Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Side 15
„Ámi Rögnvaldsson, kunnur bíl-
stjóri hér á Króknum, sagði mér að
ég hefði ekki verið nema átta ára
gamall þegar ég tók vörubíl fyrst af
stað, og gerði það alveg skammlaust
við erfiðar aðstæður. Það var í mal-
argryfjum héma skammt frá staðn-
um, laus möl var í botninum og því
ekki auðvelt að fara af stað án þess
að drepa á bílnum, en stráksa tókst
það nú samt,“ segir Bjarni Haralds-
son, bílaútgerðarmaður og kaup-
maður á Sauðárkróki, en Bjarni,
sem verður sjötugur þann 14. mars
nk., fékk snemma mikinn áhuga á
bílum og þessi árátta hefur fylgt
honum alla tíð. Bjami er enn með
vöruflútningaútgerð sem hann
stofnaði 1954 og lætur engan bilbug
á sér fmna. Þá er hann með eina
elstu krambúð landsins, Verslun
Haraldar Júlíussonar, sem faðir
hans stofnaði árið 1919.
Byrjaði að suða í bfl-
stjorunum
Bjami segist snemma hafa setið
um það að fá að sitja í hjá vörubíl-
stjórunum í bænum og mjólkurbíl-
arnir úr sveitinni vöktu líka
óskipta aðdáun hans, en þannig
háttaði til að Verslun Haraldar Júl-
íussonar var alltaf nokkurs konar
umferðarmiðstöð en þar var starf-
rækt bílastöð. Og hinum megin göt-
unnar var svo mjólkursamlagið svo
að umferð var þama mikil um göt-
una. En var Bjami þá að suða í bíl-
stjórunum að fá að keyra. „Nei, ég
var ekki að því, en sumir lofuðu
mér að stýra og aðrir sögðu mér að
fara undir stýrið og keyra, en þeir
náttúrlega fylgdust með mér þannig
að öllu var óhætt. Þetta voru mikl-
ir vinir mínir, vörubílstjóramir, og
ég man t.d. vel eftir Sveini heitnum
frá Árnesi og Svavari Péturssyni frá
Laugarbökkum, mjólkurbílstjórun-
um úr Lýtó og fleirum."
Beðið eftir Nallanum
„Svo var auðvitað bara beðið eft-
ir þeim degi sem ég fengi ökurétt-
indin og það var á 18 ára afmælis-
daginn, 14. mars 1948. Þann dag
gáfu foreldrar mínir mér vörubíl,
Intemational ‘46-módelið. Ég var
náttúrlega óskaplega hamingjusam-
ur með þennan bíl og fannst mikið
til hans koma, enda voru þetta góð-
ir bílar í þá daga. Fór ég á afmælis-
daginn með fóður minn til Reykja-
víkur þar sem hann var að kaupa
ýmsar vörur fyrir verslun sína.“
18 ára í vegavinnu
Og komstu strax í vinnu á vöru-
bílnum 18 ára unglingurinn? „Já,
það gátu allir sem áttu bíla komist í
vegavinnuna á þessum tima, en hún
gat nú verið stopul. Stundum voru
þetta ekki nema 1-2 mánuðir í einu
yfir sumar og svo var óskaplega lít-
ið að gera yfir veturinn, hending ef
maður fékk vinnu einn og einn dag
við uppskipun og einn og einn túr í
flutning til Reykjavíkur.“
Fyrsti veparspottinn
- Manstu fTivaða vegarspotta þú
keyrðir fyrsta hlassið? „Já, þá var
mölin tekin einhvers staðar fyrir
sunnan Víðimel við Varmahlíð og
verið var að laga veginn fram
Blönduhlíð og verkstjóri þar var
einmitt Rögnvaldur Jónsson, faðir
Áma Rögnvaldssonar vörubílstjóra
sem ég nefndi áðan, eða Valdi Kota
eins og hann var gjarnan kallaður."
- Nú hafði maður það á tilfinning-
unni héma áður fyrr að vörubíl-
stjóramir væm moldríkir menn,
sérstaklega þegar þeir voru að end-
urnýja bílakostinn annað slagið?
„Nei, ég held að það hafi nú verið
Emsi strembið hjá þeim sumum. Á
þessum tíma kostaði t.d. 2,5-3 tonna
bíll sem menn voru mikið á um 20
þúsund krónur, en tímakaupið var
24,75 kr. og vinnan oft stopul,
þannig að menn voru ansi lengi að
vinna upp í útlagðan kostnað.
Fólk sem er á ferðinni
En ég var reyndar skamman tíma
í vegavinnunni og harkinu á vöru-
bílnum. Veturinn 1950 fer ég í fólks-
flutninga, fer þá í samstarf við
Norðurleið og ek farþegum milli
Sauðárkróks og Varmahlíðar. Um
vorið tek ég svo Siglufjarðarleiðina
líka og þurfti þá að leggja af stað út
á Siglufjörð um hálfsjö á morgnana
og keyrði þá hingað út á Krók, það-
an fram i Varmahlíð og var kominn
til baka á Krókinn rétt fyrir hádeg-
ið. Tvö ár þama næst keyri ég svo
rútu milli Akureyrar og Reykjavík-
ur og þá var það Búddi á Sleitustöð-
um sem sá um þessar leiðir hérna
heima. Þetta gekk ágætlega og var
mikið að gera í fólksflutningum á
þessum tíma.
Erfiðir vegir
Ég stoppaði þó ekki lengi við í
rútukeyrslunni og fór út í leigubíla-
akstur hérna á Króknum veturinn
1954. Þá var mikiö að
gera í svoleiðis bisn-
iss héma, enda lítið
um bíla í bænmn. Ég
sá þó ágæta mögu-
leika í öðrum flutn-
ingum og það varð til
þess að ég stofnaði
vöruflutningafyrir-
tæki þama næsta
haust, Vöruflutninga
Bjama Haraldssonar.
Ég byrjaði með fimm
tonna Benz með 90
hestafla vél, sem kost-
aði með bogum yfir
pallinn og segli rúm-
lega hundrað þúsund
krónur. Á þessum bíl
fór ég tvær. ferðir í
viku milli Sauðár-
króks og Reykjavíkur
í nokkur ár og ætli
láti ekki nærri aö þá
hafi nær helmingi
lengur verið að keyra
á milli staðanna en er
í dag. Vegakerfið hef-
ur tekið svo miklum
stakkaskiptum og
gæði bílanna hafa
líka aukist mikið. Þá
Bjarni f krambúöinni þar sem kennir margra grasa.
Bjarni viö vöruflutningabílinn sem fyrirtæki hans er meö í notkun í dag.
voru þetta niðurgrafnir og krókóttir
vegir og það kom oft og iðulega fyr-
ir að þeir urðu ófærir á vetuma
vegna sjóa og veðurs. Og það tók
miklu lengri tima að opna þá held-
ur en núna. Þá voru þetta oft jarðýt-
ur sem voru í snjómokstrinum, en
nú em fljótvirkari tæki, snjóblásar-
ar og moksturstæki."
Draugarnir í
Fornahvammi
Var þetta þá ekki oft nokkuð
spennandi, hvort þú mundir komast
heim þennan daginn eða hinn? Gist-
irðu kannski oft i Fomahvammi i
Borgarfirði, var ekki sagt að þar
væri draugagangur? „Jú, það má
kannski segja þaö. Jú, það kom oft
fyrir að ég gisti í Fomahvammi og
stundum á Blönduósi. Mér leið
ágætlega í Fornahvammi og varð
aldrei var við neitt reimt þar, en fé-
lagi minn Guðmundur Helgason frá
Tungu, sem ég keyrði mikið með,
hann vildi alls ekki sofa í ákveðnu
herbergi í Fornahvammi. Jú, það
kom oft fyrir aö maður tepptist
vegna ófærðar og lengsta ferðalagið
sem ég man eftir tók hálfan mánuð.
Það var veturinn 1956 þegar ég flutti
Torfa Bjamason lækni frá Sauðár-
króki til Akraness. Ferðin suður
gekk frekar fljótt fyrir sig, en það
gekk ekki eins vel að komast norð-
ur. Einhverja daga var ég veður-
tepptur í Reykjavík og þegar lagt
var af stað norður varð ekki lengra
komist en á Blönduós, þar sem ég
þurfti að halda kyrru fyrir i ansi
marga daga.“
Alltaf í samkeppni
Bjami fór svo að minnka við sig
keyrsluna um 1960 og má segja að
hann hafi farið aðeins ferð og ferð
eftir það, enda var nóg að gera við
verslunina og ýmis störf í kringum
flutningana. Bjarni fékk því bíl-
stjóra til að keyra fyrir sig. Hreinn
Þorvaldsson keyrði hjá Bjama í
mörg ár, en mörg síöustu árin hefur
Jón Dalmann Pétursson keyrt hjá
honum. En hefur ekki verið mikil
samkeppni í flutningunum? „Jú, ég
hef alltaf verið í mikilli samkeppni
og það hefur ekki minnkað síöustu
árin. Ég var einn af þeim sem stofn-
uðu Landflutninga á sínum tíma, en
svo var mér sagt upp fyrir nokkrum
ámm þar sem að ég passaði ekki
lengur inn i kerfið. Við tókum okk-
ur þá til nokkrir hagsmunaaöilar og
stofnuðum flutningafyrirtækið Að-
alflutninga að Héðinsgötu 2 í
Reykjavík. Sú starfsemi gengur
bara vel miðað við aðstæður og það
er greinilegt að fólk hefur góða trú
á einstaklingsfrelsinu enn.“ Þú seg-
ir að allt þitt líf hafi snúist í kring-
um bílana. Ef þú gætir byrjað upp á
nýtt, hvað þá? „Ég held ég hefði
ekki viljað hafa þetta öðruvísi. Ég
hef kynnst mörgu góðu fólki sem ég
vil þakka gott samstarf í gegnum
árin. Þessi tími er búinn að vera
ómetanlegur, góður og skemmtileg-
ur,“ segir Bjami Haraldsson.
-ÞÁ
Bjarni á kontórnum, inn af krambúöinni viö Aöalgötuna. Fyrir ofan hann er
mynd af fyrsta vörubílnum hans, Nalla ‘46-módelinu.
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
viðtal
Bjarni Haraldsson, vörubílstjóri og kramkaupmaður á Sauðárkróki:
Átta ára undir stýri á vörubfl
- sjötugur bílstjóri og kaupmaður segir frá