Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 13 Fréttir Hinar félagslyndu Bessastaöabeljur: í sátt og samlyndi í hjarðfjósi Kýmar á Bessastöðum lifa í sátt og samlyndi í nýja hjarðfjósinu. Á Þorláksmessudag urðu talsverð um- skipti í lífi kúnna á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra. Þá fengu þær að flytja í nýja fjósið sem byrjað var að byggja á liðnu vori. Þetta er hjarðfjós og nú hafa þær Iðunn, Pikkólína og hinar kusurnar félagsskap hver af annarri, en marg- ir sérfræðingar vilja meina að fé- lagslyndi sé kúnum eðlislægt eins og fleiri dýrategundum. Það eru ein 20 ár síðan hjarðíjós fóru að ryðja Borgnesingar og Skagamenn bít- ast um Kára DV, Borgarbyggð: Nýlega var íslenskri erfðagrein- ingu veitt starfsleyfi fyrir gagna- grunn á heilbrigðissviði og sam- kvæmt heimildum DV verður fyrir- tækið með nokkur útibú á lands- byggðinni. Bæjarráð Borgarbyggðar fjallaði um þetta mál á fundi sínum í síð- ustu viku og var svohljóðandi bók- un samþykkt samhljóða: „í fram- haldi af útgáfu starfsleyfís fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði og þá stefnumörkun sem þar kemur fram lýsir bæjarráð Borgarbyggðar yfir ánægju sinni með áhuga íslenskrar erfðagreiningar á atvinnuuppbygg- ingu á landsbyggðinni. Fullur vilji bæjarráðs er til að vinna að því að hluti þessarar uppbyggingar verði í Borgarbyggð.11 DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þvi að íslenskri erfðagreingu hafi verið boðið húsnæði Lands- banka íslands á Akranesi í heima- bæ heilbrigðisráðherra. Nágranna- bæimir eru því famir að bítast um þetta stóra fyrirtæki. -DVÓ sér til rúms víða í Evrópu og eru orðin allsráðandi þar að sögn Jó- hanns Magnússonar, bónda á Bessa- stöðum, en það er reyndar húsfreyj- an þar á bæ sem ekkert síður telst fyrir búinu, Guðný Björnsdóttir, en bæði eru þau hjón með kandídats- próf í búfræði frá Hvanneyri. Á bás- um kúnna eru mottur, 10 sentí- metra þykkar og eru þær með gúmmíspóna-fyllingu sem líkir eftir mjúkleika hagans, þannig að það fer vel um þær á básunum. Flórarnir eru tveggja og þriggja metra breiðir og um þá fara fjórum sinnum á sól- arhring sköfur sem hreinsa allan skít út i enda hússins þar sem hann fer niður í þró og þar er annað sköfukerfi sem færir húsdýraáburð- inn í haughúsið undir fjárhúsunum sem eru rétt við hliðina. Kýrnar hafa aðlagast tækninni furðu fljótt. Hvað tekur fjósið margar kýr og hvenær verðið þið búin að fylla það? „Það tekur um 35 kýr og ég spái þvi að við verðum búin að fylla það Þær löunn og Pikkólína og hinar kýrnar kunna vel viö sig og hafa aðlagast nútíma fjósatækni á undrastuttum tíma. DV-myndir Þórhallur eftir þrjú ár. Við fáum það mikið af kvígukálfum í uppeldi að það á al- veg að ganga.“ - En þú þarft væntanlega að bæta við mjólkurkvótann og er það ekki kostnaðarsamt ofan á fjósbygging- una? „Við höfum svo sem sloppið sæmilega varðandi bygginguna. Út- lagður kostnaður er um 12 milljónir króna, en eigin vinnu ásamt vinnu- framlagi nágranna og vina og vandamanna er hægt að meta á um þrjár milljónir króna. Já, við reikn- um með að þurfa að þrefalda mjólk- urkvótann frá því sem hann er núna,“ sagði Jóhann á Bessastöð- um. -ÞÁ Þrenna hjá FISK Á aðalfundi Fiskiðjunnar Skagfirð- ings nýlega vék fundarstjórinn og stjórnarmaðurinn Stefán Gestsson á Arnarstöðum að því að um þessar mundir væru þrenns konar tímamót hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi. Þau eru að um þessar mundir eru 10 ár frá þvi fyrirtækið var stofnað og rétt rúm þrjátíu ár frá þvi forveri þess, Útgerð- arfélag Skagfirðinga, var stofnað. Þar stóðu m.a. að málum sveitarfélögin með Sauðárkróksbæ í broddi fylking- ar en nú þessa dagana er sveitarfélag- ið Skagafjörður einmitt að selja hluta- bréf sin í FISK þannig að þátttöku sveitarfélaganna í félaginu er lokið í bili að minnsta kosti. Við þetta tækifæri sagði Herdís Sæmundardóttir, formaður byggða- ráðs, það mjög ánægjulegt hve rekst- ur FISK gengi vel um þessar mundir og það væri orðið öflugt fyrirtæki. Bæjarstjórn Sauðárkróks hefði á sín- um tíma þótt full ástæða til að styðja við fyrirtækið þegar ekki áraöi eins vel í sterfsemi þess og nú, en núna væri rétt að sveitarfélagið drægi sig út og þeir peningar sem í það hefðu verið lagðir ávöxtuðu sig vel og kæmu sér nú vel fyrir sveitarsjóðinn. Við þessar breytingar á eignaraðild urðu einnig breytingar á stjórn Fisk- iðjunnar Skagfirðings. Hún er nú þannig skipuð: Þórólfur Gíslason, Stefán Guðmundsson, Stefán Gests- son, Sigurjón Rafnsson og Pétur Pét- ursson. -ÞÁ Jóhann Magnússon í mjaltabásnum þar sem átta kýr eru mjólkaöar t einu í þægilegri vinnuhæö. Kvennadeild SVFÍ á Akranesi 60 ára 21. janúar Ótrúlega slungnar að afla fjár DV, Akranesi: Slysavamadeild kvenna á Akra- nesi varð 60 ára þann 21. janúar síðastliðinn. Á stofnfundinn mættu 118 konur og fyrsti formaður deild- arinnar var kjörinn Lovísa Lúð- víksdóttir. Deildin hefur frá upp- hafl starfað að hinum ýmsu slysa- vamamálum. Einnig hafa fjárafl- anir verið stór hluti af starfsemi deildarinnar og þar hafa konumar sýnt ótrúlega getu í að drífa upp fjármuni. „Við höfum einnig reynt að styðja vel við bakið á björgunar- sveitinni hér á Akranesi í gegnum árin,“ segir Anna Kristjánsdóttir, formaður deildarinnar. „Deildin hefur undanfarin ár verið að byggja upp húsnæði ásamt Björgunarsveitinni Hjálp- Anna Kristjánsdóttir, formaöur Kvennadeildar SVFÍ á Akranesi. Mynd Daníel inni að Akursbraut 13 hér í bæ. Aðstaöan þar er orðin mjög góð og er það mikil lyftistöng fyrir félags- starfið. Regluleg starfsemi deildar- innar, fundir, fjáraflanir, félags- vistir og fleira er frá því í septem- ber ár hvert og fram í byrjun júní eða á sjómannadaginn. Þá erum við með kaffisölu sem er stærsta fjáröflunin okkar. Nú síðustu ár hefur deildin tekið þátt í þeim verkefnum sem Slysavamafélag ís- lands hefur staðið fyrir, svo sem umferðarkönnunum og könnun á notkun á öryggisbúnaði bama í bílum og fleira. Það er von mín að slysavarnastarf eigi eftir að eflast enn frekar hér á Akranesi og í því sambandi langar mig að hvetja konur til að koma og kynna sér starfsemi deildarinnar. Að lokum langar mig að þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur i gegnum árin,“ sagði Anna Krist- jánsdóttir. -DVÓ Félagsmenn í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni Almennur félagsfundur verður haldinn í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6, mánudaginn 14. febrúar, kl. 19.30. Fundarefni: Kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður. Önnur mál. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.