Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 Útlönd Stjórnvöld áttu þátt í varðhaldi blaðamanns Rússneski fréttamaðurinn And- rei Babitskí sagðist í gær fullviss um að stjórnvöld í Moskvu hefðu veriö flækt í mánaðarlanga fanga- vist hans i Tsjetsjeníu. „Ég er sannfærður um að yfir- völd, þar á meðal innanríkisráðu- neytið sem á að vera að hjálpa mér, eru flækt í þetta mál, þessa martröð fyrir fjölskyldu mína sem ég hef upplifað síðustu tvo mánuðina," sagði Babitski í við- tali við NTV-sjónvarpsstöðina í Moskvu. Babitskí, sem flutti fréttir frá Tsjetsjeníu fyrir útvarpsstöð sem fjármögnuð er af bandarískum stjórnvöldum, var handtekinn í janúar þegar rússneskar hersveit- ir sóttu að Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu. Embættismenn sögðu síðar að þeir hefðu látið Babitskí í hendur uppreisnarmanna í skiptum fyrir rússneska fanga. Ekki spurðist til hans í þrjár vik- ur þar til hann birtist í Dagestan í síðustu viku. Schiissel vonar að afsögn Haid- ers létti lífið Wolfgang Schússel Austurríkis- kanslari sagðist í gær gera sér vonir um að af- isstjórn hans líf- ið aðeins auðveldara. Stjórnar- þátttaka Frelsisflokksins varð til þess að .Austurríki var sett í póli- tíska einangrun í Evrópusam- bandinu. Innan Evrópusambandsins þótti mönnum lltið til koma og sama er að segja um viðbrögð Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Þar voru allir sammála um að Haider væri ekki aðalatriðið held- ur hitt hvort Frelsisflokkur hans hafnaði þeirri stefnu skorts á um- burðarlyndi sem hefur einkennt hann. Leiðtogar ESB sögðu að Austuríkismenn yrðu dæmdir af verkum sínum en ekki orðum. „Sem stendur er afstaða okkar óbreytt," sagði Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals sem fer með forystu í ESB þetta miss- erið. Almennings- klósettin vantar Nú er af sem áður var. Þeim sem verður brátt í brók eiga ekki sjö dagana sæla í Bretlandi ætli þeir aö hægja sér á almennings- salernum. Slíkum þarfaþingum hefur fækkað mjög á undanförn- um árum, að sögn talsmanna samtaka almenningssalema. Sú var þó tíðin aö hinn sið- menntaði heimur öfundaði Breta af góðu ástandi almenningssal- ema. Að sögn hefur þriðjungi al- menningssalerna í London verið lokað á síðustu þremur árum. McCain fékk aö kenna á hreinskilninni: Bush sigraði með yfirburðum í nótt George W. Bush sigraði með yfir- burðum í forkosningum Repúblikanaflokksins í þremur ríkj- um í gærkvöld, Virginíu, Was- hington og Norður-Dakóta. Svo virðist sem John McCain, helsti keppinautur hans um að verða for- setaefni repúblikana, hafi mátt gjalda fyrir gagnrýni sína á tvo sjónvarpsklerka, leiðtoga íhalds- samra kristinna Bandaríkjamanna. McCain kallaði þá fordómafulla. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, gerði svo gott sem út af við baráttu Bills Bradleys um útnefn- ingu Demókrataflokksins í forkosn- ingum flokksins í Washingtonríki. Úrslitin þar eru þó ekki bindandi. Miklar efasemdir eru á lofti um að Bradley geti haldið baráttunni áfram. Þeir Bush og Gore eru því vel settir fyrir forkosningamar í rúm- lega tíu ríkjum næstkomandi þriðjudag, þar á meðal í rikjum eins og Kalifomíu, New York og Ohio. Bush fékk 53 prósent atkvæðanna George W. Bush, rfkisstjóri í Texas, var kátur mjög í gærkvöld þegar Ijóst var að hann hafði sigrað keppi- naut sinn í kapphlaupinu um for- setaútnefningu repúblikana með miklum yfirburðum í þremur ríkjum. í Virginíu en McCain 44 prósent. í kjömefndarkosningum í Norður-Da- kóta var sigur Bush enn meiri, 76 prósent gegn 19 prósentum McCains. Vestur í Washington hafði Bush fengið 59 prósent en McCain 38 prósent þegar 72 prósent atkvæð- anna höfðu verið talin. A1 Gore hafði fengið 69 prósent at- kvæða en Bradley 30 prósent þegar nærri þrír fjórðu atkvæða höfðu verið talin í Washington. í harðorðri ræðu í Virginíu á mánudag sakaði McCain klerkana Jerry Falwell og Pat Robertson um skort á umburðarlyndi. Ef tilgang- urinn með því var að ná til sín fylgi þeirra repúblikana sem ekki kalla sig íhaldssama kristna menn hafði McCain ekki erindi sem erfiði. McCain hafði mjög naumt forskot meðal einmitt þess hóps kjósenda, að því er fram kom í útgönguspám. Sigur Bush í gær var kærkominn. Hann er nú búinn að tryggja sér 149 kjörmenn á landsfundi repúblikana en McCain 96 kjörmenn. Kúbverski tónlistarmaöurinn Compay Segundo lætur engan bilbug á sér finna þótt hann sé orðinn 93 ára. Enda maö- urinn löngu oröinn aö þjóösagnapersónu í heimalandinu. Compay reykir vindla eins og góöum Kúbverja sæmir og í gærkvöld söng hann viö setningarathöfn mikillar vindlahátíöar í Havana. Milljón á flótta vegna flóðanna í Mósambík „Ein milljón Mósambíkbúa hefur hrakist frá heimilum sínum vegna flóðanna. Við þökkum fyrir alla hjálp sem við fáum en við þörfn- umst meiri hjálpar. Fólkið er alls- laust,“ sagði Joaquim Chissano, for- seti Mósambík, í morgun. Stór landsvæði eru nú undir vatni og allt hjálparstarf beinist fyrst og fremst að því að flytja burt þá sem hafast við á húsþökum, hæð- um og uppi í trjám. Mikil hætta er talin á farsóttum. Sameinuðu þjóðimar hafa fengið loforð um rúman milljarð islenskra króna frá ýmsum löndum vegna hjálparstarfs í Mósambík næstu sex mánuðina. Stjórnvöld í Mósambík segjast þurfa að minnsta kosti 5 milljarða vegna eyðileggingarinnar af völdum flóðanna undanfarnar þrjár vikur. Að mati margra er Kona meö barn sitt bíöur eftir aö veröa bjargaö úr tré þar sem hún haföi dvaliö þrjá sólarhringa. efnahagsástandið i Mósambík aftur komið á sama stig og það var fyrir 5 til 10 árum vegna flóðanna undan- famar vikur. Yfirvöld í Suður-Afríku og Samb- íu neyddust á mánudaginn til þess að hleypa vatni af yfirfullum uppi- stöðulónum. Nýrrar flóðöldu er að vænta í Mósambík. Björgunarþyrlur með hátölurum fljúga lágt yfir svæðin þar sem víst þykir að flæða muni yfir. Eru ibú- amir hvattir til að flýja svæðið. Að sögn hjálparstarfsmanna vilja margir ekki færa sig um set. Þeir vonast til aö vatnsyfirborðið lækki á ný og eru þess vegna kyrrir við heimili sín. Að minnsta kosti 350 hafa látist af völdum flóðanna undanfarnar vikur. Óttast er að hinir látnu séu miklu fleiri. Stuttar fréttir i>v Létust í sprengjuárás Fimm liðsmenn suður-líbanska hersins, sem er hliðhollur ísrael, biðu bana í morgun þegar öflug sprengja sprakk nálægt jeppa þeirra. Gagnrýna Mandelson Talsmenn Sinn Fein, pólitísks vængs írska lýðveldishersins, IRA, sögðu í gær að Peter Mandelson, ír- landsmálaráð- herra Bret- lands, hefði ekki hugmynd um hvemig blása ætti nýju lífi í friðarferl- ið á N-írlandi. Mandelson hafði hvatt alla máls- aðila til að gera málamiðlanir i því skyni að koma aftur á heima- stjóm á N-írlandi. Grýttu ökumenn til bana Þrír bandarískir táningar, sem búa í bandarískri herstöð í Þýska- landi, hafa viðurkennt að hafa fleygt grjóti niður af göngubrúm á bíl með þeim afleiðingum að tveir ökumenn biðu bana og fimm slös- uðust alvarlega. 300 falla í átökum Um 300 manns hafa látið lífið undanfama tvo daga í átökum í bænum Aba í suðausturhluta Ní- geríu. Kristnir hafa leitað hefnda vegna árása í norðurhluta lands- ins á kristna minnihlutann þar. Hávaðasamur prestur Þegar presturinn í L’Aquila á Italíu tengdi magnara við kirkju- klukkurnar fékk söfnuðurinn nóg og stefndi prestinum. Lögreglan lagði hald á magnarann og prest- urinn var sektaður. Læknirinn áfrýjar Harold Shipman, heimilislækn- irinn sem dæmdur var í síðasta mánuði fyrir morð á 15 sjúk- lingum sinum, ætlar að áfrýja dóminum. Shipman var dæmdur í 15- falt lífstíðar- fangelsi. Talið er að hann beri ábyrgð á dauða um 150 sjúklinga sinna til viðbótar. Setja ísraelum skilyröi Yfirvöld í Sýrlandi sögðu í morgun að hægt væri að taka upp friðarviðræður á ný við ísrael samþykktu yfirvöld þar landa- mæri ríkjanna eins og þau voru fyrir stríðið 1967. Mesti glæpurinn Adolf Eichmann segir í endur- minningum sínum, sem gerðar voru opinberar í gær, að helforin hafi verið mesti glæpurinn í mannkynssögunni. Eichmann rit- aði endurminningarnar í fangelsi áður en hann var hengdur í ísra- el 1962. Hann viðurkenndi þó ekki eigin sök. Gæsluliðar kyrrir Bandaríkin tilkynntu í gær að friðargæsluliöar þeirra í Kosovo yrðu ekki sendir út af svæði sínu til aðstoðar á öðrum svæðum. Liðsflutningar bandarískra gæsluliða til Mitrovica höfðu sætt gagnrýni á Bandaríkjaþingi. Milosevic styrkist Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu segir Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta verða sterkari með hverjum degin- um sem líður, einkum vegna aðstoðar erlend- is frá við að byggja upp land hans. Fulltrú- inn, Jacques Klein, segir að með aðstoðinni hafi Milosevic styrkt öryggissveitir sínar og endur- byggt orkukerfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.