Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
Viðskipti
i>v
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.526,4 m.kr. Mest með húsbréf, 778 m.kr. ... Hlutabréf, 342 m.kr. ... Mest með bréf
Granda, 59 m.kr., og hækkuðu bréfin um 9,5% ... Skýrr hækkaði um 7,93% ... SH hækkaði um 6,2% ... Samherji hækk-
aði um 4% ... Marel lækkaði um 2,3% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% og er nú 1.701,6 stig ...
Þorsteinn Vilhelmsson
selur hlut sinn í Samherja
- samtals 21,6% hlutur á þrjá milljarða
Þorsteinn Vilhelmsson og fjöl-
skylda hans og einkahlutafélagið
Ránarborg hafa selt Kaupþingi hlut
sinn í Samherja á Akureyri, samtals
21,6% hlut. Miðað við gengi Sam-
herja í gær er markaðsvirði félags-
ins 13.912,5 milljónir króna. Af því
má álykta að Þorsteinn hafl fengið
rúmlega þrjá milljarða fyrir sinn
hlut i félaginu.
Þorsteinn sendi í gær frá sér yflr-
Tæknival
selur í Axi
hugbúnað-
arhúsi
Tæknival hefur selt allan
hlut fyrirtækisins í Axi, hug-
búnaðarhúsi, hf. Um er að ræða
25% hlut í fyrirtækinu á geng-
inu 1,9 en nafnverð bréfanna er
75 milljónir og söluverðið því
rúmar 140 milljónir króna en
forkaupsréttur hluthafa í Ax er
á bréfunum.
„Þessi ákvörðun er í sam-
ræmi við
stefnu Tækni-
vals um meg-
ináherslu á
sölu tækni-
búnaðar,
staðlaðra hug-
búnaðar-
lausna í sam-
starfi við við-
urkennda að-
ila eins og
Microsoft,
Cisco, Novell
o.fl. og sérþekkingu i flutningi
stafrænna gagna um net (IP),
sem tekur til hljóðs, myndar og
texta. Tæknival hf. er í dag eina
íslenska tölvufyrirtækið með
viöurkenningu sem „Senior
Partner“ hjá Microsoft og hlýt-
ur á næstu vikum stöðu „Silver
Partners" hjá Cisco. Þá hefur
Tæknival tekið að sér rekstur
símaþjónustuvers fyrir
Microsoft á íslandi. Sérstaða
fyrirtækisins í IP-umhverfl,
sölu vandaðra hátæknilausna
og búnaðar til fyrirtækja og
stofnana, auk öflugs sölukerfis
á heimilismarkaði, boðar
áhugaverða framtíð fyrir
Tæknival," segir tilkynningu
frá félaginu.
Arni Sigfússon,
framkvæmda-
stjóri Tæknivals.
Duisenberg
með áhyggjur
af evrunni
Wim Duisen-
berg, bankastjóri
Seðlabanka Evr-
ópu, lýsti í gær
áhyggjum af geng-
isþróun evrunnar gagnvart dollar
þar sem þróunin gæti aukið verð-
bólguþrýsting á evrusvæðinu. fjár-
málaráðherrar evru-rikjanna hafa
undanfarið keppst við að tala gengi
evrunnar upp með því að benda á
batnandi stöðu efnahagsmála og góð
hagvaxtarskilyrði.
lýsingur þar sem segir:
„þar sem ég hef látið af
störfum hjá Samherja og
önnur verkefni í sjávarút-
vegi verða tímafrek á
næstunni tókum ég og
fjölskylda mín þá ákvörð-
un í gær að selja Kaup-
þingi 21,6% eignarhluta
okkar í Samherja hf.“
Mun fjárfesta í sjáv-
arútvegi
„Að baki þessari,
ákvörðun liggja fyrst og fremst hag-
Þorsteinn Vilhelmsson.
kvæmnis-
sjónarmið
en einnig
markast
þau af því
viðhorfl að
góður sam-
starfsandi
þurfi að
rikja inn-
an hlutafé-
laga. Það
er öllum
aðilum fyr-
ir bestu að
hluthöfum og starfsfólki Samherja
velgengni á komandi árum. Ákvörð-
un okkar um að selja hlutinn í Sam-
herja er á engan hátt vísbending um
að ég sé hættur afskiptum af rekstri
sjávarútvegsfyrirtækja. Að undan-
fömu hef ég, fjölskylda mín og fyrir-
tæki okkar, Ránarborg ehf., fjárfest
í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækj-
um, m.a. í Hraðfrystihúsinu-Gunn-
vöru, Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, Fiskeldi Eyjafjarðar og verð-
ur eftir atvikum framhald á því
næstu misseri," segir Þorstein Vil-
helmsson.
hafa hreinar línur og ég óska stjóm,
Arsvelta Thermo
Plus 500 milljónir
- opnar söluskrifstofur í 12 löndum
Frysti- og kælibúnaðarfyrirtækið
Thermo Plus í Reykjanesbæ, sem hóf
framleiðslu á siðasta ári, hefur opnað
skrifstofu í Bretlandi og stefnir að því
að vera með söluskrifstofur í tólf lönd-
um utan íslands fyrir árslok.
Fram kemur í frétt frá fyrirtækinu
að sölumál þess hafa gengið vel og
hafa nú þegar tekist samningar um
sölu á frysti- og kælitækjum til stórra
breskra verslunarkeðja á borð við
Sainsbury’s, Tesco, Iceland og fleiri.
Þetta góða gengi Thermo Plus gerir
það að verkum að starfsmönnum
verður fjölgað úr 20 í 50 á næstunni.
Ársvelta fyrirtækisins árið 2000 er
áætluð ríflega hálfur milljarður.
Kristinn Jóhannesson er nýráðinn
framkvæmdastjóri framleiðslusviðs,
en hann mun starfa að uppbyggingu
Thermo Plus í nánu samstarfl við
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
Tom Roseingrave.
Bjartsýni Thermo Plus á öran vöxt
í framtíðinni er byggð á fyrrgreindum
sölusamningum og umfangsmiklum
markaðsrannsóknum. Búist er við í
það minnsta 10% árlegum vexti
heimsviðskipta með kælitæki næsta
áratuginn. Sérstaklega er talið að
þessi aukning muni spretta af við-
skiptum við þróunarríkin. Einnig
munu strangari kröfur um meðhöndl-
un á matvælum og auknar kröfur um
umhverfisvæn kælitæki ýta undir
endurnýjun á næstu árum. Vörur
Thermo Plus uppfylla ströngustu
staðla um vemdun umhverflsins og
fyrirtækið hefur einsett sér að vera
leiðandi á þvi sviði. Ástæða þess að
eigendur Thermo Plus völdu verk-
smiðjunni stað á íslandi eru nokkrar,
m.a. staðsetning íslands, aðild þess að
evrópska efhahagsvæðinu og að útlit
fyrir að EFTA-samningur við Kanada
verði undirritaður á næsta ári.
Thermo Plus Europe á íslandi hóf
framleiðslu á síðasta ári. Undirbún
ingur og uppbygging verksmiðjusvæð
is fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafði
þó staðið yfir lengur eða allt frá 1998.
Viðskiptavinir fyrirtækisins á Evr
ópumarkaði eru til dæmis landflutn
ingafyrirtæki, stórmarkaðir, heildsöl
ur með matvörur, fiskiðnaður, veit
ingahúsakeðjur og fjármögnunarleig
ur.
Nýbreytni í miðlun
fjárhagslegra upplýsinga
Verðbréfaþing íslands hf. og
Verkfræðihúsið hf. hafa gert meö
sér samkomulag þess efnis að Verk-
fræðihúsið taki að sér að þróa og út-
færa kerfi fyrir Verðbréfaþing til að
halda utan um og dreifa tilkynning-
um frá útgefendum skráðra verð-
bréfa til áskrifenda slíkrar þjón-
ustu. Sérstök áhersla verður lögð á
upplýsingar úr ársreikningum og
árshlutauppgjörum.
Ljóst er að töluverð vinna fer í
það hjá einstökum aðilum á mark-
aðinum að halda utan um ársreikn-
inga, milliuppgjör o.fl. upplýsingar
frá skráðum félögum. Reikna má
með að margir þessara aðila muni
vilja gerast áskrifendur að þjónust-
unni og fá aðgang að gagnagrunni í
þeim tilgangi að nýta upplýsingarn-
ar til rannsókna og greiningar-
starfa.
Stefnt er að þvi að kerflð geti
einnig nýst Verðbréfaþingi við ut-
anumhald á tilkynningum frá útgef-
endum þegar tekið verður upp nýtt
viðskipta- og upplýsingakerfi. í
þeim viðskiptakerfum sem Verð-
bréfaþing hefur einkum haft til
skoðunar eru tilkynningar frá útgef-
endum yflrleitt ekki birtar með
þeim hætti sem gert í kerfi Verð-
bréfaþing íslands hf. Upplýsingun-
um er því miðlað til markaðarins
með öðrum hætti, t.d. í gegnum upp-
lýsingaveitur sem gert hafa samn-
ing við kauphöllina.
Stefnt er að því að hefja vinnu við
þróun kerfisins á næstu dögum og
verður óskað eftir samráði við aðila
á markaði varðandi uppbyggingu
kerfisins.
Tækniheimur opnaöur
I gær opnaði Frosti Bergsson,
stjómarformaður Opinna kerfa hf.,
nýjan vef á Vísiis tileinkaðan tækni-
og upplýsingamálum. Tækniheimur
er nafn vefsins og á honum gefur að
líta fréttir, umræður um tölvu- og
upplýsingamál, þjónustuborð þar sem
gestir geta skipst á upplýsingum,
pistil Nördsins og þá verður gestum
Tækniheims boðið upp á persónulega
aðstoð færustu sérfræðinga á hverju
sviði tölvutækninnar. Fréttimar i
Tækniheimi er hægt að fá flokkaðar
eftir því hvaða svið þær snerta.
Þannig verður hægt að kalla fram á
skjáinn hjá sér viðskiptafréttir úr
heimi tölvunnar og annarra
tæknitóla, fréttir sem sérstaklega taka
til hugbúnaðar og vélbúnaðar, svo
dæmi séu tekin. Þá blasa stöðugt við
á þessum nýjasta vef Vísis.is upplýs-
ingar um gengi skráðra hlutabréfa í
tölvufyrirtækjum.
Stærsta auglýsingaherferö
ísíensks fyrirtækis
Stærsta auglýsingaherferð íslensks
fyrirtækis í alþjóðlegum fiölmiðlum
hófst í gær á fréttasjónvarpsstöðinni
CNN þegar imyndarauglýsing Flug-
leiða birtist í fyrsta sinn á bandarísku
útsendingarsvæði CNN. Auglýsinga-
herferðin er hluti af viðtækri ímynd-
arherferð Flugleiða á alþjóðamarkaði
sem einkum er ætlað að fjölga ferða-
mönnum á viðskiptafarrými og ferða-
mönnum á leið til íslands. Auglýs-
ingaherferðin á CNN er ein fjöl-
margra herferða sem Flugleiðir hafa
hleypt af stokkunum á markaðssvæð-
um sínum síðan ný ímyndarstefna og
nýtt útlit Flugleiða var kynnt á haust-
mánuðum síðasta árs. „Við viljum að
þessi auglýsingaherferð, sem og aðrar
auglýsingaherferðir, endurspegli þá
ímynd að Flugleiðir séu framsækið,
norrænt flugfélag sem býður upp á
fljótustu leiðina yflr Atlantshafið,"
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða.
Ókeypis viðskipti á Wali Street
Landsbréf hafa ákveðið að bjóða
ókeypis viðskipti á Wall Street í gegn-
um Kauphöll Landsbréfa dagana 1.
febrúar til 10. febrúar. Það þýðir að
það kostar ekkert að selja eða kaupa
hlutabréf í einhveiju þeim þúsunda
fyrirtækja sem skráð eru á Nasdaq-
kauphöllina á Wall Street með verð
yfir 2 dollara á hlut
Hlutafé í Bláa lóninu seldust
upp
Sölu á nýju hlutafé í Bláa lóninu hf.
er lokið. Boðnar voru 100 milljónir
króna, að nafiivirði á genginu 2,1.
Nýttu allir stærri hluthafar félagsins
sér forkaupsrétt sinn og var rúmlega
40% umfram eftirspum eftir hlutafé
hjá forkaupsréttarhöfum, auk þess
sem fleiri innlendir og erlendir aðilar
sýndu áhuga á kaupum. Mbl.is
greindi frá.
Islensk erfðagreining fær viðurkenningu í Davos
íslensk erfðagreining fær sér-
staka viðurkenningu World
Economic Forum og Deloitte
Touche Tohmatsu (DTT) fyrir
frumkvöðlastarf á þrítugasta árs-
fundi alþjóðasamtakanna Efna-
hagsráðstefnunnar í Davos í Sviss
sem stendur dagana 27.-31. janúar.
Fyrirtækið er meðal fimmtíu fram-
sækinna fyrirtækja víðs vegar úr
heiminum sem fá viðurkenningu
fyrir að vera i fremstu röð í þekk-
ingarsköpun.
I frétt frá íslenskri erfðagrein-
ingu segir að fyrirtækið hafi orðið
fyrir valinu vegna mikilvægs
brautryðjendastarfs og framlags
fyrirtækisins tfi efnahagslegra
framfara á grundvelli nýrrar
tækni. Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, tekur við
viðurkenningunni fyrir hönd fyrir-
tækisins.
Kári situr einnig tvær málstofur
forráðamanna leiðandi og ört vax-
andi fyrirtækja þar sem hlutur vís-
inda og nýrrar tækni í alþjóða hag-
vexti á 21. öld verður til umræðu.
Þar verða saman komnir fulltrúar
alþjóðlegra fyrirtækja á upplýs-
ingasviði eins og Yahoo!, Sim
Microsystems, Novell og Red Hat
Software.
Ársfundur World Economic For-
um er alþjóðlegur viðburður þar
sem stefnt er saman þjóðarleiðtog-
um, leiðandi mönnum í viðskipt-
um, vísindum og á sviði menning-
ar og mannúðar. Að þessu sinni er
ársfundurinn helgaður umræðum
um afleiðingar vaxandi alþjóða-
væðingar, en þrátt fyrir aukna
markaðsvæðingu og hagvöxt hefur
auði aldrei verið jafn misskipt í
veröldinni. Meðal þeirra sem sitja
ársfundinn að þessu sinni má
nefna Bill Gates, eiganda
Microsoft, Madeleine Albright, ut-
anrikisráðherra Bandaríkjanna,
Mbeki, forseta Suður-Afriku, og
Yasser Arafat, forseta Palestínu-
manna.