Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Síða 21
r
Hjónaband og peningar eða
piparsveinalíf
Laugarásbíó frumsýnir í dag
rómantísku gamanmyndina PipEir-
sveinninn (The Bachelor) meö
Chris O’Donneli og Rene Zellweger
í aðalhlutverkum. í minni hlut-
verkum eru meðal annars Brooke
Piparsveinninn Jimmie (Chris
O'Donnell) og Anne (Rene
Zellweger).
Chris
Chris O’Donnell er ekki mikið í
fréttum slúðurblaða og ástæðan er
einfaldlega sú að hann er nákvæm-
lega eins og hann lítur úr fyrir að
vera, heilbrigðið uppmálað, ungur
maður sem allir myndu vilja hafa
Kvikmyndir Chri's
O'donnells
Men Don’t Leave, 1990
Fried Green Tomatoes, 1991
School Ties, 1992
Scent of a Woman, 1992
The Three Musketeers, 1993
Blue Skye, 1994
Mad Love, 1995
Circle of Friends, 1995
Batman Forever, 1995
In Love and War, 1996
The Chamber, 1996
Batman & Robin, 1997
Cookie’s Fortune, 1999
The Bachelor, 1999
Það versta sem
komið getur fyrir
mann sem
ákveðinn er í að
vera piparsveinn
al!a ævi er að
verða ástfanginn.
Shields, Peter Ustinov, Hal Hol-
brook og söngkonan Mariah Carey
sem er hér að leika í sinni fyrstu
kvikmynd.
Piparsveinninn er Jimmie
Shannon (Chris O’Donnell) sem
metur frelsi sitt ofar lífinu. Honum
líður vel að öllu leyti nema einu,
vinahópurinn minnkar þegar vin-
irnir gifta sig. Jimmie lætur það
unni til afa Jimmies (Peter
Ustinov), forríks manns sem allt í
einu tekur upp á því að deyja. í
erfðaskránni segir að Jimmie fái
100 milljón dollara gifti hann sig
áður en hann veröur þrítugur. Þeg-
ar Jimmie fær þessar fréttir er að-
eins sólarhringur til stefnu. Það
má því segja að hamagangur verði
í öskjunni þegar hann fer að leita
sér að brúði...
Leikstjóri The Bachelor, Gary
Sinyor, er breskur, fæddist í
Manchester og er með The
Bachelor að gera sína fyrstu amer-
ísku kvikmynd. Áður hafði hann
gert á heimaslóðum, gamanmynd-
ina Stiff Upper Lips, sem hann
framleiddi og skrifaði, Leon The
Pig Farmer og Solitaire for 2.
-HK
samt ekki á sig fá og heldur áfram
að vera með „nokkrar í takinu”
eða allt þar til hann hittir Anne
(Rene Zellweger), fallega og heil-
brigða stúlku, og verður ástfang-
inn. í þrjú ár þarf Anne að þola
það að vera aðeins kærasta þar til
Jimmie ákveður að gefa eftir og
biður hana að giftast sér. Hann
gerir það svo klaufalega að það er
eins og verið sé neyða hann til að
giftast. Anne er nóg boðið og neit-
ar að giftast honum. Víkur nú sög-
O’Donnell
fyrir nágranna. O’Donnell fæddist
26. júní 1970. Hann var aðeins tólf
ára gamall þegar hann byrjaði að
koma fram í auglýsingum og meðal
hans fyrstu verka var að leika í
McDonalds-auglýsingu á móti
Michael Jordan. Hann lék i sinni
fyrstu kvikmynd, Men Don¥t Lea-
ve, árið 1990. Þar lék hann elsta son
Jessicu Lange. Myndin fékk góða
dóma og vakti leikur O’Donnell at-
hygli. Það má þó segja að útlitið
hafi gert það að verkum að hann
fékk mörg tilboð í kjölfarið.
Hollywood þurfti á ungum leikur-
um að halda sem gátu verið venju-
legir amerískir táningar. Hann lék
aftur á móti Jessicu Lange í Blu
Sky en Lange fékk óskarsverðlaun-
in fyrir þá mynd. Það var svo í
fimmtu kvikmynd sinni, Scent of a
Woman, sem O’Donnell sýndi hvað
í honum býr. Þar lék hann skóla-
strák sem fær það verkefni að að-
stoða blindan mann í New York. A1
Pacino fékk óskarinn fyrir leik
sinn.
Stjömuhimniniun í Hollywood
náði svo Chris O’Donnell þegar
hann var vEdinn til að
leika Robin í Batman
Forever og endur-
tók hann hlut-
verkið í Bat-
man Forever.
Síðan hefur fer-
illinn verið upp
og ofan og lítið
um að kvikmynd-
ir með honum séu
að slá í gegn.
Hann hefur þó
sýnt mikinn
styrk í erfiðum
hlutverkum á
borð við þau sem
hann lék í The
Chamber, In Love
and War og Circle
of Friends.
bíódómur
Sambíóin /Stjörnubíó - The 13th Warrior
Arabi á meðal víkinga
Antonio Banderas leikur þrettánda stríösmanninn.
Víkingakvikmyndir em sjaldséð-
ar og vel heppnaðar víkingakvik-
myndir enn sjaldséðari. Saga vík-
inga í kvikmyndasögunni sýnir
okkur að kvikmyndagerðarmenn,
þá sérstaklega bandarískir, eiga í
hinum mestu erfiðleikum þegar
kemur að víkingum fomaldar. Það
er helst þegar víkingar koma
óbeint við sögu að persónusköpun
tekst, annars eru þetta hálfgerð
villidýr sem kunna ekki mannasiði
og eru vikingarnir í The 13th
Warrior engar undantekningar.
Þessi makalausa saga sem sögð er í
myndinni og er gerð eftir skáld-
sögu Michaels Crichtons hefur
enga dýpt, persónumar eru allar á
yfirborðinu og reynt er að bjarga
myndinni fyrir hom með subbuleg-
um bardagasenum sem eru vel
gerðar en leiðinlegar til lengdar.
í byrjum sjáum við að Ahmed
Ibn Fahdlan (Antonio Banderas)
hefur nánast verið gerður útlægur
frá „mestu borg í heimi“, Bagdad,
fyrir að líta eiginkonu konungs-
holls manns hým auga. Ahmed,
sem er maður orösins frekar en
vopnsins, lendir í slagtogi með vík-
ingum á endalausum ferðum sín-
um og er nánast neyddur til að
vera þrettándi stríðsmaðurinn í
ferð þeirra til Noregs þar sem
bjarga á konungsríki úr greipum
óvinaflokks sem þarlendir álíta að
sé ekki skipaður mennskum mönn-
um. Ahmed er eins og fiskur á
þurru landi meðal víkinganna
enda látið að því liggja að hann
komi úr menningarþjóðfélagi á
meðan siðir víkinganna gætu verið
teknir beint úr dýraríkinu.
Michael Cricton byggir skáld-
sögu sína (kom út 1974) á ævintýr-
um Ahmeds Ibn Fahdlan, sem var
ljóðskáld sem ferðaðist um norður-
hj£u:a Evrópu, og enska kvæðabálk-
invun Beowulf. En það er fátt í
myndinni sem minnir á að einhver
dýpt búi á bak viö endalaus atriði
með síðhærðum víkingum mimd-
andi sverð sín gegn óvini sem hef-
ur engan bakgrunn, hann bara er
þama og býr í hellum. Af hverju
vitum við ekki frekar en svo margt
annað sem borið er á borð án skýr-
inga.
Antonio Banderas mundaði
sverðið af snilld i The Mask of Zor-
ro, hér fær hann lítil tækifæri til
slíks og oftast er eins og hann hafi
enga hugmynd um hvað hann á að
gera. Michael Crichton, sem áður
en hann sneri sér eingöngu að
skáldsagnagerð var vel liðtækur
leikstjóri, og John McTieman, sem
meðal annars leikstýrði Die Hard,
eiga báðir slæman dag og sjálfsagt
vilja þeir þurrka þessa mynd úr
minningunni sem fyrst.
Leikstjóri John McTiernan. Hand-
rit: William Wisher og Warren
Lewis. Kvikmyndataka Peter
Menzies. Tónlist Jerry Goldsmith.
Aðalleikarar: Antonio Banderas,
Vladimir Kulich, Dennis Storhoi
og Omar Sharif.
Hilmar Karlsson
Mandolin
John Madden, sem leikstýrði
óskarsverðlaunamyndinni
Shakespeare in Love, hefur
ekki verið að flýta sér upp á
síðkastið en hefur nú loks
ákveðið að hans næsta kvik-
mynd verði Mandolin sem er
rómantísk saga úr síðari heims-
styrjöldinni. Myndin verður
gerð eftir metsölubók sem sam-
in var af Louis de
Bernieres og fjall-
ar um ítalskan
liðsforingja sem
kann að meta
klassíska tónlist
og fallegar konur.
Þegar hann er
gerður að yfir-
manni á grískri
eyju og kynnist
fallegri ungri stúlku verður
hann að gera upp á milli skyldu
sinnar sem hermaður og ástar á
ungri stúlku. Áætlað er að
kostnaður við myndina verði 30
milljónir dollara. Nicholas Cage
er sagður hafa mikinn áhuga á
aðalhlutverkinu en ljóst er að ef
hann vill fá hlutverkið þá verð-
ur hann að slá af launakröfum
sínum, en hann er í svokölluð-
um 20 milljón dollara flokki, það
er að segja hann getur farið
fram á þessa upphæð fyrir eina
kvikmynd.
v
'T'
Stuart litli vinsæll
Þriðju vikuna í röð var fjöl-
skyldumyndin Stuart Little vin-
sælasta kvikmyndin í Bandaríkj-
unum og er hún nú að nálgast
100 milljón dollara markið. Þessi
staða þykir ekki boða gott fyrir
þær kvikmyndir sem dreift var
fyrir og eftir jól og eiga að vera
„heitar” þegar kemur að óskar-
stilnefningum. Það er aðeins The
Green Mile með Tom Hanks
sem fær þá aðsókn sem vonast
var eftir. Langvinsælasta kvik-
myndin í desember er Toy Story
2 (Tom Hanks kemur einnig ná-
lægt henni) en hún hefur halað
inn 220 milljón dollara. Þær
kvikmyndir sem miklar vonir
voru bundnar við og hafa valdið
vonbrigðum eru nýjasta kvik-
mynd Milos Formans, The Man
on the Moon, þar sem Jim Car-
rey leikur grínistann Andy
Kaufman, Anna and the King,
með Jodie Foster, Bicentennial
Man með Robin Williams og The
Snow Falling on Cedars, allt
myndir sem hafa fengið ágæta
gagnrýni en aðsóknin ekki verið
í samræmi við góða dóma.
Brosnan enn f njósn-
astörfum
Pierce Brosnan er eftirsóttur
leikari og sérstaklega vilja fram-
leiðendur fá hann í hasarmyndir.
Tvær slíkar eru á borðinu hjá
kappanum þessa dagana. Önnur
er Tailor of Panama, sem byggð
er á skáldsögu eftir
John Le Carre og
John Boorman mun
leikstýra. Fjallar
myndin um bresk-
an njósnai’a í Suð-
ur-Ameríku sem
lendir í miðri at-
burðarás þegar
kólnar á milli
Bandaríkjanna og
Panama. Hin myndin er Bumt
Sienna sem byggð verður á skáld-
sögu eftir David Morrell sem enn
hefur ekki komið út. í þeirri
mynd mun Brosnan leika fyrrver-
andi bandarískan njósnara sem
hættur er störfum og fluttur til
Mexíkós, þar sem hann ætlar að
hvíla sig og mála, en lendir óvænt
í hraðri atburðarás þar sem við
sögu koma mexíkóskir eiturlyfja-
kóngar.
14. janúar 2000 f Ókus
21