Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum tyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sterk staða Sjálfstæðisflokks Skoðanakönnun DV, sem birt var hér í blaðinu í gær, sýnir enn og aftur sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Yfir helmingur þeirra sem afstöðu tóku segjast kjósa Sjálf- stæðisflokkinn ef gengið yrði að kjörborði nú og er þetta í annað skiptið í röð sem könnun DV bendir til meiri- hlutafylgis flokksins. Sterk staða Sjálfstæðisflokksins kemur engum, sem fylgist með íslenskum stjórnmálum, á óvart. Flokknum gengur flest í haginn. Staða efnahagsmála er góð, þó ýms- ar blikur séu á lofti. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er að öðrum ólöstuðum sterkasti stjórnmálamaður samtímans og þess njóta fé- lagar hans. Ólíkt því sem verið hefur hjá samstarfs- flokknum í ríkisstjórn hefur yfirleitt verið góður friður um störf ráðherra sjálfstæðismanna en það gæti breyst á nýju ári. Sjálfstæðisflokknum hefur fram að þessu tekist að sigla lygnan sjó - hann hefur notið góðs af góðærinu og sundurþykkju stjórnarandstöðunnar. Hið sama verður ekki sagt um Framsóknarflokkinn sem hefur fengið á sig hvern brotsjóinn á fætur öðrum. Könnun DV undirstrik- ar þá pólitísku kreppu sem framsóknarmenn glíma við, ekki síst vegna hremminga sem ráðherrar flokksins hafa lent í á undanfornum mánuðum og misserum. Brott- hvarf Finns Ingólfssonar úr ríkisstjórn í skjól Seðlabank- ans mun ekki hjálpa Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, að ná vopnum og styrkja stöðuna. Hans helsta von virðist liggja í því að á komandi mánuð- um mun kastljós fjölmiðla og almennings fremur beinast að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega að forsætisráðherra sem yfirmanni efnahagsmála og fjár- málaráðherra sem ábyrgðarmanni ríkisfjármála. Það mun reyna verulega á Davíð Oddsson og Geir H. Haarde í komandi kjarasamningum. Samfylkingin heldur áfram eyðimerkurgöngu sinni. Könnun DV sýnir að enn sígur á ógæfuhliðina hjá því fólki sem ætlaði að sameina vinstri menn í eina öfluga hreyfingu - aðeins 15,5% þeirra sem afstöðu tóku segjast styðja Samfylkinguna en í október sýndi sambærileg könnun blaðsins 17,7% stuðning. Ef gengið yrði til kosn- inga nú yrði Samfylkingin ekki svipur hjá sjón, með að- eins 10 þingmenn, miðað við úrslit alþingiskosninga á liðnu vori þegar hún fékk 17 þingmenn kjörna. Niður- stöður könnunar DV eru gríðarlegt áfall, ekki síst þegar haft er í huga að það er innan við eitt ár síðan forráða- menn Samfylkingarinnar töluðu keikir um að sameinað- ir vinstri menn yrðu jafnstór stjómmálaflokkur og Sjálf- stæðisflokkurinn - þeir bjartsýnustu töluðu jafnvel um hreinan meirihluta á Alþingi. Allt stefnir því í að Sam- fylkingin verði nafnið eitt - Alþýðuflokkurinn lifir. Steingrími J. Sigfússsyni, foringja vinstri-grænna, hef- ur tekist það sem margir töldu að væri útilokað. Alþýðu- bandalagið er endurfætt á nýjum grunni - hugmynda- fræði sósíalista með kryddi frá umhverfissinnum. Vinstri-grænir njóta þess að hafa öflugan foringja með skýra stefnu og ekki skemmir mátt- og stefnuleysi Sam- fylkingarinnar fyrir. Fjórflokkakerfið lifir því ágætu lífi þó tveir flokkar hafi skipt um nafn og pólitískt heilsufar flokkanna sé mismunandi gott. Óli Björn Kárason Umhverfismerking- ar sjávarafurða Kjallarinn Pétur Bjarnason formaður stjórnar Fiskifélags íslands til hvaða umhverfis- þátta eigi að líta, skil- greiningar á skilyrðum, hvernig eigi að standa að málum og hvernig eigi að bregðast við breyttum aðstæðum. Þá þarf að vita að eitt eru reglur um umhverfis- merkingar og annað sjálf umhverflsmerkin. Margir kallaðir Æðimargir aðilar ætla sér hlutverk á þessu sviöi en þeim er misvel treyst. Þetta er viðhorf- ið alls staðar. Því er verið að vinna að regl- um m.a. á vegum Evr- ópusambandsins sem „Það er skoðun flestra að í fram- tíðinni verði umhverfismerki notuð til að staðfesta að sjávar- fang sé unnið í samræmi við góð- ar umgengnisvenjur við náttúr- una. íslenskur sjávarútvegur fagnar auknum kröfum á þessu sviði.u í leiðara DV fyrir nokkru er fjallað um umhverfls- og gæða- merkingar sjávaraf- urða og umræður um þau mál á Fiski- þingi. Þessi flóknu mál eru sett upp á einfaldan hátt sem ekki dugir til þess að skýra viðfangsefnið til fulls. Ályktunin sem í lokin er dregin af umfjölluninni er því a.m.k. ónákvæm. Umhverfis- og gæðamerkingar Munurinn á um- hverfis- og gæða- merkingum er að umhverflsmerkingar eiga að tryggja að þeirrar vöru sem neytandanum stend- ur til boða hafi verið aflað og hún unnin á forsvaranlegan hátt gagnvart umhverf- inu samkvæmt nán- ari skilgreiningu. Gæðamerkingar sjávarafurða tryggja að varan standist ákveðnar gæðakröf- ur samkvæmt nánari skilgreining- um. Skilgreiningin er því lykilat- riðið. Vörumerki sem hafa unnið sér sess og hafa ákveðna ímynd eru i raun gæðamerki. Gæðamerki er í raun samningur á miUi framleið- anda og kaupanda og þurfa ekki aðrir að koma þar að. Kröfur skilgreindar Umhverfismerkingar eru annars eðlis. Það þarf viðtækari samstöðu til þess að móta reglur og skilgrein- ingar vegna umhverfismerkja en oft er gefið í skyn. Umhverflsmerk- ingar eru af mörgum þjóðum tor- tryggðar sem vísvitandi viðskipta- hindranir. Ágreiningur er uppi um gilda eiga um umhverfismerkingar sjávarafurða og sem allir þeir er ætla sér að bjóða vottun á slikar af- urðir þurfa að fylgja. Þessar reglur eiga að vera gegnsæjar þannig að öllum sé ljóst hvaða kröfur eru sett- ar og I þeim eiga að vera ákvæði um til hvaða aðgerða eigi að grípa ef eitthvað fer aflaga. íslenskur sjávarútvegur sammála Það er skoðun flestra að í fram- tíðinni verði umhverfismerki notuð til að staðfesta að sjávarfang sé unnið í samræmi við góðar um- gengnisvenjur við náttúruna. ís- lenskur sjávarútvegur fagnar aukn- um kröfum á þessu sviði. Auknar kröfur auka möguleika þeirra sem hest standa sig. íslenskur sjávarútvegur hefur því um nokkurra missera skeið unniþ að framgangi þessara mála og eina ástæðan fyrir því að sú vinna er ekki sýnilegri en raun ber vitni er að þetta er mikið verk. Marine Stewardship Council, sem nefnt er í leiðaranum, hefur á sín- um vettvangi einnig lagt í mikla vinnu vegna þessa verkefnis en á einnig langt í land. Á þeim bæ hafa menn því ekki enn klárað sín mál og eru því ekki orðnir sá áhrifaaðili sem þeir ætla sér að verða. Þess utan eiga þeir eft- ir að sannfæra aðila um að það sé eðlilegt að félagsskapur, sem er lok- aður einsleitur hópur manna, geti ákveðið reglur um umhverfismerki - og breytt þeim eftir sínu höfði - valið vottunaraðila og faggilt þá, ákveðið gjald fyrir notkun merkis tO eigin tekjuöflunar en jafnframt haldið trúverðugleika. Það hefur vafist fyrir framleiðendum og út- flytjendum í öllum löndum að styðja við starfsemi af slíku tagi og lái þeim hver sem vill. Helgi og Orri í sama liði í leiðaranum er fjallað um Orra Vigfússon og Helga Laxdal sem full- trúa mismunandi sjónarmiða varð- andi umhverfismál. Þeir eru notað- ir sem tákn mismunandi tima og horft fram hjá því að hugmynd Orra var þess eðlis að leggja þarf í verulega og timafreka vinnu við að koma henni i framkvæmd og að sjávarútvegurinn hefur verið að vinna að slíku. Það eru engar forsendur til þess að draga þá félaga i mismunandi dilka að þessu leyti. Báðir leggja þeir hönd á plóg á þessu sviði, eins og tillaga Orra á sínum tíma og ræða Helga á Fiskiþingi bera glöggt vitni. Þeir eru því báðir í sama liði. Pétur Bjarnason (Ath.: Tekið skal fram að grein þessi hefur beðið birtingar þar til nú.) Skoðanir annarra Spádómsáþján „Hvemig er þetta eiginlega með okkur, má aldrei koma okkur á óvart? Aldrei nokkurn tíma? Nei, takk, Helst ekki. Ómögulega takk. Við erum nefni- lega haldin spádómsflkn og við slíku er fátítt að lækning flnnist. Kannski tímabundnar sprautur, en aldrrei lækning...Mörg dæmi um þetta má sjá þegar dagblöðum er flett og hlustað á ljósvakamiðla...Eru ekki Völuspá, Biblian og önnur grunnrit fljótandi full af framtíðarspám sem enn er vitnað til?...Það er eðlilegt að hið sama skuli vera uppi á teningnum nú, þúsund árum síðar, enda þjóðin þekkt fyrir að varð- veita forna hætti með sérstökum bravúr.“ Sigurbjörg Þrastardóttir í Mbl. 4. janúar. Ákall til samgönguráðherra „Nú á dögum er vinsælt að láta ríkið gera samn- inga við hina ýmsu aðila um að það fái að greiða þeim fé. Eitt dæmi um slíkan samning er búvöru- samningurinn um niðurgreiðslur til landbúnaðar og annað er samningur um að ríkið niðurgreiöi kvik- myndir...Og nú eru uppi hugmyndir um að taka þetta fyrirkomulag upp við almenningssamgöngur á landsbyggðinni en hætta þess í stað að endurgreiða þungaskattinn. í skýrslu sem samgönguráðherra hefur látið taka saman kemur fram að auka þurfi út- gjöld ríkisins til þessa málaflokks. Samgönguráð- herra mun varla svara þessu kalli, enda mun boð dagsins frekar vera samdráttur hins opinbera en aukin útgjöld og þensla." Ur Vef-Þjóðviljanum 4. janúar Snobbveisla aldarinnar „Ný öld rennur ekki upp fyrr en um næstu áramót en þó ætti að vera ljóst að snobbveisla aldarinnar var haldin í Perlunni sl. gamlárskvöld. í Perluna mætti hópur fólks sem hæst hefur talað um mikil- vægi fjölskyldustefnu og þess að foreldrar sinni bömum sínum. Þessu fólki fannst helst við hæfi að fagna árinu 2000 með því að dvelja sem fjærst börn- um sínum...Einhverjir hneyksluðust á því að forseti og forsætisráðherra skyldu ekki blanda sér í gleðina heldur eyða gamlárskvöldi með sínum nán- ustu...Mér finnst samt að forseti og forætisráðherra hafi sýnt að þeir séu með það sæmilega á hreinu hvað það er sem skipti máli í þessu lífl. Þess vegna geta þeir á þessu ári talað kinnroðalaust um mikil- vægi fjölskyldustefnu meðan ýmsir í borgarkerflnu ættu að skvaldra aðeins minna um þau mál öll.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Degi 4. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.