Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 29
JJV LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 29 mik Leiktu þér á Krakkavc VísisJs visir.is Notaðu vísifingurinn! Stórþjóðin á íslandi - ef við værum fleiri Margir armæðast hátt og i hljóði yfir öllu því sem ekki er hægt að gera á íslandi vegna þess að við erum svo fá. Aðrir sjá fámennið sem stærsta kost lands og þjóðar. Lítum aðeins á nokkra fylgifiska og ávinninga þess ef íslendingar væru ekki 280 þúsund heldur 28,5 milljónir. Lestir og hraðbrautir Ef við værum fleiri þá lægi full- komið lestakerfl hingaö og þangað um landið. Það væru neðanjarðar- lestir og sporvagnar í Reykjavík og SVR væri fjarlæg óþægileg minn- ing. Það væru án efa hraðbrautir með fjórum akreinum í hvora átt án hámarkshraða um allt land og sveitavegir eins og Miklabraut væri ótrúlegt grín. Fleiri kúnnar, fleiri kaup- menn Ef við værum fleiri þá væru fleiri og stærri Kringlur og Smára- lindir á íslandi, sérstaklega auðvit- að í Reykjavík. Það er mjög líklegt að Laugavegssamtökin væru búin aö lengja Laugaveginn, breikka hann og byggja yfir hann. Þá yrði gaman því þá yrðu fleiri kortafyr- irtæki. Flugleiðir hvað? Ef við værum fleiri þá væri ein- okun Flugleiða á flugsamgöngum til og frá landinu úr sögunni eins og berklar og við gætum skroppið yfir pollinn í báðar áttir að vild því erlend stór flugfélög sæju sér hag í að fljúga hingað á þetta þéttbýla sker. Stórborgin Reykjavík Ef við værum fleiri þá væru betl- arar og vasaþjófar vandamál í stór- borginni Reykjavík. Þá væri Kína- hverfi í Reykjavík fyrir utan „Little Saigon" og Litlu-Ítalíu og fleiri skemmtilega menningar- kima. Þá væri miðborgin samfellt klámbúllu- og melluhverfi með til- heyrandi sprautusjúklingum, smá- þjófum og dópsölum. Það væru Sígaunar í Kolaportinu. Þá væri stórt torg í miðbænum þar sem hjarta borgarinnar slægi í skandinavískum/miðevrópskum takti í staðinn fyrir þennan eina torgbleðil sem brettaliðiö einokar. Þá væru fleiri gosbrunnar i Reykjavík, hærri byggingar og betri höfn með stærri skipum og subbulegri hafnarrónum. Rolling Stones og Fílnarmónían Ef við værum fleiri þá þyrftum við ekki margra ára starf Ragn- heiðar Hanson til að betla afsleppt loforð um íslandsferð út úr Rolling Stones. Þeir væru löngu komnir, aftur og aftur. Það sama á við um flesta stórpoppara heimsins eins og David Bowie, Herbert von Kara- jan og Prince. Þá ætti Arnold Schwarzenegger Kaffibarinn en ekki Damon Albarn. Skemmtileori kokkteilboð Ef við værum fleiri þá væru öll heimsins ríki með sendiráð á ís- landi og kokkteilboðin yrðu fleiri, litríkari og skemmtilegri. Þá væru fleiri slúðurtímarit, fleira frægt fólk sem væri miklu frægara en fræga fólkið í dag. Þá væru mörg Borgarleikhús og Þjóðleikhús með fleiri leikurum og enn magnaðri óheilindum en við þekkjum í dag. Hvar er víðernið mitt? Ef við værum fleiri þá væri landið nær samfellt þéttbýli og all- ar deilur um ósnortin víðemi úr sögunni. Þá væri búið að virkja hverja einustu sprænu tvisvar og það væru 700 þúsund sumarbústað- ir í landinu og sjö milljónir hesta en engar kindur. -PÁÁ Britax Bama- Mstólar Fyrir alla aldurshópa í miklu úrvali HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR LAUSAR STODUR SVMHRID 2000 Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtaldar stööur sumarið 2000: 1. Leiöbeinendur til aö vinna meö og stjórna vinnuflokkum unglinga. 2. Leiöbeinendur til aö starfa meö hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa stuöning í starfi. 3. Liösmenn til aö aðstoða fatlaöa einstaklinga og veita liö ööru starfi. 4. Starfsmenn til aö vinna við fræðslu- og tómstundastarf Vinnuskólans. 5. Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæöum. Leiöbeinendur skulu vera 22 ára á árinu eöa eldri og liösmenn 20 ára eöa eldri. Æskileg er uppeldis- eöa verkmenntun og/eöa reynsla af störfum meö unglingum. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaöur. Ráöning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 9 -11 vikur. Vinnuskólinn býöur sumarstörf unglingum sem verið hafa í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (veröa 14,15 eða 16 ára á árinu). Helstu verkefni eru: • Snyrting og viöhald á skólalóöum og íþróttasvæðum í borginni. • Garðaumhirða fyrir eldri borgara. • Gróðursetning og stígagerö á svæöum utan borgarmarkanna, s.s. í Heiðmörk, á Hólmsheiði og á Nesjavöllum. • Létt viðhald á stofnanalóöum í borginni í samvinnu viö garðyrkju- og gatnadeild borgarverkfræöings. Umsóknareyöublöö fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin. Umsækjendur geta sótt um á heimasíðu Vinnuskólans, veffang www.vinnuskoli.is og fengiö þar frekari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 24. mars. n.k. Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.