Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 5 Fréttir Gísli Guð- jónsson orðinn prófessor í London Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur hefur verið skipað- ur prófessor (Professor of Forensic Psychology) við Lundúnaháskóla. Þetta er í fyrsta skipti sem réttarsál- fræðingur er skipaður pró- fessor við háskólann. Skipun- in gildir frá 1. janúar 2000 við Institute of Psychiatry, Kings College, University of London. Gísli, sem nú er staddur hér á landi, sagði í samtali við DV í gær að hann liti svo á að Lundúnaháskóli hefði verið að veita sér prófessors- stöðuna sem viðurkenningu fyrir störf hans ytra. „Þetta er ekki staða sem ég sótti um. Starf mitt mun ekkert breyt- ast. Ég lít þvi nær einvörð- ungu á þessa skipun sem við- urkenningu," sagði Gísli.-Ótt Gísli Guöjónsson í foreldrahúsum í Kópavogi í gær. Á myndinni heldur hann á skipun arbréfi frá Lundúnaháskóla. DV-mynd HK Félag hrossabænda: Brestur kominn í stjórnina - segir Kristinn Guðnason formaður „Ég er ákaflega ósáttur við þess- ar málalyktir. Mér finnst vera kom- inn brestur í stjórn Félags hrossa- bænda,“ sagði Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, vegna vals á fulltrúa úr stjórn fé- lagsins í nefnd sem skipuð hefur verið vegna fjárframlaga rikis- stjórnarinnar til hestamennsku og hrossaræktar. Kristinn telur að formaður Fé- lags hrossabænda eigi að sitja í nefndinni og jafnframt sé eðlilegt að hann stýri henni. Stjómin klofnaði hins vegar um málið. Einn stjórnar- maður, auk Kristins, vildi að for- maðurinn tæki sæti í nefndinni en þrir ekki. Niðurstaðan varð sú að stjómin skipaði Ármann Ólafsson í Litla-Garði i Eyjafirði í hana. „Mér fmnst að formaður Félags hrossabænda eigi að sitja í nefndum af þessu tagi, ef hann á annað borð hefur eitthvert traust. Um er að ræða nefnd sem ráða á yfir pening- um sem ríkið úthlutaði til áð efla hestamennsku og hrossarækt í land- inu. Nauðsynlegt er að formaður Fé- lags hrossabænda hafi það mikið traust að honum sé trúað fyrir störf- um af þessu tagi. En þeir töldu að ég sem formaður Félags hrossabænda gæti ekki setið í nefndinni af því að aðrir i henni væru af Suðurlandi. Ég tek þau rök ekki góð og gild. Hafi ég sýnt að ég hafl dregið einhverjum landshluta meir en öðrum þá vil ég fá það framan í mig. í þessu máli a.m.k. er kominn upp klofningur í stjórninni." Kristinn sagði að málið biði nú aðalfundar Félags hrossabænda. Nefndin er þannig skipuð að for- maður er Ágúst Sigurðsson ráðu- nautur. I henni eiga einnig sæti Ólafur Hafsteinn Einarsson, for- maður Félags tamningamanna, Haraldur Þórarinsson, varaformað- ur Landssambands hestamanna, og Ármann Ólafsson, stjórnarmaður í Félagi hrossabænda, eins og áður sagði. -JSS á mánuði fyrir Renault Clio* Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Clio kostar frá 1.188.000 kr. Hvemig væri að fá sér stærri bíl á frábæram kjörum. Það er ekki mikið að borga 13.865 kr. á mánuði fyrir jafn góðan bíl* (Meðalgreiðsla á mánuði með vöxtum og áföllnum kostnaði m.v. 84 mán. bílalán og 284.500 kr. útborgun (t.d. bíUinn þinn)). Komdu og prófaðu Renault Clio á betri kjöram. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.