Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 31
UV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
helgarviðtalið «<
fyrir umhverfismati fyrir kosningar en skipti svo
strax um skoðun.
Þetta og margt fleira sýnir á dapurlegan hátt
að ísland er auðvitað hálfgert bananalýðveldi og
þetta er ekki sú ímynd sem ég veit að við viljum
hafa á alþjóðavettvangi.
Það er merkilegt að það eru aðeins tveir Sjálf-
stæðisþingmenn sem hafa kjark til að vera á móti
flokknum i málinu og þau eru bæði læknar. Það
er sennilega vegna þess að þau eiga starfsferil
utan þingsins og eru í stjómmálum af hugsjón."
Fríðrík hríngdi í fjölmiðia
Því hefur verið haldið fram að þú hafir boðið
Landsvirkjun aðstoð við að styrkja ímynd sina í
umhverfismálum með því að bjóða þeim að
styrkja Græna herinn. Er þetta rétt? „Það er al-
veg rétt að ég bauð Friðriki Sophussyni og Lands-
virkjun samstarf við Græna herinn til land-
græðsluátaks. Fyrir það skyldi Landsvirkjun
greiða eina milljón tO Ríkissjónvarpsins til að
kosta gerð kynningarþátta um verkefhið. Af
þessu varð ekki og íslandsflug greiddi Rikissjón-
varpinu í staðinn. Friðrik sá hinsvegar ástæðu til
að hringja i fréttamenn á Stöð 2 og segja þeim frá
þessu til þess að reyna koma höggi á undirskrifta-
söfnunina og mig persónufega. Þessi framkoma
hans er í nokkm samræmi við önnur kynni sem
ég hef afhonum.“
Jakob vísar þama tif þess þegar hann var árið
1991 að berjast fyrir hagsmunum tónlistarmanna
og vildi fá stjómvöld til að fella niður virðisauka-
skatt af tónlistarflutningi og plötusölu. Meðal
hörðustu stuðningsmanna þessa máls í þinginu
var einmitt Friðrik Sophusson.
í stóran hríng á móti sól
„Hann barðist eins og ljón og fékk alla Sjálf-
stæðisþingmenn til að styöja málið. Það hfjóp síð-
an kengur í afgreiðslu þess á síðustu stigum þeg-
ar Ólafur Þórðarson framsóknarmaður vildi
tengja það undanþágu fyrir flotgalla.
„Frestun á sigri“ hugsuðum við og töldum að
við ættum stuðning Friðriks vísan og eftir kosn-
ingar þegar hann var orðinn fiármálaráðherra
gengu fulltrúar okkar á hans fund og vildu taka
málið upp að nýju. Þá hafði Friðrik algerlega
skipt um skoðun og vildi ekkert tala við tónlistar-
menn, þá né síðar.
Þegar Friðrik kaflaði Umhverfisvini á sinn
fund upp í Landsvirkjun var það einungis til að
færa fram þau rök að með þessari virkjun og
byggingu álvers værum við íslendingar að forða
öðrum þjóðum frá því að menga náttúru sína með
því að framleiða ál hér með vatnsorku. Þetta
fannst okkur skrýtin ræða eins og reyndar flest í
máiflutningi virkjunarsinna sem virðist skorta
öll haldbær rök í þessu stóra og erfiða máli.“
Á krossgötum
Það má segja að Jakob standi á krossgötum þar
sem þessu verkefni er lokið, stærstu hljómleika-
ferð Stuðmanna og Græna hersins lauk með alda-
mótahátíð í Laugardalshöll og Jakob er nýkom-
inn frá Indlandi þar sem hann vinnur að stóru
tækniverkefni með íslenskum, breskum og ind-
verskum aðilum og hyggst hann helga starfs-
krafta sína því verkefhi að miklu leyti næstu
misseri. En hvað verður þá um Stuðmenn, eru
þeir eilífir? „Okkur hafði lengi langað til að ljúka
öldinni með miklum stæl og ég tel að með tón-
leikaferð okkar um landið og verkefiiinu um
Græna herinn sem við hrintum í framkvæmd
hafi okkur tekist það. Þessi rúmlega 30 ára gamla
hljómsveit verður til meðan við lifum en á nýrri
öld mun hún koma fram með breyttar áherslur."
Þau voru músikalskt par e
Um aldamótin, eða síðustu áramót
varð það einnig heyrinkunnugt að
Jakob og sambýliskona hans og félagi
í listinni til 17 ára, Ragnhildur Gísla-
dóttir, hefðu ákveðið að slíta samvist-
um. Þar stendur Jakob einnig á kross-
götum.
„Þetta átti sér aðdraganda langt á '
annað ár. Við höfum löngum stundum
verið aðskilin og höfum vaxið hvort
frá öðru. Við höfúm vaxið í sundur
sem hjón og elskendur og ákváðum að
stíga þetta skref í þeirri von að það
myndi engu breyta um vinskap okkar
eða samstarf. Flestir setja samasem-
merki milli skilnaðar og mikilla harm-
kvæla en hér hafa önnur lögmál ráðið
ferðinni. ^
Við lifum einfaldlega á þeim tímum
að í samanburði við afa og ömmu upp-
lifir nútímamaðurinn 3-4 æviskeið.
Við breytum um störf, búsetu, maka
og viðhorf ef líf okkar krefst þess. Við
sendum fiölskyldum okkar og
nokkrum nánum vinum bréf um þessa
ákvörðun í kringum áramótin til þess
að þau vissu það rétta í málinu.
Við settum okkur eina þumalfing-
ursreglu í þessu og það var að standa
að því með þeim hætti að bamið okk-
ar bæri ekki af því neinn skaða. Ég
vona að það takist.“
Ekki þykjustuleikur eða
tilfinningaskylda
Margir telja að skapandi listamenn
geti ekki búið saman án þess að
skyggja hver á annan. Á það viö um
ykkar hjónaband og lok þess? „List-
sköpun er í eðli sínu einstaklings-
hyggja og listamaðurinn verður að
vera hann sjálfur og trúr sinni list en
ekki þóknast öðrum. í langvarandi og
náinni sambúð geta myndast mynstur
sem eru ekki endilega holl eða æskileg
fyrir annars sjálfstætt og skapandi
fólk. Við þessu verður að bregðast á
heiðarlegan hátt.
Fólk á að vera hreinskilið við sjálft •'*
sig og aðra. Hjónaband á ekki að vera
þykjustuleikur eða tilfmningaskylda.
Væntumþykja og vinátta er eitt en
ástríða og spennandi samband er ann-
að og það er það sem alla dreymir um.
Ragnhildur er einstakt hæfileikafyrir-
brigði og ég hef alltaf trúað á hennar
listrænu hæfileika frá því ég kynntist
henni fyrst og mun vonandi sjá þá
blómstra í framtíðinni. Ég mun eftir
sem áður reyna að styðja hana og
hvetja til dáða.“
Finnst þér erfitt að vita af þvi að al-
menningur þekki einkamál ykkar af
þessu tagi?
„Sem betur fer er ekki hefð fyrir því
að fiölmiðlar fialli hér um einkalíf
fólks með þeim hætti sem tíðkast er- w
lendis. En almannarómur er afar virk-
ur í litlu samfélagi eins og þessu og
þegar þjóðþekktir einstaklingar eiga í
hlut spyijast hlutimir eðlilega og óhjá-
kvæmilega út.“
Hvernig skyldi svo framtíðin
horfa við Jakobi?
„21. öldin er öld nýrra gilda,
nýrra viðhorfa og viðmiðana. Síð-
asta öld var öld ótrúlegra framfara
og tæknibyltinga og efnahagslegra
bóta a.m.k. á Vesturlöndum.Við
Vesturlandabúar þurfum líka að
taka alvarlega til endurskoðunar
margt af því sem mætti flokka undir -4
hliðarverkanir tækninýjunga, iðn-
byltingarinnar og þess sem fylgdi í
kjölfarið. Með það i huga ber okkur
skylda til þess að varðveita hrein-
leika íslenskrar náttúru og vinna
markvisst að útrýmingu mengunar
af öllu tagi. Við getum, ef við viljum,
verið öðrum þjóðum fyrirmynd á svo
mörgum sviðum." -PÁÁ -
\
“Vió höfum vaxið í sundur sem hjón og elskend-
ur og ákváöum að stíga þetta skref í þeirri von
að það myndi engu breyta um vinskap okkar
eða samstarf. Flestir setja samasemmerki milli
skilnaðar og mikilla harmkvæla en hér hafa önn-
ur lögmál ráðið ferðinni.“
DV myndir Teitur
V