Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Side 14
Fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar múm spilaöi sig beint inn í hjörtu íslenskra og erlendra gagn- rýnenda þegar hann kom út núna rétt fyrir jól. Múm er skipuó kornungum tónlistarmönnum, strákunum Gunnari Erni og Örvari og tvíburasystrunum Kristínu Önnu og Gyöu sem lítið hefur verió vitaö um fram að þessu. Fókusi lá forvitni á að fá meira aó heyra um fólkiö aö baki múm og sendi tónlistarspekúlant inn Úlf Eldjárn á fund sveitarinnar í þeim erindagjörðum aó ná oróum upp úr fólkinu. Gullmolarnir, sem hrutu af vörum múmara, fara hér á eftir svo þió, lesendur góóir, fáið að deila fróðleiknum meó okkur. # Fókusmynd Teitur Fyrsti geisladiskur múm lenti á topp tíu lista íslenskra gagnrýnenda yfir taestu plotur ársins 1999: „Nei, nei, nafnita er ekkert tengt múmínálfun- um.“ I I Hljómsveitin múm gaf út sína fyrstu breiðskífu rétt fyrir síðustu jól. Lítið fór fyrir hljómsveitinni í hinum árlega gamnislag íslenskra listamanna um athygli og kredit- kort landsmanna. Yesterday was Dramatic Today is ok er gefin út af TMT-entertainment einni af grein- um Thule-útgáfunnar. Platan hefur hlotið frábæra gagnrýni hérlendis sem erlendis og er oftar en ekki nefnd í sömu andrá og Life is too Good Sykurmolanna og Ágætis byrjun Sigur Rósar. múm blanda r saman rafrænum hljóðum og mínímalískum laglínum sem eru leiknar á alis konar hljóðfæri, þ.á m. melódíkur, harmóníkur, svuntuþeysara og rafmagnsklukku- spil, svo eitthvað sé nefnt. Hughrifin af tónlist múm eru margs konar. Eina stundina sér maður fyrir sér hamingjusöm börn í hjólatúr um sumardvalarbæ í ein- hverju sólríku landi. Aðra stund- Meðlimir múm: Örvar Þóreyjarson Smárason 240677. Fyrsta hlóöfærió hans var Washburn raf- magnsgítar sem hann keypti sér 12 ára. Gunnar Örn Tynes 050379. Hans fyrsta hljóöfæri var Atari-tölvan sem hann fékk I fermingargjöf. ina finnst manni eins og fjórir hamstrar hafi skriðið inn í hljóm- flutningstækin og skemmti sér við að naga í sundur leiðslur og ör- gjörva. Þó að tónlistin sé að upplagi einfold og hafi á sér yfirbragð æsku og sakleysis er margt sem býr að baki lögunum sem eru sum hver fióknari en sýnist í fyrstu. Ég get lofað vandlátum tónlistameytend- um því að það tekur margar hlust- anir að uppgötva allt sem er á þess- um diski. Vorum bara tveir Ég hitti múm á Rauða bamum síðastliðinn mánudag, drakk með þeim molasopa og lagði fyrir þau nokkrar einfaldar spumingar. Hvernig varö hljómsveitin múm til? Gunnar: Fyrst vorum við bara tveir, ég og örvar. Örvar: Við gáfum út tíu-tommu með hljómsveitinni Spúnk, tvö lög Krlstín Anna Valtýsdóttir050182 og Gyöa Valtýsdóttlr sömuleiöis 050182. Fyrsta hljóðfæri þeirra systra var lítili kinverskur skemmtari. Á hann var hægt aö spila Bítla- lög meö því aö elta Ijós sem blikkuðu fyrir ofan hverja nótu. með hvorri hljómsveit. Mikið af grunnunum á nýju plötunni vora tilbúnir fyrir meira en ári, áður en Gyða og Kristín Anna byrjuðu í hljómsveitinni. Gyða: Þegar við kynntumst þeim þá voru þeir að fara að gefa út plötu. Örvar: Fyrst var tónlistin næst- um því eingöngu elektrónisk. Við vorum ekki búnir að fullmóta lögin þegar þær komu inn í þetta. Lögin breyttust mjög mikið þegar við fór- rnn að bæta við nýjum hljóðfærum og hugmyndum. Innblástur eistnesks róna Gunnar: Yfirleitt veröa lögin okkar til þannig að við búum til forritaða grunna og þegar við erum orðin nokkuð ánægð með þá bæt- um við „lifandi" hljóðfæram ofan á. Þetta er samt engin regla hjá okkur. Forritunin á plötunni var að miklu leyti tObúin fyrir ári. Vinnan sem fór fram í Thule fólst aðallega í opnum upptökum, hljóð- blöndun og hljóðvinnslu. Gyða: Sum lögin breyttust samt ótrúlega mikiö á lokastigi. Kristín Anna: Öll lögin á plöt- unni eru upphaflega samin i heimahúsum nema lag númer átta, Slitinn strengur. örvar: Það var samið á götum Kaupmannahafnar. Gunnar: Við vorum að spila á hljóðfæri úti á götu með eistnesk- um rónum. Þeir fengu lánaðan gít- ar hjá okkur og voru eitthvað að spila og tralla á næsta homi. Á meðan við voram að spila þetta lag kom einn þeirra til baka hágrát- andi með gítarinn af því að hann hafði slitiö streng. Örvar: Þetta var stórgerður mað- ur og hann benti til skiptis á slitna strenginn og tárin á kinninni til þess að sýna okkur hvað honum þætti þetta leitt. En við héldum bara áfram að spila lagið. Gyða: Þess vegna heitir það The Ballad of the Broken String. Flestir á fótbolta Hafið þiö feröast eitthvaö um ís- land og spilaó? Kristín Anna: Þau tvö (bendir á Gunnar og Gyðu) fóru með Sigur Rós til Akraness og ísafjarðar og spiluðu á tvennum tónleikum. Örvar: Við gerðum einu sinni áður tilraun til aö fara til ísafjarð- ar. Kristín Anna: Við ætluðum að halda sundlaugartónleika þar en veðrið kom í veg fyrir að nokkuð yrði úr því. Örvar: Það var ekki flogið til ísa- fjarðar í heila viku einmitt þegar við ætluðum að spila þar. Gyða: Við héngum uppi á Veður- stofu í lengri tima til að fá nýjustu fréttir af veðrinu. Við vorum ákveðin í að fara. Kristín Anna: Við hefðum kannski frekar átt að halda tón- leika þar. Hvaö hafiö þið oft spilaö á sund- laugartónleikum? múm: Tvisvar. Örvar: í bæði skiptin á vegum Unglistar í Sundhöllinni. Hitt hús- ið keypti á sínum tima sérhannaða vatnshátalara sem virka neðan- sjávar þannig að maður getur heyrt tónlist i kafi. Það er hins veg- ar sorglegt að þessir hátcdarar skuli ekki vera notaðir oftar en einu sinni á ári. Tveir stafir og eitt hljóð Ég var beöinn um aö koma einni spurningu á framfœri frá ungum aðdáanda: Tengist nafniö múm á einhvern hátt Múmínálfunum? Múm: Nei, nei. Gunnar: Ég hugsa að hver og einn verði bara að finna sina merk- ingu fyrir nafnið. Örvar: Þegar við fundum nafniö teiknuðum við tvo fila sem sneru saman þannig að fætumir mynd- uðu emmin og ranamir úið. Okkur finnst nafnið aðallega hljóma vel. 14 f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.