Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 2
2
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
fréttir
Keikó synti úr kví sinni í Klettsvík:
Fullt frelsi í sumar
Háhyrningurinn Keikó brá sér í
fyrsta skipti út úr kví sinni í
Klettsvík í Vestmannaeyjum um
hálfellefuleytiö í gærmorgun. Suð-
urendi kvíarinnar hafði verið opn-
aður nokkru áður en Keikó var
ekki alveg á því að yfirgefa kvína
þar sem hann hefur verið frá 10.
september 1998. Var það ekki fyrr
en þjálfararnir lokkuðu hann út
fyrir að hann lét tilleiðast. Eftir
stutta rannsókn á stærra umráða-
svæði synti Keikó síðan inn í kvína
á ný.
Fyrr í vetur var tæplega 300
metra langt net strengt úr Heima-
kletti í Ystaklett og girti það af
innsta hluta Klettsvíkur. Kvíin sem
Keikó hefur verið í er nálægt því
að vera hálfur hektari að flatarmáli
DV-MYND OMAR
Keikó brá sér út fyrir kví sína í fyrsta sinn í gær.
Þjálfarar Keikós uróu að lokka hann út en eftir stutta stund synti háhyrning-
urinn aftur í kvína.
en innan við netið er flatarmálið
átta hektarar þannig að Keikó fær
16 sinnum stærra svæði og meira
dýpi til að athafna sig.
I gær var stigið stórt skref að því
markmiði Ocean Future að sleppan
Keikó út i sitt náttúrlega umhverfi
í Norður-Atlantshafi. Siðustu áætl-
anir miðast við að honum verði
sleppt í sumar á tímabilinu maí til
september. Þá eru frændur hans í
stórum hópum við Vestmannaeyjar
og taki þeir honum vei verður
Keikó frjáls um eða eftir mitt þetta
ár.
Talsverður hópur fréttamanna
ásamt bandaríska sendiherranum,
Barböru Griffiths, og David, manni
hennar, fylgdist með þegar Keikó
fékk aukið frelsi. -ÓG
10 útilegukindur frá Sólheimum:
Atu það sem uti fraus
- voru þó sæmilega haldnar er þær skiluðu sér til bæja eftir harða útivist
Tómas ísleifsson, bóndi á Ytri-
Sólheimum, ofan Sólheimasands á
Suðurlandi, heimti 10 útigangskind-
ur í hús fyrir skömmu. Mun féð
hafa verið þokkalega haldið þrátt
fyrir harða útivist.
Öðru hvoru heyrast fregnir af
einstaka kindum sem hafa orðið
viðskila í haustsmölun. Jafnvel að
þær hafi haldið til á fjöllum vetrar-
langt. Hins vegar hlýtur það að telj-
ast til tíðinda að bændur heimti 10
kindur á einu bretti heilar á húfi
eftir útigöngu í jarðbönnum og
snjóatíð eins og nú er. Slíkt gerðist
þó fyrir skömmu undir Mýr-
dalsjökli, er tíu kindur komu heim
að Sólheimabæjum eftir útivist í all-
an vetur.
Virðist þetta vera nokkurt feimn-
ismál í sveitinni og vildi fólk lítt tjá
sig um málið við blaðamann. Tómas
Isleifsson, bóndi og eigandi fjárins,
sagði þó í samtali við DV að kind-
urnar hefðu gengið úti frá því í
haust. Hefðu þær hafst við í gili við
Ból og trúlega leitað skjóls í gilinu
vegna veðurs. Þar var hins vegar
orðið lítið fyrir þær að bíta og
brenna. Þrátt fyrir að hafa átt fáa
aðra úrkosti en að éta það sem úti
fraus, þá virtist féð hafa verið í
furðugóðu ástandi þegar það skilaði
sér til bæja fyrir um tveim vikum.
Tómas var annars fremur fámáll
um þessi mál, en samsinnti að frem-
ur óvenjulegt væri að svo margar
kindur væru á útgangi mánuðum
saman i vetrarríki eins og nú er.
-HKr.
Ökuþjálfun.
Rúta frá Borgarnesi ók á lögreglubíl frá Selfossi í Reykjavík skömmu eftir hádegi í gær. Lögregluskólinn hafði fengið
lögreglubílinn aö láni hjá lögreglunni á Selfossi til ökuþjálfunar lögreglunema. Við áreksturinn þeyttist lögreglubílinn út
af veginum en engan sakaði.
Mikið um dýrðir eftir setningu búnaðarþings við Hótel Sögu á morgun:
Ríðandi nefndarmenn
afhenda tillögur
- landslið hestamanna stendur heiðursvörð með fáka og fána
Vísir.is:
Ljósmynda-
samkeppni
um Heklugos
Vísir.is, Vífilfell og Bræðurnir
Ormsþon efna nú til samkeppni
| um bestu ljósmyndina tengda
Heklugosinu sem hófst 26. febrú-
ar síðastliðinn. Dómnefnd velur
þær myndir sem birtast á Vísi.is
; og mun hún, ásamt lesendum
Vísis.is, velja bestu myndirnar.
Keppnin er eingöngu ætluð
áhugamönnum.
Vegleg verðlaun eru í boði, 1.
verðlaun eru Olympus c 830
I myndavél að verðmæti 39.900
: krónur, 2. verðlaun Olympus
iZOOM-75 myndavél að verð-
I mæti 29.900 og 3. verðlaun eru
Olympus MJU-2 myndavél að
verðmæti 15.900. Einnig eru veitt
verðlaun fyrir sérstökustu
myndina, 12 kassar af kóki í
gleri.
Skilafrestur er til 9. mars en
valdar myndir verða settar inn á
| vefinn um leið og þær berast. At-
kvæðagreiðsla lesenda mun
| standa til 15. mars og verður nið-
urstaðan kynnt á Vísi.is föstu-
daginn 17. mars. Dómnefnd
skipa Gunnar V. Andrésson ljós-
myndari, Einar Ólason ljós-
myndari og Eiríkur. Hjálmars-
son, ritstjóri Vísis.is. Senda má
inn myndir, hvort heldur sem
þær eru framkallaðar á pappir
eða sem tölvuskjöl. Prentaðar
myndir skal senda á heimilis-
j fangið: Vísir.is - Hekla 2000,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
Tölvuskjöl skal senda á netfang-
ið; Hekla2000@ff.is. -hlh
Mikið verður um dýrðir að lok-
inni setningu búnaðarþings á Hótel
Sögu á morgun. Þá mun landslið
hestamanna standa heiðursvörð
með fáka sína við anddyri Súlnasal-
ar meðan forsætisráðherra og land-
búnaðarráðherra verða afhentar til-
lögur nefndar um hlutverk ís-
lenskra hesta og hestamanna við op-
inberar móttökur í samræmi við
ályktun Alþingis frá 10. mars 1999.
Að sögn Hákonar Sigurgrímsson-
ar, deildarstjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu, er stefnt að því að Hjálmar
Árnason, alþingismaður og formað-
ur nefndarinnar, komi riðandi á
staðinn við a.m.k. þriðja mann, ef
allt gengur eftir sem stefnt er að.
Mun hann lesa upp tillögumar og
afhenda Guðna Ágústssyni landbún-
aðarráðherra og Davíð Oddssyni
forsætisráðherra þær að því búnu.
Hákon sagði að athöfnin myndi
hefjast um kl. 16.15. Hestar landsliðs-
ins yrðu keyrðir að Þjóðarbókhlöð-
unni, en síðan myndu 10-12 lands-
liðsmenn ríða þaðan að Hótel Sögu,
þar sem þeir tækju sér stöðu, ein-
kennisklæddir og með íslenska fána.
Hákon sagði að upphaflega hefði
átt að hafa athöfnina úti á Haga-
torgi. En þar væri nú flughált og ef
rigndi gæti verið beinlinis hættu-
legt að fara með fólk þangað. Því
hefði verið horfið frá þeirri hug-
mynd. -JSS
stuttar fréttir
Sameining
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra undirritaði í gær
reglugerð um
sameiningu Ríkis-
spítala og Sjúkra-
húss Reykjavík-
ur. Nafn nýja
sjúkrahússins er
Landspítali, há-
skólasjúkrahús og
var það nafn valið eftir vandlega
skoöun sérstakrar nefndar sem
j fór yfir fjölda hugmynda sem
fram höfðu komið um nýtt nafn.
Óbreyttur kvóti
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
; ákveðið að loðnukvótinn verði
ekki aukinn. Byggist sú ákvörð-
un á nýlegum mælingum Haf-
rannsóknastofnunarinnar fyrir
IVesturlandi. Loðnukvótinn í ár
er 891.500 lestir.
Þegir
Hrafn Sigurðsson, fyrrum fjár-
málastjóri Þjóðminjasafnsins,
segist hafa tekið þá ákvörðun að
Isegja ekki orð um ástandið á
Þjóðminjasafninu á meðan deil-
urnar þar eru ekki til lykta leidd-
ar. Sjálfur bíður þjóðminjavörð-
ur eftir því að formaður þjóð-
minjaráðs boði til fundar og
kynni þar greiningu mennta-
málaráðuneytisins á vandanum.
Sænsk verðlaun
Sænsk - islensku menningar-
verðlaunin hafa fallið rithöfund-
inum Einari
Braga í skaut.
Hlýtur Einar
Bragi verð-
launin fyrir að
hafa stuðlað að
því aö færa
sænskar bók-
: menntir nær
íslendingum meðal annars með
því að þýða öll verk Strindbergs
af sænsku yfir á íslensku. Verð-
launaupphæðin nemur 25 þús-
und sænskum krónum.
Sjatnar í Ölfusá
Mjög hefur sjatnað í Ölfusá en
vatnsyfirborð árinnar var Qórum
metrum yfir því sem venjulegt er
í fyrradag.
Hekla enn að
Miklar sprengingar voru í
þeim gíg Heklu sem enn gýs í
gær. Ferðamenn á staðnum
sögðu að jörðin hefði titrað við
ósköpin.
-
Rækta krækling
Ráðgert er að hefja umfangs-
mikla ræktun á kræklingi í Eyja-
firði og er stefnt að því að rækt-
unin hefjist í ágúst.
Heimabakað
Stefnt er að því að bjóða upp á
heimabakað altarisbrauð á
kristnitökuhátíð á Þingvöllum í
sumar. Af því tilefni verður efnt
til bakstursnámskeiða i öllum
prófastsdæmum landsins. Dagur
greindi frá.
■
Féll úr skíðalyftu
Starfsmaður Húsavíkurbæjar
féll í gær 6 metra ofan af skíða-
lyftu sem hann var að gera við á
skíðasvæði bæjarins. Lenti mað-
urinn á harðri fónn og var flutt-
ur á sjúkrahús. Líðan hans er eft-
ir atvikum.
VIII byggja
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hefur sótt um að fá að
byggja sér ein-
býlishús á einni
' hæð við Fáfnis-
nes í Skerja-
firði. Hann og
{fjölskylda hans
hafa búið í ein-
, býlishúsi á
tveimur hæðum
við Lynghaga í Reykjavík um
langt árabil.- ELR