Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 12
Ekki eina einustu kúlu. Þau eru ekki beint uppörvandi skilaboðin frá írska lýðveldishernum á veggnum í Twinbrooke-hverfi í vesturhluta Belfast sem litla stúlkan gengur fram hjá á leið í og úr skola. Friðarferliö á Norður-írlandi er í uppnámi eftir að heimastjórnin var leyst upp og IRA hætti þátttöku í afvopnunarviðræöum við alþjóölega nefnd undir forystu kanadísks hershöfðingja. Friðarferliö á Norður-írlandi enn einu sinni í hættu: Afvopnun jafngildir uppgjöf í augum IRA Gerry Adams var ekki skemmt þegar hann kom út úr Down- ingstræti 10 á miðvikudagskvöld. Leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms írska lýðveldishersins (IRA), hafði setið fund með þeim Tony Blair og Bertie Ahem, forsætisráðherrum Bretlands og írlands, um friðarferl- ið á Norður-írlandi. Forsætisráðherrarnir tveir ræddu einnig við fulltrúa mótmæl- enda og hófsamra lýðveldissinna um leiðir til að reyna að leysa hnút- inn sem kominn er á friðarviðræð- urnar. Eftir þriggja tíma fundahöld þótti ljóst að ekki væri að vænta skjótrar lausnar. Að minnsta kosti sá David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster, stærsta flokks mótmælenda, ekki ástæðu til að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna þar sem hann verð- ur í heila viku. Deilendur lýstu þó allir yfir stuðningi sínum við friðar- samkomulagið frá 1998 sem kennt er við föstudaginn langa. Pólitískt tómarúm írski lýðveldisherinn lýsti því yf- ir á þriðjudag að hann væri hættur öllum viðræðum um afvopnun við alþjóðlega nefnd undir forystu kanadíska hershöfðingjans Johns de Chastelains. Ákvörðunin var svar IRA við því útspili breskra stjómvalda á föstudag í fyrri viku að leysa upp tveggja mánaða gamla heimastjóm og þing mótmælenda og kaþólskra á Norður-írlandi, und- ir forystu Trimbles, vegna tregðu IRA í afvopnunarmálunum. Gerry Adams sagði eftir fundinn með Blair og Ahern á miðvikudags- kvöld að hættulegt pólitískt tóma- rúm væri fram undan á Norður-ír- landi og að hætta gæti stafað af vopnuðum klofningshópum. „Stofnanirnar hafa verið rifnar niður og samkomulagið frá föstu- deginum langa hefur verið rifið í tætlur. Ég held ekki að við getum orðið að liði í afvopnunarmálinu þegar okkur er hara hafnað og vísað frá,“ sagði Adams. Boltinn hjá IRA David Trimble ítrekaði enn einu sinni að ekki væri hægt að þoka friðarferlinu fram á við nema IRA byrjaði að láta vopn sin af hendi. „Boltinn er hjá þeim. Við höfum gert allt sem við getum. Við teygð- um okkur of langt,“ sagði Trimble á mið- vikudagskvöld. Enda þótt hnút- ur fljúgi milli manna eru litlar lík- ur taldar á því að írski lýðveldisher- inn rjúfi fjögurra ára gamalt vopna- hlé sitt. „Enginn vill hverfa aftur til tíma ofbeldisverkanna, staðan hefur breyst,“ sagði Robin Livingstone, ritstjóri Andersontown News, dag- blaðs í Belfast sem þykir hallt und- ir málstað lýðveldissinna. Margur kann að spyrja hvers vegna Irski lýðveldisherinn afhendi yfirvöldum ekki bara eina byssu- kúlu, eina byssu eða fullar hjólbör- ur af vopnun. Það er hins vegar ekki rétta spumingin, segir Domin- ic Murray, forstöðumaður rann- sóknarmiðstöðvar um frið og þróun- armál við háskól- ann í Limerick í írska lýðveldinu. „Þetta er skilj- anleg spurning, einkum þegar ut- anaðkomandi bera hana fram, en hún sneiðir hjá aðalat- riöinu," sagði Murray. „Spurn- ingin snýst ekki um hvort maður láti af hendi eitt tonn af vopnum eða fimmeyringsvirði. Þetta er ekki spurning um magn heldur grund- vallaratriði.“ írski lýðveldisherinn lítur svo á að afvopnun jafngildi uppgjöf. Hann leggur áherslu á að hann hafi ekki tapað stríði, hann taki þátt í friðar- viðræðunum af því að hann kaus að gera það en var ekki þvingaður til þess. Og IRA-menn leggja áherslu á að afvopnunin verði að vera að þeirra eigin frumkvæði. Vondu gæjarnir Brian Feeney, höfundur bókar- innar Lost Lives þar sem segir frá þvi mikla mannfalli sem orðið hefur í þriggja áratuga átökum á Norður- Irlandi, sagðist skilja hvers vegna IRA léti vopn sín ekki af hendi, ekki einu sinni eitthvað lítið, bara til að sýna lit. „I þeirra augum væri það til marks um að þeir væru vondu gæj- arnir og að barátta þeirra væri ólög- leg og röng,“ sagði Feeney. Þegar við bætast gamlar hefðir, tortryggni, ótti og goðsagnagerð þjóðarinnar duga engin rök. Þegar vopn eru annars vegar víl- ar IRA ekki fyrir sér að eyðileggja pólitískan frama leiðtoga Sinn Fein sem virtust njóta þess að sitja í ráð- herrastólum í hinni nýju heima- stjórn. Og í febrúarbyrjun viður- kenndi Gerry Adams að ekki væri hlaupið að því að fá lýðveldisherinn Erlent frétta- Ijós Þetta eru mennirnir sem heimsbyggöin lítur helst til vegna deilnanna á Norður-írlandi. Þeir eru Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, Bertie Ahern, forsætisráöherra írlands, Gerry Adams, leiötogi Sinn Fein, pólitísks arms írska lýð- veldishersins, og David Trimble, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda. til að láta vopnin af hendi með hraði. „Þannig er nú raunveruleik- inn,“ sagði Adams. Hvergi í Evrópu er að finna fleiri vopn en einmitt á Norður-írlandi. Lögregluþjónar hafast við í skot- heldum byrgjum, þeir fara í eftir- litsferðir um götur borga og bæja í brynvörðum bílum og klæða sig í skotheld vesti þegar þeir hætta sér út fótgangandi. Byssur hafa hvað eftir annað komið til umræðu og í friðarviðræð- unum hafa stjórnmálamennirnir ávallt látið hjá líða að fara fram á óhagganleg loforð í þeim efnum. Fullt hús vopna I friðarsamningnum frá föstudeg- inum langa 1998 lofuðu fulltrúar Sinn Fein og annarra flokka sem höfðu tengsl við skæruliðahópa því einu að beita „áhrifunum sem þeir kynnu að hafa til að ljúka mætti af- vopnun allra vopnaðra hópa innan tveggja ára.“ Fresturinn rennur út 22. maí næstkomandi. Vegna leyndarinnar sem hvílir yfir starfsemi Irska lýðveldishers- ins er erfitt að meta hversu miklu af vopnum hann ræður yfir. Breska fréttastofan Press Association hefur greint frá því að í vopnabúri IRA sé að finna þúsundir skammbyssna og rifHa, rússneskar vélbyssur sem vinna á brynvörðum bílum og AK- 47 hríðskotabyssur, svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu öllu sprengi- efninu, allt að fjórum tonnum af Semtexi. Megnið er sagt hafa komið frá Líbýumönnum snemma á ní- unda áratugnum en umtalsverðu magni hefur einnig verið smyglað frá írum í Bandaríkjunum, skamm- byssum, vélbyssum og skotfærum fyrir rifflana sem leyniskytturnar nota. Vopnin eru falin beggja vegna írsku landamæranna. Byggt á BBC, Libération, New York Times, o.fl. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.