Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Síða 56
68 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 UV matgæðingur vikunnar Nýkaup l'ar st'm jt rskh 'ikinn l >\r Kókos- og súkkulaðifylling - fljótleg og einföld við allra hæfi 200 g sykur 160 g smjörlíki 3 stk. egg 1/2 dl mjólk 300 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 g kókosmjöl 100 g suðusúkkulaði 1 tsk. vanilludropar Sykur og smjörlíki er unnið vel saman og egg sett saman við eitt í einu og skafið vel niður á milli. Mjólk er sett út i og þurr- efni þar á eftir. Saxið niður súkkulaðið og setjiö saman við ásamt kókosinum og vanillu- dropum. Bakið við 180 gráður í 60-65 mínútur í 28 cm formi. Helgi segir aöalréttinn vera álíka einfaldan og að laga sér hamborgara. Að kyrkja prest í smjöri og salvíu - Helgi Björnsson hristir tvo ítalska rétti fram úr erminni Kjúklingaleggir með hunangs- og timiansósu - fyrir 4 12 stk. kjúklingaleggir 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar hunangs- og timiansósa 1/2 stk blaðlaukur (200 g) 3 stk. gulrætur 1/2 dl ostrusojasósa 2 tsk. timian 2 msk. Worcestershiresóa 3 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 2 msk. hunang 2 msk. smjör Brúnið kjúlingaleggina á pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Setjið i 200 gráða heitan ofn í 18-20 mínútur. Berið fram með hunangs- og timiansósu og grófu brauði. Sósan. Skerið blaðlaukinn í sneiðar, gulræturnar í fína strimla. Snöggsteikið á pönnu. Bætið öðrum hráefnum saman við á pönnunni og látið sjóða i 2-3 mínútur. Smjörið sett út í síð- ast. Setjið á diska og leggið kjúklingaleggina ofan á. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. „Mér finnst mjög gaman að fara í eldhúsið og sjóða eitthvað gott sam- an úr því sem til er í ísskápnum. Síðan fæ ég mér glas af rauðvíni með, bara eitt, enda nauðsynleg við- bót með öllum góðum mat,“ segir Helgi Bjömsson, söngvari og leik- ari. Helgi segist lítið gefinn fyrir að fara alltaf nákvæmlega eftir upp- skriftum og sé meira fyrir það að prófa sig áfram. Helgi, sem bjó um tíma á Ítalíu, segist aftur á móti elda mikið af ítölskum mat og þar geti bæði verið um mjög flókna matargerð að ræða en líka einfalda, t.d. pasta með hvítlauk og parmes- an sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Á italíu er mjög auðvelt að nálgast ferskt hráefni og ítalskar húsmæður leggja venjulega mikla vinnu og tíma í matargerðina. Það er svona upp og ofan hvort ég hef tíma til að standa yfir pottunum í fleiri tíma en ef ég ætla virkilega að leggja mig fram þá geri ég það.“ Helgi ætlar að bjóða lesendum DV upp á tvo ítalska rétti. Annars vegar er það forrétturinn, strozza preti al burro e salvia sem útleggst á íslensku „að kyrkja prest í smjöri og salvíu" en Helgi segir nafnið til- komið vegna þess að prestum á Ítalíu hafi þótt rétturinn svo góður að hann hafi stundum staðið í kok- inu á þeim og orðið þeim að ald- urtila. Hins vegar er það aðalrétt- urinn, saltim bocca a la romana sem þýðir á íslensku „stekkur upp í munn að rómverskum hætti“ og ber nafn með rentu. Forréttur: Strozza preti al burro e salvia 300 g ricottaostur 400 g spínat 1 egg 1 eggjarauða 30 g hveiti handfylli ferskur parmesan 50 g smjör salvía, fersk salt hvítur pipar múskat Spínatið e'r soðið i litlu vatni, þurrkað og skorið fint í skál. Út í skálina er bætt ricottaostinum, egg- inu og eggjarauðunni, parmesanost- inum, hveitinu, örlitlu salti, hvítum pipar og múskati. Þessu er blandað saman með fingrunum og hnoðað í litla bolta, örlítið minni en golfkúl- ur að stærð. Þá er boltunum velt upp úr hveiti og þeir settir einn á fætur öðrum í sjóðandi saltvatn. Eftir nokkrar mínútur fljóta þeir á yfirborðið og þá er þeir teknir upp úr og steiktir á pönnu með bræddu smjöri. Við steikingu er salvíunni og örlitlum parmesan stráð yfir. Rétturinn er fyrir 4-5 manns og er framreiddur með góðu rauðvíni. Aðalréttur: Saltim bocca a la romana 400 g kálfakjöt 8 sneiðar af skinku, grafinni eða reyktri 8 salvíulauf 50 g smjör Kálfakjötið er skorið í 8 þunn- ar sneiðar. Sneiðarnar lamdar með buffhamri og skinkan sett ofan á ásamt einu til tveimur laufum af salvíu sem fest er við sneiðarnar með tannstönglum. Smjör sett á pönnu og sneiðamar steiktar við mikinn hita í nokkr- ar mínútur á hvorri hlið, fyrst á skinkuhliðinni. Þá er gott að hella örlitlu vatni og hveiti á pönnuna og leyfa kjötinu að krauma i eigin soði. Við það verður til hin fínasta sósa sem er góð með. Rétturinn er fyrir 4-5 manns og er borinn fram með léttu salati og rauðvíni. Helgi segist að lokum ætla að skora á Randver Þorláksson leik- ara sem matgæðing næstu viku en hann segir Randver vera mik- inn kokk sem hafi gaman af að elda góðan mat. „Ég hlakka mik- ið til að smakka á réttunum sem Randver mun gefa okkur upp- skriftirnar að,“ segir Helgi að lokum. Nykaup /Yir st'ni /i Tskh'ikitm hyr Engiferkaka - frekar einföld og ber Isérstakt kryddbragð 100 g smjörlíki 100 g púðursykur 175 g síróp 225 g hveiti 3 tsk. engifer 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. matarsódi 1 stk. egg 3/4 dl mjólk Setjið saman í þykkbotnapott smjör, sykur og síróp og bræðið sam- an við vægan hita. Blandið saman þurrefnum og setjið í hrærivélarskál- ina ásamt eggi og mjólk, hellið heita vökvanum saman við og vinnið í öðr- um gír þar til allir kekkir eru horfn- ir. Setjið í 24 cm form og bakið við 180 gráður í 34-38 mínútur. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Pönnusteikt lóða með ólífum, kapers og rækjum 4 stk. stórlúðubitar með roði (kótelettur), 200-250 g hver 3 msk. ólífuolia til steikingar Meðlæti 400 g rækjur 200 g ólífur, grænar 4-6 msk. kapers 11 msk. sítrónusafi 3 msk. ólífuolía j 150 g smjör salt og pipar Steikið lúðukóteletturnar á heitri pönnu, kryddið með salti og pipar eftir smekk. Setjið í 200 gráða heitan ofn í 8-10 mínútur eftir þykkt stykkj- anna. Berið fram með steiktum rækj- um, ólífum og kapers. Meðlæti Bræðið smjörið á pönnu og létt- brúnið ásamt ólífuolíunni. Bætið ólífum og kapers saman við - síðan rækjum og sítrónusafa. Kryddið með salti og pipar. Skiptið á diska og legg- Sið lúðustykkin yfir. Auk þessa má gjarnan bera fram soðnar smáar kartöflur með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.