Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Síða 23
Ekki láta blekkjast þó að skammdegið sé í algleymingi og þú þykist ekki sjá út úr svartnættinu.
Málið er að bara eru rétt rúmlega fjórir mánuðir í sumarið. Þannig er ekki seinna vænna að byrja
að skipuleggja hvað á nú að gera skemmtilegt. Evrópa iðar öll af lífi, hún vill fá þig, allir vilja gera þér gott.
Þú skalt vanda valið á áfangastöðunum og ylja þér við þá tilhugsun að...
...sumarið er tíminn
—
27. júní - 1. júlí
Þeramín-ráðstefna
Já, þetta er óneitanlega einn af áhuga-
verðustu atburðum næsta sumars. I
Brussel, sem er einmitt ein af menn-
ingarborgunum, verður Þeramín-ráð-
stefna, Þeramín-námskeið, Þeramín-tónleikar og Þeramín-kvikmyndasýning.
Eins og lesendur Fókuss ættu að
kannast við eftir stórgóða grein Dr.
Gunna nú í haust er Þeramín hljóð-
færi, skapað af Leon Theremin árið
1913. Hljóðinu úr því er stjórnað
með því að halda hendinni fyrir ofan
það og stöðva bylgjurnar sem það
sendir frá sér. Mismunandi hljóð eft-
ir fjarlægð, skilurðu. En með ráð-
stefnunni eru Brusselbúar aö halda
upp á að nýlega var opnað hljóðfæra-
safn þar í bæ. Þannig verða þrennir
Þeramín-tónleikar, hljóölaus mynd
meö Þeramín-tónlist undir og nám-
skeiö þar sem einhverjir snillingar
gera grein fyrir samsetningu hljóö-
færisins.
30. ágúst
Björk og barnakórinn
Þeirsem misstu af yfirnördinum sjálf-
um, henni Björk Guðmundsdóttur, í
Hallgrímskirkju á gamlársdag geta
brugðið sér til Brussel og horft á
hana þar. Hún mætir ásamt Evr-
ópukórnum sfnum og heillar Brussel-
búa svona rétt áður en sumarið er
búiö.
Helsinki
24. júlí
Steppgeðveiki aldarinnar
Já, það er óhætt að kalla þennan atburð
þessu nafni því aö þennan dag munu hvorki
meira né minna en 2000 stepparar taka
saman höndum (eöa fótum) og steppa allan
botn úr Helsinki. Fyrir þá sem ekki vita það er
Helsinki höfuðborg Rnnlands og ein af menn-
ingarborgum Evrópu 2000. Markmiðiö er að
fá alla íbúa borgarlnnar til að steppa með.
Það eru ekki bara amatörar sem mæta á
svæðið. Voða fínir steppflokkar frá Chicago
og svoleiðis ætla að dansa. Steppiö fer fram
á strætunum, torgunum, í steppklúbbum og
á veitingastöðum.
3.-20. ágúst
Til heiðurs malbikinu
Það verður líf og fjör í Helsinki í ágúst. Þá verður haldið Urban Festival eða Borgarhátíð
þar sem hip hopgaurar frá hinum og þessum löndum sameinast með listina í huga til að
breiða út boðskapinn. Á öllum torgum mæta breikarar og keppa sín í milli, graffitilista-
menn mála á himinháa veggi borgarinnar, rapparar kynna kveöskap sinn, djassarar
geggja og afgangurinn horfir á með bros á vör. Það er alveg á hreinu að þegar maður eyð-
ir smátfma f kringum þetta lið fær maður fluguna, byrjar að kasta af sér rfmum, spinna
á bakinu og útfæra nafnið sitt fyrir 20 metra háan vegg. Búið er að panta fólk frá Frakk-
landi, Bretlandi, Rússlandi, Rnnlandi (auðvitaö) og Bandaríkjunum. Þá vantar bara ís-
lendinga. Gleði, friður og hamingja.
r--
Kraka
Hannover
1. júní
Opnun EXPO
Þessi stund ætti nú að vera eftirminnileg. Klukkan 9 um morguninn hefst opnunarhátfð
sjálfrar EXPO 2000-heimssýningarinnar og verður hún veisla fyrir augað. Öllu EXPO-
svæðinu (sem er þó nokkuð stórt) verður breytt f meiri háttar svið fyrir leiklist, tónlist,
listir, dans og kvikmyndir. Frá morgni og
fram undir kvöld verða leikrit, tónleikar og
fleira f Preussag-höllinni, í sýningarsölum og
á öllum torgum. Sfðan verður mikið húllum-
hæ undir lokin þegar geðveikin nær hámarki
stærstu sjóvum dagsins, flugeldasýning-
um og fleiru.
8. júní
Kraftwerk-tónleikar
Hinir miklu snillingar I Kraftwerk munu stfga á stokk á bestu tónleikum ársins. Lengi
hefur verið beðið eftir því að þeir félagar haldi tónleika aftur en þeir hafa ekki gert það
í tæp tvö ár. Rúsfnan f pylsuendanum er síðan hið nýja Kraftwerk-lag, EXPO 2000,
sem þeir gerðu sérstaklega fyrir heimssýninguna. Þannig mætti segja að þetta sé tíma-
mótaviðburður og óhætt er að búast við því að aðstandendur heimssýningarinnar spari
ekkert þegar kemur að útbúnaði á sviöi og margmiðlunargeðveiki fyrir tónleikana.
Mánudagskvöld eru síðan föst tónleikakvöld á EXPO-sýningunni þar sem margir frægir
popparar munu sýna sig og syngja.
30. júní
Meistarar djassins
Kraká, sem var höfuðborg pólska kon-
ungdæmisins, er nú menningarleg höfuð-
borg Póllands og ein af menningarborg-
um Evrópu 2000. Hjarta borgarinnar er á
Rynek-torgi sem er á lista UNESCO yfir
merkustu menningarminjar heimsins. 30.
jún! hefst Sumardjasshátíö ársins 2000
þar f bæ og er hún nokkuð girnileg. Hátfðin stendur f þrjá daga og kemur fram á henni ein-
valalið frá Póllandi, Bandaríkjunum og Svfþjóð. Fyrsta kvöldið, karabíska kvóldið, byrjar á
pólska bandinu Daab og síðan taka við Jamaica Funk All Stars (í hljómsveitinni eru Micha
Urbaniak, Lenny White, Victor Baily, Don Blackmann og Bernie Wright). Næsta kvöld, þjóö-
lagakvöldið, beinist að því hvaö er líkt með pólskri þjóðlagatónlist og djassi sem er undir
áhrifum þjóðlagatónlistar. Þar leikur hin vinsæla sveit (f Póllandi, alla vega) Trebunie Tutki
og alþjóðleg sveit með Urszulu Dudziak í fararbroddi. Þar gefur að Ifta Grayna Augucik, Andr-
eas Jormin, Ulf Dangren og Peter Durman. Þriðji dagurinn er sfðan tileinkaður þrjátfu ára af-
mæli hljómsveitarinnar Laboratorium þar sem fram koma fjölmargir sem hafa unnið með
hljómsveitinni í gegnum árin og yngri snillingar. Ókei, það var kannski mikiö af skrýtnum nöfn-
um f þessari upptalningu en það er samt staðreynd aö þessi djasshátfð verður algjör snilld.
6.-9. júní
13. götuleikhúshátíðin
Götuleikhúshátíðin hefur verið haldin í Kraká f rúmlega áratug og hefur ávallt notið óbilandi
áhuga þeirra sem þekkja til. Á hátfðinni nú f ár verða allar greinar sem tilheyra götuleik í há-
vegum hafðar og hvert kvöld nær hámarki f samleik milli leikflokkanna. Fyrsti dagurinn er til-
einkaður látbragösleik, leikhúsi fyrir börn og trúöaleik. Meðal þátttakenda þann daginn
verða leikflokkar frá ítalfu (Leo Bassi), Englandi (Bash Street Theatre Company), Frakklandi
(Bululu Theatre) og Póllandi (Pinezka
jirfe. Teatre). Annan daginn eru það síðan leik-
flokkar á stultum sem ráða rfkjum og einnig
■,( /, & . verður mikið af götutónleikum með fullt af
. y , sniðugum grúppum. Þriðji dagurinn hefur
er sföan tileinkaður Mobile Theatre eða
14. janúar 2000 f ÓkUS
23