Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 10
10 MIÐVKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Spurningin Hefuröu oröiö fyrir óþæg- indum vegna ófæröarinnar? Rut Kristinsdóttir: Nei, ekkert meir en endranær, ég er á ágætum bíl. Hólmfríður Jónsdóttir bakari: Nei, ég er svo vön að keyra í svona ófærð, ég er að norðan. Lýður Skarphéðinsson, sölu- og markaðsstjóri: Nei, ég á heima rétt hjá vinnunni. Haukur Marinósson sjómaöur: Nei, ég er á góðu farartæki. Inga Björg Kjartansdóttir nemi: Nei, það eru bara þægindi, frí í skól- anum. María Ás Birgisdóttir nemi: Nei, ég segi það sama og Inga, bara þæg- indi. Frí í skólanum. Lesendur íslenska leiðin Til þess er greinilega ætlast að opinbert húsnæðiskerfi geri mönnum kieift að afia sér samastaðar með eðlilegum hætti, segir Jón m.a. í bréfinu. Jón Kjartansson frá Pálm- holti, form. Leigjendasamtak- anna, skrifar: Samkvæmt stjómsýslulögum hafa sveitarfélög framfærslu- skyldu sem nær til hús- næðis, fæðis og annarra nauðsynja. Þá hafa sveitarfé- lög sérstakar skyldur við börn og ung- linga samkv. Kjartansson. tá- , barna- verndarlögum. í 71. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: „allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu“. Þá eru ákvæði sama eðlis í alþjóðlegum yfirlýsingum og sáttmálum sem staðfestir hafa verið hér. Og í Félagsmála- sáttmála Evrópu, 16. gr., segir t.d.: „í því skyni að tryggja nauð- synleg skilyrði fyrir fullum þroska fjölskyldunnar, sem er hornsteinn þjóöfélagsins, skuld- binda samningsaðilar sig til að efla efnahagslega, lagalega og fé- lagslega vernd fjölskyldulífsins með aðgerðum." Síðan eru talin upp nokkur grundvallaratriði eins og „útvegun fjölskylduhúsnæðis". - Hvergi eru þessar skyldur háðar því að fólk geti borgað. Til þess er greinilega ætlast að skipulag samfélagsins tryggi öllum þennan rétt, t.d. að opinbert hús- næðiskerfi geri mönnum kleift að afla sér samastaðar með eðlilegum hætti, en ekki bara sumum sem geta borgað. Enn síöur er ætlast til að opinbera húsnæðiskerfið sé rek- ið eins og verðbréfafyrirtæki, líkt og hér er gert. Félagsmálaráðherra skýrir þetta svo í Mbl. 1. feb. sl. þar sem hann út- skýrir breytta reglugerð þannig að „með henni hafi þeir sem eiga fjár- muni sína í fasteignum verið gerðir jafnsettir og þeir sem eiga eignir sín- ar í verðbréfum". Sem sé; húsnæði er aðeins eign sem á að skila arði og fyrst og fremst handa eldra fólki úti á landi, samkvæmt orðum ráðherr- ans sem lagði niður félagslega hús- næðiskerfið, sem þrátt fyrir galla var lifæð alþýðunnar í Reykjavík. Meðan ráðherrann mótar húsnæðis- stefnu handa öldruðum sveita- mönnum hleðst vandinn upp hjá ungum borgarbúum og öðru fátæku fólki hér í þéttbýlinu. Hér er margt fólk á hálfgerðum ver- gangi því ekkert er í boði nema fjárfest- ingar og svört okur- leiga. Og hvað gera borgaryfirvöld til úrbóta? R-listirm hefur ekkert gert annað en að selja lóðir á uppboði og breyta Félagsþjón- ustunni í fyrirtæki sem gengur I skrokk á skjólstæð- ingum sínum og brýtur þá niður. Ég hef að undan- förnu farið með þessum skjólstæðingum borgarinn- ar á fund félagsráðgjafa, einstæðum mæðrum sem hótað hefur verið út- burði eða verið bornar út af samfé- lagi sínu. Mér hefur blöskrað það viðmót og það skilningsleysi sem konunum er sýnt þar. Það er eitt- hvað mjög alvarlegt að í stjómun Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Öll loforð um lausn hafa verið svikin. Þetta eru viðkvæm mál sem erfitt er að ræða opinberlega, en þolinmæði mín er þrotin. Krónutöluhækkun - prósentuhækkun - óréttlátur talnaleikur í kjarasamningum Bára skrifar: Fyrir margt löngu - u.þ.b. 30 árum - sat á Alþingi Stefán Jónsson fréttamaður, en ég man ennþá eftir stórmerkilegri tillögu hans. Hún var á þá leið, að lögfest yrði á Al- þingi að hæstu laun yrðu aldrei nema helmingi hærri en lægstu laun í almennum kjarasamningum. Þetta var á þeim tímum þegar talað var um stéttlaust þjóðfélag á ís- landi, sællar minningar. Fyrir 25 árum sat ég ráðstefnu á Selfossi á vegum F.O.S.S. Þar var bryddaö á ýmsu, m.a. voru okkur gefnar tvær tillögur launahækkana til að velja um. Annars vegar krónutöluhækkun og hins vegar prósentuhækkun. Ég valdi krónu- töluhækkun, því hún er gagnsærri og skiljanlegri. En prósentuleiðin var samt valin með allri sinni marg- földun. Ef samið er um 3,5% hækkun á öll laun fær sá sem er með 70 þúsund króna mánaðarlaun kr. 2.450, en sá sem er með 220 þúsund króna mán- aðarlaun fær kr. 7.000. Ef önnur 3,5% launahækkun verður hálfu ári síðar, fær sá lægra launaði kr. 2.536 - Kaup hans hefur þá hækkað um kr. 4.986 á 6 mánuðum. Sá hærra launaði fengi kr. 7.945 og kaup hans hefur hækkað um kr. 14.945 á sama tíma. Sá sem minna hefur fær minna og sá sem meira hefur fær meira. Svo eru allir steinhissa á sívaxandi launamun, sem orðið hefur hér á landi í tímans rás. Úr því við erum í þessum talna- leik er gaman að geta þess að 7% launahækkun gefur þeim lægra launaða kr. 4.900, en þeim hærra launaða kr. 15.400. - Skilur nokkur í þessu? Grunnskólahald, ófærð og fræðsluráð Guðlaug hríngdi: Ég er undrandi og hneyksluð á af- skiptaleysi Fræðuráðs Reykjavíkur- borgar er allt var kolófært á höfuð- borgarsvæðinu sl. mánudagsmorg- un. Þúsundir foreldra biðu við út- varpstækin eftir tilkynningu um skólahald í grunnskólum borgarinn- ar, en ekki heyrðist hósti eða stuna frá fræðsluráði í Miðbæjarskólan- um. Þegar vinnukona á heimilinu þjónusta allan sólarhringlnn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birf verða á lesendasíðu fræðsluráði að koma ekki tilkynningu til Ríkisútvarpsins um að kennsla félli niður í grunnskólum borgar- innar þegar klifað er á þvi að strætisvagnar gangi ekki og starfs- menn borgarinnar ráðleggja fólki að fara ekki af stað á fólksbíl- „Ekki heyrðist hósti eða stuna frá fræðsluráði í Miöbæjarskólanum sl. mánudagsmorgun," segir m.a. í bréfinu. hringdi þangað til að grennslast fyr- ir um skólahald kl. 8 var þar ein- ungis ein manneskja komin til starfa en vissi ekkert hvort kennt yröi í grunnskólunum eða ekki. Forkastanlegt ábyrgðarleysi af um. Ég var töluvert á ferli þennan morgun og sá lítil börn viða á strætisvagnastöðvum sem biðu lengi eftir vagni. Hér var verið að leggja í tvísýnu með lítil böm á sama tíma og fræðsluráð haföi ekkert um málið að segja og starfsmenn þess sváfu heima á sínu græna eyra. Skurðgoðadýrkun móðurmálsins? Hlynur Freyr Vigfússon skrifar: í grein í DV 7. þ.m. varar Toshiki Toma, prestur nýbúa, við fordómum í garð nýbúa sem tala lélega islensku. Hann líkir þar viðmóti íslendinga til móðurmálsins við skurðgoðadýrkun. Ég spyr, hvað gefur þessum manni rétt tU að dæma íslenskt þjóðfélag? Er hann ekki sjálfur með fordóma? íslendingar eiga ekki að skammast sín fyrir að vUja varðveita tungumálið, hér hefur verið gott og bráðnauðsynlegt málræktarátak í gangi tU að draga úr áhrifum erlendra tungumála á íslenska tungu. Við íslend- ingar getum ekki slakað á kröfum okk- ar tU nýbúa til að læra málið þegar við gerum enn meiri kröfur til sjálfra okk- ar í þessum efnum. Þaö sem gerir okk- ur að þjóð er landið og tungan og hvort tveggja ber að varðveita. Spurning um þrjá milljarða Óttar skrifar: Ég las spumingu dagsins í DV ný- lega eins og oftast áður, þar kemur stundum fram viðhorf fólks tU hins og þessa í þjóðfélaginu sem spurt er um. Þennan dag var spurt: Hvað myndir þú gera ef þú ætth 3 mUljarða? Flest ungt fólk á fómum vegi, sýndist mér. Af þeim sex sem spurðh' vora svaraði að- eins einn: Gefa þá tU góðgerðarmála og lUa í leti til ævUoka. Fjórir svöruðu að þeir myndu kaupa flottan bU, fara i heimsreisu, kaupa eitt eða annað, jafn- vel kaupa Eimskip, og einn sagðist mundu leggja féð inn á banka og lifa á vöxtunum. En aðeins einn nefndi, og ég endurtek: aðeins einn vUdi leggja eitthvað tU góðgerðarmála - af heUum 3 mUljörðum! Er þetta ekki dæmigert fyrir hugsunarhátt hér á landi i dag? Jarðgöng fyrir austan Burtfluttur Austfirðingur skrifar: Sem burtíluttur Austfirðingur vU ég mótmæla því harkalega að þingmenn Austurlands séu að tala um næstu göng mUli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fiarðar. Næstu göng eiga auðvitað að vera ný Oddsskarðsgöng tU að tengja saman bæina i Fjarðabyggð - og ekkert annað. Þessu var lofað þegar við vor- um plataðir tU að sameinast kommun- um í Neskaupstað, sem við áttum auð- vitaö aldrei að gera. En málið nú eru þessi göng og ekkert annað. Við getum seinna gert göng fyrir Vopnfirðinga. Uppstökkur þingmaöur Málfriður hringdi: Ég undrast að einn af þingmönnum Reykjaneskjördæmis skuli hafa getað reiðst svo mjög á fundinum um breUik- un Reykjanesbrautarmnar af því að þar voru rædd tUfinningamál sem tengjast þessari slysabraut. Það var mjög eðlUegt og átti þingmaðurinn ekki að þurfa að stökkva af fundi þess vegna. Sama var uppi á teningnum á Vestfiörðum þegar þar voru boðaðir fundir um varnir gegn snjóflóðum, að fundarmenn komust ekki hjá því að minnast á einstaka atburði tengda þessum hörmungum. Dagskrá fund- anna rofhaði ekki vegna þess. Það sama átti við fundinn um Reykjanes- brautina. Þingmaðurinn hefur víst ekki hugsað tU næstu kosninga þama syðra. Eða verður kjördæmið kannski breytt þá? Það skyldi þó aldrei vera? Kettirnir og mannfólkið Sunna Stefánsdóttir (12 ára) skrifar: Mig langar til að minnast aðeins á þetta kattamál sem mikið hefur verið talað um. Hvers vegna halda mennirn- ir aUtaf að þeir séu merkUegastir í þessum heimi? Hvers vegna heldur fóik að kettir og reyndar öU dýr eigi sér ekki eins líf og við, mennimir? Hvaða rétt hefur fólkið tU þess að taka líf frá öðrum? Það er sagt að þessi að- för sé fyrir kettina, en segjum svo að þið mynduð eiga eitthvað bágt. Þið mynduð ekki verða tekin og ykkur slátrað. Nei, fólk myndi taka ykkur að sér og veita aðstoð. Þetta er ekki gert fyrir kisurnar. Verið ekki svona eigin- gjörn, það eiga fleiri líf en þið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.