Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2000, Blaðsíða 28
28
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2000 DV
(UjjHgonn
&
Ummæli
Þingmenn
sem ekkert
þykjast vita
„Skattar hafa vísvitandi verið
lækkaðir á hátekju-
aðlinum og færðir á
i lægstu launin. Síðan
þegar þingmenn eru
, spurðir um þessa
, ósvinnu þykjast
þeir ekkert vita
eða reyna jafnvel
að kenna öðrum um.“
Sigurður T. Sigurðsson verka-
lýðsleiðtogi, í DV.
Afrek Jeltsíns
„Afrek Jeltsíns eru í raun og
veru ekki svo mikil, önnur en
þau að ekki kom til borgara-
stríðs. En ferlinum lýkur með
því að hann afhendir völdin í
þjóðfélagi sem er í slíkri rúst að
annað eins er óþekkt."
Jón Ólafsson heimspekingur, í
Morgunblaðinu.
Aldrei að vita...
„Það getur vel verið að ég fari
í pólitík ef önnur úr-
ræði þrýtur. Ég
skora á alþingis-
menn að taka til
hendinni, annars
mega þeir eiga von
á því að ég birtist
í þingsölum til að
hressa þá við.“
Kolbrún Sverrisdóttir, Mað-
ur ársins í þremur fjölmiðlum,
ÍDV.
Skrímslið
„íslendingar, verum samtaka
um að ganga aldrei til liðs við
þetta skrímsli, sem i besta falli
bara étur bömin sín og kallast
Evrój)usamband.“
Óli Jóhann Pálsson, í Morgun-
blaðinu.
Stríðsástand
á gamlárskvöld
„Fari sem horfir þá endar
þetta með því að
friðsamt fólk verð-
ur að flýja höfuð-
borgarsvæðið á
gamlárskvöld
vegna stríðs-
ástandsins sem
þar skapast. Púð-
urmagnið sem
sprengt er jafnast á við meðal
evrópska styrjöld.“
Magnús Skarphéðinsson,
iDV.
Glæsileg leikflétta
„Það er líklega til marks um
framfarasókn okkar þegar á
allra síðustu dögum aldarinnar
við fáum að verða vitni að jafn-
glæsilegri leikfléttu í íslenskri
pólitík og efnahagsstjómmálum
og flótti Finns Ingólfssonar yfir
í Seölabankann er merki um.“
lllugi Jökulsson, á Rás 2.
„Árangurinn af þessu verkefni,
að takast á við 2000-vandann, var
eins og stefnt var að og björtustu
vonir rættust. Það er að segja að
það yrði truflanalaust eða truflana-
lítið í tölvukerfum í upphafi árs
2000 og segja má að íslendingar, sem
eru mjög tölvuvæddir, hafi náð góð-
um árangri á þessu sviði. Þetta er
fyrst og fremst því að þakka hvað
fyrirtæki í landinu, stofnanir og
sveitarfélög, voru samtaka um að
taka á þessu vanda- _______________
máli og leysa það,“
segir Haukur Ingi-
bergsson, formaður ~
2000-nefndarinnar, sem hafði það
verkefni á sinni könnu að koma í
veg fyrir að tölvur yrðu óvirkar þeg-
ar árið 2000 gengi í garð en um tíma
var því haldið fram að mörg stór
tölvukerfi yrðu óvirk eða gæfu
rangar upplýsingar um áramót.
Haukur segir nefndina hafa verið
stofnaða 1998: „Það var ákveðið
snemma árs 1998 að stjórnvöld og
atvinnulífið tækju sameiginlega á
málinu og var nefndin stofnuð í
kjölfarið með fulltrúum frá báðum
aðilum. Þetta samstarf ríkis og at-
vinnulífs hefur tekist vel og leitt til
mikillar og góðrar samstöðu um að-
gerðir. Við vorum sjö í nefndinni og
héldum þrjátíu fundi á því tímabili
sem við störfuðum og alls staðar þar
sem við leituðum var tekið á móti
okkur af miklum skilningi og vel-
vild.“
Haukur segir að nú sé ljóst að all-
ar meiri háttar hættur séu að baki:
„Það geta komið upp minni háttar
truflanir i einstökum stofnunum eða
fyrirtækjum, sem þá tengjast fyrst
og fremst einni vél eða nokkrum vél-
um en engar truflanir eiga að geta
orðið héðan af í þjóðfélaginu út af
2000-vandanum. Þetta er góður ár-
angur í ljósi þess að fyrir tveimur
árum síðan spáðu menn að það yrðu
mikil vandræði ef ekkert yrði gert.
Þær kannanir og úttektir sem fóru
fram á ýmsum kerfum og búnaði
sýndu að það var rétt mat.“
Margir hafa orðið til
þess á síðustu sólar-
Maður dagsins
hringum að efast um
að vandinn væri
jafnmikill og af var
látið. „Vinir mínir hafa
strítt mér á því að verk-
efnið væri þess eðlis að
2000-nefndin yrði
skömmuð hvemig
sem færi. Ef allt
tækist vel yrð-
um við skamm-
aðir fyrir það
að of mikið
hefði verið gert
og ef mikilvæg
kerfi hefðu hrim-
ið þá værum við
skammaðir fyrir
að ekki hefði nægi-
lega mikið verið
gert. Þannig að hinn
gullni meðalvegur er
vandrataður í þessu
eins og öðru. En hlut-
verk nefndarinnar var
að vinna að því að trufl-
anir yrðu ekki hér á landi
og það markmið náðist. Nú tekur
við að fylgjast með því hvað gerist
og í vikulokin tökum við stöðuna og
sjáum til með framhaldið. Það gætu
komið upp vandamál 29. febrúar en
þá er óvanalegur hlaupársdagur og
sumir telja að sá dagur gæti truflað
einstök tölvukerfi."
Haukur er skrifstofustjóri stjóm-
sýslu og hagræðingamála í mennta-
málaráðuneytinu: „Starf mitt í 2000-
nefndinni hefur verið um það bil
einn þriðji af mínu starfi síðast-
liðið ár.“
Eiginkona Hauks er Birna
Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri Heilsugæslustöðvarinn-
ar í Kópavogi og bæjarfull-
trúi i Kópavogi, og
eiga þau sex
böm
-HK
Gaukur á Stöng:
Hammond-
grúvband
Tónlistarveisla verður á
Gauki á Stöng í kvöld þegar
saxófónsnillingurinn Óskar
Guðjónsson mætir þangað
ásamt félögum sínum í
Hammond-grúvbandinu en
þessi sveit hans er með
ferska strauma í bland við
Stevie Wonder prógramm.
Meö Óskari eru Jóhann Ás-
mundsson á bassa, Þórir
Baldursson á hammond og
Einar Scheving á trommur.
Skemmtanir
Óskar, sem staddur er
hér á landi í jólafrii, hefur í
nokkur ár verið einn vin-
Óskar Guöjónsson leikur á
Gauknum í kvöld.
sælasti djassleikari okkar.
Hann hefur verið valinn
blásturshljóðfæraleikari
ársins þrjú ár í röð en hann
var einnig valinn djassleik-
ari ársins 1998.
Rúmheilagur Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki.
Karlinn aö dauða kominn í Guilna
hliðinu.
Gullna hliðið
Jólaleikrit Þjóðleikhússins er
Gullna hliðið, eitt þekktasta leik-
rit íslenskra bókmennta. Leikritið
er nú sýnt í fimmta sinn í Þjóð-
leikhúsinu á fimmtíu ára afmæli
hússins. Sagan fjallar um kerling-
una sem reynir að bjarga sálu
manns síns og leggur á sig langt
ferðalag til himna til að koma
henni inn fyrir hlið himnaríkis.
Að þessu sinni er leikstjórinn
hinn vinsæli leikari Hilmir Snær
Guðnason sem heyr frumraun
sína sem leikstjóri með þessari
sýningu og í helstu hlutverkum
eru Edda Heiðrún Backman og
. Pálmi Gestsson, sem leika kerling-
una og karlinn Jón, Guðrún S.
Gísladóttir leikur óvininn og aðr-
ir leikarar eru meðal annars:
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Ólafur Darri Ólafsson, Randver
Þorláksson, Tinna Gunnlaugsdótt-
ir og Stefán Karl Stefánsson.
Leikhús
Gullna hliðið tekur á sig nýja
mynd í uppfærslu Hilmis Snæs.
Þar er það kvendjöfull sem gimist
sálina hans Jóns míns og María
mey og skækjan eru leiknar af
sömu leikkonu. Englar, tónlist,
töfrar og ævintýri, allt á sínum
stað. Meira að segja var fenginn
norskur töframaður til að kenna
djöfsa nokkur góð brögð. Næsta
sýning á Gullna hliðinu er í
kvöld.
Bridge
Norðmennirnir Geir Helgemo og
Tor Helness voru hinir öruggu sig-
urvegarar á Macallan boðsmótinu í
tvímenningi í janúar síðastliðnum.
Þeir enduðu með 585 stig, en næsta
para á eftir, ítalimir Lauria-Ver-
sace, fengu 517 stig. Verðlaunin fyr-
ir fyrsta sætið voru 5000 pund, eða
sem svarar rúmum 600.000 krónum.
Sextán sterkum pörum var boðið á
mótið og spiluðu þau öll innbyrðis.
Helgemo og Helness voru með svo
góða stöðu, að þeir gátu leyft sér að
tapa 2-58 fyrir Zia Mahmood og
Andrew Robson. Zia og Robson
græddu meðal annars vel á þessu
spili í viðureign paranna:
4 875 * 54 ♦ KD2 4 K9874
♦ 3 N ♦ KD10964
DG962 ■» 873
♦ 874 ♦ 53
4 G1053 s 4 D2
4 ÁG2 4* ÁK10 4 ÁG1096
4 Á6
Sex tíglar er fyrirtaks samningur
eftir hindrunaropnun austurs á
spöðum (flestir austurspilaranna
opnuðu á veikum tveimur spöðum).
Slagir sagnhafa voru þá 6 á tromp
(með því að
trompa hjarta í
blindum með
háum tígli), 2 á
lauf, 2 á hjarta og
tveir á spaða
vegna þess að
austur ætti bæði
háspilin í spaða.
Algengast var að
spilaður væri grandsamningur á
hendur NS, ýmist þrjú, fjögur eða
flmm grönd. Enginn sagði sig þó
alla leið upp í 6 grönd, en þau má þó
vinna í þessari legu. Hægt er að búa
til slag á spaða og síðan lendir vest-
ur í óverjandi kastþröng í hjarta og
laufi. Þrjú pör náðu 6 tíglum í þessu
spili. ísak Öm Sigurðsson