Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 JLlV ifréttir Formannskosning Samfylkingar: Stend ekki jafnfætis - segir Jóhanna Sigurðardóttir sem enn íhugar formannsframboð „Ég held að það geti orðið nokkuð sérkennileg niðurstaða ef kosningin fer í tvær umferðir," segir Jóhanna Sigurðardóttir um væntanlegt for- mannskjör Samfylkingarinnar í vor. „Annars vegar er um ræða beint lýðræði þar sem allir félagar fá að taka þátt en hins vegar, ef önnur umferð fer fram á stofnfundinum sjálfum, er það allt annar hópur sem kýs formann. Ég held að það stöðu um hugsanlegt formannsfram- boð. „Ég er ekki komin að neinni nið- urstöðu en þetta gerir mér erfiðara fyrir þannig að ég stend ekki jafn- fætis þeim sem koma úr A-flokkun- um. Það væri meira jafnræði ef það væru tvær umferðir og allir félag- arnir fengju að taka þátt í þeim báð- um,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. -GAR Fjölmennt lið heldur Hellisheiði opinni Leðurblak- an drapst „Við reyndum að gefa henni epli og banana í nótt en það dugði ekki til og hún var dauð í morgun. Hugs- anlega var hún skordýraæta en það hefði verið erfltt að veiða flugur handa henni á þessum tíma. Helst þarf að fylgja þessum aðkomudýr- um læknisvottorð en því miður hafði leðurblakan ekki eitt slíkt upp á vasann," sagði Þorvaldur Þór Björnsson hjá Náttúrufræðistofnun íslands i samtali við DV í gærdag. Þorvaldur sagði fréttina um heimsókn leðurblökunnar til lands- ins hafa vakið mikla athygli og sím- inn hefði ekki stoppað í gærdag. Leðurblakan verður send utan til greiningar en henni er haldið fros- inni á Náttúrufræðistofnuninni. Vænghaf hennar er 30 sm, sem er frekar litið, en þess má geta að ein uppstoppuö ávaxtaleðurblaka er á stofnuninni og er vænghaf hennar um 150 sm. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Vegagerðinni við að halda op- inni leiðinni yfir Hellisheiði það sem af er vetri. Bjarni Stefánsson, umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni á Reykjanesi, segir að á álagspunkt- um þegar mest hafi verið að gera á Heiðinni, eins og til dæmis síðast- liðna þriðjudagsnótt, hafi milli 10 og 15 manns unnið í snjómokstri á 7-8 vinnuvélum á vöktum. Alla daga sé reynt að halda leiðinni opinni yflr daginn, að öllu jöfnu sé ekki unnið á nóttunni. Bjarni sagði að kostnað- artölur lægju ekki fyrir en ljóst væri að veturinn yrði þungur í skauti sakir útgjalda vegna snjó- moksturs. DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Allt er gert til að halda Hellisheiöi opinni Þessi jarðýta var að ýta snjó frá veginum á Sandskeiði. íbúar við Goðaland: Pöntuðu snjómokstur sjálfir íbúar viö Goðaland í Fossvogi gripu til eigin ráða og pöntuðu snjó- mokstur hjá einkafyrirtæki í stað þess að bíða eftir snjómoksturs- mönnum Reykjavíkurborgar: „Þetta voru orðnir stórhættulegir ruðningar héma og börnin komust vart í skóla. Við pöntuðum því menn á gröfu og þeir mokuðu þetta mjög vel fyrir okkur,“ sagði Tómas Bjarnason, íbúi við Goðaland. „Gröfumennirnir gengu svo í hús við götuna og rukkuðu fyrir mokst- urinn. Ég greiddi þeim 1500 krónur fyrir verkið og geri ráð fyrir að ná- grannar mínir hafi gert það sama. Þetta margborgaði sig og nú er hrein unun að líta yfir götuna og allt annað og betra líf fyrir okkur íbúana," sagði Tómas. -EIR Umsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorneff.is yrt hafa fréttatíma idanfarna daga hafa heyrt kunnuglega rödd. Hún tilheyrir Heimir Má Péturs- syni, fyrrum fram- kvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins. Heimir var víst kominn upp á Stöð 2 fyrir nokkru og sýslaði þar við ann- að en fréttir. En skyndilega upp- götvuðu ráðamenn þar á bæ að það vantaði einn fréttamann. Og þar sem Heimir gekk um gangana var hann sjanghæjaður í fréttamanns- starf, enda ekki ókunngur slíkum verkum. Sagan segir að yfirmönn- um hafi þó ekki þótt viðeigandi að setja Heimi strax í fréttir sem tengdust pólitík á neinn hátt. Nútíma-Geiri Launakjör hjá Fjárfestingar- banka atvinnulífsins eru lífseigt umræðuefni. Ágúst Einarsson gerir launakjörin að um- ræðuefni á vefsíðu sinni. Þar segir hann að ekki sé . hægt að jafna sam- an skipstjóralaun- um og launum bankastjóra sem búa mætri sérfræðiþekkingu og að rangt sé að jafna laun niður á við. „Verðmætaaukning FBA eftir einkavæðinguna er vegna þess að hluthafar eru að fjárfesta í Bjarna Ármannssyni og starfsfólki hans. Bjarni Ármannsson er aflaskip- stjóri nútímans, nútíma Binni í Gröf og Ásgeir á Guðbjörginni," segir Ágúst. Ekkert bingó í sjónvarpsþættinum Vélinni er farin hringferð um menningar- og skemmtanalíf liðinn- ar helgar þar sem áhorfendur fá að kíkja inn á opnanir sýninga og slíkar uppákomur, lenda á balli þar sem hálf- fullt fólk tjúttar svo ekki sé minnst á nektarbúllurnar. Kor- mákur Geirharðsson, Kommi, annar stjórnandi þáttarins, tekur sig prýðilega út í því hlutverki, aufúsugestur og hvers manns hug- ljúfi hvar sem hann kemur. Hins vegar brá svo við að þegar Kommi ætlaði áð heimsækja bingókvöld í Vinabæ, gamla Tónabíói, voru myndatökur stranglega bannaðar og þeim sjónvarpsmönnum meinuð innganga með þjósti. Fannst sum- um það skjóta skökku við og spyrja eðlilega hvað bingófólk hafi að fela... Vedrið í kvöld Rigning sunnanlands Suðlæg og síöar suðvestlæg átt, víöa allhvasst. Dálítil snjókoma. Dálítil él falla aö deginum noröanlands og austan, en rigning á láglendi sunnanlands og vestan. Hlýnandi veöur og hiti 4-7 stig síödegis. A morgun fer hitinn síöan að síga niöur á viö aftur og kólnar rólega um allt land. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.57 18.38 Sólarupprás á morgun 08.20 08.03 Síödegisflóö 18.00 22.33 Ardegisflóð á morgun 06.15 10.48 Skýringar á veöurtáknum j^VINDATT 10°4_HITI “1 -10° N-vindstyrkur I metrum á sekúndu *VR0ST HEIÐSKÝRT Í > £3 ö IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAO <r y : «44 Q © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Ö 4* ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA gaBBgsi------------------------------ Skaplegt skíöaveöur Útlit er fyrir skaplegt veöur og jafnvel gott á skíöasvæöum landsmanna um helgina. í Bláfjöllum er mikill snjór og skíöafæri gott. í Tungudal viö ísafjörð er nægur snjór og gott færi. í Hlíðarfjalli viö Akureyri er mikill snjór, færi gott og flórar lyftur í gangi. I Skíöamiöstöö Austurlands í Oddsskaröi er frábært skíðafæri og horfur góöar um helgina. Þar er flott "BUFF' fyrir brettafólk eins og þeir segja fyrir austan. Suðvestan og vestanátt um mestallt land Skúrir eöa slydduél um vestanvert landiö, en úrkomulítið austanlands. Síöla dags snýst vindur til norðurs meö kólnandi veöri. Hiti 0 til 6 stig aö deginum, en frystir um kvöldiö. Manudagi Vindur: 10-13 s. Þriöjud B. Míðvikud, Vsndur: 5-10 O' Hrfci -12* m Vindur: 5-10 m/i Hiti -2* til -12* r o Noröan- og noröaustanátt um land allt, víöast 10-13 m/s. Él noröanlands, en úrkomulaust syöra. Frost 2 tll 10 stlg. Fremur hægur austlægur vlndur veröur á landinu. Dálítil él viö suöur- og austurströndlna, en annars úrkomulaust. Frost 2 til 12 stig. Fremur hægur austlægur vindur. Dálitll él vlö suöur- og austurströndina, en annars úrkomulaust. Frost 2 tll 12 stlg. Veðriö á hádegi í gær AKUREYRI Snjóél -7 AKURNES Léttskýjaö -5 BOLUNGARVÍK Snjóél -8 EGILSSTAÐIR -8 KIRKJUBÆJARKL. Léttskýjaö -6 RAUFARHÖFN Snjóél -8 REYKJAVÍK Skýjaö -4 STÓRHÖFÐI Skýjaö -4 STYKKISHÓLMUR Skýjaö -5 BRUSSEL Rigning 6 HELSINKI Snjókoma 0 KAUPMANNAHÖFN Úrkoma 5 OSLÓ Skýjaö 2 ST0KKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN Hálfskýjaö -2 ALGARVE Heiöskírt 19 AMSTERDAM Léttskýjaö 8 BARCELONA Heiöskírt 15 BERLÍN Rigning 10 BOSTON Hálfskýjaö 2 DUBLIN Skýjaö 7 FRANKFURT Alskýjaö 8 HAUFAX Slydda 0 HAMBORG Skýjað 7 LONDON Léttskýjaö 9 LOS ANGELES Alskýjað 13 LÚXEMBORG Rigning 6 MADRID Heiöskfrt 14 MALLORCA Léttskýjaö 16 NARSSARSSUAQ Alskýjaö -6 NEW YORK Léttskýjaö 2 ORLANDO Þokumóöa 16 PARÍS Rigning 10 SEATTLE Þokumóöa 7 VÍN Skýjaö 9 WASHINGTON Heiöskírt 1 WINNIPEG Léttskýjaö 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.