Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 Viðskipti_______________________________________________________ Umsjón: Viðskiptablaöið Ársreikningar Eimskips: 1.436 milljónir í hagnað - verðmætaaukning Burðaráss 5,6 milljarðar Hagnaður af rekstri Hf. Eim- skipafélags íslands og dótturfélaga þess eftir skatta varð 1.436 milljónir áriö 1999 samanborið við 1.315 miUj- ónir króna árið 1998. Arðsemi eigin fjár var 18%. Samdráttur í tekjum Rekstrartekjur Eimskips og dóttur- félaga þess námu 15.370 milljónum árið 1999 en voru 16.573 milljónir árið áður. Samdráttur frá fyrra ári varð einkum vegna minnkandi umsvifa í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum þar sem þyngst vegur aö Maras Linija Ltd. hætti rekstri á fyrri hluta ársins. Þá leiddi efnahagslægð í Austurlönd- um fjær til samdráttar í flutningum þangað. AUs nam söluhagnaður félagsins 455 milljónum. Þar af nam söluhagn- aður af Skógafossi og Reykjafossi 164 milljónum og söluhagnaður af hluta- bréfum Burðaráss hf. varð 188 millj- ónir. Fjárfest var á árinu fyrir alls 6.442 DV-MYND GVA Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Afkoma Eimskips hefur veriö góö undanfarin ár og hagnaöur hefur veriö stööugur. / fyrra var hann 121 milljón krónum meiri en áriö á undan. milljónir. Annars vegar eru það fjár- 1.379 milljónir, og hins vegar voru festingar í flutningastarfsemi fyrir fjárfestingar Burðaráss hf. í hlutabréf- um fyrir 5.063 milljónir króna. Heildareignir Eimskips og dótturfé- laga hafa aukist um 5.408 miiljónir frá árinu 1998 og voru bókfærðar á 25.275 milljónir i árslok 1999. Heildarskuldir námu 15.562 milljónum og hafa aukist um 3.792 milljónir króna frá árinu 1998. Eigið fé í árslok 1999 nam 9.713 milljónum og eiginfjárhlutfall var 38% Verðmætaaukning Buröaráss 5,6 milljarðar Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í ársbyrjun 9.657 milljónir og keypt hlutabréf að frádregnum seld- um bréfum 1999 var 4.236 milljónir. Ávöxtun hlutabréfaeignar í skráðum félögum 1999 var kr. 5.637 milljónir Markaðsviröi skráðra hlutabréfa Burðaráss þann 31.12.1999 var kr.19.530 milljónir. Þessi hækkun á markaðsverðmæti hlutabréfa kemur ekki fram í rekstrar- og efnahags- reikningi en er sundurliðuð í skýring- um reikningsins. tll Skífunnar. Eftir kaupin á Sjörnubíó hefur Skífan um þriöjung af bíómarkaöinum. Skífan kaupir Stjörnubíó Skífan ehf., sem er í eigu afþrey- ingarsamsteypunnar Norðurljósa hf., hefur fest kaup á öllum hluta- bréfum Stjörnubíós ehf. Kaupin á Stjömubíói nú ásamt opnun á nýju kvikmyndahúsi í Smáranum 1 lok ársins 2001 eru liður í aukningu hlutdeildar Skífunnar á þessum markaði. Við kaupin á Stjömubíói eykst hlutdeild Skífunnar í dreif- ingu kvikmynda til kvikmyndahúsa úr 20% í 32%, miöað við árið 1999. Frjáls fjarskipti hf.: Kæra Íslandssíma Frjáls fjarskipti hf. hafa kært Íslandssíma hf. til Sam- keppnisstofhunar vegna rang- færslna í auglýsingum sem Frjáls fjarskipti segja að ein- vörðungu séu til þess fallnar að kasta ryki í augu fólks. Fyrr í vikunni sendi Lands- simi íslands kröfu um bráða- birgðabann á auglýsingar ís- landssíma. Sú kæra var send tO Fjarskiptastofnunar. Þetta er til marks um þá hörðu samkeppni sem ríkir á fjar- skipamarkaðinum hér á landi. „Frjáls fjarskipti vekja at- hygli á rangfærslum íslands- síma í auglýsingu um verð á sím- tölum til útlanda. Þar er staðhæft að félagið bjóði „símtöl til útlanda Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssíma. / þessari viku hafa bæöi Landssími íslands og Frjáls fjarskipti lagt fram kvörtun vegna Íslandssíma. á allt að 40% lægra verði en nú þekkist". Þetta er rangt. Eftir að ís- landssími birti verðskrá kemiu- í ljós að verð á símtölum hjá Frjálsum fjarskiptum eru lægri í öllum helstu viðskipta- löndum íslands. Frjáls fjar- skipti bjóða þjónustu sína í dag og hafa gert frá áramót- um en Íslandssími getur ekki boðið fólki símtöl til útlanda," segir í upplýsingum frá Frjálsum fjarskiptum." Bent er á að hjá Frjálsum fjarskiptum kostar símtal til Bretlands 23 krónur á mín- útu, sama hvenær sólar- hringsins er hringt, en 31 krónu hjá Landssímanum á dagtaxta og kr. 26.35 á kvöld- — og næturtaxta. Hjá íslands- síma kostar símtalið til Bretlands kr. 28.00 á mínútu á dagtaxta og kr. 26,35 á kvöld- og næturtaxta. Víöa erfitt í flugrekstri - farþegum á viöskiptafarrými tekið aö fjölga hjá Flugleiðum í Mogunkomi FBA í gær segir að í kjölfar afkomu Flugleiða sé áhuga- vert að skoða aðstæður í rekstri flugfélaga en þær séu víða erfíðar um þessar mundir og gengi hluta- bréfa félaga hafi lækkað mikið. í umhverfi lækkandi meðalfargjalda, mikillar afkastagetu í fjármagns- frekri grein með háan fastan kostn- að, sé erfitt að glíma við hækkandi eldneytisverð. „Kostnaðarlega séö virðist helsta leið flugfélaga til skjótrar rekstrar- hagræðingar liggja í möguleikum til lækkunar á sölu og dreifingarkostn- aði með þróun Netsins sem við- skiptavettvangs. Algengt er að þessi kostnaður sé um 17-20% af heildar- kostnaði flugfélaga," segir í Morg- unkomi FBA. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði í samtali við Viðskipta- blaðið í vikunni að hann hefði ver- ið nokkuð ánægöur með milliupp- gjör félagsins en frá þeim tima hafi veriö nokkrar blikur á lofti vegna hækkandi eldsneytisverðs og vax- andi samkeppni og offramboðs á N- Atlantshafsleiðinni. Þrátt fyrir það kvaðst Sigurður ekki verða sáttur fyrr en reksturinn tæki að skila meiru og það sé ljóst að félagið hafi ekki náð þeim markmiðum sem það stefndi að í upphafi árs. Þó megi segja að rekstur Flugleiða stefni í rétta átt miðað við árið á undan, öf- ugt við mörg evrópsku flugfélag- anna. Varðandi fjármagnsliðina segir Sigurður ekki megi gera ráð fyrir að fjármagnsliðir verði jafn hag- stæðir á þessu ári, enda um óvenju- góðan árangur á síðasta ári að ræða. DV Þetta helst Wm HEILDARVIÐSKIPTI 1.721 m.kr. - Spariskírteini 649 m.kr. ! — Hlutabréf 246 m.kr. MEST VIÐSKIPTI i0Flugieiðir 28 m.kr. iQíslandsbanka 24 m.kr. |©Opin kerfi 21 m.kr. ! MESTA HÆKKUN QOIÍS 8,38 % Qísl. hugbúnaöarsjóðurinn 7,66 % QLyfjaverslun íslands 2,82% MESTA LÆKKUN QLoðnuvinnslan 17,20 % QÖssur 3,92% QHaraldur Böðvarsson 3,77% ÚRVALSVÍSITALAN 1.740 stig - Breyting Q -0,29 % Loðnan lækkar gengið Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á loðnuvinnslu lækk- uðu nokkuð mikið í gær. Loðnuvinnslan lækkaði mest en ný- lega sendi félagið neikvæða afkomu- viðvörun en SR-mjöl nlöurstööum. °S Haraldur Böðv- arsson lækkuðu kannað. Markaöurinn bíöur eftir einnig talsvert. Ástæðan gæti verið sú að nú eru deilur milli sjómanna loðnubræðslna um skiptahlutfall sjómanna. Ef sjómenn hafa betur minnkar hagnaður verksmiðja og bréfin lækka. MESTU VIÐSKIPTI 9 síöastlibna 30 daga Q Landsbanki 1.743.841 Q islandsbanki 817.454 Q FBA 768.874 Eimskip 740.760 Flugleiðir 703.199 síöastlibna 30 daga Q ísl. hugb.sjóðurinn 99 % Q Opin kerfi 39 % Q Eskmarkaður Breiðafjaröar 37 % Q Pharmaco 36 % Q Samvinnusj. íslands 32 % %é síöastliöna 30 daga Q Jarðboranir -18% Q Rugleiðir -17% Q Nýherji -16% Q Samvinnuf. Landsýn -14% Q Samherji -13 % ■ Hækkun í Evrópu í Evrópu fóru hlutabréf almennt hækkandi í gær - þó ekki mikið. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjun- um eru á margan hátt tengdir og er hækkunin rakin til væntinga um að bandaríski markaðurinn sé að hækka lítillega eftir nokkra lækkun undanfarnar vikur. Nasdaq-tækni- vísitalan heldur áfram að setja met og var eitt slikt sett í gær. rcmTrin;?:Trrramfi'wiii;í EJÍdow jones 10164,92 00,27% 1 © Inikkei 19933,14 Q 0,66% BIils&p 1381,76 Q 0,19 F ‘NASDAQ 4754,51 00,62% SSftse 6432,10 Q 1,06% r“.DAX 7945,77 02,82% 1 l'CAC 40 6477,55 03,54% ÞidMdÞl 3.3.2000 kl. 9.15 KAUP SALA F J Dollar 73,250 73,630 SSjPiind 115,620 116,210 1*1 Kan. dollar 50,280 50,590 | : nlÍDönak kr. 9,5040 9,5570 n}~iNorsk kr 8,7630 8,8110 g Ssænsk kr. 8,3480 8,3940 ilHHn. mark 11,9028 11,9744 | JÍFra. franki 10,7890 10,8538 1 'lBelg. franki 1,7544 1,7649 j [3 Sviss. franki 44,050 44,2900 QhoII. gyllini 32,1145 32,3075 —,|Þýskt mark 36,1847 36,4021 1«. líra 0,03655 0,0367 LfcjAusL sch. 5,1431 5,1740 jPort. escudo 0,3530 0,3551 futlSpá. peseti 0,4253 0,4279 | • |Jap. yen 0,6799 0,6840 |írskt pund 89,860 90,400 SDR 98,1500 98,7400 Hecu 70,7711 71,196 :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.