Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Page 15
MIÐVTKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
15
Hvað ungur nemur...
í hávegum
„Mótmæli eru alvörumál enda kjósa þeir sem vilja láta á sér bera að láta
líta svo út að þar sé alvörufólk á ferðinni." Forseti Alþingis, Halldór Blön-
dal, tekur við mótmælum vegna Eyjabakka.
Andrúmsloftið í
samfélaginu einkenn-
ist af deilum. Fram-
kvæmdir og framfarir
eiga undir högg að
sækja því yfirleitt þyk-
ir sjálfsagt að mót-
mæla öllu því sem lagt
er til um mannvirkja-
gerð. Öllu er mótmælt
og undirskriftum er
safnað í stórum stíl.
Líkast sirkusatriði er
þegar þegar mótmæla-
listar eru afhentir við-
komandi yflrvöldum
og stillt upp til mynda-
töku með þeim alvöru-
svip sem við á hverju
sinni. Mótmæli eru al-
vörumál enda kjósa
þeir sem vilja láta á sér bera að
láta líta svo út að þar sé alvörufólk
á ferðinni.
Börn mótmæla - barnaheimili
Og mótmælin og þrætumálin
hafa fordæmisgildi. En hví skyldi
fullorðna fólkið hafa einkarétt á
að mótmæla? - Þrír 11 ára krakk-
ar í Kópavogi hafa safnað undir-
skriftum til að mótmæla byggingu
á leikskóla. Þeir segjast mótmæla
fyrir hönd margra reiðra krakka
því að undir bygginguna hverfur
mjög góð skíðabrekka. Þremenn-
ingarnir segjast ætla að halda
áfram að safna undirskriftunum
næstu daga en siðan ætla þeir að
afhenda bæjarstjóranum í Kópa-
vogi nafnalistana.
En barátta ungmennanna hefur
ekki farið hljótt svo að þau hljóta
— mótmæli
að njóta fulltingis
hinna fullorðnu.
Þeim hefur þegar
verið stillt upp til
myndatöku í Morg-
unblaðinu. Á fjög-
urra dálka mynd
eru börnin með
krosslagðar hendur
og ásakandi alvöru-
svip eins og viðeig-
andi er í mót-
mælaslag. Þau hafa
auðsjáanlega lært
réttu mótmælatakt-
ana af þeim full-
orðnu. Það er í
rauninni undravert
að krakkarnir skuli
ekki fara fram á lög-
formlegt umhverfis-
mat til að bjarga skíðabrekkunni
sem hlýtur að vera vistvæn.
Næg fordæmi
Fordæmin af vettvangi hinna
fullorðnu eru næg. Þegar börnun-
um var bent á að biðlistar væru eft-
ir plássum á leikskólum þá svör-
uðu þau því til að það væri leik-
skóli rétt hjá og mörg af leikskóla-
börnunum mundu senn byrja í
skólanum og þá yrði
nægilegt af plássum
í leikskólanum í
vor. Mótmælabörn-
in má finna hvar-
vetna í þjóðfélaginu.
Sem rök fyrir mót-
mælunum nefna
þau auk þess að efst
í götunni þar sem
leikskólinn á að
koma eigi að koma
hringtorg og þar
verði brjáluð umferð. Börnin eru
ekki í neinum vafa um að þau séu
að berjast fyrir réttlætismáli þegar
litið er til þess sem eftir þeim er
haft: „Allir krakkamir eru reiðir
yfir þessu og við höfum talað um
að setjast í brekkuna og leyfa þeim
ekki að gera neitt.“
Kannski stutt í ofbeldið
Þarna er kominn hótunartónn í
börnin, enda er slíkt alls ekki
óþekkt fyrirbrigði hjá þeim full-
orðnu því ekki er svo langt síðan
vír var strengdur yfir brú á hálend-
inu til að trufla umferð. Þegar slík-
ar aðgerðir eru hafðar í frammi þá
kann að vera skammt í ofbeldið.
En það er ekki rétt að ásaka
börnin því að það eru þeir full-
orðnu sem hafa kennt þeim leik-
reglurnar og kennt þeim tóninn.
Það kann því að vera vandfundinn
skilsmunur á réttu og röngu fyrir
ungar og óþroskaðar sálir. ! þetta
sinn á að setjast í brekkuna til að
trufla væntanlega að vinnuvélar
geti athafnað sig. Það kann að vera
að einhverjum finnist þetta bara
sniðugt hjá krökkunum.
Ásakanir eiga engan veginn við í
þessu máli, allra síst gagnvart
krökkunum sem standa i undir-
skriftasöfnuninni, en hins vegar er
ástæða til að þessi mótmæli veki til
umhugsunar. Það má ekki ala unga
fólkið upp í því andrúmslofti að við
búum við andsnúið og neikvætt
samfélag. Það er sú fyrirmynd sem
of oft blasir við.
Jón Kr. Gunnarsson
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
framkvæmdastjóri
„Öllu er mótmælt og undirskrift-
um er safnaö í stórum stíl. Lík-
ast sirkusatriði er þegar mót-
mælalistar eru afhentir viökom-
andi yfírvöldum og stillt upp til
myndatöku meö þeim alvörusvip
sem viö á hverju sinni.“
Til forystu Samfylkingar:
Hvern skal kjósa?
Fyrir rúmri hálfri öld gekk ég í
félag ungra jafnaðarmanna og var
um tima i stjóm Aþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur þótt ég væri ekki
sáttur við veginn sem valinn var.
Sannleikurinn var sá að lítið var
stuðst við ágæta stefnuskrá flokks-
ins en farið í kringum hana eíns
og köttur um heitan graut. Hið
reikula og oftast litla fylgi, nema í
tíð brautryðjendanna, helgaðist af
eigingirni hinna mörgu gagns-
lausu framapotara.
Fólkið áttaði sig á að margir
baráttumenn í flokknum voru þar
aðeins fyrir sig og að almenningur
var, líkt og nú fyrir Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokki, einungis verk-
færi sem kasta mætti er þau tækju
að slitna. Bitlingafaraldur varð
fylgifiskur krata og hugsjónimar
hurfu sem dögg fyrir sólu. Af ein-
hverjum ástæðum voru kratar
seinir af stað í stríðinu um fisk-
veiðilögsöguna og nú vilja þeir
fórna ávinningnum fyrir ESB.
Jafnaöarmennska er ekki
meðalmennska
Stefnuskráin er hins vegar góð
og vonin um hæfan foringja hefur
haldið mér við jafnaðarstefnuna.
Ég fylgdi Vilmundi Gylfasyni og
seinna Jóhönnu Sigurðardóttur
sem eflaust er einn heiðarlegasti
stjórnmálamaður landsins. Siðan
Jón Baldvin Hannibalsson og
fleiri framámenn flokksins fóm að
rífa niður það sem Alþýðuflokkur-
inn í frum-
bemsku byggði
upp hef ég ekki
kosið flokkinn
þótt ég sé enn fé-
lagi.
Ef menn halda
að jafnaðar-
mennska sé með-
almennska eru
þeir á rangri
braut. Kapital-
ismi og reyndar
allur „ismi“ er
það aftur á móti og hefur sannað
að hann þrífst best af græðgi, til-
litsleysi og öfgum og honum er
meinilla við jafnrétti. Jafnaðar-
mennska gerir aftur á móti kröfur
um hæfileika til að skilja og miöla.
Kröfur til þeirra sem vilja axla
ábyrgð eru að þeir skilji að til er
fólk sem er frá upphafi lifs síns
ófært um að bjarga
sér hjálparlaust og
aðrir þannig settir
af ýmsum óviðráð-
anlegum orsökum.
Jafnaðarmennska
býður að allir njóti
sín og að ríki og
sveitarfélög gæti
þess að mismuna
ekki þegnunum.
Sönn jafnaðar-
mennska veit að
aldraðir halda
áfram að vera hluti
af þjóðinni en ekki
slitin verkfæri eins
og kapitalisminn
álítur og fer með
sem slík. Það er
ekki af því að fólk viti ekki að
jafnaðarstefnan er mannúðlegust
sem það veitir henni lítið gengi
heldur skortur á snjöllum en þó
fyrst og fremst heiðarlegum for-
ingjum sem virða stefnu flokksins.
Manneskju með persónuleika
Fram á miðja tuttugustu öldina
blekkti glæst ytra útlit fjölþjóð-
legra stjórmálahreyfinga fólk um
víða veröld. Sjálfstæðisflokkurinn
er grímuklæddur kapitalismi,
ósvífinn og tillitslaus gagnvart
þeim sem minna mega sín. Hann
hefur glæst útlit, auðmagnið og
sérfræðinga í blekkingum. Til að
kljást við slíkan flokk þarf mann-
eskju með persónu-
leika og hjá Alþýðu-
flokknum hafa ófáir
koðnað undan þungan-
um nema Jóhanna Sig-
urðardóttir. Þeir hafa
gripið fyrsta tækifæri
til góðrar stöðu.
Kratar eru svo úti á
þekju að þeir halda að
framsóknarmaðurinn
Helgi Pétursson sé
jafnaðarmaður. Enn
einu sinni sýndi Guð-
mundur Árni, sá ann-
ars ágæti maður, dóm-
greindarleysi í virkj-
unardekri sínu og hef-
ur örugglega dæmt sig
úr leik sem foringja.
Rannveig, Margrét og Svanfríður
hafa staðið sig sæmilega og Össur,
sá málglaðasti og trúlega skemmti-
legasti, hefur ööru hvoru vakið
hlátur i þingtnu en það nægir ekki
til að vit sé í að gera hann að for-
ingja Samfylkingarinnar ef hún á
ekki að verða gamli litli flokkur-
inn með fallega nafnið.
Ef klíkumar innan sameining-
arflokkanna eiga einar að kjósa
flokksformann þá á Jóhanna enga
möguleika en hún sigrar ef
óbreyttir félagar eru hafðir með.
Þjóðin vill Jóhönnu og án hennar
verður Samfylkingin litill áhrifa-
laus flokkur, dæmdur til útlegðar.
Albert Jensen
„Össur, sá málglaöasti og trúlega
skemmtilegasti, hefur ööru hvoru
vakiö hlátur í þinginu en þaö næg-
ir ekki til að vit sé í aö gera hann
aö foringja Samfylkingarinnar ef
hún á ekki aö veröa gamli litli
fíokkurinn meö fallega nafniö.u
Kjallarinn
Albert Jensen
trésmiöur
Með og
á móti
Á að leyfa rekstur heilsu-
hótels í hlíðum Reykjafjalls
í Ölfusi?
Mikiö hefur veriö rætt um áætlanir
Knúts Bruun um að reisa lúxusheilsu-
hótel í Ölfusi. Skoöanir manna eru
skiptar um hvort vilyröi fyrrverandi
landbúnaöarráöherra um leigurétt sé
gilt og hvort reisa eigi heilsuhótel
þarna yfirleitt.
Vítamínsprauta
fyrir bæjarfélagið
„Sem aðili í ferðaþjónustu í
Hveragerði fagna ég framkominni
hugmynd Knúts um heilsuþorp í
Ölfusi við Hveragerði. Lengi hefur
verið rætt um
að gera Hvera-
gerði að alþjóð-
legum heilsubæ
og stefnumark-
andi ákvarðanir
verið teknar þar
um. Nú, þegar
stórhuga hug-
mynd hefur
komið fram, tel
ég að þeir aðil-
ar, sem málið
varðar, eigi að
sameinast um að leysa þau ágrein-
ingsmál sem hafa komið upp varð-
andi þá landspildu sem fyrirhug-
að er að nota undir heilsuþorpið.
Það má vera hverjum manni ljóst
að verði þessi hugmynd að veru-
leika er það vítamínsprauta fyrir
bæjarfélagið og margfeldisáhrif
mikil í verslun og ferðaþjónustu á
svæðinu. Hlutir eins og frárennsl-
ismál, gatnakerfi og annað sem
hefúr veriö fundið þessu til for-
áttu eru aðeins óleyst verkefni
sem þarf þá að hraða. Ég get ekki
skilið að nokkur maður sé á móti
þessu, það þarf aðeins að leysa
nokkur formsatriði og hefjast síð-
an handa.“
Svæðið er dýr-
mæt náttúruperla
„Ég vil undirstrika að Garð-
yrkjuskólinn er ekki á móti hug-
myndum um heilsuhótel. Þvert á
móti finnst mönnum hugmyndin
góð og gott
dæmi um vist-
væna stóriðju.
Það sem Garð-
yrkjuskólinn er
á móti er stað-
arvalið og það
af tveimur
ástæðum. Skól-
inn þarf á öllu
sínu landi að
halda m.a. fyrir
tilraunir og
verknám fyrir
væntanlega skógræktarbraut skól-
ans sem verður sett á laggirnar
næsta haust. Hin meginástæðan
er að umrætt svæði er dýrmæt
útivistar- og náttúruperla fyrir
alla Hvergerðinga og ölfusinga og
á að byggja upp sem slíkt. Þetta er
hluti af lífsgæðum íbúa þessa
svæðis sem ekki er hægt að fóma,
sérstaklega þar sem landrými er
nóg í næsta nágrenni fyrir fyrir-
hugað heilsuhótel. Lífsgæði sem
þessi verða sífellt verðmætari í
framtíðinni. Hér má ekki fórna
meiri hagsmunum fyrir minni. Ég
hef ekki trú á öðru en að menn
komist að ásættanlegri niðurstöðu
um þetta mál, sérstaklega þar sem
allir aðilar styðja hugmynd Knúts
Bruun sem slíka."
-eh, Hveragerði
Sveinn Aðalsteins-
son, skólameistari
Garðyrkjuskóla rík-
isins.
Arngrímur Baldurs-
son, framkvæmda-
stjóri Ferðaþjón-
ustu Suðurlands.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is