Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 22
Þóra Einarsdóttir óperu- söngkona hefur unnið mikla söngsigra í Bretlandi á und- anfórnum misserum. Hún syngur þessa dagana eitt að- alhlutverkið í óperunni Falstaff eftir Verdi með hinu virta breska óperu- félagi Opera North. Það er sýning sem stórblaðið The Times segir vera eina þá bestu í manna minnum í Bretlandi. Ingólfur Mar- geirsson hitti Þóru í Theatre Royal í Nottingham þar sem óperan hefur verið sýnd fyrir fullu húsi. Hún snarast léttstíg, lágvaxin og grönn inn um þunglamalegar dyrnar á Konunglega leikhúsinu í Nottingham og stígur inn í and- dyrið þar sem við höfum mælt okkur mót. Þóra Einarsdóttir er aðeins 28 ára en er þegar komin í fremstu röð íslenskra söngkvenna og á góðri leið að hasla sér völl sem þekkt óperusöngkona í Bret- landi og á meginlandi Evrópu. Undanfamar vikur hefur Þóra sungið eitt af aðalhlutverkunum í hinstu óperu Verdis, Falstaff, sem hið unga en virta óperufélag Opera North hefur sett á svið. Sýn- ingar hafa verið haldnar víða, m.a. í Leeds, Newcastle og Manchester. Uppsetningin og söngvararnir hafa fengið einróma lof gagn- rýnenda sem áhorfenda og óperu- gagnrýn- andi breska stórblaðs- ins The Times sagði einfaldlega að þetta væri ein besta sýn- ing sem hann hefði nokkurn tímann séð. „Þetta er yndislegt fólk og frá- bærir söngvarar og það er stórkostlegt að fá að vinna með þeim,“ seg- ir Þóra þeg- ar við höf- um sest niður í víð- feðmri kaffistofu leikhúss- ins. Dauf síðdegissól vetrarins lýsir upp salinn. Það eru aðeins nokkrir klukkutím- ar í aö Þóra standi á aðalsviði hússins og syngi og leiki hlutverk Nanettu. Hún virðist algjörlega afslöppuð og kvíðalaus fyrir sýningunni og heldur áfram aö tala um með- söngvara sína af hlýju og heillandi útgeislun. „Það er alveg sérstak- lega gaman að vinna með Dame Josephine Barstow," heldur Þóra áfram. „Hún er búin að vera að syngja stanslaust síðan 1965, mest í Bretlandi en reyndar um allan heim. Hún er orðin sextug en er enn í toppformi og hefur mikið að gefa. Það hefur enn fremur náðst einstaklega góður samsöngur i þessari sýningu og þaö er auðvitað einnig mjög hvetjandi." Opera North - óperufélag í fremstu röð breskrar menningar Þóra hefur orðið talsverða reynslu af þvi að vinna með þekkt- um listamönnum víða um Evrópu. Allt frá því að hún útskrifaðist úr tónlistar- og leikhússkólanum Guildhall School of Music and Drama i London, (sami skóli og einkakennari - Laura Sarti - og Diddú nam hjá) hefur hún sungið með þekktum aðilum eins og Glyndbourne Festival Opera, ENO og Opera Factory. Þóra söng ný- verið hlutverk Luciu í The Rape of Lucretia með Music Theatre Wales, aðalhlutverkið í Dóttir her- deildarinnar eftir Donizetti með Óperunni í Málmey í Svíþjóð og hefur haldið hljómleika með Út- varpskórnum (Rundfunkchor) í Berlín. Þá er Þóra þekkt heima á íslandi, bæði fyrir söng sinn í Is- lensku Óperunni og tónleika sem hún hefur haldið. Opera North er talið hugmynda- rikasta óperufélag í Evrópu. Það hef- ur notað ýmsar framfaras innaðar aðferðir til að hasla sér völl, m.a. víðfeðmt og sterkt net styrktaraðila, litla yfirbyggingu, tíðar gestasýning- ar um allt Bret- land og fáa fast- ráðna starfsmenn (165 manns sem teljast fáir í Bret- landi miðað við umfang og sýning- ar óperunnar) en leggur mikla áherslu á úrvalsgestasöngvara hvaðanæva úr heiminum. í fyrra sáu um 200 þúsund leikhúsgestir sýningar hjá Opera North og félag- iö hefur á undanförnum árum hlotið fjölda verðlauna og viður- kenninga í Bretlandi og er talið í fremstu röð breskrar samtíma- menningar. Að fá að syngja aöal- hlutverk með Opera North er mik- il upphefð og viðurkenning. Hörð barátta að komast á toppinn Þetta er í annað skipti sem Þóra syngur með Opera North - áður var hún ráðin til að syngja þar hlutverk í nútímaóperunni „The Nightingale’s to Blame“ eftir breska tónskáldið Simon Holt. Og það er margt á döflnni hjá Þóru sem hún vill ekki enn ræða um: „Fullt af skemmtilegum verk- efnum sem ekki er hægt að segja frá að svo stöddu," segir Þóra og hlær. En hún upplýsir þó að hún sé senn á leiðinni til íslands til að syngja með drengjakór Laugames- kirkju en kórinn á 10 ára afmæli í ár og mun halda upp á það með glæsilegum tónleikum í Langholts- kirkju í marsmánuði nk. Baráttan er hörð meðal góðra listamanna í hinum stóra heimi: Það eru margir kallaðir en fáir út- valdir. Þóra er þegar komin lang- leiðina í raðir fremstu sópransöng- kvenna í Bretlandi og þótt víðar væri leitað. En hvaöa kosti þarf söngkona að hafa til að bera til að komast meöal hinna bestu erlend- is? Þóra hugsar sig aðeins um og segir svo: „Það þarf margt. í fyrsta lagi þarf að vera pottþéttur söngv- ari - fyrsta flokks söngvari. í öðru lagi þarf aö passa í viðkomandi hlutverk og hafa þá líkamlegu burði sem hlutverkið krefst. í þriðja lagi þarf að vera góður á sviði, músíkalskur og heppinn - vera á réttum stað á réttum tíma. Og ef maður er ekki á réftum stað þarf að leita að tækifærunum í stað þess að bíða heima eftir að þau komi upp í hendurnar á manni." samnmga Talið berst að þeirri staðreynd að hinn alþjóðlegi söngheimur er fullur af góðum söngvurum - frá- Þóra sem Nanetta í Falstaff eftir Verdi ásamt breska söngvaranum Wynne Evans sem syngur hlutverk Fentons í sýningunni. Um þessa sýningu sagði Rodney Milnes, óperugagnrýnandi breska stór- blaðsins The Times m.a.:.....ég man fáar uppfærslur sem voru eins og þessi - hér var heiðarleiki á ferðinni, hvergi tilgerðarleiki eða ærsl í sýningunni og hún sendi mig að lokum út í kuldann og rigning- una með það í huga að lífið sé þess virði að lifa því þrátt fyrir allt. Hvílík hlýja, hvílík viska, hvílíkur tær mannleiki... ekki veikur hlekk- ur... fyrsta flokks söngvarar sern vinna saman af slíkri nákvæmni að uppfærslan verður svo góð að maður tekur vart eftir því að um uppfærslu sé að ræða - meira hól get ég ekki gefið einni sýningu." Þóra Einarsdóttir er að komast í fremstu röð sópransöngv- ara í Bretlandi. Til þess þarf marga kosti. Þóra segir að maður þurfi ekki aðeins að vera pottþéttur söngvari og passa í viðkomandi hlutverk. „Maður þarf einnig að vera góður á sviði, músíkalskur og heppinn - vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þóra Einarsdóttir er aöeins 28 ára en er þegar komin í fremstu röö ís- lenskra söngkvenna og á góöri leiö aö hasla sér völl sem þekkt óperu- söngkona í Bretlandi og á megin- landi Evrópu. um vefinn Vappaðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.