Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 51
1 JT.-ÍT LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 ferðir * Fjallamenn þyrpast að rótum Everest: Allir vilja verða fyrstir á nýju árþúsundi | Enn eitt metárið í uppsiglingu Vinsældum skemmtisiglinga virðast lítil takmörk sett og nú stefnir i enn eitt metárið þegar kemur að fjölda farþega. Ef spár ganga eftir munu um sjö milljón- ir manna ferðast með skemmti- , ferðaskipum í ár sem er töluverð fjölgun frá í fyrra. Þá þykjast fróðir menn sjá mikla breytingu á innihaldi ferðanna. Farþegar skemmtiferöaskipanna eru sam- kvæmt upplýsingum Samtaka skemmtiferðaskipa í Bandaríkj- unum æ yngri og þá um leið . aukast kröfurnar um fjölbreytta afþreyingu um borð. Að sögn samtakanna fer fólk ekki lengur í siglingu til aö slappa af heldur miklu frekar til að skemmta sér. Stærstu skemmtiferðaskipin eru líka farin aö minna fremur á skemmtigarða en farkosti sem Iflytja fólk frá a til b. Algengt er að skautahallir, nokkrir bíósalir, diskótek og stórar verslanamið- stöðvar sé að finna í borð í nú- tímalegum skemmtiferðaskip- um. Bannað að bera brjóstin Ferða- menn og aörir sem ætla sér að taka þátt í Mardi Gras kjötkveðju- hátíðinni í New Or- leans þetta ári er betra að sætta sig við hert- ar reglur. Hátíðin, sem stendur til 7. mars, veröur haldin undir árvökulu eftir laganna varða sem munu ekki undir nokkrum kringumstæðum líta til hliðar þegar ósæmilegt athæfi er ann- ars vegar. Til að mynda verður þaö ekki liðið lengur að konur gangi um berbrjósta, hvað þá að fólk sýni aðra viðkvæma líkams- parta. Skilaboðin sem yfirvöld í INew Orleans senda fólk eru ein- íold; hegðið ykkur vel og ekki fara úr fotunum. Þetta ætti nú vart að vefjast fyrir þorra manna en þeir sem brjóta reglurnar geta átt von á því að verða settir á bak við lás og slá og þurfa síðan að reiða fram allt að þúsund döl- um í sekt. Með vegabréf upp á vasann Kapphlaup gæludýraeigenda á Bretlandi er nú hafið og spurn- ingin bara sú hvaða hundur eða köttur verður fyrstur til að yfir- J ' ' €: I 5 gefa landið á mánudagsmorgun með vegabréf upp á vasann. Sama dag taka ný gæludýralög gildi sem gerir gæludýraeigend- um í löndum Evrópusambands- ins kleift að ferðast með gæludýr sín á milli viðkomandi landa. Hundar og kettir þurfa að gang- ast undir læknisskoðun áður en þeir fá vegabréfin sín og gerð er krafa um ormasprautu daginn áður en lagt er í ferðalagið. Þá mega dýrin ekki hafa dvalið utan landa Evrópusambandsins hálfu ári fyrir brottför en undan- tekning er þó gerð á Noregi, Sviss og íslandi. Everest er ekki bara hæsta fjall heims heldur virðast menn aldrei fá nóg af því, þ.e.a.s. þegar ofurdjarflr fjallamenn eru annars vegar. Nú, þeg- ar nýtt árþúsund er hafið, vilja margir hampa þeim ágæta titli að verða fyrst- ir til að ná toppnum á því merkisári. Af þeim sökum hafa fleiri en nokkru sinni áður skráð sig til uppgöngu þeg- ar vorklifúrtímabilið hefst. Búist er Berchtesgaden er litil fallegur og frið- sæll bær Austurríkismegin, skammt sunnan við landamæri Þýskalands. Um- hverfið er ægifagurt enda valdi Adolf Hitler staðinn til að setja upp sitt annað heimili. Sjálfur var Hitler fæddur f Austurríki 20. apríl 1889. Amarhreiður Hiters, sem reist var uppi á bjargbrún gegnt þorpinu í Berchtesgaden, gjörbreytti þeirri frið- sælu ásýnd sem þessi bær á mörkum bæversku Alpanna hafði annars yfir sér. Kyrrðin var rofln er þangað streymdu SA-sveitir þýska hersins og áhangendur foringjans sem komu þús- undum saman til að hlusta á þegar hann flutti boðskap sinn. Þá óraði eng- ann fyrir að boðskapurinn ætti eftir að leiða til tortímingar Þriðja ríkisins 12 árum seinna. Eftir heimsókn Hitlers til Berchtes- gaden Land árið 1923 varð hann svo hrifinn af umhverfmu að hann ákvað að setjast að á Obersalsberg við rætur fjallsins Kehlstein. Byrjaði hann að byggja húsakynni þar upp árið 1933. Martin Bormann var falið það hlut- verk að fá land sem nauðsynlegt væri til að endurbyggja staðinn. Eftir að hafa vélað land við Obersalsberg af bændum voru 670 hektarar af landi í kringum Kehlstein einnig teknir. í ffamhaldinu við rúmlega fjörutíu gönguhópum til Nepals á næstunni en í fyrra klifu 37 hópar ijallið og þar af náðu 24 toppn- um. í hverjum hópi eru að jafnaði fjór- ir til sex göngumenn. „Það væri stórkostlegt aö komast á toppinn á nýju árþúsundi,“ sagði kanadíski leiðangursstjórinn Frangois Loubert í samtali við Reutersfréttastof- una á dögunum. Loubert er staddur í var ákveðið að ráðast í gerð Amarvirk- isins. Árið 1937 var Fritz Todt, yfirmaður í leynilögreglunni, settur til að hafa um- sjón með byggingu 4 metra breiðs og 6,5 km langs vegar sem höggvinn var inn í klettavegginn upp 1 800 metra hæð. Fimm jarðgöng voru einnig gerð og bíla- stæði, þar sem rútur gátu snúið við, var gert í 1.700 metra hæð. Þaðan voru þriggja metra há og 300 metra löng jarð- göng inn i hvelfingu, sem var inngang- ur að 124 metra hárri lyftu sem sprengt hafði verið fyrir inni í fjallinu. Lyftan, sem var með sætum úr grænu leðri, flutti fólk beint upp í Arnarhreiðrið sem var byggt eftir að vegurinn hafði verið kláraður á tólf mánuðum, 1937 til 1938. Þetta tæknilega meistaraverk sem kost- aði 30 milljónir ríkismarka var geflð Hitler á 50 ára afmælinu. Þó Hitler hafi verið hrifin af umhverfi Berchtesgaden og Obersalsberg, við rætur fjallsins Kehlstein, sýndi hann lítinn áhuga á Arnarvirkinu og kom þangað sjaldan. Varð það Bormann til sárrar skapraun- ar. Eftir stríðið voru háværar kröfur uppi um að sprengja Amarhreiðrið í loft upp en það hafði sloppið óskemmt eftir miklar loftárásir á staðinn. Sú ákvörðun varð þó ofan á að nota Amar- Kirsuberjatrán íWashington: Blómstra snemma í ár Það er ávallt mikið um hátíða- höld í Washington í Bandaríkjunum þegar hin víðfrægu kirsuberjatré og ein- kennistákn borgarinn- ar blómstra. Blóma- fræðingurinn Robert DeFeo hefur jafnan spáð fyrir um hvenær trén blómstra og nú segist hann handviss um að það verði fyrstu vikuna í apríl. Trén, sem þykja af- spyrnufalleg í blóma, voru gjöf til borgarinn- ar frá Japönum árið Washingtonborg fékk kirsuberjatrén að gjöf frá Japönum áriö 1912. 1912. Aldurinn er hins vegar farinn að segja til sín og aðeins 125 af upp- runalega trjástofninum, þrjú þúsund trjám, lifir. Trjánum er eðlilegt að ná 47 ára aldri að meðaltali og því em elstu trén orð- in fjörgömul eða 87 ára. Vísindamenn í Was- hinton hafa undanfarin misseri lagt höfuðið f bleyti um hvemig megi bjarga trjánum. Þeir hafa tekið 500 afleggjara af elstu trjánum og hyggjast klóna þau og gróðursetja á næstu árum. Þessi „sjóruta" fór í jómfrúferö á ánni Thames í London meö fulifermi af feröamönnum í vikunni sem leiö. Farartækiö var nýlega gert upp, en þaö haföi ekki veriö notaö síöan í seinna stríöi, og hefur þann góöa kost aö ferö- ast jafnauðveldlega um láö sem lög. Feröamenn í London eiga þess nú kost að fara í útsýnisferð um borgina í þessu farartæki og njóta siglingar í lokin. Símamynd Reuter Arnarhreiður Hitlers - nú ferðamannastaður á mörkum bæversku Alpanna Katmandú og hefur í hyggju að klífa fjallið að norðan eða Tíbetmegin. Ef allt gengur að óskum verður það hins vegar hópur íra sem leggur fyrst í hann Nepalmegin í vor. í lok mánaðar- Tindi Everest náö síöastiiö- iö sumar. Þarna er á ferö fyrsta konan, Cathy Dowd, sem hefur tekist aö klífa fjalliö frá tveimur hliöum. ins er síðan von á gönguhóp- um frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýsklandi og Frakklandi. Þrátt fyrir að klifurtíma- bilið sé ekki formlega hafið hafa tveir fiallgöngumenn þegar gert atlögu að Everest þetta árið. Þar var á ferð Bandaríkjamaðurinn Robert Anderson sem lagði á fiallið ásamt vönum Sherpa. Anderson varð hins vegar illa veikur á miðri leið og neyddist til að snúa við. Hinir innfæddu Sherpar hafa alla tíð verið hluti fiallaklifurs á Everest og það kemur ávallt í þeirra hlut að bera vistir og súrefni upp í mikla hæð; hæð þar sem venjulegir jallgöngumenn eiga nóg með sjálfa sig. Sherpar eiga líka flottustu metin á Everest. í fyrra tókst einum þeirra, Appa að nafni, að ná toppnum í tíunda sinn og kollegi hans, Babu Chiiri, náði þeim einstæða ár- angri að vera 21 klukkustund á toppn- um í fyrra en eins og flestir vita staldra menn oftast ekki lengur við en nokkrar mínútur á toppnum vegna súrefnisskorts og óbærilegs kulda sem eirir engu. Reuter Þessi mynd af Hitler og Evu Braun þykir mjög sérstök, enda ekki mikið um aö þau vaeru mynduö saman í Arnarhreiörinu eöa Kelsteinhaus eins og húsiö var líka kallaö. Þarna eru þau viö marmaraarin í móttökusal Arnarhreiöursins. hreiðrið til að draga að ferðamenn. Þangað fara nú þúsundir ferðamanna á hveiju ári. -HKr. Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu á leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk Til sölu ti! flutnings 50 fm sumarbústaður með 20 fm svefnlofti og verönd. 2. byggingarstigi lokið. Verð 3,7 millj. Er til sýnis í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 893 7788. Svenni Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag föstudaginn 24. mars. í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendanlega rangala gamla bæjarins. Bókaðu strax °g tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verðkr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Verðkr37.990 M.v. 2 í herbergi, Quality *** með sköttum og morgunmat. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.