Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 23
r
20' %; LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
VÍðtdl 23
„Óperusöngur er lifibrauðið
- en mig langar mest þessa
stundina að einbeita mér
meira að Ijóðasöng, óratorí-
um og plötuupptökum," seg-
ir Þóra.
bærum söngvurum sem enn eru
óþekktir og flestir þeirra verða
alltaf óþekktir en fáir verða heims-
frægir og á hvers manns vörum -
þótt þeir séu ekkert miklu betri en
hinir óþekktu.
Þóra veltir vöngum andartak og
segir síðan: „Söngvarar sem aliir
þekkja eru söngvarar sem hafa
mjög góða samninga við plötufyr-
irtækin. Og það er plötufyrirtækj-
unum í vil að auglýsa fáa söngv-
ara. Þannig ná þau auðveldar
markaði en að hampa mörgum
nöfnum sem rugla vitund almenn-
ings. Það er aldrei rými fyrir
margar stjörnur í sömu grein.
Þess vegna getur það verið slembi-
lukka að detta i þann lukkupott að
komast á góðan plötusamning. Þvi
það getur þýtt að viðkomandi
söngvari sé auglýstur upp í topp.
Og stóru, alþjóðlegu plötufyrirtæk-
in eru með risavaxna maskínu
sem sér um að gera söngvarann
heimsfrægan - þó það séu margir
söngvarar sem eru alveg jafngóðir
en enginn fær nokkum tímann aö
frétta af. Þetta er fyrst og fremst
markaðssetning: Þegar frægðinni
er náð hjálpar hún söngvara til að
viðhalda frægðinni."
Syngjandi hjón sem bíða
enn með barneignir
Þóra er gift söngvaranum Birni
Jónssyni. Hann er nú ráðinn við
óperuna I Málmey í Sviþjóð. Þau
hafa stundum sungið saman eins
og nýlega í Málmey en eru öðrum
stundum aðskilin. Eru þetta nauð-
synlegar fórnir sem listin krefst?
„Þar sem maðurinn minn er
líka söngvari þá erum við á sama
báti hvað vinnuna varðar. Og við
höfum sama skilning á þvi hvers
vinnan krefst og að fjölskyldulíf
verði stundum að víkja. Það koma
tímar sem við sjáumst ekki. Þess á
milli erum við langtímum saman
og við höfum verið heppin og feng-
ið að syngja saman - eins og í vet-
ur þegar við sungum í Málmey. Ég
myndi ekki segja að fjölskyldulífið
liði fyrir vinnuna, fremur að það
gerði lif okkar beggja innihalds-
rikara og meira spennandi. En við
erum enn bamlaus, og sennilega
yrði líf okkar meira krefjandi ef
börn kæmu til sögunnar. Þá breyt-
ist lífið auðvitað. Það er ailt í lagi
að biða enn aðeins með bameign-
ir,“ segir Þóra og hlær - og bætir
við: „Ég er allavega enn þá ung.“
us? „Jú,“ svarar
hún brosandi, „
það er lúxus.“
Svo bætir hún
við ögn alvar-
legri: „Það var
skrýtin tilfinn-
ing fyrst að
hafna tiiboði.
Maður vill auð-
vitað geta gert
allt og er hrædd-
ur við að hafa
ekki valið rétt.“
En hvað
skyldi Þóru al-
mennt langa
mest til að fást
við í framtíð-
inni? „Mig lang-
ar til að leggja
meiri stund á
ljóðasöng, ein-
beita mér að upp-
tökum og gefa út
disk. Það hefur
einfaldiega verið
svo mikiö að
gera hjá mér að
undanförnu að
ég hef ekki haft
almennilegan
Farin að hafna hlutverkum
Þóra er enn ekki komin á stóran
plötusamning - en þrátt fyrir ung-
an aldm- er hún komin á eftirsótt
stig í tónlistarheiminum: Að geta
valið úr hlutverkum og blandað
saman óperusöng, konsertum og
ýmsum söngverkefnum. Ég spyr
hana hvort hún sé farin að hafna
hlutverkum?
„Já,“ segir hún og skellihlær,
„ég hef þurft að hafna þónokkrum
hlutverkum. Það er nú stundum
þannig að tilboðin virðast stund-
um koma á sama tíma.“
Ke snvr hvnrt hað só ekki lúx-
Stórfengleg sýning á
Falstaff
„Mig langar til að leggja meiri stund
á Ijóðasöng, einbeita mér að upptökum
og gefa út disk. Það hefur einfaldlega
verið svo mikið að gera hjá mér að
undanförnu að ég hef ekki haft al-
mennilegan tíma til að einbeita mér að
þessum verkefnum.
tíma til að einbeita mér að þessum
verkefnum. Mig langar einnig til
að syngja meira af óratóríum. Lifi-
brauð mitt er auðvitað að syngja í
óperum. En að geta sungið ljóða-
tónleika er auðvitað lúxus sem ég
fæ mikið út úr sjálf. En mér finnst
alltaf skemmtilegast það verkefni
sem ég er að fást við hverju sinni,“
segir Þóra og brosir sínu geislandi
brosi.
Það er tekið að rökkva og stytt-
ist í sýningu á Falstaff. Þóra und-
irbýr mig fyrir sýninguna; ræðir
um söguþráðinn, tónlistina og seg-
ir mér frá æfingum á óperunni
sem hún áréttar að sé að jöfnu
leikrit sem ópera enda gerð eftir
tveimur leikritum Shakspeares -
The Merry Wives of Windsor og
Henry IV - þar sem hinn aldni og
ölkæri kvennabósi og hermaður
Falstaff fær makleg málagjöld frá
konum sem
hann hyggst
draga samtím-
is á tálar. Þóra
dásamar
bandaríska
stjómandann
Steven Sloane
sem enska
leikstjórann
Matthew
Warchus og
segir allt
starfsliðið í
heild hafa ver-
ið stórkostlegt.
Síðar um
kvöldið, þegar
ég sit í yfir-
fullu leikhúsinu og horfi á Þóru og
hið magnaða lið söngvara og leik-
ara á sviðinu, sem og hina frá-
bæru hljómsveit sem reyndar hef-
ur innanborðs unga íslenska
konu, víóluleikarann Móeiði
Sigurðardóttur - er mér ljóst hvað
gagnrýnandi The Times átti við.
Þetta er skemmtilegasta og besta
óperusýning sem ég hef séð um
ævina - og ég verð að játa það sem
gerist ekki allt of oft núorðið - ég
var stoltur af því að vera íslend-
ingur þetta kvöld.
WAP er glæný tækni þar sem hægt er að tengjast Netinu í gegnum GSM-símann.
íslandsbanki hefur fleiri virkar aðgerðir fyrir vefsíma en nokkur annar banki.
ÍSLANDSBANKI
www.isbank.is