Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 I>V kvikmyndir Hver er „styrkjahöfðin g i nn"? - íslensk kvikmyndagerð og styrkir til hennar í 20 ár Það sem hefur verið kallað „ís- lenska kvikmyndavorið" hófst fyrir réttum 20 árum, nánar tiltekið í lok febrúar 1980 þegar kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Land og synir, var frumsýnd. Skömmu síöar birtist kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Óðal feðranna, á hvíta tjaldinu og vorið stóð í blóma. Þetta hélst í hendur við stofnun Kvik- myndasjóðs árið 1978 sem skaut fótun- um undir þennan veikburða iðnað. Það hefur áreiðanlega verið afskap- lega gaman að vera kvikmyndagerðar- maður á þessum vordögum. Bjartsýn- in var slík að menn hikuðu ekki við að veðsetja allar eigur sínar til þess að geta gert kvikmynd drauma sinna. Enginn hafði neina reynslu af því að gera kvikmyndir svo allir voru jafn- góðir. íslenskir bíógestir voru auðvit- að vanir bíói en þeim fannst talsvert nýnæmi í að sjá íslenska bíómynd og flykktust þess vegna í bíó. Það var eins Kvikmynd Styrkur á núvirði Fjöldi - milljónir áhorfenda Með allt á hreinu 1,3 110 þús. Land og synir 3,5 ÍOO Óðal feðranna 2,9 95 Stella í orlofi 14,2 86 Útlaginn 10,0 85 Djöflaeyjan 27,7 85 Punktur, punktur 4,2 80 Englar alheimsins 27,4 80* Nýtt líf 3,4 75 Hrafninn flýgur 13,9 70 Atómstöðin 16,3 70 Jón Oddur og Jón Bj. 3,1 60 Okkar á milli 3,3 60 Karlakórinn Hekla 25,1 57 Magnús 37,7 56 Börn náttúrunnar 33,2 45 Veggfóður 2,3 46 Foxtrot 28,6 45 Sódóma, Reykjavík 18,6 40 Bíódagar 29,9 32 Ungfrúin góða og Húsið 37,1 31 Gullsandur 9,2 30 Kristnihald undir Jökli 11,9 28- Skilaboð til Söndru 4,2 25 Á jörðu sem á himní 7,6 22 Perlur og svín 13,0 22 Rokk í Reykjavík 0,8 20 Tár úr steini 37,0 20 Agnes 33,4 18 í skugga hrafnsins 49,3 16 Stikkfrí 21,0 16 Einkalíf 23,8 16 Blossi 11,9 15 Sporlaust 19,2 15 Skýjahöllin 11,5 14 Á hjara veraldar 7,5 13,5 Ryð 33,8 12 Dansinn 26,1 10 Skammdegi 8,0 10 Ingaló 17,7 10 Skytturnar 17,8 8 Myrkrahöfðinginn 50,1 6 Hin helgu vé 25,1 5 Draumadísir 13,6 4 Ein stór fjölskylda 2,2 3 * Enn i sýningu Hrafn Gunnlaugsson er mikilvirkastur íslenskra kvik- myndagerðarmanna. Hrafn hefur fengiö mest allra úr Kvikmyndasjóöi, framleitt mest og gert dýrustu myndina sem fáir vildu sjá. og það skipti ekki öllu máli hvað var á tjaldinu, bara ef það var íslenskt. Þessara áhrifa gætti nokkuð fram eftir niunda áratugnum en síðan hefur meðalaðsókn að íslenskum kvikmynd- um verið um 15-17 þúsund áhorfendur sem er reyndar tvöfalt meiri aðsókn en að bandarískum biómyndum en samt dræm aðsókn miðað við fyrstu vordag- ana. Stefna Kvikmyndasjóðs hefur einnig breyst á þessum 20 árum sem hafa lið- ið. Það er áreiðanlega á engan hallað þótt fullyrt sé að pólitísk hreppaskipt- ing í anda kalda stríðsins hafi sett svip sinn á úthlutanimar fyrstu árin. í dag má halda því fram að faglegri vinnu- brögð ráði ferðinni og meiri áhersla lögð á að verkefni séu styrkhæf. Sjóð- urinn setur skilyrði um að lána ekki til framleiðslu mynda nema upp að fjórðungi heildarkostnaðar og fram- leiðendur fá vilyrði í fyrstu en síðar styrk þegar fiármögnun er trygg að öðru leyti. Þannig er sjóðurinn bæði hvati og gæðastimpill á kvikmynda- verkefni. Einnig er veittur styrkur til framleiðslu handrita og þá gefst höf- undum kostur á að fá ráðgjöf hjá sér- fræðingum sem sjóðurinn útvegar. Þetta tíðkaðist ekki í árdögum sjóðs- ins. Eins og sjá má í töflum og línuritum hér til hliðar hefur lunginn af fiár- framlögum Kvikmyndasjóðs í 20 ár far- ið til nokkurra leikstjóra og bera þeir Hrafh Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson höfuð og herðar yfir aöra á því sviði en þeir hafa fengið meira en 100 milljónir á núvirði þótt Guðný Halldórsdóttir fylgi fast á hæla þeim með 97 milljónir rúmar. Allar upphæð- ir eru framreiknaðar á núvirði miðað við framfærsluvísitölu. Hrafn og Friðrik hafa jafnframt framleitt flestar myndir eða sex hvor. Þar vantar reyndar Hvíta vikinginn sem Hrafn gerði en sú mynd fékk ekki framlag úr Kvikmyndasjóði og Hrafn neitaði að lokum að leggja nafn sitt við hana. Er Lárus „styrkjahöfðing- inn 7 Þau þrjú sem eru efst á listanum eru öll nýbúin að senda frá sér kvikmyndir og er fróðlegt að sjá hvemig þeim reiðir af. Myrkrahöfðingi Hrafns var mjög dýr en fékk dræma að- sókn, Ungfrúin góða og Húsið eftir Guð- nýju fékk sæmilega aðsókn en Englar al- heimsins eftir Frið- rik Þór stefnir í að slá öll met í aðsókn íslenskra kvik- mynda á seinni árum en nú hafa nærri 80 þúsund manns séð myndina og er ekkert lát á. Myrkrahöfðing- inn hefur gengið undir gælunaftiinu „Styrkjahöfðinginn" manna á meðal og er þá vísað til þess að hún var mjög dýr í framleiðslu. Ef ætti að færa þessa nafngift yfir á höfund hennar væri það sennilega ekki sanngjamt því þótt Hrafn hafi fengið hæstu upphæðimar þá hefur hann einnig skilað mörgum myndum. Sennilega á Láras Ýmir Óskarsson leikstjóri helst skilið nafnbótina Agúst Guðmundsson hóf íslenska kvikmyndavoriö með mynd sinni Land og synir. Tvær kvikmyndir Ágústs eru þær sem hafa fengið mesta aðsókn allra íslenskra mynda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.