Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Page 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MILLGNNIUM subaru '^ACY Kví Keikós opnuð Kví Keikós í Klettsvík var opnuð um níuleytið í morgun í björtu og fal- legu en köldu veðri. Fjöldi gesta var í bátnum Hamri úti á víkinni um það leyti sem opna átti kvína, Barbara Grifíiths, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, og eiginmaður hennar auk innlendra og erlendra sjónvarps- .» manna. Ekkert var gert til þess að reka Keikó úr kvínni og út í víkina en þess beðið að hann tæki sjálfur af skarið. Með opnun kvíarinnar stækkar at- hafnasvæði háhymingsms til mikilla muna en yfírborðsflatarmál Klettsvík- ur er um 8 hektarar. Stórt og mikið net á að tryggja að Keikó sleppi ekki úr víkinni en opnun kvíarinnar er loka- áfangi á leið hans út i frelsi á ný. -ÓG/hlh * Snýr aftur í rokkið í Helgarblaði DV er viðtal við söngvarann Pál Rósinkrans sem gerði garðinn frægan með Jet Black Joe fyrir nokkrum árum en hvarf síðan af sjónarsviðinu um hríð. Hann hyggst nú snúa aftur til rokksins. í blaðinu er forvitnileg úttekt á styrkveitingum tii íslenskra kvik- mynda í 20 ár þar sem reynt er að bera saman fjármagn og aðsókn að kvikmyndum. Menningarheimur samkynhneigðra i Reykjavík er kort- lagður og kemur mörgrnn á óvart. Einnig er viðtal við Hlín Baldvins- dóttur sem er nýkomin heim frá írak eftir tæplega ársdvöl við uppbygging- arstarf á vegum Rauða krossins. Hetja á heimaslóð Kristinn Björnsson brá á leik með krökkunum í barnaskólanum á Ólafsfirði í gær og leiddist hinum ungu Ólafsfirðing- um ekki að leika sér með hetju bæjarins í stórfiskaleik, fótbolta og fiölmörgu öðru sem skíðakappinn tók upp á. Kristinn var á Ólafsfirði til að skrifa undir styrktarsamning við bæjarfélagið. Blönduós: Leikari slasaðist - blindaður af hrútshaus Leikari hjá Leikfélagi Blönduóss slasaðist illa þegar hann datt niður stiga á æfmgu í fyrrakvöld. Þurfti að sauma 15 spor í sköflung hans. Þetta óhapp kemur þó ekki í veg fyrir að leikfélagið frumsýni verkið Frumsýn- ingu eftir Hjörleif Hjartarson í kvöld eins og fyrirhugaða hafði verið. Að sögn Kristínar Guðjónsdóttur, formanns leikfélagsins, varð óhappið með þeim hætti að umræddur leikari, sem leikur ungverskan píanóleikara, er handjámaður við annan leikara og er með hrútshaus á höfðinu. Leikar- inn þarf að fara niður stiga i leik- myndinni og hefur þá lyft upp hrúts- hausnum til að sjá eitthvað. í fyrra- kvöld lyfti hann hausnum hins vegar ekki, sá ekki fótum sínum forráð og þvi fór sem fór. Aðstoðarleikstjórinn tekur að sér hlutverk leikarans, sem mun væntanlega sitja á fremsta bekk með fótinn uppi á skemli. -JSS Seðlabankinn greiddi starfsfólki bónus vegna 2000-vanda: Skúringakonurnar fengu ekkert - Finnur Ingólfsson jákvæður á leiðréttingu „Þetta var ákveðið um áramótin og þá fengu aflir fastir starfsmenn slíka greiðslu fyrst og fremst út af álagi sem tengdist 2000-vandanum - sem ekki varð,“ segir Finnur Ing- ólfsson seðlabankastjóri um 20 þús- und króna bónusgreiðslu til allra starfsmanna Seðlabankans - nema til þeirra sem sjá um að halda bank- anum þrifalegum, skúringakvenn- anna. Um er að ræða tíu til tólf konur og snýst málið því um 200 til 240 þúsund króna aukaútgjöld fyrir bankann - á að giska vikulaun seðlabankastjóra. Spígsporandi sérfræöingar „Þetta var orðað þannig að þetta ætti aðeins við um fastráðna starfs- menn en skúringakonumar eru í hlutastarfí. En málið er i skoðun og . ,,, UV-IVIII' Rnnur Ingolfsson: „Greiðslan fyrst og fremst út af álagi sem tengdist 2000-vandanum - sem ekki varð. “ Vestur-Skaftafellssýsla: Rafmagni komið á í nótt - tugir björgunarsveitarmanna hjálpuðu til Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við afisinguna. Rafmagnslaust var í Mýrdal og austan Mýrdalssands í gær. I óveðr- inu i fyrrinótt hlóðst mikil ísing á raf- magnslínur sem sliguðu þær, slitu og brutu staurastæður. Á annan tug við- gerðarmanna frá RARIK voru að störfum fram á nótt, auk fjölda björg- unarsveitarmanna sem hjálpuðu til, meðal annars við að berja ísingu af línum. ísingin á línunum var geysi- þykk, allt upp í tugi sentimetra. Mýrdælskir mjólkurbændur og kollegar þeirra austan Mýrdalssands eru flestallir viðbúnir rafmagnsleys- inu og eiga vararafstöðvar til að grípa til á svona neyðarstundum. Það er líka mikið í húfi því ef ekki er hægt að mjólka kýmar, er það fljótt að segja til sín í heilbrigði kúnna. íbúar í Vík nutu þó ljósa og yls frá varaaflsstöð í þorpinu. Hún er þó ekki nógu stór til að geta samhliða séð dreifbýlinu fyrir rafmagni þegar aðflutningslínumar slitna eins og í fyrrinótt. Loftlín- ur era ef til vill ekki hent- ugasta flutningsleið raf- magns á þessum slóðum þar sem andstæður í veðr- inu era miklar og veður- hamurinn oft ofsafenginn. Það er algengt að raf- magnslínur slitni þar og stór svæði verði án raf- magns um tíma. í fyrra- vetur brotnuðu margir staurar undir Eyjafíöllum í fárviðri. Um jólin 1998 slitnuðu rafmagnslínur i Skaftártungu vegna ísing- ar. Og fyrir fimm áram slitnuðu lín- ur og staurar brotnuðu i Mýrdal og á Mýrdalssandi vegna ísingar. NH. verður litið á það með jákvæðu hug- arfari og það hefur ekkert verið úti- lokað i þeim efnum,“ segir Finnur um beiðni skúringakvennanna um leiðréttingu. Seðlabankastjórinn segir skúringakonumar hafa rætt við sig um málið síðast fyrir viku og ítrekar að umleitan þeirra hafi síð- ur en svo verið hafnað þó ákvörðun hafí enn ekki verið tekin. Allir starfsmenn bankans, að ræstitæknunum frátöldum, eru í 70% starfi eða meira hjá bankanum og fékk hver þeirra 20 þúsund króna bónusgreiðslu án tillits til starfs- hlutfalls. Skúringakonumar vinna hins vegar allar tiltölulega fáa tíma í bankanum dag hvem og vora af þeirri ástæðu skildar eftir úti í kuldanum. Sjálfar munu þær telja að hafi eitthvert starfsfólk bankans orðið fyrir óþægindum og aukinni vinnu vegna 2000-vandans þá hafi það einmitt verið skúringakonurn- ar vegna stöðugs ágangs spígspor- andi tölvusérfræðinga um alla ganga og sali bankans. -GAR brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstaerðir 16 leturstillingar prentar í 10 línur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport l—1 Skipholti 50 d *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.