Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Qupperneq 58
70
afmæli
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 JjV
lil hamingju
með afmælið
4. mars
85 ára________________
Björg Ólöf Helgadóttir,
Mýrargötu 18a, Neskaupstaö.
75 ára
Sigurjón Sigurðsson,
Syðra-Hvarfi, Svarfaðardal.
70 ára
Elísabet A. Möller,
Naustahlein 20, Garðabæ.
Erla Einarsdóttir,
Hólayegi 18, Sauðárkróki.
Jón ísleifsson,
Þverholti 10, Keflavík.
60 ára
Bjarney Kristjánsdóttir,
Miðvangi 157, Hafnarfirði.
Egill Jónsson,
Haukanesi 11, Garðabæ.
Guðrún Traustadóttir,
Norðurbraut 26, Hafnarfirði.
Hilmar Hafstein Svavarsson,
Stekkjarseli 5, Reykjavik.
Jóhanna Jónasdóttir,
Bárugötu 10, Reykjavík.
Svanberg Einarsson,
Mánahlið 1, Akureyri.
Valgerður Kristjánsdóttir,
Garðarsbraut 39, Húsavík.
50 ára______________________
Arnþór Árni Ström,
Langholtsvegi llOa, Reykjavík.
Birgir J. Halldórsson,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Halldór Sverrisson,
Skeiðarvogi 79, Reykjavík.
Haraldur Haraldsson,
Stangarholti 36, Reykjavík.
Hermann Bragason,
Bakkahlíð 11, Akureyri.
Jóna G. Þórðardóttir,
Ljósheimum 14, Reykjavík.
Pauline Jean Haftka,
Fagurhóli 10, Grundarfirði.
40 ára
Auður Eggertsdóttir,
Skálatúni, Lönguhlíð,
Mosfellsbæ.
Friðrik Magnússon,
Snægili 24, Akureyri.
Kolbrún Bjömsdóttir,
Undralandi 10, Reykjavík.
Sigrún Birgisdóttir,
Leiðhömrum 33, Reykjavík.
Somjai Chotcharee,
Lyngási 4, Hellu.
Þóra Guðmundsdóttir,
Kambaseli 81, Reykjavík.
Notaðu
vfsHlngurinn!
Svanfríður Örnólfsdóttir
Svanfríður Örnólfsdóttir húsmóð-
ir, Blesugróf 8, Reykjavík, er áttræð
í dag.
Starfsferill
Svanfríður fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð og ólst þar upp í
foreldrahúsum, að undanskildum
fimm árum frá átta ára aldri er hún
var hjá hjónunum Guðmundi Gils-
syni og Sigríði Hagalínsdóttur í
Hjarðardal í Önundarfirði. Eftir
barnaskólanám var Svanfríður í
fiskvinnu og aðstoðaði á heimilum.
Svanfríður flutti til Reykjavíkur
með foreldrum sínum 1943 og sinnti
þar hússtörfum. Er Svanfríður gifti
sig sinnti hún heimilisstörfum á
eigin heimili en eftir aö bömin
komust á legg vann hún nokkur ut-
an heimilis við hreingerningar og á
matstofum.
Fjölskylda
Svanfríður giftist 19.12. 1945 Ósk-
ari Þórðarsyni, f. 5.6. 1920. Foreldr-
ar hans voru Þórður Runólfsson, f.
18.9. 1896, d. 26.9. 1998, bóndi í Haga
í Skorradal, og Halldóra Guðjóns-
dóttir, f. 8.10. 1891, d. 13.5. 1982, hús-
móðir.
Börn Svanfríðar og Óskar: Arn-
þór, f. 19.2. 1947, d. 26.5. 1994, skrift-
vélavirki í Reykjavík, var kvæntur
Hrönn Pálsdóttur, f. 1946, og eru
börn þeirra Dagný, f.
1970, Berglind, f. 1973,
Lilja Dögg, f. 1975, og
Amþór, f. 1979; drengur,
f. andvana 27.12. 1950;
Svandís Ósk, f. 7.7. 1954,
starfsmaður í íslands-
banka, gift Steinari Jak-
obi Kristjánssyni, f.
1950, verslunarmanni
hjá Húsasmiðjunni og
eru böm þeirra Auður,
f. 1974, og Björgvin, f.
1980; Ársæll, f. 26.8. 1960,
verslunarmaður hjá Jó-
hanni J. Ólafssyni heild-
verslun, kvæntur Eugeníu Björk
Jósefsdóttur, f. 1961, starfsmanni
við leikskóla, og er dóttir þeirra
Ástrós Eva, f. 24.11. 1997.
Langömmubörn Svanfríðar eru
þrjú talsins, Sara Sif og Sveinn Ar-
on, börn Dagnýjar Arnþórsdóttur og
manns hennar, Sveins Stefánsson-
ar, og Örlygur Elvar, sonur Lilju
Daggar Arnþórsdóttur og Arnþórs
Örlygssonar.
Systkini Svanfríðar urðu fimmt-
án talsins en tólf þeirra komust á
fullorðinsár. Systkini hennar sem
komust upp: Kristrún Þórlaug, f.
1902, d. 1978, húsmóðir í Súganda-
flrði, gift Birni Guðbjörnssyni
verkamanni sem einnig er látinn en
þau eignuðust fimm börn; Ríkey, f.
1903, d. 1945, húsmóðir í
Súgandafirði, var gift
Einari Jóhannssyni,
verkamanni og sjó-
manni, sem er látinn en
þau eignuðust fimm
börn; Þorleifur Þorkels-
son Örnólfsson, f. 1905,
d. 1963, sjómaður á ísa-
firöi, kvæntur Ástrúnu
Þórðardóttur húsmóður
sem er látin og eignuð-
ust þau fjögur börn; Sig-
ríður Guðmunda, f. 1907,
d. 1988, húsmóðir á
Akranesi, gift Ólafi Jóns-
syni verkamanni sem er látinn en
þau eignuðust þrjú börn; Kristjana
Júlía, f. 1909, d. 1969, húsmóðir í
Reykjavík, var gift Þorláki Jónssyni
rafvirkjameistara sem er látinn og
eignuðust þau þrjú börn; Jóna Ingi-
björg, f. 1911, d. 1985, húsmóðir og
verkakona á ísafirði og i Reykjavík,
var gift Magnúsi Kristjáni Guðjóns-
syni, verslunarmanni á ísafirði,
sem er látinn og eignuðust þau þrjú
böm; Guðrún Þórey, f. 1914, d. 1997,
húsmóðir á Akranesi, var gift
Sveini Kristjáni Guðmundssyni,
kaupfélagsstjóra og bankastjóra,
sem er látinn og eignuðust þau fjög-
ur börn; Örnólfur Magnús, f. 1917, d.
1987, rafvirkjameistari í Reykjavík
og á Húsavik, var kvæntur Stefaníu
Ósk Guðmundsdóttur, húsmóður og
verkakonu, og eignuðust þau sjö
börn; Ámi, f. 1921, d. 1992, rafvirki
og verslunarmaður í Reykjavík, var
kvæntur Guðrúnu Jörundardóttur,
húsmóður og verkakonu, sem er lát-
in og áttu þau eina kjördóttur; Ólaf-
ur Ágúst, f. 1923, d. 1990, útvarps-
virki í Reykjavík, var kvæntur
Kristínu Ingvarsdóttur húsmóður
sem er látin og eignuðust þau þrjú
böm; Helga Sigurbjörg, f. 1924, d.
1965, húsmóðir í Reykjavík, var gift
Baldri Jónassyni, starfsmanni í
Áburðarverksmiðjunni, sem er lát-
inn og eignuðust þau átta böm; Að-
alsteinn Finnur, f. 1927, vélstjóri og
sjómaður, síðar húsvörður, kvænt-
ur Elínu Eiríksdóttur, húsmóður og
verkakonu, en þau eignuðust fimm
böm, auk þess sem Aðalsteinn eign-
aðist dóttur fyrir hjónaband.
Foreldrar Svanfríðar voru Örnólf-
ur Jóhannesson, f. 22.8. 1879, d. 5.7.
1955, verkamaður, sjómaður og fisk-
matsmaður á Suðureyri, síðar
verkamaður í Reykjavik, og k.h.,
Margrét Guðnadóttir, f. 11.11. 1883,
d. 31.1. 1960, húsfreyja.
Svanfriður tekur á móti ættingj-
um og vinum í safnaðarheimili Bú-
staðakirkju á afmælisdaginn milli
kl. 16.00 og 20.00.
Svanfríður
Örnólfsdóttir.
Stefán Jónsson
Stefán Jónsson, læknir á á rann-
sóknardeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, Prestbakka 11, Reykjavík, verð-
ur sjötugur á mánudaginn.
Starfsferill
Stefán fæddist á Svertingsstöðum
í Miðfirði. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1951, embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ 1959, hlaut almennt
lækningaleyfi hérlendis 1962 og í
Svíþjóð 1971 og er viöurkenndur
sérfræðingur í meinalífeðlisfræði
frá 1972.
Stefán stundaði nám í el-
ektrokardiografi og vekt-
orkardiografi við háskólann í Umeá
í Sviþjóð 1969, í lungnalífeðlisfræði
við háskólann i Gautaborg 1970, í
lifeðlisfræði blóðrásar við lífeðlis-
fræðistofnun háskólans í Gautaborg
1970-71 og í lungnasjúkdómum og
lungnalífeðlisfræði við Cardiot-
horacic Institude, Brompton sjúkra-
húsið i Lundúnum 1977.
Stefán var námskandidat við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
1959, við fæðingardeild Landspítal-
ans og Slysavarðstofuna í Reykjavík
1960, aðstoðarlæknir á Rannsóknar-
stofu HÍ 1960-61, héraðslæknir í
Ólafsfjarðarhéraði 1961-63, að-
stoðaræknir við Borgarspítalann
1963-66, læknir og aðstoðaryfir-
læknir við Sahlgrenska sjukhus í
Gautaborg og síðan við
Centrallasjukhus í Vanersborg -
Trollhattan 1966-69, og sérfræðing-
ur á rannsóknardeild Borgarspítala
1972-99. Hann starfar nú að
hjartarannsóknum við Læknasetrið
t Reykjavík.
Stefán var lektor í lífeðlisfræði
við læknadeild HÍ frá 1971, dósent
þar frá 1980, og stundakennari í líf-
eðlisfræði við líffræðiskor verk-
fræði- og raunvísindadeildar HÍ, við
námsbraut í hjúkrun við HÍ, Meina-
tæknaskólann og Nýja hjúkrunar-
skólann.
Stefán var ritari Læknafélagsins
Eirar 1973-75, sat í kennslunefnd
læknadeildar 1972-73, í deildarráði
læknadeildar 1974-76, í vinnu-
skyldunefnd, í nefnd um breytingar
á reglugerð læknadeildar, í nefnd
um starfsreglur vegna stöðuveit-
inga, í dómnefnd vegna lektorsstöðu
í innkirtlasjúkdómum og í stöðu-
nefnd læknaráðs Borgarspítalans
frá 1973.
Stefán hefur skrifað greinar í er-
lend og innlend læknarit.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 30.12.
1960, Esther Garðars-
dóttur, f. 29.3. 1935, ljós-
móöur. Hún er dóttir
Garðars Kristjánssonar,
útgerðarmanns á Búðum
i Fáskrúðsíirði, og k.h.,
Guðbjargar Erlínar Guð-
mundsdóttur húsmóður.
Börn Stefáns og
Estherar eru íris Alda, f.
20.12. 1957, kjördóttir,
húsmóðir í Grafarvogi,
gift Agli Þór Ragnarssyni, forstjóra
í Garðabæ, og eru börn þeirra Pétur
Ingi, f. 4.3. 1983, Ingibjörg Ragnheið-
ur, f. 21.5. 1985, Stefanía Esther, f.
11.6. 1987, Atli Fannar, f. 24.1. 1992,
og Hugrún Birta, f. 24.7. 1995; Pétur
Hafsteinn, f. 26.3. 1962, kerfisfræð-
ingur, kvæntur Áslaugu Sigurðar-
dóttur en sonur þeirra er Jón Stef-
án, f. 14.7. 1999, auk þess sem stjúp-
dóttir Péturs og dóttir Áslaugar er
Heiðrún Gissunn Karlsdóttir; Rúna
Gerður, f. 23.11. 1964, bankastarfs-
maður í Reykjavík, en sambýlis-
maður hennar var Hjörtur flugmað-
ur og er sonur þeirra Georg Helgi, f.
12.11. 1986.
Systkini Stefáns: Guð-
finna, f. 23.4.1917, fyrrv.
húsfreyja á Stóra-Ösi í
Miðfirði; Ingunn, f. 3.1.
1919, d. 3.1. 1979, klæð-
skeri í Kópavogi; Þor-
gerður, f. 14.8. 1920, hús-
freyja og iðnverkakona í
Reykjavík, nú í Garða-
bæ; Eirikur, f. 27.2.1922,
bóndi á Svertingsstöð-
um, nú á Laugarbakka;
Bjarni, f. 7.12. 1924,
bóndi á Svertingsstöð-
um, nú á Hvammstanga;
Guðlaug, f. 22.6. 1926, húsmóðir og
iðnverkakona í Reykjavík; Snorri, f.
15.5. 1928, fyrrv. yíirkennari og full-
trúi í Hafnarfirði; Ólafur, f. 27.11.
1931, rafvirkjameistari og forstjóri
Ljósgjafans á Akureyri; Gunnlaug-
ur, f. 22.1. 1931, framhaldsskóla-
kennari, býr í Hafnarfirði; Ragn-
heiður, f. 20.11. 1935, kennari og
bókasafnsfræðingur, býr í Reykja-
vík.
Foreldrar Stefáns voru Jón Ei-
ríksson, f. 22.6. 1885, d. 10.2. 1975,
bóndi á Svertingsstöðum í Miðfirði,
og k.h., Hólmfríður Bjarnadóttir, f.
13.10. 1891, d. 24.4. 1981, húsfreyja.
Stefán og Esther eru að heiman.
Stefán Jónsson.
Gizur Gottskálksson
Gizur Gottskálksson
læknir, Ægisgrund 20,
Garðabæ, er fimmtugur
í dag.
Starfsferill
Gizur fæddist að
Hvoli i Ölfusi og ólst þar
upp. Hann lauk stúd-
entsprófl frá ML 1970,
embættisprófi i læknis-
fræði frá HÍ 1976, var
námskandidat við Borg-
arspltalann og á Landa-
koti 1977-78, og stundaði
sérnám i lyflækningum í Örebro og
í hjartalækningum í Gautaborg í
Svíþjóð 1978-85.
Gizur var sérfræðingur í hjarta-
lækningum við Borgarspítalann
1985-96, yfirlæknir við hjartadeild
Akademiska sjúkrahússins í Upp-
sölum í Svíþjóð 1996-97 og er sér-
fræöingur við hjartadeild Landsptt-
alans frá 1997.
Gizur sat i stjórn Fé-
lags ungra lækna
1977-78, í stjóm Félags
íslenskra lækna 1 Sví-
þjóð 1982-84. Hann var
bæjarfulltrúi í Garðabæ
1992-98, sat í fjölmörgum
nefndum á vegum
Garðabæjar 1990-2000,
og var varaþingmaður
Alþýðuflokkins í Reykja-
nesi 1993-95.
Gizur hefur skrifað
sérfræðigreinar í inn-
lend og erlend læknatímarit og
greinar um þjóðfélagsmál í innlend
dagblöð.
Fjölskylda
Gizur kvæntist 1.1. 1974 Elínu
Kristjönu Sigfúsdóttur, f. 16.5. 1951,
bankastarfsmanni. Hún er dóttir
Sigfúsar Einarssonar, sjómanns í
Neskaupstað, og Ragnhildar Þor-
geirsdóttur húsmóður.
Börn Gizurar og Elínar Kristjönu
eru Sigfús Örn Gizurarson, f. 8.1.
1973, læknir í Reykjavík, í sambúð
með Rúnu Guðmundsdóttur og er
sonur þeirra Gizur, f. 16.7. 1998;
Gottskálk Gizurarson, f. 24.5. 1974,
læknanemi í Kaupmannahöfn; Jó-
hann Grétar Gizurarson, f. 10.6.
1986, grunnskólanemi.
Systkini Gizurar: Guðmundur
Gottskálksson, búsettur í Hvera-
geröi; Jórunn Gíslína Gottskálks-
dóttir, búsett í Hveragerði, en mað-
ur hennar er Friðgeir Kristjánsson;
Salvör Gottskálksdóttir, búsett í
Hafnarflrði, en maður hennar er
Vilhelm Adolfsson; Guðrún Ásta
Gottskálksdóttir, búsett á Selfossi,
en maður hennar er Kristján Jóns-
son.
Foreldrar Gizurar voru Gottkálk
Gizurarson, f. 4.7. 1902, d. 16.9. 1964,
bóndi og organisti á Hvoli í Ölfusi,
og Gróa Jónsdóttir, f. 8.9. 1907, d.
30.11. 1992, húsfreyja.
Ætt
Gottskálk var sonur Gissurar, b, og
organisti á Hvoli, Gottskálkssonar, b.
á Sogni, Gissurarsonar. Móðir Gissur-
ar á Sogni var Guðrún Sigurðardóttir,
systir Bjarna riddara Sívertsen. Móð-
ir Gissurar organista var Salvör Ög-
mundsdóttir frá Snæfoksstöðum.
Móðir Gottskálks var Jórunn
Snorradóttir, b. á Þórustöðum, Gísla-
sonar, b. á Kröggólfsstöðum, Eyjólfs-
sonar, ættfóður Kröggólfstaðaættar,
Gíslasonar. Móðir Jórunnar var
Kristín Oddsdóttir, b. á Þúfu, Bjöms-
sonar.
Gróa var dóttir Jóns, b. í Króki í
Ölfusi, Björnssonar, í Vétleifsholts-
helli, Björnssonar, og Þuríðar Jóns-
dóttur. Móðir Gróu var Guðrún, syst-
ir Gissurar á Hvoli.
Gizur Gottskálksson.