Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 35
JLlV LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
%ðtaí '
heim á lægra plani en hérna á ís-
landi en að öðru leyti sýndist mér
tónlistarbransinn vera svipaður að
þessu leyti hér og erlendis.
Ég vissi samt alltaf i hjarta mínu
að þetta var rangt og fann löngun til
að snúa frá þessu. Ég vissi að það
var til betra líf og það fólst í trúnni
sem ég var alinn upp við. Ég fór að
sækja samkomur í Krossinum
skömmu áður en ég hætti og steig
síðan skrefið til fulls og sleit mig
lausan og tók við Jesú í hjarta
mínu.“
Urðu vinslit milli þín og félag-
anna í Jet Black Joe í kjölfar þessa?
„Það urðu ekki eiginleg vinslit en
ég hef lítið samband haft við þá síð-
an. Tveir þeirra eru í hljómsveit-
inni Ensimi sem spilar einhvers
konar „underground“-tónlist og
Gunnar Bjarni gítarleikari hefur
verið með eigin hljómsveitir. Leiðir
okkar lágu ekki lengur saman og ég
hvarf úr þeirra heimi sem ég var
ekki lengur sáttur við.“
Jesús frelsaði mig frá
fíkniefnum
Fórstu í einhvers konar meðferð
til að hætta neyslu áfengis og fíkni-
efna?
„Ég er frelsaður og Jesús frelsaði
mig frá þessu öllu. Það er engin til-
viljun að SÁÁ og AA samtökin
byggja á kristilegum grunni þó það
sé búið að taka Guð að einhverju
leyti út úr þeirra meðferð til að
skelfa ekki heiðingjana. Þar er að-
eins talað um mátt sem er æðri okk-
ur öllum og við vitum vel að þar er
átt við frelsarann sem dó á krossi og
getur frelsað okkur frá öllu illu.“
Reyndist þér ekkert erfitt að snúa
baki við þessum lífsstíl?
„Ég hætti að reykja sígarettur
nokkrum mánuðum eftir að ég frels-
aðist og það var sá hluti sem mér
fannst erfiðastur. Ég er hættur að
nota áfengi en hef skálað í víni með
mat við hátíðleg tækifæri, eins og
til dæmis brúðkaupið mitt. En ég er
ekki alkóhólisti og þó ég fái mér
einn bjór þá þýðir það ekki að ég
þurfi að drekka fimmtíu í viðbót.
Ég hef tekið á móti Jesú í lífi
mínu og hann hefur frelsað mig frá
þessu. Þeir sem eru veikir fyrir
áfengi eða fikniefnum og fara í með-
ferð, sækja fundi og eru stöðugt að
minna sig á að þeir séu alkóhólist-
ar. Ef þeir smakka einn bjór er
heimurinn hruninn. Mér finnst
þetta ekki sniðugt en ég var
kannski aldrei svo veikur fyrir
þessu.“
En þegar hljómsveitin fer að spila
og koma fram á tónleikum óttast þú
ekki að falla í sama farið?
„Nei, ég óttast það alls ekki. Við
viljum sýna fólki að rokk er
Páll Rósinkrans, fyrrum söngvari Jet Black Joe, vill hasla sér völl í rokki á nýjan leik.
er til betra líf en víman.“
skemmtilegt hvernig sem lífsstíllinn
er og það gerum við með því að vera
fyrirmynd. Við ætlum ekki að spila
á dansleikjum, frekar tónleikum og
þess háttar."
Fjölskyldufaðirinn á
verkstæðinu
Páll vinnur á hjólbarðaverkstæð-
inu Hjólkó í Kópavogi. Það fyrir-
tæki er í eigu trommarans Guðna
en hann rekur sjálfur og á verk-
stæðið Bílkó. Guðni er sonur Gunn-
ars Þorsteinssonar, forstöðumanns í
Krossinum og náfrændi Páls með
þeim hætti að mæður þeirra eru
systur. Páll segist sækja samkomur
í Krossinum tvisvar í viku auk
hlj óms veitaræfinganna
Páll er kvæntur Sigríði Margréti
Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur
saman, Henríettu Hrefnu sem er 9
mánaða. Sigríður átti tvö börn fyrir
en Páll einn son. Þau kynntust á
samkomu í Krossinum og hafa ekki
getað séð hvort af öðru síðan.
„Við kynntumst í júlí og vorum
gift í desember. Fyrsta íbúðin sem
við keyptum var fjögurra herbergja
og við eigum Plymouth Voyager til
að koma allri fjölskyldunni fyrir.
Þetta er frábært líf og ég myndi ekki
vilja hafa það á neinn annan veg.“
Er nauðsynlegt að hjón séu bæði
í söfnuðinum?
„ Já, ég held þaö. Trúin er það stór
hluti af lífi okkar að ég tel það nauð-
synlegt. Ég var búinn að ýta svona
hlutum frá mér og treysti á að Guð
myndi senda mér réttu stúlkuna. Ég
man að ég var einmitt að hugsa um
það á fyrstu samkomunni sem ég sá
hana hvort Guð myndi ekki fara að
drífa í hlutunum. Það gerði hann
svo sannarlega."
PÁÁ
Við eigum rokkið.
- segir Gunnar Þorsteinsson,
forstöðumaður Krossins
„Rokkið hefur alltaf verið tónlist
Guðs. Þaó var Elvis Presley sem kom
meó rokkið út úr kirkjunni en David
Bowie sagöi seinna að það vœri tón-
list djöfulsins. Rokkið er okkar tón-
list og ef djöfullinn á einhverja tón-
list hefur hann stolið henni frá okk-
ur, “ sagói Gunnar Þorsteinsson, for-
stööumaður Krossins, í samtali viö
DV.
„Palli er afburóasöngvari í allri
tónlist en bestur í kröftugu rokki.
Mér finnst hann aldrei hafa verið
betri en einmitt núna. “
-PÁÁ ■
Páll er ekki lengur villt popphetja heldur ráðsettur fjölskyldufaðir og framkvæmdastjóri sem sækir samkomur í Krossinum tvisvar í viku að jafnaði. Talið frá vinstri: Helgi Valur Pálsson, Sigríöur.
situr með Henríettu, þá kemurSölvi Bernódus Helgason, Sara Dýrunn Jónsdóttir og loks Páll.