Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Page 39
E>"V LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
51<
(allir í klukkutíma fjarlægö eða
rétt rúmlega það) völdum við okk-
ur hópferð sem var seld á einu hót-
elanna. Og þetta reyndist vera hin
besta skemmtun.
Viltu kaupa?
Mikil sölumennska er á Múrnum
og við bílastæðið. Þarna er hægt að
gera sérlega góð kaup. Ekki spillti
það fyrir að þennan dag var mjög
kalt og fáir létu sig hafa það að
standa úti og prútta. Hins vegar get-
ur ákafinn í sölumönnunum verið
óþarflega mikill. Eitthvað töfðumst
við lengur við vöruskoðunina en
bilstjórinn gerði ráð fyrir svo hann
keyrði til okkar (ætlaði líklega að
spara okkur sporin í kuldanum).
Hann var hrakinn í burtu með
hrópum og sparki í bílinn og endaði
með því að við áttum fótum okkar
fjör að launa, með hrópandi sölu-
mann á hælunum.
Forboðnu borgina í hjarta Peking
getur hver og einn skoðað. Hún líð-
ur ásamt öllu öðru fyrir lélegar
upplýsingar á ensku. Það sem borg-
ar sig að gera er að kaupa leiðsögu-
mann en okkar upplifun var sú að
hann væri að flýta sér vegna þess
að því fleiri sem hann leiðir í gegn
því meiri pening þénar hann. Sunn-
an við götuna er Torg hins
himneska friðar. Þar má finna hús
sem geymir Mao formann og við
torgið stendur þinghús þjóðarinnar
og þjóðminjasafnið. Sunnan við
torgið, sunnan við borgarhliðin tvö,
er hverfi sem virkilega gaman er að
rölta í gegnum. Þar eru líflegir
markaðir og frábærir matsölustað-
ir, göturnar þröngar og allt til sölu.
Það sem okkur þótti athyglisvert
var hversu óhult við vorum, hvert
sem við fórum. Aldrei fundum við
til þess að okkur væri ógnað á einn
eða neinn hátt.
Okkar menn í Kína
Við nutum þess að fá að kynnast
íslenska sendiráðinu, starfsfólki
þess og Ólafi Egilssyni sendiherra.
Sendiráðið er til húsa á áttundu
hæð í Landmark-byggingunni sem
er við hliðina á Hard Rock í norð-
austurhluta borgarinnar. Auk
sendiherrans eru þar tveir islensk-
ir starfsmenn, þau Ragnar Baldurs-
son og Guðrún Margrét Þrastardótt-
ir, auk þriggja Kínverja. Ekki viss-
um við mikið um hlutverk né starf-
semi þessara útvarða íslensku þjóð-
arinnar. Þau voru hins vegar boðin
og búin að aðstoða okkur og gefa
góð ráð. Þama fer líka fram mikið
uppbyggingarstarf. Kína er að taka
miklum breytingum og tækifæri til
athafna eru mörg en ekki auðsótt. í
þessu, sem og nánast öllu öðru, er
mikið að gera. En sendiráðið þjónar
ekki bara Kína heldur meginhluta
Þessir „leigubílstjórar“ grípa í spil meöan þeir bíöa eftir næsta farþega.
Frostiö er 12-14 stig.
fyrirhugaðan áfangastað og borgar
áður en stigið er út úr bílnum.
Leigubílarnir eru hins vegar lang-
flestir af minnstu Daihatsu-gerð.
Rúma þrjá þröngt
Þegar farið er að aka um borg-
ina kemur í ljós ótrúleg umferðar-
menning. Viö fyrstu sýn virðist
sem engar reglur séu. Það er mik-
er ekki ein samfelld lína heldur
margir mislangir „bútar“. í heild-
ina er hann u.þ.b 50.000 kílómetra
langur og ef efnið sem hefur verið
notað í hann væri tekið og úr því
gerður veggur sem væri einn
metri á breidd og einn metri á hæð
þá næði sá veggur 12 sinnum í
kringum jörðina. Þetta er ótrúlegt
mannvirki og eina verk mann-
anna sem sést frá tunglinu. Frá
Peking er hægt að komast á 3 staði
á Múrnum. Til að komast þangað
Sf:
Kínversk verslunarmiöstöö á mörgum hæöum, í líkingu við Kringluna
Skurðurinn sem maðurinn gengur
með fram er opiö holræsi fyrir heilt
hverfi. Steinsnar frá því eru manna-
bústaðir en vestræn háhýsi handan
ræsisins.
ið flautað og keyrt á tveimur
akreinum ef því er að skipta. Samt
gengur umferðin vel. Hún er ekki
hröð (og er það mildi) og á hálfum
mánuði sáum við einn árekstur
sem var meira nudd en klessa.
Höfuðreglan er sú að sá sem kem-
ur fyrstur á réttinn en hann þarf
að fylgja honum eftir þvi menn
reyna óspart að pota sér áfram.
Það er mikið af leigubílum í borg-
inni og aldrei nein bið. Maður rétt-
ir einfaldlega út höndina og næst
bíll stoppar. Það kom fyrir að bíl-
stjórinn þekkti ekki staðinn sem
við vorum að fara á og þá er helst
til ráða að kalla á annan eða sýna
honum annan stað sem er nálægt
og fá hann til að keyra áfram þeg-
ar þangað er komið, ef maður rat-
ar á milli.
12 sinnum kringum jörðina
Kínamúrinn er sennilega það
sem flestir þekkja í Kína. Það er
hins vegar ýmislegt sem flest okk-
ar vita ekki um hann. Hann var
byggður á tvö þúsund ára tímabili
af hinum og þessum keisaradæm-
um en alltaf í þeim tilgangi að
verjast innrásum úr norðri. Hann
Kínverjar eru iífsglatt fólk sem sest niöur og spilar hvenær sem tækifæri gefst.
Asiu og Ástralíu. svo verkefnin
koma viða að. Vinnudagurinn getur
líka orðið langur. Sendiráðið er
opnað kl. 9 og lokað kl. 5.
Ár drekans - flugeldar í
viku
Nýtt ár gekk í garð meðan við
vorum í borginni. Kínverjar eru
mjög hjátrúarfullir og ár drekans er
vist gott ár. Þetta þýðir að þeir nota
næstu tólf mánuði til að fram-,
kvæma mikilvæga hluti, svo sem að
gifta sig, eiga börn og annað sem
snýr að lífshamingju og heilbrigði.
Þeir fagna líka árinu með stæl.
Flestu vinnandi fólki (nema í þjón-
ustugreinum - hver kannast ekki
við það?) er gefið vikufrí. Þennan
tíma nota Kinverjarnir til að vera
með fjölskyldu sinni. Þeir ferðast
jafnvel langan veg til að svo megi
verða. Og svo er borðað. Rétt eins
og hjá okkur þá snýst hátíðin um
samveru og mat. Þeir fagna nýár-
inu líka með flugeldum. Reyndar er
bannað að skjóta upp flugeldum^
inni í borginni. Það aftrar þeim þó
ekki og þeir eru ekki að klukkutím-
ann fyrir og eftir miðnætti. Nei,
þeir skjóta upp flugeldum í viku.
Ferð okkar til Kína opnaði augu
okkar fyrir fjölbreyttu mannlífi i
fögru landi sem býr yfir ríkulegri
menningarhefð sem stendur á mör?
þúsund ára grunni.