Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 38
v50
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 DV
#na
r
- íslenskur Ijósmyndari fór á eigin vegum til Kína
Þarna er rakarastofa á gangstéttarbrún þrátt fyrir frostiö.
Þaö er líf í tuskunum á kínverskum matvörumarkaöi.
Finnbogi Marinósson Ijós-
myndari er nýkominn úr
hálfsmánaöardvöl í Kína.
nr Hann segir hér í máli og
myndum frá kynnum sín-
um af kínversku þjóðfélagi
og fólkinu sem þar býr.
Kína. Heimili eins af
hverjum fimm íbúa þessar-
ar jarðar. Landið er lítið
eitt stærra en Bandaríkin.
Þar er elsta samfellda
mannkynssagan, vopn-
kvaddir menn eru hvergi
fleiri og undanfarin misseri
hefur hagkerfið þanist
hraðar út en á nokkrum
öðrum stað i heiminum.
Land sem fœst okkar gera
sér vonir um að heimsœkja
þrátt fyrir að langa meira
þangað en á marga aðra
staði.
Kaldara en ísland
Á þessum árstíma er vetur í
Kína. Þessi vetur hefur verið
kaldari en menn muna og áttum
^við eftir að finna fyrir því. Það
góða við kuldann er að það má
klæða hann af sér. Það er hins
vegar kostulegt að í Peking er
alltaf sól og heiðskírt. Stundum
er svolítill vindur og þegar fryst-
ir getur orðið ansi kalt. Til að
mynda „fraus“ myndavélin okkar
fyrsta daginn og tók ekki við sér
fyrr en eftir dágóða stund innan-
dyra. Á móti allri sólinni getur
mengunin verið ótrúleg yfir vetr-
artímann og fer þá saman mikil
umferð og útblástur frá kynding-
um og verksmiðjum.
Á mótum austurs og vest-
urs
Við lentum rétt fyrir hádegi á
nýjum og mjög glæsilegum flug-
velli í Peking. Vegabréfaeftirlitið
gengur hægt en auðvelt er að kom-
ast í gegnum allt annað. Vinkona
okkar sótti okkur og fyrirmælin
voru einföld: Til að komast strax á
réttan tíma þarf að borða, fara
heim, leggja sig i tvo tíma og sofna
svo um kvöldið og vakna með öll-
um hinum Kínverjunum. Þetta
reyndist heillaráð því við duttum
strax inn í kínverska tímann,
þrátt fyrir að hann sé 8 tímum á
undan okkur.
Það er ýmislegt sem kemur
manni á óvart þegar þarna er
komið. Eitt af þvi sem við vissum
var að Kina er á hraðri leið inn í
hinn vestræna heim. Það kom
okkur samt mikið á óvart hversu
langt Kínverjar eru komnir. Vega-
kerflð gefur því besta sem við
þekkjum ekkert eftir nema síður
sé. Það líður fyrir að nánast allar
merkingar eru á kínversku og
þess vegna getur verið snúið að
rata.
Byggingar eru ótrúlega flottar.
Sem áhugamaður um þessa hliö
tOverunnar þá gapti ég stundum
af undrun yfir öllum þeim glæsi-
legu byggingum sem sprottið hafa
upp í borgirtni á undanförnum
árum. Þær eru bæði glæsilegar og
svo er þeim líka gefið pláss til að
standa á en ekki troðið hverri upp
að annarri án tillits til nokkurs.
Peking og Las Vegas
Á kvöldin eru þær síðan lýstar
upp og sumar á þann hátt að
minnir einna helst á ljósadýrðina í
Las Vegas. Þá má flnna (og þeim
fjölgar ört) vestræna matsölustaði.
Kentucky Fried Chicken skreytir
Peking með einum 30 útibúum.
Þegar inn er komið er þetta allt
eins og við eigum að venjast þar
til komið er að afgreiðsluborðinu.
Þar er ekki röð. Þeir sem eru
ákveðnastir eru afgreiddir fyrstir.
Það sem er vandasamara er að allt
er á kínversku.
Það er ófyrirgefanleg synd að
fara til Kína til að eltast við mat
sem við þekkjum. Það er til dæm-
is dýrara að borða á vestrænu
skyndibitastöðunum en hefð-
bundnum kinverskum veitinga-
stað. Reyndar er ótrúlega ódýrt að
fara út að borða í Peking. Sex rétta
máltíð fyrir 4 með drykkjum getur
kostað rúmlega 800 krónur. Hins
Þaö sem einkennir Peking er mikil
mengun en lítil umferö þrátt fyrir
mikinn fólksfjölda.
vegar lentum við inni á stöðum
þar sem matseðillinn var ekki til á
ensku. Þaö kemur ekki að sök á
meðan einhver í hópnum les kín-
verskuna en er annars augljóst
vandamál. Þaö er líka af svo miklu
að taka.
Fyrstir koma, fyrstir fá
Annað sem einkennir kinverska
matsölustaði er að réttirnir eru
bornir fram eftir því hvenær þeir
eru tilbúnir. Og það getur liðið
drykklöng stund frá þvi að fyrsti
rétturinn kemur þangað til sá sið-
asti er tilbúinn. Þess vegna er
byrjað að borða um leið og sá
fyrsti kemur og til siðs er að allir
borði beint af diskinum með rétt-
inum á. Þá er hvergi gaffla og
hnífapör að sjá né finna svo að
leikni í notkun prjónanna er nauö-
synleg. Það er ekki verra að vera
búinn að fá smáæfingu fyrir fram
því annars fer gómsætur tími í
óþarfa æfingar.
Við vorum mjög heppin og lent-
um aldrei á öðrum en frábærum
matsölustöðum. Einu sinni hætt-
um við við þegar slöngur í búri
blöstu við okkur þegar kíkt var
inn. Já, þeir segja sjálfir að þeir
borði allt á fjórum fótum! Nema
borðin! Og eru bara ánægðir með
það. Við vorum vöruö við slöngum
og öðru sem óvenjulegt er og á
meðan maður er að komast betur
inn i kerflð þá er það þjóöráð.
Þrír í leigubíl
Við notuðum leigubíla til að
koma okkur á milli staða. Start-
gjaldið er 85 krónur og þarf að fara
langt til að tvöfalda þetta verð. Það
er hins vegar nauðsynlegt að hafa
með í for litla bók sem gefur upp
alla helstu staði borgarinnar og er
bæði á kínversku og ensku. Þegar
sest er upp í bilinn sýnir maður
Kínverjar flytja alla skapaöa hluti á reiðhjólum meö tengivagni. Þessi þunga-
'flutningamaður hvílir sig á farminum eftir erfiöan flutning.
Ólafur Egilsson, sendlherra íslands í Kína.