Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 9 Fréttir Hærri tölur um látna en nokkru sinni fyrr á fyrstu tveimur mánuðum ársins: látnir og 24 slasaðir slysum helgarinnar „Þessar tölur um látna í umferð- inni eru hærri en nokkru sinni fyrr, bæði hvað varðar fyrstu tvo mánuði ársins, 10 látnir, og frá því í október hafa 14 látist í umferðinni," sagði Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði við DV. Nýliðin helgi tók skelfilegan toll af landsmönnum þar sem þrír létust í slysi á Kjalarnesi á fóstudag, einn við Ólafsvíkurenni og einn fórst í vélsleðaslysi fyrir ofan byggðarkjarn- ann í Súðavík sé mánudagurinn og slys utan vega talinn með. Ekki færri en 24 voru fluttir slasaðir á sjúkra- hús í átta skráðum slysum frá lög- reglu og Neyðarlínu - þar af 13 úr slysinu á Kjalamesi þegar jeppi og rútubifreið rákust gríðarlega harka- lega saman skammt sunnan Hval- fjarðarganganna. 15 ára piltur lést þegar tveir bílar rákust saman við Ólafsvikurenni síð- degis á laugardag. Maður sem var í sama bíl slasaðist en bamshafandi kona úr hinum bílnum var flutt með þyrlu til Reykjavíkur. Um klukku- tíma síöar var einn fluttur á slysa- deild eftir umferðarslys við Malar- höfða í Reykjavík og enn klukku- stund síðar slasaðist einn í bílveltu á Reykjanesbraut. Skömmu eftir kvöld- mat voru tveir fluttir slasaðir af vett- vangi eftir að jeppi og rúta rákust saman í umdæmi Hvolsvallar. Rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins slösuðust þrír í um- ferðarslysi á Kringlumýrarbraut á móts við Nesti. Á mánudaginn vildi síðan svo hörmulega til að maður á sextugs- aldri varð undir vélsleða í Súðavík. Það slys telst reyndar ekki til um- ferðarslysa samkvæmt skráningu Umferðarráðs þar sem það átti sér stað utan vegakerfisins. Vélsleðaslysið er því ekki í framangreindum heildartölum framkvæmdastjóra Umferðarráðs í vetur. Banaslys var það engu að síður. Að síðustu slösuðust tvö börn þegar þau urðu undir snjóhengju sem féll á þau við sveitabæ í Biskupstungum. Byrjun ársins 2000 er verst Frá 1972 hafa Qestir látist í umferð- arslysum í janúar og febrúar árið 2000. Sé litið á fleiri tölur létust 10 í umferðarslysum allt árið 1996 - jafn- margir og létust frá 1. janúar til 27. febrúar 2000. Meðaltal látinna ein- staklinga á árunum 1966-1999 er 24 eða tveir á mánuði. Banaslysum hafði reyndar fækkað umtalsvert miðað við það meðaltal á síðasta ára- tug aldarinnar - 10 árið 1996,12 árið 1994, 15 árið 1997 og 17 árið 1993. 27 létust í umferðarslysum árin 1991 og 1998 en 24 árið 1995. -Ótt Manudagur 28. febr. Súðavík llést í vélsleðaslysl Laugardagur 26. febr. Ólafsvíkurenni 1 lést og 2 slasaðir eftlr bílslys ------- IPÍ Sp m . Föstudagur 25. febr. Kjalames 3 létust og 13 slösuðust í bílslysl Sunnudagur 27. febr. Reykjavík 3 slasaðir eftlr bílslys 26. febr Reykjavík 2 slasaðir eftlr bílslys Laugardagur 26. febr. Hvolsvöllur 2 slasaðlr eftir bílslys ;v,.- Laugardagur' 26. febr. saöir Biskupstungur 2 slasaðlr eftlr snjóflóð Tilboð • Kerti LOWBOY í gleri 98 kr. • Teljós 100 stk. 314 kr. • DAX Alcogel, handspritt 150 ml 94 kr. • DAX lyktareyðir 500 ml m. dælu 394 kr. é • DAX Sjúkrahússpritt 1 lítri 138 kr. Rekstrarvörur - svo jbú gef/'r sinnt þínu Réttarhálsi 2*110 Reykjavlk • Sími 520 6666 • Fax 520 6665 Iðavöllum 3 • 230 Keflavfk • Sími 421 4156 • Fax 421 1059 10% aukaafsláttur af útsöluverði Úlpur - snjóbuxur kuldaskór - íþróttaskór og margt fleira SPAR SP0RT TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI ODYRT - ODYRT - ODYRT S. 511 4747

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.