Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 13 Hagvöxtur, skuldir og stöðugleiki Því hefír iðulega ver- ið haldið fram að hag- vöxt bæri að nota til að greiða niður erlendar skuldir, safna i korn- hlöður til mögru ár- anna eins og frægt er orðið en vissulega kem- ur babb í bátinn er hann reynist þeirrar náttúru að þrífast á við- skiptahalla og erlendri skuldasöfnun, því vart sjálfbær. Ástæðan er einfold. Fjármögnun með lántökum Það góðæri sem við höfum búið við undan- farin ár hefur ekki byggst á sömu forsendum og oft áður, þ.e. mikl- um vexti framleiðslu og tekjum sjávarútvegs og annarra rótgró- inna útflutningsgreina. Þvert á móti heflr það að miklu leyti ver- ið drifið áfram af vexti ýmissa inn- lendar greina, s.s. byggingarstarf- semi, verslunar-, veitingastarf- semi og ýmiss konar þjónustu þótt gróska hafi verið í útflutningi hennar og stóriðju. Hin aukna innlenda eftirspum hefir í ríkum mæli beinst að spurn eftir erlendum vörum og þjónustu til neyslu, enda hefir aukning hennar, ekki síst innflutningur varanlegra neysluvara, að miklu leyti fjármagnaður með lántökum, verið meiri en dæmi eru um. Sér neyslunnar ekki síst merki í stór- aukinni umferð einkabifreiða, jafnt á álagstímum er lengjast sí og æ, sem utan þeirra. Gatnakerfi höfuð- borgarsvæðisins er ekki í stakk búið til að mæta þessari auknu umferð. - Hugmyndir eru um milljarða fram- kvæmdir tU að greiða úr verstu umferðarhnútum og töfum á mestu annatímum sólarhringsins. Forsendur skuldalækkunar Annar þáttur sem knúið hefur áfram spurn einstaklinga eftir vör- um og þjónustu er vaxandi kaup- máttur launa sem orðið hefur hjá meginþorra launþega þótt hann hafi að einhverju leyti gengið tU baka vegna verð- hækkana undan- farinna mánaða. Auk þess hefur bætt aðgengi að fjármagni aukið ráðstöfunarfé al- mennings og átt greinilegan þátt í hækkandi verði húsnæðis, vara og þjónustu sem lát- ið hefir á sér kræla, auk þess að stórauka skuld- ir einstaklinga. Forsendur þess að þær skuldir lækki eru að áfaUnar verðbætur verði ekki hærri en afborganir hverju sinni. Liður í að slíkt gæti gerst er breyting skattkerfis þar sem vægi virðisaukaskatts yrði lækkað á kostnað þrepaskiptra tekjuskatta til jöfnunar. Lítið fer fyrir þeim sem telja sig hafa verið Kjallarinn viðskiptafræöingur „Forsendur þess að þær skuldir lækki eru að áfallnar verðbætur verði ekki hærri en afborganir hverju sinni. Liður í að slíkt gæti gerst er breyting skattkerfís þar sem vægi virðisaukaskatts yrði lækkað á kostnað þrepaskiptra tekjuskatta til jöfnunar.u „Dæmi eru um að sjöföldun launa að krónutölu hafi einungis skilaö laun- þegum kaupmáttarauka er nemur sjö af hundraði, á tilteknu tímabili," segir m.a. t grein Kristjóns. hlunnfama í lífsgæðakapphlaupi undanfarinna ára, þótt í raun telji hávaði launþega sig hafa dregist aftur úr í kjörum, borið skarðan hlut frá borði sem skuli nú sóttur af fullri hörku. Brestur úthaldið? Vissulega er komið að þeirri stundu að taka verði ákvarðanir um hvort hér eigi að ríkja svipað ástand í efnahagsmálum og á átt- unda og níunda áratug aldarinnar með reglubundnu undanhaldi í verðlagsmálum þar sem uppfærslu- leiðin ein var fær, eða haldið áfram á braut þeirri er mörkuð var i upp- hafi þess tíunda. Dæmi eru um að sjöfóldun launa að krónutölu hafi einungis skilað launþegum kaup- máttarauka er nemur sjö af hundraði, á tilteknu tímabili. Hinn títtnefndi stöðugleiki er tal- inn hafa skilað þeim lifskjörum sem þjóðin býr nú við. Það er síðan annað mál hvort hann beri í sér ákveðna tortímingu jafnvægis þar sem að þeirri stundu dragi að út- hald bresti til nauðsynlegs aðhalds útlána og hófsamlegra kjarasamn- inga opinberra aðila sem láta und- an þrýstingi viðsemjenda sinna er beita öllum tiltækum ráðum í bar- áttu sinni, jafnt geðfelldum sem ógeðfelldum. Sá vandi sem nú er við að glíma lýsir sér í óásættanlegri verðbólgu og viðskiptahalla sem hefir stund- um verið talinn alfarið á ábyrgð fyrirtækja og einstaklinga og þar af leiðandi ekki áhyggjuefni. Slíkt hlýtur þó að vera mat hvers og eins. Kristjón Kolbeins Heilsufarsskýrslan mín Þessa dagana fara sumir læknar mikinn í því að berjast gegn því að heilsufarsskýrslur landsmanna verði settar inn í svokallaðan gagnagrunn. Gagnagrunnur þessi er vist þannig gerður að skrá sem á annað borð er komin inn í hann verður ekki rakin til þeirrar per- sónu sem viðkomandi skýrsla fjallar um. Deildar meiningar Um þetta munu þó deildar mein- ingar, enda líklegt að sá sem kann að fela kunni einnig að stela - eða þannig... Trúnaði lækna við sjúk- linga þeirra er misboðið, er sagt (sé þeim gert skylt að láta sjúkra- skýrslur í grunninn). Nú hefur reyndar verið sýnt í sjónvarpi hvemig fréttamenn gengu beint af götunni inn á heilsugæslustöð og flettu þar óáreittir sjúkraskrám. Sá sem hér ritar gekk að sjúkra- skrám á háalofti heilsugæslu- stöðvar úti á landi og fyrir lá að vísast yrði þeim fleygt á rusla- haug viðkom- andi byggðar- lags. Þá komu peningar allt í einu í spilið og ákveðið var að setja allan þenn- an haugamat í gagnagrunn svo- nefndan. Einu fyrirtæki yrði falinn þar um einkaréttur, en ákvæði munu þá um aðgang ann- arra sem í rann- sóknarskyni þyrftu þar í að kom- ast. Samt ærðist fjöidi lækna og höfðu sumir í hótunum og flest var í líkingu við að styrjöld væri skollin á og hermennirnir væru lögfræðingar. Aðrir meðal lækna lyppuðust niður og sögðust vera farnir, æru sinnar vegna og trún- aðar við sjúklinga sina. Nú væri kominn tími til að sinna öðrum störfum. - Og púkinn, Kári Stef- ánsson, sat hróðugur á sápukúlunni sem sífellt stækkar og milljarðamir sópast í vasa hans. Ekki á glámbekk Nú fannst mér nóg komið. Heimilis- læknirinn minn var afar áhyggjufullúr enda veit hann jafn- vel betur en ég hvernig sjúkra- skýrslurnar hans (mínar?) eru orðað- ar. Það sem ég veit er reyndar nógu ískyggilegt til þess að mér dettur ekki í hug að setja það á prent hér. Svona sem brot af minni sjúkrasögu gæti ég nefnt að stundum hef ég átt í basli með ennisholurnar og vissu- lega hefur sjónin lítillega breyst. Hitt allt nefni ég ekki, og vissulega er ég þakklátur mínum góða heim- ilislækni, Sigurbirni Sveinssyni, fyrir að vilja ekki mín gögn á glámbekk. Nýlega var ég tekinn í tilviljun- arkennda sykursýkisrannsókn (ykkur kemur ekkert við hvað kom út úr henni) en við lækni þann sem að henni vann sagðist ég setja það skilyrði fyrir þátttöku minni í þeirri rannsókn, að hún yrði aðgengileg inn í væntanlegan gagna- grunn. Þetta var af því tilefni að á heilsugæslustöðv- um, læknastofum, sjúkrahúsum, lyíja- búðum og hvarvetna sem læknar, hjúkrun- arfólk og sjúklingar hafa aðgang að hafa undanfarna mánuði verið áberandi fyrir augum fólks eyðublöð til þess gerð að segja sig úr eða frá gagna- grunninum ógurlega. Lítill árangur Sú áróðursmaskína sem að undanfórnu hefur unnið gegn gagnagrunninum hefur kom- ið skoðunum sínum vel á framfæri í fjölmiðlum, en með mjög litlum árangri. Almenningur var vel upp- lýstur og hefur þegar sýnt það með dræmri þátttöku í úrsögn úr hon- um, að grunnurinn á fylgi að fagna. Að lokum má geta þess að svo vel þekkir minn elskulegi heimil- islæknir mig að hann veit að um það þarf hann ekki að efast að með upplýstum vilja hefði ég fyrir löngu sagt mig úr grunninum ef ég væri honum mótfallinn. Kristinn Snæland „Sú áróðursmaskína sem að und- anförnu hefur unnið gegn gagna- grunninum hefur komið skoðun- um sínum vel á framfæri í fjöl- miðlum, en með mjög litlum ár- angri. Almenningur var vel upp- lýstur og hefur þegar sýnt það með dræmri þátttöku í úrsögn úr honum, að grunnurinn á fylgi að fagna.u Kjallarinn Kristinn Snæland leigubifreiöastjóri 1 Með Oj á móti i Sala Landssímans í ár Nokkur umræöa hefur verið aö undanförnu um sölu Landssím- ans, en samgönguráöherra kynnir fljótlega í ríkisstjórninni undirbúningsvinnu sem fram hef- ur farið vegna sölunnar. Verðfall „Ég tel að það eigi að selja Lands- simann sem allra fyrst því hann er á samkeppnismarkaði sem er í örri þróun. Landssíminn er ríkisfyrir- tæki sem hefur verið réttlætanlegt að halda sem slíku fram á þessa daga en nú er bæði búið að breyta lögum og það er komin samkeppni á þennan markað og þá er engin ástæða til að rík- ið sé i þessum rekstri. Það voru samþykkt ný As,a Moller- fjarskiptalög á siðasta hausti sem hafa það að markmiði að auka sam- keppni á markaðnum og jafnframt að þessi þjónusta sé veitt í öllum byggðum landsins og ákvæði eru í lögunum sem eiga að tryggja það. Þannig er sett ákveðið jöfnunargjald á alla fjarskiptaþjónustu sem á að standa straum af kostnaði viö fjar- skiptaþjónustu á staði þar sem er ekki arðvænlegt að öðru leyti að halda uppi þjónustu. Þar sé ég ákveðna möguleika fyrir fyrirtæki sem eru á markaðnum að sækja í þann sjóð til þess að halda uppi þjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja sem fyrst því það er ákveðin hætta á að Landssíminn falli í verði ef það dregst mikið því samkeppnin er það mikil að önnur fyrirtæki geta hreinlega hrifsað til sín ákveðna þætti í starfsemi fyrir- tækisins, sem getur gert það að verkum að verðið lækkar. Ég tel að ríkið eigi að leitast við að fá sem mest fyrir fyrirtækið." Forsendurnar standast ekkí „Landssíminn er fyrirtæki sem er með 100% markaðshlutdeild og sam- kvæmt nýjum fjarskipta- og sam- keppnislögum þá verður þessi mark- aðshlutdeild að fara niður um tugi prósenta. Þannig er það glórulaust fyrir nokkra fjár- festa að kaupa fyrirtæki sem ekki getur vaxið, heldur þvert á móti verður að skreppa saman. Aukreitis stend- ur svo á að Páll Þór Landssiminn er Jónsson. með yflrráð yfir grunnnetinu sem fólkið í landinu á og er þar með ráð- andi í því að samkeppni komist seint og illa á á íslandi. Það er rétt eins og Vegagerðin væri með bifreiðaum- boðin og vildi ekki hleypa neinum inn. Það sér hver maður í hendi sér hversu vitlaust það er. Til þess að örva samkeppni og koma á einhverju viti í einkavæðingu Landssímans verður að hluta hann niður i a.m.k. þrjú svið og selja þau algerlega óháð- um aðilum og eigendur grunnnetsins mættu jafnvel ekki undir neinum kringumstæðum vera ráðandi í fjar- skiptarekstri annars staðar. Þannig að þær forsendur sem menn hafa sett sér um að selja Landssímann i einu lagi standast ekki, hvernig sem á það er litið." -hdm Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang umsjónarmanns er: gra@fif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.