Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Qupperneq 20
Kemur Cate í stað- inn fyrír Foster Eftir að Jodie Foster gaf óvænt út tilkynningu um að hún ætlaði ekki að leika í fram- haldinu af Silence of the Lambs Hannibal, þrátt fyrir að hand- ritinu hefði verið breytt sam- kvæmt vilja hennar, er nú hafin mikil leit að leikkonu í staðinn og eru margar nefndar og sjálfsagt flest- ar þeirra meira en fúsar til að leika þetta bita- stæða hlutverk. Sú sem heitust þykir þessa stundina er hin ástralska Cate Blanchett (Elizabeth). Spurningin er hvort hún hefur tíma. Þessa dagana er hún að leika í tríólógíunnni Lord of the Rings. Hún hefur að vísu ekki stórt hlutverk þar og er á leið- inni að leika á móti Keanu Reeves í The Gift sem Sam Raimi leikstýrir. Þá hefur ver- ið talað um að hún muni leika á þessu ári í kvikmynd Stevens Spielbergs, Minority Report, en óljóst er hvort Spielberg ger- ir hana næst. Fleiri eru nefnd- ar og þar eru heitastar Gillian Anderson, Angelina Jolie og Helen Hunt. Tvær jafnar Gagnrýnendasamtökin National Society of Film Crit- ics hafa birt niðurstöður ársins og í fyrsta skipti var ekki hægt að gera upp á miili tveggja kvikmynda, Being John Malcovich og Topsy-Turvy, og voru þær báðar valdar besta kvik- myndin. Mikið > hefur verið fjaliað , um Being John . Malcovich, sem þykir snjöll og vel gerð, en Top- sy-Turvy er nýjasta kvik- mynd breska leik- stjórans Mikes Leigh og var hann valinn besti leikstjórinn. Myndin fjallar um óperettu- dúettinn Gilbert og Sullivan. Besti leikarinn var valinn Russell Crowe fyrir leik sinn í The Insider og Reese Wither- spoon besta leikkonan fyrir leik sinn í Election. Besta er- lenda kvikmyndin var valin Autumn Tale sem Erich Rohmer leikstýrir. Besta kvik- myndin sem ekki er byggð á skáldskap var valin Buena Vista Social Club sem Wim Wenders leikstýrir. Clooney í fótspor Stnatra George Clooney er einn fárra leikara sem eiga mjög auðvelt með að vera sjarmerandi þegar þeir eru að brjóta lögin og eru Three Kings og Out of Sight dæmi um slíkt. Það þarf því engan að undra að framleiðendur endurgerðar Ocean’s 11, sem Steven Soeder- berg (Out of Sight) ætlar að leikstýra, vilji fá George Cloo- ney til að leika foringja hóps ellefu manna sem ætla sér að ræna spilavítin í Las Vegas á einni nóttu. Ocean’s 11 var gerð snemma á sjötta áratugnum og þá lék Frank Sinatra foringj- ann og hafði með sér í mynd- ina leikfélaga sína í „rottu- genginu", Dean Martin, Peter Lawford, Sammy Davis og fleiri. Ekki er búið að velja í önnur hlutverk en framleið- endur hafa hug á því að fá fræga leikara í minni hlutverk- in. alt hús í Tennessee sem hún ætlar að gera að heimili sinu og móta eft- ir eigin smekk sem hún segir gam- aldags. AshIJudd Leikkonan Ashley Judd er á mikilli uppleið í Hollywood um þessar mundir og getur valið úr hlutverkum. Ástæðan er fyrst og fremst vinsældir Double Jeopardy og frammistaða hennar þar. Judd tekur þó frægðinni með mikilli ró og þykir gáfuð og óvenju jarðbund- in að leikkonu að vera. Ashley Judd er vön því að hafa frægt fólk í kringum sig því móðir hennar, Naomi Judd, og systir, Wynonna Judd, eru frægar kántrísöngkonur og mynda dúettinn Judds. Ashley Judd fæddist i fátækt 19. apríl 1968 og bjó fjölskyldan víðs vegar um Kentucky, i kofum og þaðan af verri hreysum. Móðir hennar, Naomi, var alltaf að reyna fyrir sér í söngnum og það gekk frekar illa. Systir hennar, Wynonna, fetaði í fótspor móður sinnar á meðan Ashley stundaði nám og var mikill lestrarhestur. Á þrettán ára tímabili, áður en móðir hennar og systir slógu í gegn, gekk Ashley í tólf mismunandi skóla í Kentucky og Kaliforníu. Hagur fjölskyldunnar fór vax- andi og Ashley var send í háskóla i Kentucky þar sem hún útskrifaðist sem verðlaunanemandi. Að námi lokni var það ætlun Ashley að ganga til liðs við friðarsveitir í Afr- íku, en systir hennar lagði til að hún reyndi frekar fyrir sér í kvik- myndum. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin sýndi Judd mikinn viljastyrk þegar hún labbaði sig Kvikmyndir Ashley Judd: Kuffs, 1992 Ruby in Paradise, 1993 Natural Born Killers, 1994 Smoke, 1995 Heat, 1995 The Passion of Darkly Noon, 1995 A Time to Kill, 1996 Normal Life, 1996 The Locust, 1996 Kiss the Girls, 1997 Simon Birch, 1998 Double Jeopardy, 1999 inn á umboðsskrifstofu og kom út með samn- ing; sjálfsagt hefur nafn hennar eitthvað hjálpað til. Viljastyrkur hennar kom best i ljós þegar hún fékk sitt fyrsta hlutverk í Kuffs. Þar átti hún að koma fram nakin á móti Christian Slater og þvi neitaði hún alfarið og aldrei þessu vant var hún ekki látin fara heldur fékk að ráða. Á næstu árum var hún aðallega í sjón- varpsþáttum, lék í Sisters og Star Trek: The Next Generation, auk þess sem hún lék aukahlutverk í kvik- myndum. Eftir leiðin- legt tímabil í sjónvarpi að hennar sögn fékk hún loks stórt hlutverk i kvikmyndinni Ruby in Paradise, sem var verðlaunuð á kvik- myndahátíðinni í Sund- ance og hefur ferill hennar verið á uppleið síðan. Ashley Judd segist vera dæmigerð sveita- stelpa sem hafi áhuga á mat, bókum og guði. Hún hefur alveg aðskil- ið sinn eigin feril frá ferli móður sinnar og systur og neitaði meira að segja að koma fram í sjónvarpsmynd um ævi þeirra, auk þess sem hún vildi ekki leika í kvikmynd í upphafi fer- ils síns vegna þess að móðir hennar lék einnig í henni. Ashley Judd hefur verið orðuð við þekkta leikara, meðal annars Robert De Niro, Matt- hew McConaughey og söngvarann Michael Bolton, en hennar fylgdarsveinn kappaksturs- samböndin hafa verið stutt enda maðurinn Dario Franchitti. Ashley Judd kannski einum pf Hollywood heillar hana ekki og sjálfstæð fyrir þessa, enn. í dag er hefur hún keypt hundarð ára gam- Háskóiabíó og Sam-bíóin frumsýna Double Jeopardy í dag, sakamáíamynd um konu sem bíður þess að verða iátín iaus úr fangelsi svo hún getí framið giæp sem hún hefur veríð dæmd fyrir. Double Jeopardy sem frumsýnd er í dag er spennumynd sem hefur verið mjög vel sótt í Bandaríkjun- um og sat í þrjár vikur í efsta sæti vinsældalistans. í henni segir frá Libby Parsons (Ashley Judd) sem verður fyrir þeirri reynslu að missa eiginmann sinn á hroðaleg- an hátt í siglingaferð. Ósköpin enda ekki þar því hún er ákærð og sakfelld fyrir morð á maka sínum, alsaklaus. 1 fangelsinu kemst hún að því að maðurinn er enn á lífi og er i sambandi við bestu vinkonu hennar og jafnframt að ekki er hægt að kæra neinn tvisvar fyrir sama glæpinn. Þetta þýðir að hún getur drepið hinn ósvífna eigin- mann án þess að nokkur geti amast við því. Skilorðseftirlitsmaðurinn Travis Leeman (Tommy Lee Jones) eltir hana þegar hún lætur sig hverfa úr borginni til þess að hafa uppi á syni sínum og kemst að því að ekki er allt með felldu. Auk þeirra Tommy Lee Jones og Ashley Judd leika í myndinni Bruce Greenwood, Annabeth Gish, Roma Maffia og Davenia McFa- dden. Leikstjóri er Bruve Beres- ford, einn þeirra áströlsku leik- stjóra sem komu Ástralíu á blað i kvikmyndaheiminum. Beresford varð heimsfrægur þegar hann leik- stýrði, framleiddi og skrifaði hand- ritiö að Breaker Morant sem hlaut ellefu ástralska „óskara". Einnig fékk Beresford tilnefningu til ósk- arsverðlauna fyrir handrit sitt að þeirri mynd. I kjölfarið flutti hann til Bandaríkjanna og sló þar strax i gegn með Tender Mercies. Bruce Beresford hefur allar göt- ur síðan starfað i Bandaríkjunum og gert nokkrar eftirtektarverðar kvikmyndir en einnig nokkrar sem lítið hefur farið fyrir. Hans þekktasta kvikmynd er Driving Miss Daisy sem fékk fem ósk- arsverðlaun, meðal annars var hún valin bésta kvikmyndin og Jessica Tandu fékk óskarinn sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Þá er einnig vert að nefna Crimes of He- art sem tilnefnd var til þrennra óskarsverðlauna. Árið 1990 leik- stýrði Beresford Mister Johnson með Pierce Brosnan í aðalhlut- verki og var það fyrsta bandaríska kvikmyndin sem eingöngu var gerð í Nígeríu. Þaðan hélt hann til Kanada og gerði Black Robe sem fékk sex verðlaun kanadísku aka- demíunnar. Aðrar kvikmyndir Beresford eru meðal annars Puber- ty Blues, Rich in Love, Silent Fall, Last Dance og Paradise Road. Bruce Beresford þykir einnig mjög góður óperustjórnandi og hef- ur leikstýrt óperum í Ástralíu, Bandaríkjunum og á Ítalíu. -HK 20 f Ó k U S 14. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.