Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 51
JjV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 afmæli Jóhann Valdórsson Jóhann Valdórsson, frá Þrándar- stöðum 1 Eiðaþinghá, verður átt- ræður á morgun. Starfsferill Jóhann fæddist að Hrúteyri við Reyðarfjörð og ólst þar upp til sex ára aldurs. Hann flutti þá með móð- ur sinni að Sómastaðagerði við Reyðarfjörð, ásamt Þorleifi Þórðar- syni frá Neðra-Hóli í Staðarsveit, f. 17.04. 1891, d. 29.06. 1951, en hann hafði komið sem ráðsmaður að Hrúteyri 1925. Að Sómastaðagerði bjuggu þau til 1931 er þau fluttu að Dalhúsum í Eyvindarárdal. Þau fluttu síðan að Þrándarstöðum 1938. Þar hóf Jó- hann búskap í samvinnu við móður sína og Þorleif fóstra sinn. Eftir að Jóhann kvæntist flutti hann og kona hans að Stakkahlíð vorið 1943 og hófu þar búskap í samvinnu við tengdaforeldra Jó- hanns og mág hans, Sigurð Stefáns- son. Þau flutti aftur að Þrándar- stöðum 1948 þar sem þau tóku að mestu leyti við búskapnum en móð- ir Jóhanns og Þorleifur fóstri hans voru þar til heimilis til dauðadags. Jóhann stundaði hefðbundinn búskap en starfaði jafnframt mikið utan heimilisins, bæði til sjós og lands, einkum harðindaárin i kringum 1950. Hann var jafnan meðal bestu fláningsmanna meðan hann var upp á sitt besta, var fljót- ur að tileinka sér nýjungar og óhræddur við að takast á við ný verkefni. Kominn hátt á fimmtugs- aldur settist Jóhann á skólabekk með sonum sínum og félögum þeirra og lauk sveinsprófi múrara en hann hafði starfað við múrverk i nokkur ár. Árið 1972 brunnu íbúðarhúsið og útihúsin á Þrándarstöðum til kaldra kola. Fjölskyldan flutti þá til Seyðisfjarðar þar sem þau festu kaup á íbúðarhúsinu Elver- hoj. Þar hafði Jóhann næga atvinnu enda fjöl- hæfur og afkastamikill starfskraftur og eftir- sóttur til allrar vinnu. Þau hjónin fluttu sið- an aftur að Þrándarstöð- um og Jóhann byggðu þar nýtt ibúðarhús 1980. Jóhann hannaði hús sitt að mestu sjálfur og fór þar nýjar leiðir í hönnun og byggingaraðferð sem reynast vel. Fjölskylda Jóhann kvæntist 22.10. 1942 Huldu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, f. 26.11. 1920, d. 26.4. 1989, húsfreyju. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Bald- vinsson, f. 9.1. 1883, d. 10.8. 1964, frá Stakkahlíð, og Ólafía Ólafsdóttir, f. 12.11. 1885, d. 3.1. 1971, frá Króki á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Börn Jóhanns og Huldu: Eðvald, f. 25.4. 1943, býr að Randabergi, kvæntur Vilborgu Vilhjálmsdóttur, f. 20.1. 1942, og eiga þau sjö böm; Ólafía Herborg, f. 9.3. 1945, býr í Fellabæ, gift Jóni Þórarinssyni, f. 30.6. 1943, og eiga þau þrjár dætur; Stefán Hlíðar, f. 19.8. 1949, býr á Þrándarstöðum, kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur, f. 6.9.1951, og eiga þau fjögur böm; Þorleifur, f. 24.2. 1951, lést af slysforúm 22.4. 1979, bjó með Auði Garðarsdóttur, f. 2.6. 1953, og eignuðust þau einn son; Ás- dís, f. 8.12. 1952, býr á Egilsstöðum, gift Ragn- ari Þorsteinssyni, f. 13.7. 1951, og eiga þau fjögur böm; Valdór, f. 16.3. 1954, býr í Reykja- vík, á fjögur börn; Jó- hann Viðar, f. 31.3. 1955, býr í Keflavík, kvæntur Ósk Trausta- dóttur, f. 4.10. 1955, og eiga þau þrjú böm; Vil- hjálmur Karl, f. 16.9. 1957, býr að Þrepi, kvæntur Svanfríði Drifu Óladóttur, f. 7.10.1965, og eiga þau þrjár dætur; Kári, f. 13.8. 1959, lést af slysforum 9.7. 1961; Kári Rúnar, f. 4.4. 1961, býr í Reykjavík, hann á þrjú börn; Ingibjörg Ósk, f. 17.5. 1965, býr í Reykjavik og á einn son. Jóhann er yngstur í hópi ellefu alsystkina sem voru Jónas, f. 1.2. 1908, d. 19.3. 1977; Sigurbjörg, f. 27.12. 1908, d. 1909; Guðrún Bjamey, f. 24.12. 1909, d. 16.4. 1961; Bóas, f. 16.4. 1911, d. 23.10. 1983; Eðvald, f. 10.8. 1912, d. 12.8. 1942; Benedikt, f. 21.8.1913, d. 1913; Guðlaug Jóhanna, f. 15.10. 1914, d. 1920; Óskar, f. 10.10. 1915, d. 5.12. 1981; Jóhann Björgvin, f. 6.1.1917, d. 14.2.1991; Ragnheiður, f. 19.12. 1918. Auk þess átti hann eina yngri hálfsystur, samfeðra, Valdóru, f. 30.9. 1927, d. 1929, sem móðir hans tók að sér. Þá ólu móðir hans og Þorleifur upp fimm fóstursyni sem voru Jón Amfinnsson, f. 27.3. 1915, d. 24.12. 1985; Guðjón Jónsson, f. 7.5. 1925; Jón Björgvin Ólafsson, f. 9.12. 1926, d. i október 1993; Ingólfur Njálsson, f. 1.5. 1928; Magnús Hörð- ur Magnússon, f. 27.7. 1935. Afkomendur Jóhanns eru 64, 33 barnabörn og 20 barnabarnabörn, þar af eru 62 á lífi. Foreldrar Jóhanns voru Valdór Bóasson, f. 24.6.1885, d. 22.4.1927, og Herborg Jónasdóttir, f. 23.8. 1886, d. 22.8. 1964, en þau voru bræðrabörn. Systir Valdórs var Hildur, móðir Regínu Thorarensen, fréttaritara DV. Valdór var sonur Bóasar Bóas- sonar, b. að Stuðlum við Reyðar- fjörð, og Sigurbjargar Halldórsdótt- ur húsfreyju. Bóas á Stuðlum var bróðir Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðl- um í Reyðarfirði, Arnbjörnssonar. Móðir Bóasar á Stuðlum var Guð- rún, systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Guðrún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðarfirði, Pálssonar, bróður Sveins, læknis og náttúru- fræðings. Móðir Guðrúnar var Guð- ný Stefánsdóttir, b. á Sandfelli, Magnússonar og Guðrúnar Erlends- dóttur, b. á Ásunnarstöðum í Breið- dal, Bjamasonar, fóður Þorbjargar, langömmu Vilhelms, langafa Al- berts Guðmundssonar. Móðir Hild- ar var Sigurbjörg, systir Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu. Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á Geitafelli, Jónssonar, pr. og læknis á Grenjað- arstað, Jónssonar, langafa Ólafs Friðrikssonar verkalýðsleiðtoga og Haraldar Níelssonar prófessors. Herborg var dóttir Jónasar Pét- urs Bóassonar, b. á Geldingi í Breið- dal, bróður Bóasar Bóassonar, og Jóhönnu Jónsdóttur frá Eyri í Reyð- arfirði. Jóhann og fjölskylda hans taka á móti gestum að Randabergi, Egils- stöðum, frá kl. 15.00 á afmælisdag- inn og eru allir velkomnir. Jóhann Valdórsson. Elín Elíasdóttir, húsmóðir og verkakona, Höfðagrund 11, Akra- nesi, verður áttræð á morgun. Starfsferill Elín fæddist á Akranesi og ólst þar upp á Melstað hjá fóðurbróður sínum, Georg, og Vilborgu, konu hans. Hún var í Barnaskóla Akra- ness. Elín bjó á Melstað til 1959 en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni að Brekkubraut 29. Síðustu árin hefur Elín búið á Höfðagrund 11 á Akra- nesi. Auk heimilisstarfa hefur Elín stundað almenn verkamannastörf, Elín Elíasdóttir síðast í sokkaverksmiðjunni Trico á Akranesi. Fjölskylda Elín giftist 22.6. 1940 Einari Magn- ússyni, f. 26.8. 1917, verkamanni. Hann er sonur Magnúsar Jónssonar, skipstjóra á Flateyri, og Bjarneyjar Steinunnar Einarsdóttur húsfreyju. Börn Elínar og Einars eru Georg Einarsson, f. 14.12. 1940, kvæntur Aðalbjörgu Níelsdóttur og eiga þau Qóra syni; Viðar Einarsson, f. 21.6. 1942, kvæntur Ólöfu Gunnarsdóttur og eiga þau fimm börn; Bjarney Steinunn Einarsdóttir, f. 13.6. 1943, gift Páli Helgasyni og eiga þau þrjú börn; Einar Einarsson, f. 4.8. 1944, kvæntur Hrafn- hildi Pálmadóttur og eiga þau þrjú börn;Dröfn Ein- arsdóttir, f. 19.9. 1945, gift Elíasi Jóhannessyni og eiga þau einn son. Systkini Elínar: Guðríður Ósk, f. 1922; Vilhelmína Sig- ríöur, f. 1923; Sigurður Ní- els, f. 1924; Rannveig Jóna, f. 1925, nú látin; Hreggviður Karl, f. 1927; Svavar, f. 1929; Ársæll, f. 1931, nú látinn; Örlaugur, f. 1932, látinn; Örlaugur, f. 1934; Krist- ín, f. 1935, nú látin; Georg Steindór, f. 1937; Hafsteinn Þór, f. 1939; Haraldur, f. 1942, nú látinn. Foreldrar Elínar voru Elías Níelsson, f. 27.7. 1896, d. 24.5.1977, verka- maður að Sandfelli á Akranesi, og Klara S. Sigurðardóttir, f. 17.6. 1899, d. 18.2. 1969, hús- móðir. Fósturforeldrar Elin- ar voru Georg Sigurðs- son, f. 28.6.1906, d. 14.12. 1935, og Vilborg Ólafs- dóttir, f. 8.8. 1908, látin. Þau bjuggu að Melstað á Akranesi. Elín tekur á móti gestum í dag, 19.2., í samkomusal Verkalýðsfé- lagsins, Kirkjubraut 40, Akranesi, frá kl. 15.00-17.00. Elín Elíasdóttir. Christine Liselotte Jóhannesson Christine Liselotte Jóhannesson, f. Rakoczy, salstjóri á McDonald’s veitinga- staðnum í Austur- stræti, Ástúni 4, Kópa- vogi, er fertug í dag. Starfsferill Christine fæddist i Stratford í Ontario í Kanada og ólst þar upp. Hún stundaði nám við North- western Secondary School i Stratford. Þá stundaði hún nám á píanó og orgel um nokkurra ára skeið. Christine hefur stundað verslun- arstörf frá sautján ára aldri. Hún hefur verið búsett á íslandi frá 1989 er hún giftist og starfar nú hjá McDonald’s veitingahúsinu. Christine var organisti í Nýju postulakirkjunni frá sautján ára aldri. Fjölskylda Christine giftist 6.8. 1989 Hákoni Jóhann- essyni, f. 24.6. 1957, matvælafræðingi hjá Matvælatækni og presti í Nýju postula- kirkjunni. Hann er sonur Jóhannesar Jör- undssonar, sem er lát- inn, og Höllu Þóreyjar Skúladóttur húsmóður. Maður hennar er Jón V. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri. Börn Christine og Hákonar eru Helena Ruth Hákonardóttir, f. 14.6. 1990; Daníel Emil Hákonarson, f. 13.3. 1993. Systkini Christine eru Renate St. Denis, búsett i Stratford i Ontario í Kanada; Frank Rakoczy, búsettur í Christine Liselotte Jóhannesson. Stratford; Hardy Rakoczy, búsettur í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkj- unum; Harold Rakoczy, búsettur í Sarnia í Ontario i Kanada. Foreldrar Christine eru Emil Rakoczy, f. 18.9. 1925, fyrrv. prestur og síðar fagnaðarboði í Nýju post- ulakirkjunni, og Frieda Rakoczy, f. 13.2. 1925, húsmóðir. Emil fæddist í Tékkóslóvakíu en Frieda í Þýskalandi. Þau fluttu til Kanada með þrjú börn árið 1957. Leikskólastjórar og leikskólakennarar, athugið Leikskólastjóri óskast á einkarekinn leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 50-100% stjórnunarstöðu. Leitað er að jákvæðum einstaklingi með stjórnunarmenntun eða reynslu í stjórnun. Viðkomandi þarf að hafa mikið frumkvæði, skýrar áherslur og geta starfað sjálfstætt. Einnig er óskað eftir leikskólakennurum eða fólki með uppeldismenntun með mikinn áhuga á börnum og leikskólastjórnun. í boði eru góð laun, skemmtileg starfsaðstaða og fallegt umhverfi með góðum útivistarsvæðum. Áhugasamir leggi inn umsókn hjá DV fyrir 28.02.00, merkt L-211. 63 < V 711 hamingju með afmælið 20. febrúar 90 ára Helga Bjarnadóttir, Hlíðarbyggð 37, Garðabæ. 80 ára Erlendur Stefánsson, Vallargötu 6, Vestmeyjum. Geir Austmann Björnsson, Víðimel 32, Reykjavík. Guðfinna Hinriksdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Hildur Kristjánsdóttir, Furulundi 6, Varmahlíð. María Stefánsdóttir, Hrafnagilsstræti 32, Akureyri. Oddný Þórormsdóttir, Skólavegi 46a, Fáskrúðsfirði. 75 ára Aðalsteina Magnúsdóttir, Grund I, Akureyri. Guðmundur Hjartarson, Grænhóli, Selfossi. 70 ára Guðmimdur Guðmimdsson, Fossum, Blönduósi. Hann verður að heiman. Halldór Karl Karlsson, Byggðavegi 140, Akureyri. Helga Gröndal Björnsson, Skúlagötu 20, Reykjavík. Valgerður Samsonardóttir, Mýrum 1, Patreksfirði. Vilhjálmur Guðnason, Kleppsvegi 44, Reykjavík. Þóra Guðnadóttir, Kirkjustíg 4, Eskifirði. Hún verður aö heiman. 60 ára Gunnlaug Jakobsdóttir, Lindarflöt 40, Garðabæ. 50 ára Aldís Guðmundsdóttir, Birkihlíð 10, Reykjavík. Ásgerður Haraldsdóttir, Hólabraut 10, Höfn. Einar Sigxu-bjömsson, Fannafold 180, Reykjavík. Friðbjöm Ólafur Valtýsson, Smáragötu 2, Vestmeyjum. Jóhann Þórisson, Réttarholti 7, Selfossi. Sigurbjöm Sveinsson, Hæðarseli 28, Reykjavík. 40 ára Árni Sigurbjömsson, Laugarbrekku 21, Húsavík. Guðjón Ragnar Svavarsson, Norðurvöllum 52, Keflavík. Hermann Óli Finnsson, Selbrekku 36, Kópavogi. Margrét B. Theódórsdóttir, Hjallabraut 19, Hafnarfirði. Marsibil Erlendsdóttir, Dalatanga, Mjóafirði. Oddný Þóra Sigurðardóttir, Ásvallagötu 17, Reykjavík. Ólafur Als, Hringbraut 113, Reykjavík. Ólafur Sveinsson, Fögrukinn 6, Hafnarfirði. Ragnar Hjörleifsson, Stillholti 3, Akranesi. Gyðberg Hall- dórsson mat- sveinn, Svalbarð 14, Hafnarfirði, er sextugur í dag, laugard. 19.2. Hann tekur á móti vin- um og ættingjum i sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, laugard. 19.2i kl. 15-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.