Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 JD'V i/hygarðshornið — og kransar afþakkaðir I alræöisrikjum er ríkisfjölmiölum beitt til að láta boð út ganga til þegn- anna með strengilegum fyrirmælum um daglega breytni og réttar skoðan- ir, auk þess sem iréttir eru sagðar þannig að stjómvöldum henti. Eins og kunnugt er hefúr Sjálfstæðisflokk- urinn mörg einkenni ríkisflokka, hvort heldur þeir vora kommúnista- flokkar eða stoínaðir upp úr sjálfstæðis- hreyfmgum ný- ftjálsra þjóða, eins og Kongressflokkurinn indverski, og því er ekki að undra að Fiokkurinn skuli líta á rikissjónvarpið sem tilvalinn vett- vang fyrir unga flokksmenn að sanna sig og hollustu sina, auk þess sem Hannes Hólmsteinn Gissur- arson er orðinn þar eins og nokkurs kon- ar „karlinn í kassan- um“ - predikar þar í löngu máli um hugð- arefni sín og lífsvið- horf undir yfirskini sagnfræðiþátta. Öllu þessu höfum við van- ist. Það ber hins veg- ar nýrra við þegar úr kassanum tekur að streyma áróður fyrir nýbreytni í þjóðháttum - það er hálfankannalegt að horfa upp á svo markvissa tilraun til að taka ráðin af Áma Bjömssyni sem til þessa hefur verið nokkurs konar veislustjóri ís- lensks þjóðlifs. Allt í einu er okkur sagt að fara að blóta einhvem Valentinus. * * * Rétt er að taka skýrt fram að Ragn- heiður Clausen er hin fullkomna þula. Hún hefur náð slíkum tökum á þessu erfiða og svolítið einkennilega starfi að unun er á að horfa - betur verður það ekki gert. Hún er Þulan. Rétt eins og Pétur Pétursson getur enn gengið áminnandi um garða og verið Þulurinn þótt hann sé hættur störfúm hjá útvarpinu fyrir löngu. Maður getur einhvem veginn slakað á þegar hún birtist á skjánum, manni finnst þá allt vera í lagi, aiit eins og það á að vera: „Nú, það er bara hún“, og maður veit að hún mun ekki ragl- ast eða senda frá sér í lokin þetta skelfda bros sem fylgt hefúr þessari starfsstétt frá elstu tíð svo manni rennur kalt vatn miili skinns og hör- unds og heldur að þulan hafi séð ólýs- anlegan hrylling. Því brá manni óneitanlega þegar Ragnlieiður fór skyndilega nú á dög- unum að halda langt og ástríðufullt erindi um einhvem Valentinus í stað þess að segja okkur frá því hvað væri næst á dagskránni. Sjálfur datt ég út einhvem tíma um það leyti sem sög- unni var komið fram í miöaldir, en samt skildist mér að öll þessi romsa væri tilraun til að helga Valentínus- ardaginn, finna honum stað í þjóðar- vitundinni, gera hann að öðra og meira en einhvem amerískan bjána- gang. * * * Það era bara konur i fjölmiðlum sem halda fram þessum degi - og náttúrlega blómasalar. Þetta er ský- laus kröfugerð á hendur okkur karl- mönnum að við förum að hegða okk- ur á tiltekinn máta og kaupa. Þetta er enn ein atlaga markaðarins að frið- helgi einkalífsins, það er verið að reyna að innleiða nýtt táknkerfi í einkalífmu sem háð er markaðnum. Þetta er enn ein tilraunin til að mark- aðsvæða öll okkar samskipti, láta okk- ur tjá tilfmningar okkar, hugrenning- ar, ást með vamingi sem skipulagt er að ofan hvemig keyptur sé. Hreyfingin fyrir jafnrétti kynjanna var kannski róttækasta og farsælasta fjöldahreyfmg tuttugustu aldarinnar. Hún frelsaði ekki síður karlmenn en konur því fyrir vikið fengum við inn- sýn í ótal margt sem fram að því hafði konum einum verið ætlað. Við karlar komumst nær okkur sjálfum og lífi okkar þegar við öðluðumst hlutdeild í heimilisverkum og bama- uppeldi og virkjuðum nýjar víddir í sjálfúm okkur þegar við fórum að starfa með konum á vinnustöðum. En fyrir öllu era viss takmörk. Einhvers staðar kemur að því að við segjum hingað og ekki lengra - þegar að ofan fara að berast tilskipanir um að við göngum um heilan dag, blaðr- andi eins og hálfvitar um ástina og kaupandi blóm eins og harðsviraðir flagarar í útlönd- um. íslenskir karlmenn haga sér ekki svona. Og hvað kemur næst? Að þess verði krafist að við séum í tíma og ótíma opn- andi dyr og drag- andi út stóla og standandi upp eins og sprelli- kallar í hvert sinn sem kona gengur inn, sífellt með marklausa gullhamra á vörum? Öll þessi stimamýkt sem fylgir þess hátt- ar hugarástandi sem Valentínusar- dagurinn er til vitnis um stríðir gegn því besta sem þróast hefur í sam- skiptum kynjanna hér á landi því Guðmundur Andri Thorsson komið er fram við konuna eins og ímynd, eins og brúðu, eins og valda- lausa vætti - en ekki lifandi mann- eskju sem rætt skuli við. íslenskir karlmenn hafa vanist sterkum og ákveðnum konum sem myndu þreifa á enninu á okkur ef við færum að draga fram stóla fyrir þær og þegar við sláum þeim gullhamra geram við það afar hik- andi vegna þess að slík orð eiga að merkja eitthvað. Segðu það með blómum var sagt. Hvað segja blómin? Ég man að minnsta kosti hvað það táknaði í gamla daga þegar maður heyrði Pétur þul í útvarpinu segja: blóm og kransar afþakkaðir. Rétt er aö taka skýrt fram aö Ragnheiður Clausen er hin full- komna þula. Hún hefur náö slíkum tökum á þessu erfiöa og svolítið einkennilega starfi að unun er á aö horfa - betur veröur þaö ekki gert. Hún er Þulan. dagur í lífi Það er þriðjudagsmorgunn. Klukkan hringir og ég vona að mig sé bara að dreyma - en svo er ekki. Fyrsta morgunverkið er að vekja tvíburana mína sem eru frekar óhressir með að vera vaktir af værum blundi svo snemma. Það eru þau Þórdís Todda og Steinar Berg sem eru að verða þriggja ára. Við hjónin klæðum þau og síðan er rokið inn í eldhús þar sem hluti af undirstöðu dagsins er innbyrt- ur. Ekki má gleyma að bursta tennumar sem er jafn mikilvægt og hið fyrra. Börnunum er komið fyrir í bíln- um og þeim ekið í leikskólann. Að því loknu fer ég i vinnuna, en ég er kennari að mennt og starfa við kennslu ásamt þulustarfinu - sem sagt kennari á daginn og þula á kvöldin. Kennari á datjinn Fyrsti tíminn er íslenska, sem ég hef mjög gaman af að kenna, og svo taka hinar ýmsu námsgreinar við. Ýmislegt annað en bein kennsla fylgir að sjálfsögðu starf- inu, eins og t.d. að vera í sambandi við foreldra, greiða úr ýmsum málum og einnig að ráðgast við samkennara mína. Fyrir utan þessi mikilvægu mál eru óteljandi smærri verkefni sem liggja fyrir, eins og undirbúningur undir næstu kennslustundir, samning og mat verkefna og prófa, að afla kennsluefnis og búa til notkunar, eins og að setja þau upp í tölvu, prenta eða ljósrita og búa til glær- ur. Nemendurnir eru nokkuð vel stemmdir og kennslan gengur vel fyrir sig. Þótt að erfllinn sé nokk- er um að vera í sminkinu þar sem fólk er stöðugt að koma og fara og mik- ið álag á starfsfólkinu þar. Um klukkan sex er komið að því að kynna fyrsta dag- skrárliðinn. Þegar því er lokið þarf ég að lag- færa textann minn vegna breytinga sem orðið hafa á dagskrár- liðum þess kvölds. Eftir kynninguna, klukkan hálfsjö, gefst mér færi á að skreppa upp í mötuneyti og að þessu sinni verð ég aö grípa með mér smurt brauð á hlaupum. Á leiðinni niður kem ég við á fréttastofunni og ætla að taka með mér textann sem lesa á fyrir útvarpið með fréttunum en enginn texti reynist vera til staðar vegna bilunar í tölvu. Því þarf að lesa hann beint af skjánum. Á milli kynninga útbý ég text- ann fyrir næstu vakt, auk þess aö sprella svolítið og spauga við út- sendingarstjórann og vaktstjór- ann, en þeir eru alltaf tveir ásamt mér. Það er alltaf líf og fiör þarna niöur frá - sama hver er á vakt. Klukkan er farin að ganga tólf og senn líður að síðustu kynningu kvöldsins og því að bjóða áhorf- endum góða nótt, þrifa málning- una af sér og halda út í nátt- myrkrið heim á leið. Eins og á brautarstöð - Guðrún Krisi uð samfelldur næ ég að skella i mig vatnsglasi og samloku á fimm minútum. Ég hafði lagt fyrir könnun i stærðfræði um morguninn og þurfti að fara yfir hana að lokinni kennslu. Þetta var mikilvægt því ég ætlaði að birta úrlausnirnar daginn eftir til að nemendum- ir sæju áður en lengra er komið hvar þeir standa í stærðfræði- náminu og ég geti hjálpað þeim sem þess þurfa. Klukkan er langt gengin í þrjú þegar ég get loksins byrjað á að fara yfir verkefnin. Þetta verk tók mig tæpa tvo tíma. Ég er ánægð með útkomuna úr könnuninni og hugsa með mér að starfið sé ekki alveg unnið fyrir gýg. Ég lít á klukkuna og hún er að nálgast fiögur þannig að ég verð að drífa mig heim. Baldur sækir börnin Síðari hluti dagsverksins er nú hafinn. Ég skelli mér í sturtu og blæs á mér hárið. Ég hafði ákveð- ið það fyrr um daginn í hvaða föt- um ég skyldi birtast landanum um kvöldið. Stundum er það ákvörðun sem ég tek rétt áður en ég fer niður í Sjónvarp eða þá að ég hef jafnvel ákveðið það á síðustu vakt. Þegar ég er á vakt hjá Sjónvarp- inu kemur það í hlut Baldurs, mannsins míns, að sækja bömin í leikskólann. Ég tel að það sé feðr- um afar hollt að taka virkan þátt í uppeldi bama sinna og daglegu lifi þeirra: sjá um að gefa þeim að borða, klæða þau, leika sér með þeim og sinna almennt þeirra dag- legu þörfum. Mér finnst mikil við- horfsbreyting hafa orðið á undan- fómum árum í sambandi viö þessi mál og feður tekið i auknum mæli virkan þátt í uppeldi barna sinna. Fleiri feður koma, að mínu mati, nú t.d. í foreldratíma og hafa samband við mig símleiðis en áður. Eins og á brautarstöð Ég er mætt tímanlega niður í Sjónvarp, eða um klukkan fimm, og gott er að setjast í stólinn hjá sminkunni sem tekur glaðlega á móti mér. Hún fer mjúkum hönd- um um andlit mitt og hár svo að við liggur að maður detti út af eft- ir erilsaman dag. Stundum jaðrar við að manni finnist maður vera staddur á brautarstöð þegar mest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.