Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Síða 32
Troopor
isuzu
159 hestöfl
Sjálfskiptur
Bflhelmar ehf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
t
Karl Karlsson.
Fórst í flugslysinu:
Sá hann síðast
í níræðisaf-
mælinu mínu
'ym - segir amma hans
„Ég sá hann síðast þegar hann kom
hingað heim í níræðisafmælið mitt
fyrir þremur árum,“ sagði Hansína
Jónsdóttir í morgun um barnabarn
sitt, Karl Karlsson, sem var meðal
þeirra sem fórust þegar farþegaþota
Alaska Airlines hrapaði í Kaliforn-
íuflóa í fyrrinótt. 88 farþegar voru um
borð í vélinni þegar hún fórst og með
Karli var Carol eiginkona hans en
þau voru að koma úr fríi í Mexíkó þar
sem þau héldu upp á afmæli sín.
75» „Karl flutti til Bandaríkjanna 10
ára gamall með foreldrum sínum og
bjó þar síðan. Hann starfaði sem lög-
regluþjónn í San Francisco en var
kominn á eftirlaun 51 árs gamall.
Hann átti þrjú börn, tvær dætur og
einn son. Þau bjuggu öll í Petaluma
sem er skammt norðan við San
Francisco," sagði Hansina Jónsdóttir,
amma Karls, í morgun.
Þota Alaska Airlines var af gerð-
inni MD-83 og var á leiðinni frá
Puerta Vallarta i Mexíkó til San
Francisco þegar hún hrapaði í sjóinn
rétt norðan við alþjóðaflugvöllinn í
Los Angeles. Vitni bera að nef vélar-
innar hafi snúið beint niður þegar
hún steyptist í sjóinn.
Strætisvagnstjóri missti stjórn á
vagni sínum í Tryggvagötu upp úr
hádegi gær. Ók hann yfir stööumæli
og steyptan kant og lenti loks á
kyrrstæöri mannlausri bifreiö
nokkra metra frá Bæjarins bestu þar
sem menn hámuöu í sig pylsur.
Enginn slasaöist en fáir voru í vagn-
**vinum. DV-mynd S
Mikil ólga og óvissa meðal starfsmanna Landssímans:
Suðurnes:
Pilts leitaö
Formleg leit hófst á miðnætti að 18
ára pilti úr Garöinum. Hann heitir
Davíð Þór Kristinsson og síðast sást
til ferða hans á mánudagskvöld.
Hjálparsveitir hófu leit á miðnætti
sem fyrr sagði, og er aðaileitarsvæðið
til að byrja með í nágrenni Garðsins.
Davíð Þór er 185 cm á hæð, ljóshærð-
ur og stuttklipptur með skegg. Hann
var klæddur í svarta úlpu með drapp-
lituðum röndum, í hvítum bol, bláum
eða gráum gallabuxum og svörtum
skóm. Hjá lögreglunni í Keflavík feng-
ust þær upplýsingar í morgun að um
fjölmenna leit væri að ræða og leitar-
mönnum fjölgaði stöðugt. Þeir sem
hafa orðið varir við ferðir Davíðs Þórs
eftir kl. 21.30 á mánudag eru beðnir
um að hafa samband við lögreglu. -gk
Þrír volgir
Margir hafa sýnt áhuga á að kaupa
af hlut þeim sem Þorsteinn Vilhelms-
son hefur selt í Samherja. Samkvæmt
heimildum DV eru einkum þrír aðilar
sem eru að vinna að því að kaupa
bréf. Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, vildi í morgun ekki tjá sig
um málið að öðru leyti en því að
nokkrir hefðu sýnt áhuga á kaupun-
um en ekkert væri frágengið. -JSS
Kona um fertugt lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða við Kúageröi á Reykjanesbraut í gærmorgun. Konan var flutt
meö þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur en var úrskuröuö látin þegar þangaö var komiö. Ökumaður hinnar bifreiöarinn-
ar slasaöist ekki alvarlega. Reykjanesbraut var lokuö í um tvær klukkustundir vegna þessa.
DV-mynd S
Uppsagnir og tilfærslur
Ólga og óvissa ríkir nú meðal
starfsmanna Landssímans vegna
tíðra uppsagna og tilfærslna milli
starfa á síðustu mánuðum. Við-
mælendur DV úr röðum starfs-
manna gagnrýna aðferðir við upp-
sagnimar, sem þeir segja í sumum
tilvikum harkalegar. Þess séu
dæmi að starfsfólki í veikindaleyfi
hafi verið sagt upp. Einnig fólki
með margra ára starfsaldur að
baki. Þegar það hafi leitað skýr-
inga, hafi svarið einfaldlega verið
„skipulagsbreytingar". Þá séu þess
dæmi að fólk hafi verið flutt til í
störfum. Það hafi jafnvel verið gert
þannig að viðkomandi hafi verið
gefinn kostur á tvennu, að fara í
annað starf eða hætta. Tilfærslan
hafi valdið því að menn hafi lækk-
að i launum, tapað réttindum, auk
þess sem einhverjir þeirra hafa
verið fluttir milli stéttarfélaga.
Upppsagnir starfsfólks hjá Lands-
símanum hafa verið tíðar að mid-
anfömu og t.d. var a.imk. tíu
manns sagt upp störfum í síðustu
viku.
Sumir starfsmanna sem DV
ræddi við vildu ekki koma fram
undir nafni, því þeir sögðust óttast
að vera „frystir" eða hreinlega
látnir „fjúka“.
„Ég hef ákveðið að snúa mér að
Veðrið á morgun:
Rigning sunnan
og vestan til
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt, 8-13 m/s með
slyddu og síðan rigningu sunnan
og vestan til en hægari um landið
norðanvert og lengst af þurrt
norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Landssíminn á Sölvhólsgötu.
öðru,“ sagði Sigurður Pétursson,
sem unnið hefur hjá stofnuninni á
áttunda ár. Honum var sagt upp um
áramót en hann vinnur á lager. Sig-
urður var veikur þegar honum var
sagt upp og því þurfti hann að
sækja uppsagnarbréfið á pósthúsið.
Uppsögnin kom honum algjörlega í
opna skjöldu. Hann hyggst söðla um
og hefja nám.
„Ég var fluttur milli stéttarfé-
laga,“ sagði Ingvar Már Pálsson, nú-
verandi vaktmaður. Hann var áður
birgðavörður, en var færður til og
er ekki ánægður með það: „Ég tap-
aði réttindum og lækkaði í launum
við þetta,“ sagði Ingvar Már sem
hefur unnið hjá Landssimanum í 22
ár.
„Okkur fmnst fúlt hvemig stað-
ið var aö þessu,“ sagði Ingibjörg
Grétarsdóttir, ein ræstitækna
Landssímans á Sölvhólsgötu sem
fengu uppsagnarbréf í gær. „Þegar
við mættum til vinnu sl. föstudag
„Við erum alltaf að segja upp
fólki og ráða fólk eins og gengur,“
sagði Ólafur Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála Landssímans, við DV.
Ólafur sagði að flestar uppsagn-
irnar tengdust því að Landssiminn
væri að flytja starfsemi sína úr hús-
næði á Sölvhólsgötu 11. Hún færi að
mestu leyti inn í Múlastöð þar sem
fyrir væri húsvarsla, mötuneyti
o.fl. Vegna flutningsins hefði orðið
að segja upp húsvörðum, starfsfólki
í mötuneyti og á lager, um það bil
10 manns.
„Landssíminn er 1300 manna fyr-
irtæki og þar eru miklar breytingar
í gangi. Þróunin hefur verið sú að
við höfum fremur verið að bæta við
okkur starfsfólki heldur en hitt.
Hins vegar hafa orðið það miklar
fengtun við boð um að mæta á fund
nk. mánudag. Þá fengum við að
vita að uppsagnarbréf væri á leið-
inni og að það ætti að bjóða ræst-
ingamar út.“
-JSS
breytingar á starfseminni að ekki
er lengur þörf fyrir sum störf,“
sagði Ólafur, sem kvaðst hafna því
að notaðar væru harkalegar aðferð-
ir við uppsagnir. Hann sagði að í
tveimur tilvikum hefði fólk færst
úr Rafiðnaðarsambandinu yfir í
Eflingu. í báðum tilvikum hefði
fremur verið reynt að finna störf
handa viðkomandi innan fyrirtæk-
isins en að segja þeim upp.
„Það er alitaf erfltt að segja fólki
upp og það skapar yfirleitt sárindi.
En rekstur fyrirtækja breytist og
það getur haft uppsagnir í för með
sér. Hér hafa ekki verið neinar
fjöldauppsagnir og ekkert nema
eðlileg þróun á rekstrinum."
Jóhannes Rúnarsson, starfs-
mannastjóri Landssímans, kaus að
tjá sig ekki um málið.
Alltaf að segja upp
SYLVANIA
Heitur matur í hádegjnu
á góðu verdi.
Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi
sími 564 2100
Netfang: midjan@mmedia.is