Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVTKUDAGUR 1. MARS 2000 Skoðun JOV Spurning dagsins Fylgist þú með fréttum af Heklugosi? Gunnar Hauksson, vinnur hjá Orkuveitunni: Nei, ekkert sérstaklega. Heidi C.P. Ringsaker, húsmóöir: Já, það er mjög áhugavert. Helgi Már Valdimarsson nemi: Já, ef ég hef ekkert annað aö gera. Dóra Gunnarsdóttir húsmóðir: Heldur betur. Þaö er ekki hægt að komast hjá því. Guðmundur Skaftason eliilífeyrisþegi: Já, en mér finnst fréttaflutningurinn af því yfirdrifinn. Vilhjálmur V. Roe nemi: Já, þaö er áhugavert. Fornbílasýning í Árbæjarsafni. - „í nær tvo áratugi hefur innan Fornbílakiúbbsins og meðal áhugamanna um fornbíla verið rætt um norsku leiðina varðandi ugþgerð bíla í eigu Þjóðminjasafnsins. “ Lítilmannleg gagnrýni íissona'r' Kl.'mssn sr Kristinn blaðamaður DV. Snæland Vitnað er í viðtöl við skrifar: tvo menn, Pétur Jónsson minjavörð og Örn Sigurðsson, formann Fornbíla- klúbbsins. Fyrirsögn klausunnar er sett upp líkt og aðfinnsluvert sé að Þór Magn- ússon skuli hafa náð með samningi ókeypis uppgerð tveggja fornbíla í eigu safnsins. Sá frábæri viðgerðar- maður, Pétur Jónsson, er sagður standa sem spurningarmerki vegna þessa og sömuleiðis Örn Sigurðsson. Báðir dylgja með ósæmilegum hætti um heiöarlegan tilgang Hinriks Thorarensens. Viðkomandi hefur síðan bílinn sem eigin eign svo lengi sem heilsa leyfir. Formaður Fornbílaklúbbsins bætir við og gerir auk þess lítið úr verkum Hinriks og afköstum hans. Fyrst vil ég geta þess að alkunna er að Hinrik hefur um langt árabil átt góða sam- vinnu við Þór og Þjóðminjasafnið um sýningu bíla þess á vegum Fombíla- klúbbsins. í nær tvo áratugi hefur innan Fornbílaklúbbsins og meðal áhugamanna um fombíla verið rætt um norsku leiðina varðandi uppgerð bíla í eigu Þjóðminjasafnsins. Sú leið sem Tækniminjasafnið í Ósló hefur farið er sú að semja við áhugamenn um að taka í „fóstur" til- tekinn bíl og gera hann upp á eigin kostnað. Viðkomandi hefur síðan bíl- inn sem eigin eign svo lengi sem heilsa leyfir en safnið hefur ávallt að- gang að bílnum til sýninga eftir þörf- um. Spumingarsvipur Péturs og Am- ar vegna nýtingar Þórs á „norsku" leiðinni er óþarfur og þeim til vansa, þeir vissu betur. Dylgjur Péturs um að Oldsmóinn, sem Hinrik hefur nú umsjón með, kunni að vera safninu glataður era með öllu ósæmilegar. Allt DV þyrfti til ef gera ætti grein fyrir miklum og margvíslegiim störf- um Hinriks Thorarensens fyrir Fom- bílaklúbbinn, við uppgerð fornbíla auk annars. Sams konar greinargerð um störf Amar Sigurðssonar tæki ekki meira pláss en sem svarar hin- um kunna dálki um gengið hvern dag ÍDV. Að lokum er hér með skorað á Örn Sigurðsson að gera skriflega grein fyr- ir störfum sínum við uppgerð fornbíla og sjálfboðastörf sin fyrir Fornbíla- klúbbinn og koma því á framfæri í DV. Ég get fyrir fram lofað því að það verður stutt lesning. Er kagginn ekki í kaskó? Guðbjörn Ólafsson sknfar: „Þar sem frjálsræði á að ríkja stöðv- ar enginn þróunina og það lifsmynstur sem þegnarnir kjósa sér. Og þegar allt er komið í óefni er reynt að klina á samgönguráðherra sök á ástandinu og dugleysi borgarstjómenda." Ég varð vitni að allhörðum árekstri á mótum Kringlubrautar og Miklubrautar nýverið. Verið var að draga í burtu tvo bíla með kranabíl- um. Kom þá upp í huga mér tvennt. Annars vegar útreikningar trygg- ingafélaganna um slysatíðni á þess- um gatnamótum og víðar í borginni og þann gífurlega kostnað sem af Og þegar allt er komið í óefni er reynt að klína á samgönguráðherra sök. þessu hlýst, auk þess sem líkamstjón verður aldrei mælt í peningum. Hins vegar orð Guðrúnar Ágústsdóttuf, fyrrum forseta borgarstjórnar, sem lagði stöðugt mikla áherslu á að: „ekki mætti auka umferðarrýmd í borginni". Hugmyndafræði R-listans að draga úr svokölluðum einkabílisma og senda alla í strætó þroskast nú á ískyggilegan hátt. Það gat gefist vel í einræðisríkjum að stýra þegnunum eins og kindum dregnum í dilka en þar sem frjálsræði á að ríkja stöðvar enginn þróunina og það lífsmynstur sem þegnarnir kjósa sér. Og þegar allt er komið í óefni er reynt að klína á samgönguráðherra sök á ástandinu og dugleysi borgarstjórnenda. Nú situr frú Guðrún Ágústsdóttir væntanlega við stýrið á Lincoln Continental og er hún nú ekur með Svavari sínum úr einhverju boðinu um sléttur Manitóba gæti hún sagt sem svo: Mikil er nú umferðarrýmd- in héma, Svavar. Og hann svarað: Já, Guðrún min, þetta er nú eitthvað annað en í öngþveitinu heima, en er ekki Lincolninn örugglega í kaskó? Dagfari Aö fljúga er sama og að tapa Fáir voru eins elskaðir víða um land og ílugmennirnir í innanlandsfluginu þegar það var að slíta barnsskóm sínum. Þeir rufu ein- angrun staða út um land enda samgöngur á landi erflðar. Þeir flugu ýmist Katalína-flug- bátum eða þristum og þeim fylgdi framand- leg stemning. Flugfélag íslands og Loftleiðir kepptu á innanlandsleiðum uns þar kom að Loftleiðamenn töldu skiptingu flugleiða fjarri allri sanngirni. Þá hættu þeir og Flugfélagið var eitt um hituna. Eftir að þessi félög runnu saman í tíð Hannibals Valdimarssonar samgönguráð- herra sinntu Flugleiðir innanlandsfluginu og gott ef ekki með eilífu tapi. Þó var dýrt að skjótast með flugvél, hvort sem var til Vest- mannaeyja, Isafjarðar, Akureyrar eða Egils- staða. Eftir því sem vegimir skánuðu kusu fleiri að skjótast á milli staða í bíl. Flugleiðir brugðust við með því að skilja innanlands- flugið frá utanlandsfluginu og endurreistu hið fornfræga Flugfélag íslands. Það var áfram rekið með tapi. Neytendur upplifðu þó nýtt ævintýri er áætl- unarleiðir innanlands voru gefnar frjálsar. ís- landsflug skellti sér af fullum krafti út í sam- keppni við Flugfélagið og snarlækkaði fargjöld- Ætli Sturla fari ekki að dœmi Hanni- bals og sameini Flugfélagið og íslands- flug? Þá má reka allt batteríið með einn meira tapi en jyrr. in. Flugfélagið gerði slíkt hið sama þótt rekst- urinn hefði gengið bölvanlega meðan far- gjöldin voru há. Samkeppnin blómstraði og fólkið hugleiddi flug í samkeppni við einka- bílinn og rúturnar. Allir voru kátir - nema kannski forstjórar og fjármálastjórar beggja flugfélaganna. Reksturinn gekk nefnilega enn bölvanlegar en fyrr. Sagan endurtekur sig og neytendurnir eru gleymdir. íslandsflug blikkaði fyrr og gafst upp í gær. Það hættir að fljúga innanlands nema til nokkurra krummaskuða. Flugfélagið situr eitt að herlegheitunum og fékk meira að segja flugvélarnar í arf frá keppinautnum. Þar með er ekki sagt að Flugfélag íslands sé í tómri sælu. Ætli tapreksturinn haldi ekki áfram? Ef að líkum lætur hækkar verðið innan skamms og þá hætta aðrir að fljúga en þeir sem beinlínis neyðast til þess. Þá verður væntanlega dýrara að skreppa frá Reykjavik til Egilsstaða en fljúga með flugfrelsinu alla leið til Evrópu. Ætli Sturla fari ekki að dæmi Hannibals og sameini Flugfélagið og íslandsflug? Þá má reka allt batteríið með enn meira tapi en fyrr. Ógeöfelldar ofsóknir gegn sr. Gunnari Kristinn Sigurðsson skrifar: Maður skilur ekki það mannfólk sem þykist vera kristið en rakkar niður prest sinn og konu hans algjör- lega að ástæðu- lausu. Ég man þá tíð er þessi ágætu tónelsku hjón, sem eru glaðleg og frjálslynd, vom of- sótt af ákveðnum hópi fólks hér I Reykjavík, og þá — sem nú voru það heilagar frúr sem fundu séra Gunnari allt til foráttu. Þær komu m.a. þeirri lygasögu á kreik um óreglu og til „sönnunar" sást séra Gunnar í Ríkinu. Ég skora á biskup að láta ekki baneitraðar kjaftakindur eyðileggja góðan dreng. Séra Gunnar Bjömsson: Heilagar frúr sem finna honum allt til foráttu. Peningalaus Orkuveitan missir dampinn Guðjón Árnason skrifar: Ég var að lesa viðtal í DV við for- stjóra Orkuveitu Reykjavikur, þar sem fram kom að það hefði allt geng- ið á afturfótunum hjá þeim i útsend- ingum rafmagnsreikninga eins og margir borgarbúar hafa orðið varið við. Forstjórinn kenndi um ein- hverju tölvukerfi. Það sem mér fannst þó athygliverðast, er að þess- ar truflanir hafa leitt til þess að þeir hafa orðið að taka yfirdráttarlán af því að lausafjárstaðan er svo slæm. Þá rifjaðist upp fyrir mér að oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm, Inga Jóna Þórðardóttir, hefur einmitt verið að tala um greiðsluerf- iðleika Orkuveitu og að fjáraustur- inn úr fyrirtækinu í borgarsjóði væri að veikja Orkuveituna. Mig minnir að um fjórir milljarðar hafi verið teknir frá Orkuveitunni til að laga stöðu borgarsjóðs. En það er þá sem sé alveg rétt að allar þessar millifærslur eru búnar að veikja Orkuveituna þannig að þegar út- sending orkureikninga tefst vegna tölvuerfiðleika, þá er lausafjárstaðan það slæm, að fyrirtækið verður að taka yfirdráttarlán, til að halda batt- eríinu gangandi, að sögn forstjórans. Bandarísk rúmba í RÚV Ragnar skrifar: Tónlistin á út- varpsstöðvunum er ekki alltaf upp á marga fiska. Ein stöð heldur þó velli í þessum efnum, nefnilega gamla gufan, sú eina. Þar er tónlist líka valin við hæfi í morg- unsárið og oft leikin lög sem koma á óvart, bæði ný og gömul, oft í útsetn- ingum, Sem gialrian heyrast. Mánudags- morguninn síðasta (28. 2.) heyrði ég tvö lög sem komu mér á óvart. Þetta voru rúmbur, fyrra lagið Rúmba Fla- menco og það síðara hið frábæra lag Burt Bacharach, „The look of love“, leikið af hljómsveit Victors Sylv- esters hins breska. Bæði lögin í frá- bærri útsetningu. Fleiri lög vom leikin þennan morgun er komu þægi- lega á óvart. Þetta er gott morgunút- varp; eitt og annað, gamalt og nýtt í bland en fyrst og fremst frábær tón- list með góðum listamönnum, yngri sem eldri. Takk fyrir svona tónlist. Rúmban döns- uð af innlifun: Nær tökum á klæddum og komnum á rói. :DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is. Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.