Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 15 DV „Leikur hljódfæraleikaranna var innblásinn og glæsilegur, samspiliö frábært og túlkunin sannfærandi, “ segir Jónas Sen. Tríó Reykjavíkur með Auöi Hafsteinsdóttur í staö Guönýjar Guðmundsdóttur. DV-mynd E.ÓI. Kveinandi tónar Betrich Smetana (1824-1884) er fyrst og fremst þekktur sem óperutónskáld, en hann samdi þó ýmislegt annað bitastætt, þar á meðal kammertónlist. Á tónleikum Tríós Reykjavíkur á sunnudagskvöldið mátti heyra píanótríó í g-moll opus 25 eftir Smet- ana, að mörgu leyti fallegt og dálitið óvana- legt verk. Framvindan er stundum órökrétt og jafnvel klaufaleg, en mikið hugmyndaflug vegur þar upp á móti. Sum stefin eru hríf- andi fögur, stemningin oft grípandi, og í heild er þetta áheyrilegt tónverk. Flutning- urinn var í höndum þeirra Auðar Hafsteins- dóttur flðluleikara, Gunnars Kvaran selló- leikara og Peter Maté píanóleikara, og komust þau ágætlega frá sínu þrátt fyrir smáhnökra hér og þar. Túlkunin var dramatisk og kraftmikil, og var gaman að heyra að Peter Maté lék sterkar en oft áður á tónleikum Tríósins, og kom það mun betur út. Sérstaklega verður líka að geta frammi- stöðu Gunnars, en hann spilaði seinna stef fyrsta þáttarins einstaklega fallega. Næst á dagskrá var píanótríó nr. 1 í g-moll eftir Rachmaninoff (1873-1943), en hann samdi verkið aðeins sautján ára gamall. Þar ber margt fagurt fyrir eyru, þó líta megi á tónsmíðina sem hálfgerða stílæfmgu, enda uppbyggingin afar formúlukennd og fyrirsjá- anleg. Þrátt fyrir það er þetta gott verk, stemningin er tregafull og ávallt ljóðræn, og hápunktamir dramatískir. Þess má geta að hlutverk píanóleikarans er töluvert krefj- smdi, enda var Rachmaninoff einn af mestu píanóleikarum sögunnar og kunni svo sann- arlega að semja fyrir hljóðfæri sitt. Peter Maté spilaði mjög vel, öll hröðu hlaupin voru skýr og hrynjandin hámákvæm. Sömu- leiðis gerðu strengjaleikaramir margt ágæt- lega, samspil þeirra og píanóleikarans var hið prýðilegasta, og í heild var þetta kraft- mikill og glæsilegur flutningur. Síðast á efnisskránni var píanótrió í e-moll opus 67 eftir Shostakovich (1906-1975). Það er samið árið 1944, og líkt og í tónsmíð Rachman- inoffs er andrúmsloftið þungt. Tónlistin byrjar á lágum, kveinandi strengjatónum, og undir spil- ar píanóleikarinn langa, veika og myrka hljóma. Síðan magnast tónlistin upp, og eru margir ærandi hápunktar. Annar þátturinn er bæði háðslegur og tryllingslegur, og krafturinn í lokakaflanum er sömuleiðis yfirgengilegur. Tilvísanir í gyðingatónlist koma fyrir og vinnur Shostakovich af svo miklu andríki úr þeim að manni er stöðugt komið á óvart. Á endanum er maður agndofa yfir snilldinni. Hér var leikur hljóðfæraleikaranna innblásinn og glæsilegur, samspilið frábært og túlkunin svo sannfærandi að maður hefði getað hlustað á allt verkið strax aftur. Jónas Sen Bókmenntir Deilurit um borgarskipulag Bókin Borg og náttúra er stefhuyfirlýsing Trausta Valssonar skipulagsfræðings þar sem hann lýsir hugmyndafræðilegum forsendum viðhorfa sinna til borgarskipulags. Áherslan er á hið víða samhengi; hann tengir borgar- skipulagið við hugsunarform vestrænna manna, aðferðir í vísindum, tæknihyggju og margt annað. í eðli sínu er ritið pólitfskt. Höf- undur talar fyrir ákveðn- um hugmyndum en gegn öðrum. Á hinu víða sviði berst hann gegn vestrænni tvíhyggju og andstæðupörum hennar. Hann að- hyllist kenningar . Jo- hannes Ittens frá Bauhaus um gagn- styrkni, þ.e. að pör geti styrkt hvort annað og skapaö heild sem er sterk- ari en hlutarnir í stað þess að mynda andstæðu. Þessari hugmynd vill hann beita á sviði borgarskipulags. Önnur andstæða sem Trausti ræðir er sundurskurð- araðferðin sem hann telur setja svip sinn á öll vísindi í stað þess að litið sé til samþættingar. Fer hann enn vítt um svið, tengir umræðuna til dæmis gagnrýni á launastefnu Háskóla ís- lands (bls. 19), en meginkenningin er að sund- urskurðarvísindin séu í eðli sinu ekki til þess fallin að efla heildrænan skilning. Meginandstæðurnar sem fengist er við í rit- inu eru þó vél og náttúra. Trausti er gagnrýn- inn á vélræna hugsun nútímans og ýmsar ríkjandi stefnur aldarinnar. Hann er ákafur andstæðingur fúnksjónalism- ans og oft ansi harðorður, kallar t.d. Le Corbusier „einn af hættulegustu hug- myndafræðingum" þessar- ar stefhu (bls. 22). Dregur raunar stíllinn á bókinni oft dám af stíl byltingar- rita. Bókin er annars veg- ar hugmyndafræðileg, hins vegar er fjallað um hagnýt úrlausnar- efni tengd borgar- skipulagi Reykjavik- ur. Trausti er ómyrkur í máli um það sem hann tel- ur að hafi farið úrskeiðis. Meginádeila hans er á skipulag norðurstrandar Reykjavíkur (Sundahafnar og nágrennis) og telur hann að aðskilnaður strandarinnar og íbúðabyggðarinnar séu mesta skipulagsslys í Reykjavík. Honum flnnst að ríkt hafi firring- arskeið í skipulagsmálum Reykjavíkur eftir stríð og rekur mörg dæmi þess. Firringar- skeiðið sést einkum i tengslaleysi borgar og náttúru. Þetta kallar hann „hinn ömurlega heim módemismans" (bls. 56) og Háaleitis- hverfið með blokkum sínum er skýrasta dæm- ið um hann. Til úrbóta nefnir Trausti ýmsar aðferðir til tengslamyndunar, t.d. að skapa heild með hring, að ná jafnvægi með sveigðri línu og að skapa samspil með því að stilla gagnvirkum pörum hvoru upp á móti öðru. Hann sýnir líka ýmis dæmi um hvemig þessum leiöum hefur verið beitt með góðum árangri. Borg og náttúra er gagnleg bók. Hún er líka skemmtileg og fróðleg. Höfundur fer vítt yfir sviðið og reynir að sjá samhengið í skipulag- inu. Fyrir vikið er stundum vaðið á gmnn- sævi í heimspeki, sögu og víðar. En auðvitað er ekki hægt að kafa djúpt í allt í ritgerð sem tekur á hinum stóru línum mannfélagsins. Höfundur talar tæpitungulaust og sumt þykir manni ofsagt. Þó að i bókinni sé tekið á heimspekilegum málefnum er tónninn í henni vart of fræðilegur. Þá flnnst þessum rýni höf- undur stundum fullneikvæður í garð t.d. fjöl- býlishúsa. Ekki er ég heldur sannfærður um aö arkítektúr sé frumorsök vandamála á borð við glæpi, firringu og eiturlyfjaneyslu (sbr. bls. 66) þó að vera megi að tengsl séu á milli. Hvað um það. Þetta deilurit er hressilegt og ögrandi. Ekki er hægt að kvarta yfir því að hina víðu sýn skorti eða að höfundur sé ekki ákveðinn í framsetningu. Enginn sem hefur áhuga á borgarskipulagi getur látið ógert að kynna sér efni þessarar bókar. Ármann Jakobsson Trausti Valsson. Borg og náttúra. - Ekki andstæöur heldur samverkandi eining. Háskólaútgáfan 1999. ___________Menning Umsjón; Silja Aðalsteinsdóttir Munið forsöluna í dag hófst forsala aðgöngumiða á Svanavatnið í flutningi San Francisco-ballettsins undir stjóm Helga Tómassonar. Miðasalan er í Upplýsinga- miðstöð ferðamála, Bankastræti 2, sími 552 8588. Alls verða fimm sýningar á ballettinum; frumsýn- ingin er fóstudaginn 26. maí og er dýrast á hana, tvær sýningar verða 27. maí og aðrar tvær 28. maí. Lækkað miðaverð verður fyrir böm á aðra síðdegissýninguna. Að komu Svanavatnsins standa Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík, menningarborg, og er sérstakt fagnaðarefiii að þessir aðilar skuli í sam- einingu gera Helga Tómassyni kleift að heim- sækja fóðurland sitt með sinn stóra og heims- fræga dansflokk. Fyrsta einkasýning Ólafar Á morgun kl. 17 verður opnuð fyrsta einkasýn- ing Ólafar Bjömsdóttur í Galleríi i8, Ingólfsstræti 8. Ólöf lauk námi frá fjöltæknideild M.H.Í. og hélt síðan til London þar sem hún nam við Goldsmiths-skólann. Þaðan útskrifaðist hún með mastersgráðu sl. haust. Hún hefúr tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum hér heima og erlendis og vakið mikla athygli fyrir verk sín og hefúr fengið umijöllun í virtum listtimaritum eins og Flash Art. Karolyn Hatton skrifar í sýningarskrá um verk Ólafar og segir þar meðal annars: „Með því að hrista upp í væntingunum, brjóta upp það þekkta, mótmæla verkin hástöfum (með hvísli) því hvemig við vitum hlutina. Hún atast í hefð- unum og kitlar þær undir höndunum. Viðleitni, smá kannski og dæmd til að mistakast, en hún sækir afl sitt til að brjóta upp í áhrif augnbliks- ins.“ Stefnumót við íslenska sagnahefð í dag kl. 17 verður opnuð i Þjóðarbókhlöðunni farandsýning þar sem sýnt er hvemig bókin og textinn hafa verið örlagavaldar í sögu íslensku þjóðarinnar. Rakin er þróun prentlistar í landinu og hin lífseiga hefð handritauppskrifta sem hélst allt fram á þessa öld. Sýnd verða tengsl sagnaritunar og nýj- ustu miðlunartækni nútímans og verður margmiðlunarþáttur hluti sýningarinnar. Á opnunardaginn verður sérstaklega sýnt skinn- handrit af Njálu sem Stofiiun Áma Magnússonar lánar, annars em handritin á sýningunni í eigu Landsbókasafns. Sýningin er á vegum Þjóðarbókhlöðu og Landafundanefndar í samvinnu við Reykjavík, menningarborg, og er sú stærsta sem sett hefur verið upp í bókhlöðunni. Hún stendur til 30. apr- íl og er bókhlaðan opin mán.-fim. kl. 8.15-22, fós. til 19, laug. kl. 9-17 og sun. kl. 11-17. Héðan fer sýningin til Library of Congress í Washington DC og svo áfram til Comell-háskóla og þaðan til há- skólans í Manitoba í Winnipeg. Dýrgripir úr kuldanum „ísland kom mest á óvart,“ sagði franska stór- blaðið La Marseillaise um dansstuttmyndina „Örsög- ur úr Reykjavík" sem var sýnd á Hivemales-danshá- tíðinni í Avignon í Suður- Frakklandi í síðustu viku. Myndin var sýnd tvisvar fyrir fúllu húsi og danshöf- undamir, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, sátu fyr- ir svörum eftir þær báðar. Á sömu sýningu var sýnt dansverkið „Maðurinn er alltaf einn“ eftir Ólöfú Ingólfsdóttur i flutningi Islenska dans- flokksins (sjá mynd). í dagblaðinu Le Dauphiné Libéré segir að Reykjavík hafi kynnt fjögur dansverk sem hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Danshöfúnd- ar Örsagna úr Reykjavík em sagðir ungir og efni- legir og fyrirsögn gagnrýninnar, sem einnig á við verk íslenska dansflokksins, er: „Litlir dýrgripir úr kuldanum".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.