað að sjá björtu hliðarnar. Þess er skemmst að minnast að ofstækis- fullir heilbrigðisstarfsmenn á Suður- landi lögðu kjúklingabúið að Ás- mundarstöðum i einelti vegna þess aö 80 prósent af kjúklingunum voru und- irlögð af kamfýlu sem að sögn átti það til að gera fólk veikt. Hinum sunnlensku eftirlitsaðilum var fyrirmunað að líta á þær björtu hliðar að 20 prósent Ásmundarstaða- kjúklinganna voru ósýkt. Það fór líka svo að hinir svartsýnu heilbrigðis- starfsmenn voru kærðir til lögreglu fyrir að nota röng gleraugu þar sem þeir skoðuðu viðkvæman matvæla- iðnað. Svo langt gengu ofsóknir á hendur aumingja kjúklingabændun- um að sjálft Landlæknisembættið auglýsti að eldhús landsmanna iðuðu af lifí. Allt kerflð lagðist á eitt um að rægja kjúklingabænd- ur sem ekkert gátu gert að því þótt kamfýlan legði undir sig kjúklinga þeirra. Ekki var skiln- ingur á því að almenningur gat sjálfur forðast magakveisu með því að þurrsteikja kjúklingana við 250 gráða ofnhita. Ofstækismennimir hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- Borgarstjóri áhugalaus Niðurtalning Samfylkingarinn- ar er á fullu ef marka má skoð- anakönnun DV. Flokkurinn er nú minni en Vinstri grænir Steingrlms J. Sigfússonar. Ákveðin örvænting er innan raða sam- fylkingarmanna og krafan um trausta og ákveðna for- ystu er háværari en áður. Mjög er þrýst á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur að taka við foryst- unni. Borgarstjórinn er sagður lítt ginnkeyptur fyrir aö yfirgefa borgina enda telji hún víst að vinna næstu kosningar með stæl þar. Borgarstjórinn mun þess fullviss að Inga Jóna Þórðar- dóttir verði áfram í forystu sjálf- stæðismanna og þar með telur hún eftirleikinn auðveldan... Rauður Á Ströndum voru allt aðrir jólasveinar á ferðinni í gamla daga en.á öðrum stöðum lands- ins. Þeir voru að vísu 13 en höfðu önnur sérkenni. Eftir á að hyggja er merkilegt að skoða nöfnin. Einn hét nefnilega Stein- grímur (eins og þingmaður þeirra Hermannsson síð- ar), annar heitir Redda, þriðji Rauður, eins og Steingrímur Hermannsson var kallaður í Bandaríkjunum. Aðrir jólasveinar Strandamanna: Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans bamið og Örva- drumbur... Hvalavinir í síma Nýtt símafyrirtæki, Frjáls íjar- skipti, kvaddi sér hljóðs um ára- mótin og lofar lægstu símagjöld- um á landinu. Þama eru á ferð hinnu kunni talsmaður Keikós, HaUur Hallsson, og annar hvalavin- ur, PáU Þór Jónsson. PáU Þór rak umsvifamikla ferðaþjónustu á Húsavík og var öflugur talsmað- ur hvalaskoðun- ar þar til hann flutti suður. Þeir fé- lagar hyggjast ásamt samstarfs- mönnum velgja Landsímanum og Íslandssíma undir uggum. Víst er að einhver verður atgangurinn ef marka má frammistöðu þeirra í hvalamálum... Icelandair Fyrir skaupið á gamlárskvöld var mikið um langar auglýsingar frá óskabömum þjóðarinnar og fleiri fyrirtækjum. Flugleiðir voru með auglýsingu þar sem nýja útlitið var í aðalhlutverki og sosum ekki mikið um það að segja. Hins vegar féll það mönnum misjafnlega í geð, á þessum tima- mótum þar sem íslenskan á í vök að verjast, að aldrei var talað um Flugleiðir í auglýsing- unni heldur Icelandair. Davíð Oddsson virtist blessa þetta framtak Flugleiða fyrir fram í Mogga, sagði í áramótahugvekju að tungan væri ágæt svo langt sem hún næði. „Að svo miklu leyti sem hún þvælist fyrir mik- ilvægum markmiðum í lífinu verði hún að víkja og muni hvort sem er gera það, hvað sem allri viðspyrnu líður...“ Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.