Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 25
DV LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 25 Brooke Shields elt í 15 ár Um daginn sögðum við frá því að spaðadrottningin fyrrverandi og sápuleikkona, Brooke Shields, hefði verið elt af æstum áhanganda sem bar vopn innan klæða og var hand- tekinn i kjölfarið. Það hefur hins vegar komið í ljós að þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið sem hann leggur leikkonuna í einelti heldur mun hann hafa áreitt hann og elt síðast- liðin 15 ár og þannig að sönnu gert líf hennar að martröð. Þrátt fyrir handtökuna segist Mark Bailey þó vera saklaus, eins þótt hann hafi tvisvar áður verið dæmdur fyrir að fylgja henni eftir. Brooke heldur því fram að í gegnum árin hafi Bailey drekkt henni í bréfum og nektar- myndum af sjálfum sér, verið með alvarlegar hótanir við sig, auk þess að brjótast inn á heimili hennar. Einnig mun sú saga hafa farið eins og eldur í sinu að Bailey hafi eitt sinn hringt sjálfur á lögregluna og svarið þess dýran eið að hefna sín á leikkonunni fyrir það sem hún hafi gert á hans hlut. Lögfræðingur hins ákærða viðurkennir að meðan á fyrstu réttarhöldunum stóð hafi Bailey verið með ýmsa kynferðislega tilburði við Brooke, m.a. móðgað hana og látið ýmis undarleg og dóna- leg ummæli frá sér fara. Umræddur lögfræðingur skilur hins vegar eng- an veginn hvers vegna Brooke telur sér stafa ógn af þessu ástarhjali. Höfum opnað bílaþvottastöð Löður - ein glæsilegasta bílaþvottastöð landsins opnar í dag að Bæjarlind 2 í Lisa Nicole sér ofsjónir Lisa Nicole Carson, sem gert hef- ur garðinn frægan í þáttunum um Ally McBeal sem Renée, herbergis- félagi Allys, var lögð inn á sjúkra- hús fyrir skemmstu þar sem hún mun dvelja næstu tvær vikur. Af einhverjum ástæðum hafa framleið- endur þáttanna og umboðsmaður leikkonunnar neitað að tjá sig um málið og vilja þess í stað að hún taki sér hlé frá upptökum í ein- hverjar vikur. Umboðsmaður Lisu segir hana gangast undir meðferð við síþreytu, ásamt öðrum líkamleg- um kvillum. Slúðurdálkahöfundar í Bandaríkjunum halda því hins veg- ar fram að „líkamlegir kvillar" hennar séu tilkomnir af hennar eig- in völdum. Á Lisa að hafa sagt í við- tali við tímaritið Star að hún hafi farið á átta daga drykkjutúr og próf- að sig áfram með eiturlyf. „Ég reykti jónu sem innihélt PCP, sem er efni sem veldur ofskynjunum, og það getur verið að það hafi komið af stað ferli sem olli því að taugakerf- ið brast,“ segir Lisa. Hvað sem öðru líður hafa gárungarnir haft á orði að þar hafi hún fallið á eigin bragði því fyrir slíkum hughrifum verði áhorfendur Ally McBeal í viku hverri. Alicia er ein á báti Bandarísku leikkonunni Alicia Silverstone er mikið í mun um að allir viti að hún sé kona einsömul og ánægð með hlutskipti sitt. Það sem hún er hins vegar ekki eins ánægð með eru kjaftasögur af ástar- lffi hennar, þ.á m. sú að hún og Kenneth Brannagh, sem leikstýrði henni í kvikmyndinni Love’s Labo- ur’s Lost, hafi verið par. Henni er einnig umhugað um að leiðrétta þann misskilning að hún og Leon- ardo DiCaprio hafi verið saman. „I mörg ár hélt fólk að ég og Caprio værum saman,“ segir leikkonan. „Við þekktum hvort annað í barn- æsku og hann var einu sinni með vinkonu minni en ég og hann höf- um aldrei svo mikið sem horft hvort á annað. Það er alltaf verið að para mig við hina og þessa og Leo er skemmtilegasta dæmið - um það. Þetta er svo krúttlegur tilbúningur. Við erum tvær litlar ljóskur, strák- ur og stelpa sem líta út fyrir að vera systkini." Ef einhver er hins vegar Aliciu að skapi er það George Clooney sem lék á móti henni í Bat- man and Robin en um Clooney seg- ir hún að hann hafi verið það eina góða við myndina. „Þetta var bara dýr og asnaleg mynd en samstarf okkar Clooneys gekk mjög vel og hann var mjög góður við mig. Smáranum Kópavogi. Löður er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og býður fjölbreytta H^SÍP þvottaþjónustu fyrir bíleigendur. smáraimd Opið allan sólarhringinn Sjálfvirk þvottastöð Hraðvirk bílaþvottastöð sem þvær allt að 5 bíla í einu, lítil bið og þurrkað úr hurðafölsum. Opið frá kl. 8-19. SO eo Vr *2r fiu’ 3 n> » Fífuh**mms ai Ve9Uf airliníí Sjálf þjónusta Þú þværð bílinn við bestu aðstæður með háþrýstidælu. Sápa, tjöruleysir og öll hreinsiefni á staðnum. Opið allan sólarhringinn. Lu SJálfsa °9 hr Alþrif þjónusta Þú skilur bílinn eftir og hann er þrifinn hágt og lágt. Alþrifþjónustan opnar á næstu vikum. Hraði-gæði-þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.