Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 6
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 JL>’\T
e útlönd
stuttar fréttir
Sæðisbanki fyrir dúfur
Dýralæknar í Belgíu hafa opn-
að sæðisbanka til að efla æxlun
meðal kappflugsdúfna, sem eru
einkvænisfuglar. Belgískt dag-
blað greindi frá þessu í gær.
Ræddu við Nyrup
Danski fjármálaráðherrann
hefur viðurkennt að Poul Nyrup
Rasmussen for-
sætisráðherra
ræddi ástandið
í Austurríki
eftir ríkis-
sfjórnarmynd-
unina á dögun-
um við belgísk-
an starfsbróð-
ur sinn áður en Evrópusamband-
ið tók ákvörðun um aðgerðir sín-
ar gegn Austurríki. Belgíska
stjómin hefur vísað á bug full-
yrðingum um að Nymp hafi ekki
verið látinn vita fyrr en á síðustu
stundu.
Bómull á sauðfé
Bómull vex á sauðfé, bananar
vaxa í Englandi og Hollendingar
Iframleiða ólífuolíu. Svo halda að
minnsta kosti mörg evrópsk
skólaböm á aldrinum níu til tíu,
ára að því er fram kemur í nýrri
könnun.
Lífstíð fyrir morðingja
Fimmtiu og tveggja ára Dani
var í gær dæmdur i lífstíðarfang-
Ielsi fyrir að myrða tíu ára gamla
stúlku í maí 1998. Málið vakti
mikinn óhug á sínum tíma.
Ákærði áfrýjaði dóminum til
hæstaréttar.
P
Nasisti áfram í steini
Eystri landsréttur í Kaup-
mannahöfn úrskurðaði í gær að
danski nýnasistaforinginn Jonni
Hansen skyldi sitja áfram í
gærsluvarðhaldi. Jonni var
stungið inn í desember eftir að
hann ók á hóp manna sem var að
mótmæla hreyfingu hans.
Pylsukúltúr reddað
Sænsk pylsukeðja hefur áhuga
á að bjarga pylsuvagnakúltúrn-
um í Kaupmannahöfn og hefur í
því skyni sótt um leyfi fyrir 100
pylsuvögnum í borginni.
Milljónir í mútufé
Rannsókn svissneskra yfir-
valda á peningaþvætti Pavels
Borodíns, fyrrum aðstoðarmanns
Bórísar Jeltsíns, fyrrverandi
j Rússlandsforseta, hefúr leitt í
| ijós að milljónir dollara í meint-
um mútum voru lagðar inn á
svissneska bankareikninga emb-
j ættismanna í Kreml.
Þúsundlr við brúðkaup
Þúsundir manna, þar á meðal
Nelson Mandela, fyrrum forseti
Suður-Afriku, voru viðstaddar
brúðkaup konungsins i Lesótó og
f suður-afrískrar unnustu hans.
j Athöfnin fór fram á knattspymu-
j leikvangi í höfuðborg landsins.
ILofa rannsókn
Rússneskir embættismenn lof-
uðu í gær að rannsaka nýjar
ásakanir um mannréttindabrot í
Tsjetsjeníu. Rússar segjast núna
j ætla að brjóta uppreisnarmenn
múslíma endanlega á bak aftur
innan eins mánaðar.
Kristilegur klofningur
Klofningur er kominn upp
meðal kristilegra demókrata í
Þýskalandi um
hver eigi að
taka við leið-
togaemhættinu
af Wolfgang
Scháuble. Hann
sagði af sér
vegna tengsla
við leynireikn-
ingahneykslið. Andstaða hefur
vaxið meðal erkiíhaldsmanna
innan systurflokksins í Bæjara-
landi við því að aðalritari flokks-
ins, nútímakonan Angela
Merkel, taki við leiðtogaembætt-
inu. Bæjarar vega þungt þegar
ákvörðun verður tekin.
Skólabörn létu hótanir um refsingar ekki stöðva sig:
Þúsundir mót-
mæltu Haider
Þúsundir skólanemenda í Vínar-
borg skunduðu út úr kennslustofum
sínum í gær við upphaf tveggja daga
mótmæla gegn nýmyndaðri hægri-
stjóm þar sem sæti eiga ráðherrar
úr Frelsisflokki hægriöfgamannsins
Jörgs Haiders.
Nemendurnir létu hótanir um
hirtingu og kalsaveður ekki aftra
sér frá því að flykkjast út á götur
austurrísku höfuðborgarinnar. Lög-
reglan sagði að um fjögur þúsund
skólakrakkar hefðu komið í mið-
borgina til að láta í ljós óánægju
sína með tveggja vikna gamla stjórn
Wolfgangs Schússels kanslara.
Skipuleggjendur mótmælanna
sögðu að fjöldi þátttakenda hefði
verið nær tuttugu þúsund.
Austurríki hefur verið sett í ein-
Austurrískir skólakrakkar mót-
mæltu nýrri ríkisstjórn í Vín í gær.
angrun innan Evrópusambandsins
vegna þátttöku Frelsisflokksins í
stjórninni.
Mótmælaaðgerðimar í gær voru
aðeins forsmekkurinn að því sem
verður í dag þegar búist er við um
tvö hundruð þúsund manns út á göt-
ur Vínarborgar.
Skólanemendumir dönsuðu í gær
við ærandi tónlist sem útvarpað var
úr hátölurum aftan á vörubílum. Á
mótmælaspjöldum mátti lesa áletran-
ir um að til samans jafngiltu Schús-
sel og Haider einangrun og klofningi.
Annars lýsti Schússel því yfir í við-
tali við BBC í gær að hann væri far-
inn að hafa efasemdir um Haider en
landsmenn hans, svo og aðrar Evr-
ópuþjóðir, geti treyst flokki kanslar-
ans, Þjóðarflokknum.
Margt stórmenni úr heimi kvikmyndanna var saman komið í Saint Tropez á Miðjarðarhafsströnd Frakklands i gær
þar sem útför kvikmyndaleikstjórans Rogers Vadims var gerð. Á þessari mynd má sjá frönsku leikkonuna Marie-
Christine Barrault og þá bandarísku Jane Fonda sem eitt sinn var gift Vadim. Brigitte Bardot mætti einnig.
Skýrsla um falsanir veldur uppnámi:
írar vilja að kjarnorkustöð-
inni í Sellafield verði lokað
írsk stjórnvöld hvöttu Breta 1 gær
til að íhuga að loka kjamorkuend-
urvinnslustöðinni i Sellafield tima-
bundið eftir að öryggismál í stöð-
inni voru gagnrýnd harðlega í nýrri
skýrslu.
Breska kjamorkueftirlitsstofnun-
in sagði að starfsmenn Sellafield
hefðu falsað gögn um kjamorku-
eldsneyti sem sent var til Japans og
að stjómendur versins hefðu á kerf-
isbundinn hátt brugðist skyldum
sínum.
í skýrslunni segir að finna verði
þá sem fölsuðu gögn í Sellafield og
refsa þeim. Ekki hefur verið farið
fram á að yfirmenn fjúki.
írar hafa áhyggjur af öryggismál-
um i Seflafield þar sem Írlandshafíð
eitt skilur á milli þess og írlands. ís-
lendingar og Norðmenn hafa einnig
oft viðrað áhyggjur sinar vegna
hugsanlegrar mengunar sjávar frá
endurvinnslustöðinni.
Kýr hafa þaö notalegt í nágrenni
kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar
í Selfafield á Englandi. Mikiö uppi-
stand er nú vegna falsaðra öryggis-
skýrslna fyrir kjarnorkueldsneyti
sem sent var til Japans.
Bresk stjórnvöld fyrirskipuðu í
gær að stjómunaraðferðir í Sella-
fleld skyldu teknar til rækilegrar
endurskoðunar. Þá sögðu þau að
áform um að einkavæða hluta
kjamorkuendurvinnslunnar gætu
verið í hættu.
Ráðherrar í bresku stjórninni
vonast til að aðgerðir þeirra dugi til
að binda enda á ótta manna við ör-
yggi í kjamorkustöðvum og til að
endurheimta traust Japana, helstu
viðskiptavina Sellafield.
Talsmaður Tonys Blairs forsætis-
ráðherra viðurkenndi að ástandið
væri alvarlegt.
„Þetta er óásættanlegt. Enginn
segir annað,“ sagði talsmaðurinn.
Helen Liddell orkumálaráðherra
sagði í viðtali við BBC að falsanirn-
ar gætu orðið til þess að gera að
engu áform stjórnvalda um að selja
49 prósent í ríkisfyrirtækinu sem á
og rekur stöðina í Seflafield.
NATO lætur æs-
ingamann ekki
reka sig burt
George Robertson, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í gær
að bandalagið
léti ekki æs-
ingamann frá
Belgrad hrekja
sig burt frá
Kosovo, eins og
hann orðaði
það svo pent.
Hann ítrekaði
að hersveitir NATO yrðu áfram í
héraðinu til að byggja þar upp
mannvænt samfélag.
Robertson var með yfirlýsing-
um sínum að bregðast við orðum
Slobodans Milosevics Júgóslavíu-
forseta á fimmtudag um að
stjórnvöld í Belgrad ættu að taka
við stjóminni í Kosovo.
„NATO verður í Kosovo þar til
starfinu lýkur. Við erum í
Kosovo til að koma á friði og
stöðugleika og til að tryggja ör-
yggi allra þegnanna,“ sagði Ro-
bertson við fréttamenn í Tirana i
Albaníu.
Dönsk börn eru
fákunnandi um
Iumhverfismál
Dönsk skólaböm vita svo lítið
um umhverfismál að staða Dan-
merkur sem forystulands á þeim
sviðum er í hættu, að sögn
| danskra vísindamanna.
Þrír af hverjum fjórum nem-
I endum í grunnskólum í Dan-
mörku svöruðu því einfaldlega
neitandi þegar þeir voru spurðir
, hvort þeir hefðu fengið einhverja
kennslu um umhverfið og vand-
: ann sem að því steðjar.
IÞannig hljóða niðurstöður
rannsóknar sem vísindamenn
við danska kennaraháskólann
gerðu fyrir samtök danskra líf-
fræðinga. Þar kemur einnig fram
að aðeins 60 prósent mennta-
skólanema hafi fengist við um-
hverfísvandamál í skólanum.
Liffræðingnum Lisbeth Bering
þykir þetta áhyggjuefni, einkum í
ljósi þeirra miklu umhverfís-
, vandamála sem heimurinn, og þar
| með Danir, standa frammi fyrir.
Ericsson íhugar
aö hafa eftirlit
með netflakki
Forráðamenn sænska símaris-
ans Ericsson íhuga að hafa eftir-
lit með tölvupósti og netnotkun
| starfsmanna sinna ef þeir telja
hættu á misnotkun.
„Við áskiljum okkur réttinn til
að kanna hvemig starfsmennim-
I ir brúka Netið. Við ætlum að
upplýsa starfsfólkið betur um
hvað eigi við og hvað við viljum
að eigi við á þessu sviði,“ segir
Lars A. Stálberg, forstöðumaður
| upplýsingadeildar Ericsson, í
-- viðtali við sænska Aftonbladet.
Aðspurður sagði Stálberg að til
misnotkunar teldist notkun á
Netinu og tölvupósti sem ekki
tengdist vinnunni.
Umbótamenn í
íran bjartsýnir
ÍUmbótamenn í íran voru bjart-
sýnir á að þeir myndu fara með
sigur af hólmi í
þingkosningun-
um í landinu í
gær, sem litið er
á sem þjóðarat-
Íkvæðagreiðslu
um umbóta-
stefnu Mo-
{ hammads Khata-
mis forseta. Umbótamenn könn-
uðu hug kjósenda við um 100
kjördeildir í höfuðborginni
Teheran og samkvæmt því mega
þeir eiga von á góðri kosningu.
Kjörsókn var svo mikil í gær
að kjörfundur var framlengdur
um tvær klukkustundir. Góður
sigur umbótasinna myndi
styrkja umbótastarf forsetans.