Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 1. MARS 2000 Viðskipti______________________________________________________________________________________pv Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 830 m.kr. ... Mest með hlutabréf 554 m.kr. ... Mest viðskipti með Opin kerfi, 91 rn.kr., og hækkuðu bréfin um 12% ... íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hækkaði um 35% ... Parmaco um 11% ... Flugleiðir lækkuðu um 15,1% eftir birtingu uppgjörs ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,5% og er nú 1750 stig ... 2.367 milljóna króna hagnaður af starfsemi Flugleiða fýrir skatta - afkoman hefur batnað mikið frá því árið áður Árið 1999 varð 2.367 milljóna króna hagnaður af starfsemi Flugleiða og dótt- urfyrirtækja fyrir skatta en eftir skatta er er hagnaður ársins 1.515 miiljónir. Afkoman af starfsemi Flugleiða hefur batnaö um 1.364 milljónir miUi ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 312 milljónir en 144 milljóna króna tap var árið áður og batnaði reksturinn því um 456 milljónir. Veltufe frá rekstri var 2.103 milljónir á árinu sem var 446 milljónum meira en árið 1998. Flugleiðir juku starfsemi sína í far- þega- og fragtflugi, ferðaskrifstofu- rekstri og fleiri rekstrarþáttum og velta fyrirtækisins 1999 óx um 8,7%. Rekstr- artekjur Flugleiða og dótturfyrirtækja þess námu 30.418 milljónum króna en voru 27.984 milljónir króna árið 1998. Rekstrargjöld hækkuðu um 9,2%. Veru- leg breyting varð á nettó fjármagns- gjöldum félagsins frá fyrra ári. Þau voru 83 miiljónir króna árið 1999 en 625 miilj- ónir króna árið 1998. Þessa 542 milljóna Erfitt ár hjá Plastprenti Tap Plastprents hf. á árinu 1999 nam 89,3 milljónum króna, saman- borið við 70,6 milljón króna tap árið áður. Rekstrargjöld jukust um 6,8% milli ára og námu þau 1.141,3 milljón- um króna á árinu 1999, samanborið við 1.068,6 milljónir króna árið 1998. Rekstrartekjur jukust á árinu 1999 um 5% og námu 1.098,8 milljónum króna en voru 1.046,7 milljónir króna árið áður. Fram kemur í frétt frá fyrirtækinu að aukning rekstrargjalda skýrist m.a. af aukningu afskrifta fastafjár- muna og tapaðra viöskiptakrafna og gjaldfærslu starfslokasamninga sem koma til greiðslu á árinu 2000. Sam- tals nemur aukning þessara liða um 60 milljónum króna frá fyrra ári. Á þessu ári verður áfram unnið að þeirri endurskipulagningu á rekstri félagsins sem hófst á síðasta ári og m.a. verða kannaðir möguleikar á sameiningu við Sigurplast hf. Núna stendur yfir undirbúningur fyrir hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í september á sl. ári. Verður hlutfé félagsins aukið um 30 milljónir króna að nafnverði á út- boðsgenginu 1,87. Hagnaður Lands- bréfa þrefaldast Hagnaður Landsbréfa á árinu 1999 nam 72,3 milijónum króna fyrir skatta og þrefaldaðist frá fyrra ári. Að teknu tilliti til tekju- og eignaskatta nam hagnaðurinn 46,4 miiljónum og var arðsemi eigin fjár 14%, samanborið við 5% arðsemi árið 1998. Landsbréf hf. eru löggilt verðbréfa- f'yrirtæki og takmarka starfsemi sína við tvö meginviðfangsefni, eignastýr- ingu og verðbréfaviðskipti einstak- linga. Heildartekjur námu 712 m.kr. og jukust um 46% frá fyrra ári og hafa aldrei verið meiri. Hreinar rekstrar- tekjur námu 500 m.kr. og jukust um 25% frá árinu 1998. Heildareignir fe- lagsins námu rúmum 3 milljörðum króna í lok ársins og.jukust um 438 milljónir króna. Eigið fé félagsins í lok árs nam 370 milljónum króna. Starfsemi Landsbréfa á árinu ein- kenndist annars vegar af áframhald- andi aðlögun að nýju hlutverki innan Landsbankasamstæðunnar og hins vegar af miklum vexti á öllum sviðum starfseminnar. króna lækkun fjár- magnsgjalda má fyrst og fremst rekja til aukinna vaxtatekna, virkr- ar áhættustýringar og fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar dótturfélaga Töluverðar sveiflur einkenndu rekstur félagsins á árinu. Fyrstu sex mánuði ársins batnaði afkoma af reglu- legri starfsemi verulega frá fyrri helm- ingi ársins 1998 sem var óvenju erfiður. Þennan bata á fyrri helmingi ársins má fyrst og fremst rekja til árangurs í markaðssetningu Islandsferða á alþjóða- markaði og aukningar í sölu viðskipta- mannafargjalda. Árið 1999 varð hagnaður af sölu eigna 2.055 milljónir króna fyrir skatta en reiknaður tekjuskattur af söluhagnaði eigna var 678 milljónir króna. Árið 1998 var 340 milljóna króna hagnaður af sölu eigna en reiknaður tekjuskattur af söl- unni enginn. Hagnaður af sölu eigna 1999 varð fyrst og fremst vegna söluhót- elbygginga Flugleiða í Reykjavík í árs- byijun, af sölu flugvélar í mars og af sölu þriðjungs hlutabréfa Flugleiða í al- þjóðafjarskiptafélaginu Equant í árslok. Bókfært verðmæti heildareigna Fiug- leiða í árslok 1999 var 25,3 milljarðar króna en var 20,7 miiljarðar í árslok 1998. Skuldir í árslok 1999 námu 17,1 milljarði og eigið fé félagsins var 8,18 milljarðar. Arðsemi eigin íjár var 23,4% 1999 en var 2,4 1998. Eiginfjárhlutfall í árslok 1999 var 32% en var 31% í árs- byrjun. 1,3 milljónir farþega Árið 1999 fluttu Flugleiðir rúmlega 1,3 milljónir farþega í millilandaflugi, 0,4% fleiri en árið áður. Farþegar í innanlandsflugi Flugfélags fslands voru 310 þúsund, 6,3% fleiri en 1998. Sætanýting í milli- landaflugi lækkaði milli ára um 2,5 prósentustig og var 71,4%. Fragtflutn- ingar voru liðlega 24 þúsund tonn, 26,4% meiri en 1998. Á þessu ári hyggjast Flugleiðir halda áfram að þróa leiðakerfi fé- lagsins í alþjóða- flugi og megináhersla verður lögð á að hámarka nýtingu þeirrar fjárfestingar sem lagt hefur verið i með því að auka hlutfall ferðamanna á leið til íslands í heildarfarþegafjölda, einkum utan há- annatimans, og sækja áfram inn á við- skiptamannamarkaðinn. Á móti verð- ur dregið úr hlutfalli lággjaldafarþega á leið yfir Atlantshaf. Áfram verður unnið að því að Flug- leiðir hafi aðeins eina þotutegund, Boeing 757 þotur. Stefnt er að því að stórauka notkun upplýsingatækni í rekstrinum til að ná fram hagræðingu á ýmsum sviðum og styrkja markaðs- sókn félagsins. Siguröur Helgason. Landsteinar sameinast sænsku fýrirtæki - veröa stærsta fyrirtæki Evrópu sinnar tegundur Landsteinar International og sænska fyrirtækið QD Utveckling AB hafa ákveðið að sameina félögin og verða með því stærsta fyrirtæki í Evrópu sem þróar og selur við- skiptakerfið Navision. QD Ut- veckling verður dótturfélag Land- steina International og verður nafni þess breytt í Landsteinar Swenska AB. Gert er ráð fyrir að velta nýja félagsins verði 2,6 milljarðar ís- lenskra króna á árinu 2000 miðað við núverandi starfsemi. Ætlunin er að auka veltuna á árinu i 5 millj- arða króna með frekari kaupum á fyrirtækjum. Stærstu hluthafar Landsteina Intemational verða íslenski hug- búnaðarsjóðurinn og sænska fjár- festingarfélagið Leiðarstjaman með um 15% eignarhlut hvor aðili. Gert er ráð fyrir að velta nýja félagsins verði 2,6 milljarðar íslenskra króna á árinu 2000 miðað við núverandi starfsemi. Ætlunin er að auka velt- una á árinu í 5 milljarða króna með frekari kaupum á fyrirtækjum. Horfur er á aö starfsfólki muni fjölga úr 230 í rúmlega 500 á þessu ári. „Við lítum á þetta sem eðlilega þróun á góöu samstarfí sem við höf- um átt við QD Utvekling á síðustu árum. Landsteinar bjóða viðskipta- lausnir á alþjóölegum vettvangi og styrkir þessi samruni okkur veru- lega. Við fáum til liðs við okkur fleira hæfileikafólk og getum bætt vöruframboð okkar og markaðs- starf. Þar að auki skapar samstarfið við Leiðarstjörnuna traustan grunn fyrir frekari vöxt á nyjum mörkuð- um,“ segir Aöalsteinn Valdimars- son, framkvæmdastjóri Landsteina Intemational hf. „Með samrunanum sköpum við sterkt félag sem verður samkeppnis- hæft á alþjóðamarkaði og hefur góð- ar forsendur til þess að viðhalda miklum vaxtarhraða. Lausnir okk- ar byggjast á framúrskarandi tækni og þess vegna fjölgar ört viðskipta- vinum sem óska eftir sérhönnuðum viðskiptakerfum frá okkur,“ segir Pár Söderman, framkvæmdastjóri QD Utveckling og veröandi fram- kvæmdastjóri Landsteina í Svíþjóð. „Grunnforsenda þess aö við tök- um þátt i þessu nýja félagi er hrað- ur alþjóðlegur vöxtur þess. Við sjá- um fram á mikla möguleika til áframhaldandi og aröbærs vaxtar. Við stefnum að því að efla félagið enn frekar í Evrópu með samstarfi og samruna við fyrirtæki sem vinna á svipaöan hátt með Navision-kerf- ið,“ segir Johan Wachtmeister, framkvæmdastjóri Leiðarstjöm- unnar. DMM-viðhaldskerfið getur skap- að tugmilljóna króna tekjur Sala er hafin á DMM-við- haldskerfmu sem framleitt er af hugbúnaðarfyrirtækinu Softa í Keflavík. Það byggist á nýrri nálgun í viðhaldsstjóm- un fyrirtækja þar sem miklar fjárfestingar liggja í véla- og tæknibúnaði. DMM-viðhalds- kerfið nýtir nýjustu tölvu- og tæknilausnir tÚ að vaka yfir véla- og tækjakosti og tryggir hámarksnýtingu á hveijum hlut áður en kemur að við- haldi eöa endumýjun. DMM-viðhaldskerfið hefur verið í þróun síðastliðin 6 ár í orkuverinu í Svartsengi og hefúr þegar skilað Hita- veitu Suðumesja umtalsverðum spam- aði, að sögn Alberts Albertssonar aö- stoðarforstjóra. „Softa er eina fyrirtækið sem býður upp á heildarlausn í rekstri og við- haldi,“ segir Albert. „Með þessari aðferð getum við keyrt vélamar lengur því við vitum nákvæmlega hvað þær þola mikið en við vitum jafii- framt hvað þarf að gera þegar kemur að viðhaldi og því era tafimar miklu styttri en áður var.“ Við uppsetningu og þjón- ustu DMM-viðhaldskerfisins er fylgt rannsóknum Guðfmnu S. Bjamadótt- ur, rektors Háskólans í Reykjavík, á mikilvægi eftirfylgni. I því felst að Softa sér ekki einungis um hönnun hugbúnaðarins heldur „fylgir honum heim í hús,“ eins og Bjami Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Softa, orðar það. Þvi fylgir m.a. þjónusta við upp- setningu og kennsla starfsmanna sem á að tryggja að DMM-viðhaldskerfið skili nýjum eiganda strax betri af- komu. Áherslan er lögð á heildarlausn þar sem lykilorðin era DMM-viðhald, DMM-áætlunargerö, DMM-truflana- skráning, DMM-úrvinnsla, DMM-tíma- skráning, DMM-lager og innkaup og DMM-tenging við bókhaldskerfi. Þá er Softa að vinna að DMM-heilarviðhalds- lausn fyrir álver. Forsvarsmenn Softa telja að tekjur af sölu kerfisins geti skipt hundruðum milljóna króna á ári þegar hún er kom- in á fullan skriö. Bjarni Kristjáns- son, framkvæmda- stjóri Softa Afkoma Opinna kerfa fram- ar vonum Hagnaður Opinna kerfa hf. á nýliðnu ári var er 216 milljónir króna eftir skatta en það er 142% aukning frá fyrra ári en þá nam hagnaður 89 milljónum króna. Hagnaður Opinna kerfa var mun meiri á síðasta ári en flestir sér- fræðingar á fjármálamarkaði höfðu búist við. í spám þeirra var að meðaltali gert ráð fyrir 169 milljóna hagnaði eftir skatta. Frétt þessa efnis barst eftir að DV fór í prentun í fyrradag. í gær hækkaði gengi félagsins mikið eft- ir birtingu uppgjörsins og svo virðist sem markaðurinn hafi mikla trú á félaginu. Frá áramót- um nemur hækkunin nærri 70%. Vöruskipti óhagstæö í jan- úar um 1,8 milljarða I janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 9,2 miBjarða króna og inn fyrir-11 miBjarða króna fob. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 1,8 mifijarða en 1 janúar 1999 voru þau óhagstæð um 2,5 mifijarða á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 16% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verðmæti vöruinnflutnings var 5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni. Hagnaöur BGB 50 milljónir Sjávarútvegsfyrirtækið BGB hf. á Árskógssandi var rekið með 50 milljóna króna hagnaði á sl. ári, samanborið við 13 milljóna hagn- að árið 1998. Velta fyrirtækisins nam 907 mifijónum króna sem er um 11% aukning frá árinu áður. Veltufé frá rekstri var 107 milljón- ir króna. Á aðalfundi BGB á laug- ardag var samruni félagsins við Snæfell hf. samþykktur. Þá var ákveðið að greiða hluthöfum 7% arð. Navís-Landsteinar verða Landsteinar ísland hf. Frá og með 1. mars næstkom- andi verður nafni Navís-Land- steina hf. breytt í Landsteinar ís- land hf. Kennitala verður sú sama og áður og því mun nafnbreyting- in engin áhrif hafa á samninga og aörar skuldbindingar fyrirtækis- ins, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Samvinnuferðir- Landsýn senda neikvæða af- komuviðvörun Samvinnuferðir-Landsýn sendu í gær frá sér neikvæða afkomuvið- vörun. Ljóst er að afkoma félags- ins á árinu 1999 verður lakari en áætlanir ársins gerðu ráö fyrir, að því er fram kemur í afkomuvið- vörun frá félaginu. í afkomuviðvörun Samvinnu- ferða kemur fram að ástæður fyr- ir lakari afkomu megi rekja til tveggja þátta. Annars vegar hefur regluleg starfsemi félagsins ekki staðið undir væntingum stjóm- enda og hins vegar þarf félagið að gjaldfæra á árinu áöur ofmetnar eignir. Ennfremur kemur fram að mik- il aukning hafi verið á bókunum í ferðir á vegum Samvinnuferða- Landsýnar á þessu ári, sérstaklega Flugfrelsi, en ljóst er að lands- menn hafa kunnað að meta þann sveigjanleika sem þetta felur í sér. Þá er einnig umtalsverð aukning á sölu sólarlandaferða frá fyrra ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.