Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 35
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 47 leiðindi I 1 i l I l : „Veika konan“ er þekkt leiðindatýpa. Ef þú ert sérlega óheppinn þá fer hún gefa þér skýrsiu um hægðir sínar í nútíð og fortíð. er bara tímaeyðsla. Láttu hann frek- ar masa og haltu honum gangandi með nýjum og nýjum spumingum. Þá verður frásögnin smátt og smátt að umhverfishávaða, ems og suði í flúrljósum, sem er vissulega pirr- andi en hægt að leiða hjá sér. Sniðuga barnið Sniðuga barnið er á aldrinum 4-6 ára og foreldrum þess fmnst þaö svo óbærilega sniðugt og elskulegt að þeim ílnnst að allir hljóti að deila þeirri skoðun með þeim. Þess vegna er barninu sigað á alla sem koma i færi við það. Það er látið tala við fólk í belg og biðu, segja því frá deg- inum á leikskólanum eða heimsókn- inni í sveitina eða afa og ömmu. Bamið sýnir þér teikningamar sín- ar, vill fá þig til að leika við sig og sérlega leiðinleg útgáfa af þessu bami spyr þig í þaula um alls kon- ar óþægilega hluti meðan foreldr- amir sitja hjá flissandi af ánægju. Við þessu er fátt að gera nema sýna baminu einhverja þá hegðun sem hræðir það beinlínis og það er ekki hægt að mæla með því. Þess vegna verður maður að umbera með frosnu brosi kámuga fingur, sleftauma og hávært barnamál þangað til foreldramir gefast upp og skella grislingnum í rúmið. Gamalmennið í fortíðinni Gamalt fólk er yfirleitt geðþekkt en þó er til alveg sérlega leiðinleg útgáfa af því. Það er gamalmennið sem liflr algerlega í fortíðinni og fmnst að það hljóti að vera alveg sérlega merkilegt af því það man eftir torfbæjum, sjónvarpsleysi, haf- ís, heimsstyrjöld og hestvögnum. Því finnst það vera skylda sín að segja öll- um sem það kemst í tæri við frá barnæsku sinni í smáat- riðum eins og það sé einhver merkilegasta sagnfræðiupp- götvun seinni tíma. Á því sem gerðist eftir að hlutir eins og hitaveita og raf- magn komu hefur það eng- an áhuga. Það sem ekki gerð- ist í myrkum torfbær er ekki merkilegt og það fyrirlítur ungu kynslóð- ina sem hefur það svo andstyggilega gott og hefur aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Þaö er í besta falli hægt að skemmta sér við að slíta þráðinn í frásögn þess aldraða og sjá í hvaða króka þulan getur þvælst.' Þetta verður best gert með snöggum spumingum um næstum óskyld efni en ef menn hafa ekki brjóst í sér til að gera þetta þá verða þeir bara að hlusta. Leiðinlegar aðstæður Það má segja með talsverðum rétti að öll leiðindi séu hugarástand. Af því leiðir að við ættum að geta haft það í hendi okkar, eða huga, hvort okkur leiðist raunverulega eða ekki. Þetta er ekki svona einfalt því utanaðkomandi áreiti getur hæglega truflað okkur við að telja kindur eða reikna lógaritma í hug- anum eða hvað það er sem við ger- um þegar okkur leiðist. En sumar aðstæður fela í sér ein- hvers konar innilokun, samfara leiðinlegum aðstæðum, og þá getur verið gott að grípa til einhverra ráða til að stytta sér stundir. Flugvélaleiðindi Að sitja samankrepptur í stórri málmdós í óþægilegri hæð, étandi margupphitaðan mat sem bragðast eins og barnamatur, horfandi á mynd sem var á Stöð 2 í fyrra, upp- fyllir skilgreiningu margra á leið- indum - sérstaklega þegar þetta var- ir í að minnsta kosti 3-4 tíma eða þaðan af lengur. Ef maður er svo sérlega óheppinn þá situr íslenskur braskari á heimleið af vel heppn- aðri pípulagningaráðstefnu við hlið- ina á manni eða málgefinn Amerik- ani eða kona með ofvaxið smábarn sem hún getur varla setið með, eða einhver sem hrýtur. Þarna er rnikið svigrúm fyrir leiðindi og fáar und- ankomuleiðir. Skásta ráðið er sennilega að gera sér upp ofnæmi fyrir ilmvatni eða barnamat og reyna að fá sig fluttan eða hella sig fullan og hlusta á pípar- ann eða Amerík- anann. Fermingar- leiðindi Af einhverjum ástæðum hafa fermingarveislur verra orð á sér fyrir leiðindi en aðrar félagslegar samkomur. Þetta getur verið af ýmsum ástæðum. Flestum fmnst „hin fjölskyldan" leiðinleg, flestum finnst kaffi og majones fara illa saman í maga, flestir eiga slæmar minningar frá eigin fermingaraldri og fmnst heldur mikið að borga ígildi 5-7 þúsund króna til að taka í sveittan spaðann á fermingarbami, borða kransaköku og drekka of mik- ið kaffl. í rauninni eru fermingarveislur ekkert miklu leiðinlegri en venjuleg kokkteilboð. Kokkteilboðin hafa vinninginn því þar er veitt vín sem virðist vera harðbannað í ferming- arveislum. Þeir sem leiðast ferming- arveislur ættu auðvitað að gera sér upp veikindi til þess að þurfa ekki að mæta eða neita því alfarið. Neyð- ist menn til að fara er hægt að leita uppi afvikinn stað á heimilinu og fela sig. Einhvers staðar í húsinu finnst örugglega sjónvarp sem aðrir álíka leiðir gestir eru að horfa á eða bókahilla sem hægt er að setjast í skjól við og blaða í reyfurum. Gamalt fólk er yfirleitt geðþekkt en þó er til alveg sérlega leiöinleg út- gáfa af því. Erfiðasta tegund leiöinda sem til er eru prívat og personuleg leiöindi. Einkaleiðindi Erflðasta tegund leiðinda sem til er eru prívat og persónuleg leiðindi. Þetta eru leiðindin sem hellast yfir þig þegar þú situr heima hjá þér og það er ekkert í sjónvarpinu sem þú vilt horfa á, engin bók sem þú hefur geð í þér til að lesa, enginn á heim- ilinu sem þú vilt tala við, enginn á heimilinu sem vill tala við þig og ekkert sem þú nennir að gera. Þú hatar tölvuna og Netið, kötturinn forðast þig og þeir sem þú reynir að hringja í eru ekki heima. Þetta eru mjög alvarleg leiðindi og ekkert hægt að ráðleggja þeim sem þjást af þeim nema helst að fara og þvo bílinn. Það er nefnilega svo leiðinlegt að í samanburði verður flest annað skemmtilegt. -PÁÁ SJONVARPSKRINGLAN.IS 1 1 i í l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.