Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
27 k
I>V
Sviðsljós
Opinberar eignir Karls Breta-
prins eru metnar á nær 40 millj-
arða íslenskra króna. Árstekjur
prinsins af eignunum eru nær 1
milljarður. Karl greiðir 40 pró-
sent í skatt af þessum tekjum þó
svo hann þurfi þess ekki sam-
kvæmt lögum. Þegar öll gjöld
hafa verið dregin frá nemur ráð-
stöfunarfé prinsins um 300 millj-
ónum. Með þessu fé greiðir hann
kostnað af rekstri sveitaseturs
síns, laun til starfsfólks auk eig-
in neyslu og gjafa til góðgerðar-
samtaka.
Shields í 15 ár
Maðurinn, sem ofsótt hefur
leikkonuna Brooke Shields síð-
astliðin 15 ár, þarf nú að svara
til saka fyrir rétti. Sjálfur kveðst
aðdáandinn, Mark Bailey, vera
saklaus. Hann hefur sent Brooke
fjölda bréfa og nektarmyndir af
sjálfum sér. Auk þess á
aðdáandinn að hafa ógnað
leikkonunni og elt hana við ýmis
tækifæri. Fyrir tveimur árum
braust hann inn á heimOi
Brooke. Honum var þá skipað að
halda sig fjarri henni en sást
eftir það elta hana með byssu.
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen kom fram í þessum frumlega
fatnaði frá ZOOMP tískufyrirtækinu á Morumbi tískusýningunni í Sao Paulo
á sunnudagskvöld. Bundchen var kjörin besta fyrirsætan í fyrra af tískurit-
inu Vogue. Sagt er að hún fái um tvær milljónir króna fyrir hverja sýningu.
Anna Nicole getur
misst milljarðana
Anna Nicole Smith á nú á hættu
að missa milljarðaarfinn eftir eigin-
mann sinn, J. Howard Marshall II. í
maí í fyrra úrskurðaði dómari að
Anna ætti rétt á að fá helming dán-
arbúsins, það er að segja um 70
milljarða íslenskra króna. En dóm-
arinn hefur nú breytt um skoðun
eftir að gerð var athugasemd við
það að málið hefði verið til umfjöll-
unar í Los Angeles. Marshall var
búsettur í Houston í Texas og nú er
búist við að stríðið um milljarðana
muni fara fram þar. Anna Nicole
var 26 ára þegar hún giftist Mars-
hall 1994. Hann var þá 89 ára. Hann
dó 14 mánuðum eftir brúðkaupiö.
Fjölskylda hans vill fá allan arfinn.
Draumamaður-
inn er Clooney
Táningastjarnan Britney Spe-
ars getur vel hugsað sér að leika
sjúkling i næsta tónlistarmynd-
bandi sínu verði George Clooney
læknirinn. Samkvæmt Star Mag-
azine er Clooney draumamaður
Britney. Henni þykir hann flott-
astur allra karla. En fengi Britn-
ey að velja sér einhvern enskan
strák yrði Vilhjálmur prins fyrir
valinu. „Hann er mjög sætur og
ég myndi gjaman vilja kynnast
honum,“ hefur tímaritið eftir
söngkonunni ungu.
Karl ríkari en
nokkru sinni
Ofsótti Brooke
0] Electrolux
• Þvottavél
• 850 snúninga
• 4,5 kg.
• Sérstakur
ullarþvottur
• Fjölþætt
hitastilling
• Einföld og sterk
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Katazeta íhugar að snúast til gyðingatrúar:
Mikki spenntur
yfir barnastandi
Michael Douglas er orðinn mjög
spenntur við tilhugsunina um að
verða aftur pabbi, orðinn hálfsex-
tugur.
„Þetta er frábært, þetta er virkilega
dásamlegt. Ég ætla þó að bíða aðeins
með að gefa vindlana," segir Mikki í
viðtali við breska æsiblaðið Sun.
Stórleikarinn á fyrir tvítugan son
með fyrri eiginkonu sinni.
„Það er nú nokkuð um liðið siðan
ég eignaðist bam,“ bætir leikarinn
svo við. „Þetta ætti þó að verða
skemmtilegt. Ég hlakka til.“
Af unnustu leikarans, hinni
hrafnsvarthærðu Catherine Zeta Jo-
nes, er það helst að frétta, fyrir utan
óléttuna, að hún íhugar nú að snú-
ast til gyðingatrúar áður en hún
gengur að eiga barnsfoður sinn.
Breska blaðið Mail on Sunday
segir að Katazeta hafi heillast mjög
af gyðingatrúnni og að hún hafi
meira að segja rætt við rabbina um
trúskipti.
Geislandi af hamingju, Catherine
Zeta Jones og Michael Douglas.
„Michael og fjölskylda hans eru
mjög stolt af gyðinglegri arfðleifð
sinni,“ segir ónafngreindur heimild-
armaður Mail on Sunday.
Foreldramir tilvonandi ku hafa
orðið ásátt um að barnið verði alið
upp í gyðingdómi. Sjálf er Katazeta
í ensku þjóðkirkjunni.
Turtildúfurnar hafa ekki enn
ákveðið hvenær þau ganga i hnapp-
helduna.
„Ég veit ekki. Við höfum ekki of
miklar áhyggjur af því,“ segir faðir-
inn tilvonandi.
í bandarísku æsiblaði, New York
Post, segir að fyrrum eiginkona
Michaels (það er, þegar skilnaðar-
pappírarnir verða endanlega undir-
ritaðir og stimplaðir), Diandra, hafi
fengið hálfgert áfall þegar hún frétti
að karlinn yrði brátt faðir á nýjan
leik.
Hún mun óttast að sonur þeirra
verði af fé úr sjóðnum sem var
stofnaður handa honum.
Danadrottning í
veislu klædd eins
og galdrakerling
Margrét Þórhildur Danadrottning
sló heldur betur í gegn í veislu hjá
vinafólki sinu um daginn. Þangað
kom drottning klædd eins og galdra-
kerling úr frægu ballettverki, með
tilheyrandi kryppu.
Svo vel hafði drottning dulbúið
sig að veislugestir undruðust um
tíma hvort hún ætlaði ekki að láta
sjá sig. Drottning hafði hins vegar
komið klukkustund fyrr en von var
á henni til þess einmitt að geta leik-
ið á hina gestina.
Ekki var þetta nein venjuleg
heldrimannaveisla sem drottning
var í, heldur grímuball í ítölskum
anda sem 110 gestir komu til i
furðulegustu búningum, mörgum
hverjum einstaklega fallegum.
Kryddsonur fer
í rúgbýskóla
Victoria kryddpía og David
Beckham, eiginmaður hennar,
velta því víst fyrir sér í alvöru
að senda soninn Brooklyn í rán-
dýran snobbskóla þegar hann
hefur aldur til. Sumum þykir
það undarlegt, þegar litið er til
þess að pabbi er knattspyrnu-
sniilingur, að skólinn sá sérhæf-
ir sig i að gera rúgbýsnillinga úr
nemendunum. Drengurinn er
bara tíu mánaöa.
7C
Tengdó kallar
Claudiu konfekt
Tilvonandi tengdafaðir þýsku
ofurfyrirsætunnar Claudiu
Schiffer er ekki sérlega hrffinn
af stúlkunni. í viðtali við breska
blaðið Heimsfréttir kallar hann
hana „augnakonfekt". „Hún er
borgaralega þenkjandi og eins og
allar konur vill hún ná sér í
mann,“ segir faðir glaumgosans
og tilvonandi manns Claudiu,
Tims Jeffries. Tengdapabbi ætl-
ar að skrffa bók um allar
kærustur stráksa og á ekki von á
verða boðið í brúðkaupið.
á heima
Electrolux
í Húsasmiðj unni