Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 13
13 "V LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 13 Kapteinn sleðans sat sem fastast en hinir tveir skutust sinn í hvort húsið. Skömmu síöar komu þeir hálfhlaupandi meö fötur. Annar bar fötuna á öxlinni en hinn hélt henni í hendinni. Þeir helltu síöan úr fötunum í tank sleöans og aftur var brunaö af stað og inn í næstu hús. DV-mynd rt Hugsað á fötunni „Þetta er ekkert mál. Það þarf bara að kljúfa múrinn og láta vaða,“ sagði heimamaðurinn í hinu afskekkta þorpi á austurströnd Grænlands. Gesturinn var illa haldinn af þeirri þörf sem hvert einasta mannsbam þarf nær daglega að sinna. Hann þurfti nefnilega að hægja sér eins og það heitir á skárra máli. Vandinn var bara sá að nútímagræjur sem sjá um að skvera út voru ekki til og fata nokkur tók við því sem til féll. f þessu þijú hundruð manna þorpi var aðeins eitt vatnsklósett og það var i frystihúsinu, um kílómetra utan alfaraleiðar. Farartæki voru tveir jafnfljótir eða hundasleði þar sem nokkum fyrirvara þurfti til að beita hundum fyrir sleðann og kom- ast leiðar sinnar. Það gat því verið varasamt að ætla sér að fara bæjar- leið til þess eins að fara á salemi. Gesturinn, sem hafði notið þess lung- ann úr ævinni að sitja á Gustavs- berg, Villeroy og Boch-salemum eða öðrum sem jafhvel vom enn full- komnari herti upp hugann. Hann opnaði varfæmislega klefann sem hafði að geyma tæki sem á íslandi kallast kamar. Herpingur Útbúnaðurinn sem fyrir augu bar var sakleysislegur og virtist ekki lík- legur til að valda sérstöku áfalli. Þama var klósettseta í brúnum lit, þeim sama og var í tísku á Íslandí í kringum 1980. Snyrtimennskan var allsráðandi og ókunnugur hafði ekki ástæðu til annars en að ætla að þama væri um hefðbundið salemi að ræða með þar til gerðu niðurfalli og frárennsli. Væmin, torkennileg lykt lá í loftinu og gesturinn skáskaut sér inn í klefann með tilheyrandi herp- ing i maganum sem ýtti enn frekar undir þörf þess að létta á sér. Ákveð- irrn og í knýjandi þörf lyfti hann set- unni. Þá gerði hann mistök. I stað þess að snúa baki við útbúnaðinum og setjast í öndvegið og hefja losun þá leit hann'ofan í tækið. Þrátt fyrir að hann vissi af afspum hver tæknileg útfærsla salemisins var brá honum svo mikið að þörfm til að setjast hvarf. Þetta var það svæsnasta sem hann hafði séð síðan á bindindishá- tíðinni í Húsafelli á sjöunda áratugn- um þar sem tugir þúsunda manna og kvenna hægðu sér í sömu gryfjuna og ungur maður varð fyrir þeirri ógæfú i mannraun sinni að missa veski, þrútið af seðlum, ofan í haug- inn. Sami litur og á setunni var alls- ráðandi þar sem opnað var en óskap- legur fnykur barst upp úr sirka 30 lítra fati sem markaði upphaf og endi klóaklagnar hússins. Munurinn á saleminu og Húsafellskömrunum var sá einn að fallhæðin í Húsafelli var um 3 metrar en þama var ná- lægðin óskapleg. Innan um lifrænar afurðir glitti í dömubindi með vængj- um. Miðað við þörfma sýndist hon- um sem í sjónhendingu að borð fót- unnar leyfði ekki umfangsmikla los- un. Það þyrmdi yfir gestinn. „Shit,“ hugsaði hann með sér og skellti set- unni á og bakkaði hratt út úr klefan- um. Þörfm til að setjast var horfin en í stað þess fann hann þörf til að hafa endaskipti og kasta upp. Hann hálf- hljóp út á hlað og teygaði í sig frost- tært grænlenskt loftið eins og hann ætti lífið að leysa. Eftir nokkra stund hægðist um. Að baki hans hló gest- gjafinn og sagði að mörgum þeirra sem ættu að venjast hátækni hinna vestrænu samfélaga reyndist erfitt að venjast frumstæðum útbúnaðinum. Aðkomumaðurinn vakti athygli hans á því að ekki væri vogandi að bæta enn frekar á fötuna þar sem í það stelhdi að út úr flæddi. Syngjandi tríó Þar sem gestur og gestgjafi stóðu á hlaðinu bar fýrir augu vélsleða sem skaust á milli húsa með kerru í eftir- dragi. Á kerrunni var tankur sem á að giska gat innbyrt 200 til 300 lítra. Sleðann sátu þrir menn með andlits- grímur og sungu eitthvað sem gat verið sambland af Guns and Roses, Skítamóral og grænlensku ættjarðar- lagi. Það mátti öllum vera ljóst að mönnunum leiddist ekki lífið og tO- veran þar sem þeir óku greitt með tankinn ógurlega í eftirdragi. „Þetta er allt í sómanum. Það er losunardag- ur og þeir koma á eftir og tæma fót- una. Þú verður bara að halda í þér þangað tU,“ sagði heimamaðurinn við gestinn. Sá gestkomandi horfði í nokkurri undrun á þessa áhöfn sem stöðvaði nú farartækið framcm við hús í grenndinni. Kapteinn sleðans sat sem fastast en hinir tveir skutust sinn í hvort húsið. Skömmu síðar komu þeir hálfhlaupandi með fötur. Annar bar fótuna á öxlinni en hinn hélt henni í hendinni. Þeir heUtu síð- an úr fötunum í tank sleðans og aft- ur var bnmað af stað og inn i næstu hús. „Þetta eru bæjarstarfsmennimir sem sinna einum mikUvægasta þætt- inum hér. Tvo daga í viku hreinsa þeir ruslið en í þrjá daga vinna þeir að því að tæma kamra okkar þorps- búa,“ sagði heimamaðurinn og bætti við að utanáliggjandi hamingja þeirra væri sprottin af þeirri vissu að verk þeirra væru þjóðþrifaverk sem ekki gætu niður fallið. Sleðinn var enn lagður af stað með tankinn og puðaði upp bratta brekku. Tríóið sat í réttri virðingar- röð raulandi á sleðanum og á eftir fylgdi nokkrn- hópur bama. Þau vom áberandi smekklega tU fara og væri að gáð mátti greina á fötum þeirra tískumerki á borð við Nike, Adidas og Puma. Það mátti ljóst vera að þessi böm hefðu ekki skorið sig úr hópi bama annars staðar á jarðkúl- unni. Tvö Nike-barnanna héngu aft- an í sleðanum þar sem hann hikstaði upp brekkuna. Augljóst var að um of- hleðslu var að ræða og fljótandi farm- Reynir Traustason urinn slóst tU og frá í tankinum. Gusur gengu aftan úr tanki sleðans og yfir bömin sem hlógu og skríktu í leik sínum. Slettur settust á merkja- fótin en börnin létu sér hvergi bregða. Tríóið á sleðanum var hætt að syngja og áhyggjusvipur var kom- inn á áður glaðbeitt andlitin. Það var ekki að ástæðulausu því áður en sleð- inn komst upp á brekkubrún gafst hann upp og stöðvaðist. Aftari hluti áhafnarinnar stökk af baki og Nike- bömin áttu fótum fjör að launa þar sem kerran byijaði að renna niður brekkuna með sleðann í eftirdragi. Tugir sleðahunda sem bundnir voru hist og her í grenndinni geltu og góluðu í einni samfelldri sin- fóníu. Betur fór en á horföist og börn og tríó sluppu með skrekkinn þar sem sleðinn stöðvaðist á jafn- sléttu. Eftir nokkrar árangurslaus- ar atrennur við brekkuna, þar sem tvímenningarnir reyndu að ýta, var farin einfaldari leið og hreins- unardeildin á sleðanum komst fram á klettasnös þar sem gums- inu var sturtað í hafið. Aukinn þrýstingur Sá þurfandi fann nú að þrýstingur jókst smám saman. Þörfin til að svara kalli náttúrunnar með fótuna sem millilið kom enn yfir hann. Lík- amlegt ástand var orðið eitthvað í líkingu við það sem hann haföi heyrt af konum sem era við að fæða - hríð- arverkir með reglulegu millibili þar sem tíminn er tekinn í því skyni að fmna út hina réttu fæðingarstund. Hann leit ósjálfrátt á klukkuna eins og til að átta sig á tíðni herpingsins en áttaði sig samstundis á því að ekki var til nein formúla yfir það hve lengi hann heföi sjálfur stjóm á ástandinu með eigin vöðvaafli. „Hvar er trióið?“ spurði hann gestgjafa sinn þegar ekkert bólaði á sleðanum og honum féllust hendur þegar svarið kom: „Þeir voru svo lengi að berjast í brekkunni og klukkan er orðin svo margt að þeir gera ábyggilega ekki meira í dag.“ Gesturinn fór yfir stöðuna. Það var farið að dimma og að auki kom- inn snjóbylur. Það var því óðs manns æði að ætla til fundar við Gustavs- berg í frystihúsinu, auk þess sem all- ar tímamælingar bentu til þess að hann myndi gera í buxumar á leið- inni. Fatan var full og sú leið ófær í bili þar sem ekki var öðrum ílátum til að dreifa innanhúss. Fráleitt þótti honum að banka upp á hjá innfædd- um tO að biðja um aðgang að fötu sem gat verið með enn svakalegri umgjörð en sú sem hann haföi fengið smjörþefinn af. Ekki var vogandi að ganga öma sinna í næsta skafli í hörkufrosti sem leitt heföi getað af sér kalsár á versta stað. Það var ein- faldlega fátt um fina drætti og verkimir nálguðust það að vera stöðugir og honum taldist til að út- víkkun væri slik að allt gæti gerst þá og þegar. Gestgjafanum var ljóst af þjáningarsvip hins og göngulagi að í óeftii væri komið. „Ég verð bara að redda þessu,“ sagði hann og vippaði sér inn í klef- ann. Gesturinn sá út undan sér að hann þreif upp fótuna með látum og skokk- aði með hana út á hlað. Hann fylgdi eftir stuttum tíðum skrefúm án þess að vita fullkomlega hvað stæði til og hvernig ætti að „redda“ málinu. Svörin komu svo sem strax og hann sá velgjörðamann sinn göslast með fulla fótuna nokkra metra með fram húshliðinni. Þar lyfti hann henni í svo sem magahæð, leit ofan í hana og skvetti í skaflinn. Hann leit aftur í fótuna og virtist mæla borð hennar og skvetti síðan enn. „Þetta ætti að duga þér,“ sagði hann og fór með fót- una á sinn stað. Gesturinn fann að tíminn var enginn og í sömu svifúm og eigandi fótunnar kom út úr klef- anum bakkaði hann inn. Minnugur fyrri tilraunar sneri hann baki við kamrinum og teygði höndina aftur fyrir sig í setuna og opnaði. Fum- laust gerði hann viðeigandi ráðstaf- anir og settist. Þegar hófst heföbund- in atburðarás og hann heyrði í sigur- vímu þar sem allt lenti á sínum stað. Sælutilfmningin var algjör og það var sem lyktarskynið væri horfið. Hann gerði sér nú grein fyrir því að hinn sænski Gustavsberg væri síður en svo nauðsyn og líklega hefði sænska fyrirtækið aðeins unnið það ógagn að fækka atvinnutækifærum vítt og breitt um hinn vestræna heim. Hann naut þess að láta hugann reika og gaf sér góðan tíma. Upp í hugann skaut skemmtilegum mistök- um blaðamanns sem skrifaði viðtal við prófast nokkum. Klerkur var í vanda og svaraði viðkvæmri spum- ingu á þá leið að þetta væri gott að „hugsa um á fóstunni“. Þegar blaða- maðurinn skráði fréttina urðu þau mistök að einn stafur féll út og haft var eftir prófasti að þetta væri „gott að hugsa um á fótunni“. Gesturinn, sem hló á sínum tíma að yfirlýsing- unni, fann nú hve mikil speki fólst í misherminu. Bakkað út Þegar athöfhinni lauk gekk hann frá eftir sig og hægum skrefum bakk- aði hann fram á gang. Þá daga sem liföu af heimsókninni stundaði hann fótuna reglulega og undir það síðasta hætti hann að bakka inn í klefann. Á síðasta degi heimsóknarinnar í þorpinu rakst hann af tilviljun inn í frystihúsið. Forvitni rak hann til að skoða tækniundur Gustavsbergs. Það var merkileg stund. Salemið var afar snyrtilegt og þar sem hann kíkti ofan í skálina kom í ljós að vatnspollur var neðst og að auki handfang til að sturta niður. Hann prófaði græjumar og sturtaði nokkrum sinnum niður með þeim stórmerkilegu afleiðingum að vatnið fossaði í skálina og hvarf síðan. Síðan yppti hann öxlum og sneri baki við saleminu án þess að nýta í eigin þágu. „Það er gott borð á fótunni og engin ástæða til annars en nýta það,“ hugsaði hann þar sem hann gekk út úr frystihúsinu og áleiðis „heim“ þar sem fatan beið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.