Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 %>rgariíf* Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78, segir gífurlega aukningu hafa orðið á áhuga erlendra homma og lesbía á Islandi. „Viðtökurnar hafa verið frábær- ar. Málningin á veggjunum var varla þornuö þegar við byrjuðum að hleypa inn og það hefur nánast verið fullt hjá okkur síðan. Við höfum verið með ýmsar uppákom- ur í gegnum tíöina og reynum að halda svokölluð þemakvöld reglu- lega sem eru mjög fjölbreytileg, allt frá því að allir starfsmenn hússins setji hárið á sér upp með teygju og yfir í svokölluð pornó- og dragkvöld sem hafa mælst mjög vel fyrir.“ „Hvað fer fram á pornókvöld- um?“ „Þá koma starfsmenn staðarins fram fáklæddir og sinna sínum daglegu skyldum. Gestum staðar- ins er þá einnig frjálst að mæta fá- klæddir eða í búningi, s.s. í drag- búningi eða öðru slíku.“ „Þurfið þið stundum að grípa í leikinn ef gestir gerast of nær- göngulir?" „Það kemur auðvitað fyrir að fólk er með tilburði hvað við ann- að í „búrinu" en við stöðvum fólk umsvifalaust ef við stöndum það að verki. Ég vil líka taka það fram að við erum í góðu samstarfi við yfirvöld og lögreglu um að halda eiturlyfjum og öðru slíku frá staðnum," segir Hannes og bendir á að undantekningarlítið fari allt mjög vel fram innan veggja staðar- ins.“ En það eru fleiri staðir en 22 og Spotlight sem lýsa sig „gay-friend- ly“. Einn af þeim sem vert er að nefna í þessu sambandi er Nelly’s Café í Þingholtsstræti. Nelly’s fór af stað með pomp og prakt í upp- hafi með frægum „drag“-kvöldum og var látið í veðri vaka að staður- inn væri „gay“-tegundar. Margir telja þó að svo sé ekki í dag, stað- urinn hafi fyrst um sinn haft mik- ið af samkynhneigðum starfs- mönnum á sínum snærum en það sé ekki lengur og auk þess séu ekki fleiri samkynhneigðir sem sæki þennan stað frekar en ein- hvem annan. Þá má nefna MSC ísland i Þing- holtsstræti á móti Óperunni sem er einkaklúbbur fyrir „leður- homrna" sem hafa smekk fyrir leð- urföt og ýmis leðurunnin tæki og tól, og er opinn öll laugardags- kvöld. Þegar heimasíða ferðaskrifstof- unnar Rancho Mirage Travel er skoðuð, en hún gefur sig út fyrir að vera stærsta feröaskrifstofa fyr- ir samkynhneigða ferðamenn í heiminum i dag, kemur jafnframt margt forvitnilegt í ljós. Þar segir í umljöllun um „gay-friendly“ staði á Islandi að Kaffibrennslan við Austurvöll „sé rómuð fyrir mynd- arlega „straight" karlmenn en að staðurinn sé jafnframt vinalegur í garð samkynhneigðra.“ Dubliners í Hafnarstræti er einnig nefndur á nafn, þá Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur, grænmetisstaðurinn Á næstu grösum við Laugaveg og sömuleiðis Vitabarinn við Vitastíg en um Vitabarinn er þess jafn- framt getið að „hamborgarar stað- arins séu þeir bestu í bænum“. Runnavaxin hæð við flugvöllinn Fleiri ummæli í þessum dúr gef- ur að líta á heimasíðunni en þar segir m.a. um veitingastaðinn Þrjá Frakka að hann sé „rómantískur „gay“ staður sem sérhæfi sig í hvalkjöti og fískréttum". Jómfrúin í Lækjargötu er sagður vera „vin- sæll á laugardagseftirmiðdögum fyrir snarl og fyrsta bjór dagsins" og um Humarhúsið er það sérstak- lega tekiö fram aö staðurinn sé „gay“-kyns en „þar megi þó einnig fmna „straight" viöskiptavini." Loks eru það gistihúsin en okk- ur tókst að fmna tvö slík sem veita hommum og lesbium sérstaka þjónustu, þó eflaust séu þau fleiri. Það eru gistihúsið Room with a View á efstu hæð húss Máls og menningar við Laugaveg og Guest- house Luna á Spítalastíg en Flug- leiðahótelin eru einnig nefnd á nafn þar sem segir að þau veiti „gay pörum“ á leið sinni til sér- valinna borga í Evrópu sérstakan afslátt af gistingu. Þá eru ótaldir svokallaðir „cru- ise“-staðir en „cruise" er alþjóðlegt orð sem notað er meðal samkyn- hneigðra um staði þar sem hægt er að komast á séns. Samkvæmt í Spartacus - the international gay guide er Öskjuhlíðinni lýst sem runna- vaxinni hæð og fínum samkomustað fyrir homma sem vilja komast á séns. Skyldi eitthvað leynast í runnunum í kringum þessa garðyrkjukonu? Spartacus - the inernational gay guide er aðeins einn slíkur staður í Reykjavík en það mun vera Öskjuhlíðin sem orðrétt er lýst sem runnavaxinni hæð í nálægð flugvallarins. Flestir sem rætt var við staðfestu sögusagnir þess efnis að í Öskjuhlíðinni væru hommar teknir á löpp en gátu þess þó jafn- framt að þar væri einkum um að ræða gifta menn sem ekki væru komnir út úr skápnum á meðan flestir samkynhneigðir forðuðust slíka staði. Á öðrum stað er gufubaöið í Sundlaug Vesturbæjar einnig nefnt til sögunnar en þar segir að'- það sé „very cruisey" eða með öðr- um orðum mjög árennilegt á séns- skalanum. Þónokkrir af þeim sem rætt var við könnuðust við sánurn- ar, sögðust reyndar aldrei hafa not- að þær sjálfir, en þær væru helst notaðar af samkynhneigðu fólki sem ekki væru í fostu sambandi og til skyndikynna. „Pink money" eða breytt viðhorf? Augljóst er að flóran i menning- arheimi samkynhneigðra er mikil og hér hefur einungis verið drepið á það helsta sem í boði er. Þegar^. litið er til þess aö aöeins 22 ár eru liðin frá því að Samtökin ‘78 voru stofnuð, sem málsvari og leiðandi afl í réttindabaráttu homma og iesbía hér á landi, er með ólíkind- um hversu margt hefur breyst í átt að opnari umræðu á ekki lengri tíma. Sé eingöngu horft til menn- ingarheimsins, sem hér var til um- ræðu, sést að mikil gróska virðist vera komin í þjónustu- og afþrey- ingariðnaðinn sem býður nú sam- kynhneigðum upp á þjónustu við þeirra hæfi. Hvort áhrifamáttur peninganna ræður þar mestu um- og hvort menn vilja þar meö næla sér í sinn skerf af peningum sam- kynhneigðra, svokölluðum „pink money“ á leikmáli, eða hvort opn- ari umræða og breytt viðhorf gagn- vart hommum og lesbíum hefur loks skOað sér inn í þjóðfélagið skal hins vegar ósagt látið. -KGP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.