Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
11
DV
BSRB:
Gagnrýna
drátt á við-
ræðum
Trúnaðarmannaráðstefna
BSRB var haldin í fyrradag á
Grand Hótel í Reykjavík og sátu
hana um 400 trúnaðarmenn að-
ildarfélaga BSRB víða af land-
inu. I ályktun ráðstefnunnar er
lögð áhersla á að gengið verði
frá samningum við ríki og sveit-
arfélög um réttindamál starfs-
manna í almannaþjónustu. Ráð-
stefnan gagnrýnir þann drátt
sem orðið hefur á viðræðum um
kröfur samtakanna og hvetur til
að þær verði til lykta leiddar.
Kröfur samtakanna eru þríþætt-
ar. Þær snúa að veikindarétti og
tryggingum, réttindum trúnað-
armanna og fæðingarorlofi. Að-
alkröfurnar um veikindaréttinn
eru að reglugerð um veikinda-
rétt verði færð í kjarasamninga,
að stofnaður verði sjúkrasjóður
og að réttindi aðstandenda
veikra barna og langveikra verði
aukin. Kröfumar vegna réttinda
trúnaðarmanna snúa að því að
styrkja stöðu þeirra og bæta
starfsaöstöðu sem sé mikilvægt
því hlutverk trúnaðarmanna á
vinnustöðum verði stöðugt mik-
ilvægara. Hvað varðar fæðingar-
orlof er lagt til að stofnaður
verði sérstakur fæðingarorlofs-
sjóður sem atvinnurekendur
greiði ákveðið hlutfall af launum
í og fæðingarorlof verði lengt í
12 mánuði, fjóra hjá móður, fjóra
hjá fóður og fjóra til frjálsrar
ráðstöfunar. -hdm
Háskólinn á Akureyri:
Opið hús
um helgina
DV, Akureyri:
Háskólinn á Akureyri heldur Opið
hús nk. laugardag á Sólborg kl. 11-17.
Þar munu deildir Háskólans, heil-
brigðis-, kennara-, rekstrar- og sjávar-
útvegsdeild kynna námsframboð sitt
og nemendur kynna félagsstarf sitt.
Einnig munu samstarfsstofnanir skól-
ans, Rala, Orkustofnun, RF, Hafrann-
sóknastofnun og Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar kynna starfsemi sína
þennan dag, auk þess sem bókasafn
Háskólans, alþjóðastarf skólans, rann-
sóknarstofnun og félagsstofnun verða
kynnt. Þá fer fram kynning á bygg-
ingaframkvæmdum Háskólans á nú-
verandi stigi og áætlunum um ný-
byggingar Háskólans á Sólborg.
Að þessu sinni verður lögð sérstök
áhersla á að kynna nám í sjávarút-
vegsdeild skólans, en annað sem fram
fer á Opnu húsi verður að hljómsveit-
in Land og synir leikur, bókasafn
skólans býður upp á kennslu og leið-
sögn um Netið og kennslu í leit að
ýmsum íslenskum og erlendum
gagnasöfnun sem háskólanemar nota.
Auk þess verður gestum boðið að
kynna sér margmiðlunarefni sem not-
að er til kennslu í sérstaklega öílugum
margmiðlunartölvum. Um kvöldið
verður háskólaball í Sjallanum. -gk
Slökkviliðið eflt
DV, Akranesi:
Til umræðu hefur verið að efla
slökkviliðið á Akranesi og endurnýja
samning við nágrannasveitarfélögin,
meðal annars með tiliiti til stórra fyr-
irtækja og mannvirkja á svæðinu svo
sem Hvalfjarðarganga, Járnblendi-
verksmiðju og Norðuráls.
Samkvæmt heimildum DV er gert
ráð fyrir því að efla slökkviliðið á
Akranesi með því að kaupa nýjan
slökkvibíl, tankbíl og körfubíl og
munu nágrannasveitarfélögin vænt-
anlega taka þátt í þeim kostnaði.
Verður þá slökkvilið fært um að eiga
við stórbruna á svæðinu. DV innti
Gísla Gíslason bæjarstjóra eftir samn-
ingum við sveitarfélögin. „Viðræður
sveitarfélagaiina eru vonandi á loka-
stigi,“ sagði hann. -dvó
Fréttir
Samningur um samvinnu i skógræktarrannsóknum:
Selta í trjágróðri
verði rannsökuð
- reynt að finna heppileg tré við umferðaræðar þar sem saltaustur á sér stað
DV, Hveragerði:
Vandamál vegna seltu eru víða
vandamál við trjágróður við sjávar-
síðuna, einkum þar sem vindstyrk-
ur er verulegur, eins og til dæmis
viö suðurströndina. Þetta sagði dr.
Sveinn Aðalsteinsson, skólameist-
ari Garðyrkjuskóla ríkisins, í spjalli
við DV.
Niðurstöður rannsókna á seltu-
vandamálum munu meðal annars
nýtast við að finna heppileg tré við
umferðaræðar þar sem fram fer
saltaustur á götur í þéttbýli.
Með sameiginlegu átaki munu
Garðyrkjuskóli ríkisins, Náttúru-
fræðistofnun Islands og Rannsókn-
arstöð Skógræktar ríkisins, Mó-
gilsá, taka á þessu vandamáli. Þau
hafa ákveðið að efna til samstarfs á
sviði skógræktar- og skógarvist-
fræðirannsókna með þvi að kosta
sameiginlega eina doktorsnema-
stöðu á þessu sviði. Samningurinn
var undirritaður við athöfn þann 14.
janúar í svokölluðu „Bananahúsi"
garðyrkjuskólans, að viðstöddum
landbúnaðarráðherra, ráðuneytis-
stjóra landbúnaðarráðuneytis og
fleira fyrirfólki. Undir samninginn
skrifuðu Sveinn Aðalsteinsson af
háifu Garðyrkjuskólans, Jón Gunn-
ar Ottósson fyrir Náttúrufræðistofn-
im íslands og Aðalsteinn Sigurgeirs-
son fyrir hönd Rannsóknarstöðvar
Skógræktar ríkisins á Mógilsá.
Almenn markmið samningsins
eru að styðja rannsóknir i íslenskri
skógrækt og skógarvistfræði, auk
þess að efla samstarf stofnananna á
sviði rannsókna. í samningnum seg-
ir að sértæk markmið hans séu aö
að efla rannsóknir um þolmörk,
vamir og ferli efna við seltuákomu
í íslenskum trjágróðri og kortleggja
heppileg klón til ræktunar í þéttbýli
og á skógarsvæðum sem búa við
seltuákomu.
Rannsóknarverkefnið er skil-
greint og verður auglýst eftir um-
sóknum innan skamms. Gert er ráð
fyrir að umsækjendur hafi a.m.k.
lokið B.Sc-prófi í náttúruvísindum
eða sambærilegu prófi. -eh
Björn Sigurbjörnsson, ráöuneytisstjóri í landbúnaðarráöuneytinu, Magnús Jóhannesson, ráöuneytisstjóri umhverf-
isráöuneytis og Þorsteinn Sigfússon prófessor voru mættir til leiks.
Aö samningum loknum áttu menn saman rólega stund í Bananahúsi skólans. Fremstur á myndinni er Jón Gunnar
Ottósson. DV-myndir Eva Hreinsdóttir
Flugleiöir hefja stærstu auglýsingaherferð íslensks fyrirtækis erlendis:
Fólk treysti þeim
sem fundu Ameríku
- markhópurinn starfsfólk fyrirtækja sem munu leiða okkur inn í 21. öldina
tækin o.s.frv. Þarna er að-
allega verið aö ræða um
viðskiptaferðir og ástæðan
fyrir þvi er að þama er um
að ræða fólk sem er tilbúið
að borga meira fyrir betri
þjónustu. Það sem skil-
greinir í fyrsta lagi betri
þjónustu hjá svona fólki er
hversu fljótt það kemst á
milli staða og staðreyndin
er sú að 80% af þeim sem
ferðast í svona erindum
velja þann kost sem er fljót-
astur á milli staða frekar
en þann sem er ódýrastur.
Það er það sem við erum að
reyna að hefja okkur upp
í,“ segir Steinn Logi. -hdm
„Markmiðið er að koma á fram-
færi við þennan ákveðna markhóp,
sem við höfum skilgreint, þeim gild-
um og gæðum sem við teljum okkur
hafa að bjóða og af hverju við eigum
að höfða til þeirra," segir Steinn
Logi Bjömsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Flugleiða.
Flugleiðir kynntu í gær nýja auglýs-
ingaherferð sína sem er sú stærsta
sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í
í alþjóðlegum fjölmiðlum. Herferðin
hófst í gær á bandarísku útsending-
arsvæði CNN og stendur fram í
miðjan mars en fyrirtækið hefur
staðið fyrir íjölmörgum herferðum
á markaðssvæðum sínum frá því ný
ímyndarstefna og nýtt útlit fyrir-
tækisins var kynnt i haust. Auglýs-
ingin verður birt ríflega 430
sinnum en í henni er skir-
skotað til norræns uppruna
með erindi úr Hávamálum
og eru áhorfendur hvattir til
þess aö treysta þeim sem
fundu Ameríku til að flytja
þá yfir Atlantshafið. Áætlað-
ur kostnaður Flugleiða við
markaðssetningu erlendis í
ár er nærri þrír milljarðar
króna.
„Þessi markhópur er
starfsfólk fyrirtækja sem eru
i þessum greinum sem
munu leiða okkur inn i 21.
öldina, Intemet-fyrirtækin,
fjármálafyrirtækin að ein-
hverju leyti, fjölmiðlafyrir-
Flugleiöir kynntu i gær nýja auglýsingaherferö sína
sem er sú stærsta sem íslenskt fyrirtæki hefur ráöist í
í erlendum fjölmiölum. DV-mynd Teitur