Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 Merming____________________________________________________________________________________________DV Helga Vala Helgadóttir Hún leikur Rósu í Sumarhúsum á ensku. Sjálfstætt fólk í Englandi Þrír íslenskir leikarar taka þátt i breskri upp- færslu á nýrri leikgerð af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness sem frumsýnd verður á mið- vikudaginn, Helga Vala Helgadóttir sem leikur bæði Rósu og Hallberu gömlu, Páll Pálsson sem leikur Ingólf Arnarson og Ragnheiður Guð- mundsdóttir sem leikur Ástu Sóllilju. Bjartur er leikinn af Michael Strobel en Charles Way leik- stýrir. Uppfærslan er samvinna leikhússins New Per- spectives í bænum Mansfield í Nottinghamshire og Möguleikhússins í Reykjavík. Leikhússtjóri New Perspectives Gavin Stride kom til íslands í fyrsta sinn 1998 og fannst margt þar minna sig á sitt heimahérað. „Mig hefur lengi langað til að leggja fremur áherslu á það sem fólk í ólíkum löndum á sameiginlegt en það sem skilur það að,“ segir hann og er viss um að Bjartur muni höfða til síns fólks. Sýningin mun ferðast um England til 13. maí í vor. Frumsýningin er i tengslum við farand- leiklistarhátíðina Pride of Place sem haldin er í Nottinghamshire dagana 23.-26. mars. Týndar konur í dag kl.12.30 heldur Cornelía Sollfrank fyrir- lestur í Listaháskóla íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024. Cornelía er myndlistarmaður sem býr og starfar í Hamborg. Henni eru hugleiknar þær breytingar sem nú eiga sér stað í myndlist og nýtt hlutverk myndlistarmanna í heimi tækni og upplýsinga. Cornelía er einn af stofnendum al- þjóðlegu femínista hreyfingarinnar „Old Boys Network". í fyrirlestrinum fjallar hún um eigin verk með áherslu á internetið sem miðO og vett- vang myndlistar. Á miðvikudag kl. 12.30 heldur Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur fyrirlestur í stofu 113 í Skipholti 1 sem hún nefnir: „Ljósmyndun í Cobru (1948-1951)“. Alþjóðlega hreyfingin Cobra hafði gífurleg áhrif á nútímalist og er hvað þekktust fyrir framlag sitt til myndlistar, en ljós- myndun í Cobra hefur verið nær óþekkt fram að þessu. Fyrirlesari mun kynna niðurstöður rann- sóknar sinnar um þetta efni sem unnar eru við Sorbonne háskólann í París. Námskeiðið „Týndar konur“ hefst 27. mars í Listaháskóla íslands stofu 113, Skipholti 1. Kenn- ari er Elísa Björg Þorsteinsdóttir listfræðingur. Lítið fer að öðru jöfnu fyrir konum á spjöldum hinnar hefðbundnu listasögu þótt þær hafi tekið þátt i listsköpun frá örófi alda. Ætlunin er að rekja sögu listakvenna í samhengi við almenna listasögu og hugsanlegar skýringar þess að svo hljótt hefur verið um þær; byrjað verður á mið- öldum og endað í samtímanum. Söngfugl að sunnan í tilefni af útkomu bókar með ljóðaþýðing- um Þorsteins Gylfasonar heimspekings verð- ur dagskrá annað kvöld kl. 20 á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, undir yf- irskriftinni Söngfugl að sunnan. Þar mun Þor- steinn lesa úr bókinni og söngkonurnar Ólöf Kolbrún Harðardóttir (á mynd) og Sif Ragnhild- ardóttir flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Sergei Rachmaninov og Kurt Weill við nokkur ljóðanna úr bókinni. Með þeim leikur Richard Simm á píanó. í bókinni eru kvæði eftir höfuðskáldin Shakespeare, Goethe og Púshkín, en einnig eftir minna þekkt góðskáld eins og Piet Hein og Tove Ditlevsen. Þá eru í bókinni þýddar allmargar spænskar þjóðvísur. Allur síðari hluti bókarinnar er helgaður þýska skáldinu Bertolt Brecht. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill með- an húsrúm leyfir. Leiklíst Skaufi í hali DV-MYND ÞOK Erla Ruth Harðardóttir og Jóhann Siguröarson í hlutverkum sínum í Landkrabbanum „Á Guöfinnu RE njóta menn virðingar í réttu hlutfalli við kjafthátt og hörku." Hvernig sem á því stendur virðist það ekki skila sérlega góðum árangri að efna til leikritasamkeppni í tilefni stóraf- mæla. Skemmst er að minnast Búa sögu sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur og því miður verður að við- urkennast að leikrit Ragnars Arnalds, Landkrabbinn, sem lenti í sama sæti í samkeppni vegna hálfrar aldar afmælis Þjóðleikhússins, sætir engum tíðindum. Ekki er þar með sagt að verkið sé alslæmt, enda Ragnar orðinn nokkuð „sjóað“ leikskáld. Hann skrifar lipur samtöl sem renna vel og í Landkrabban- um vekur textinn oftar en ekki hlátur meðal leikhúsgesta. Að byggingu lýtur verkið klassískum lögmálum, hefst með kynningu aðstæðna og persóna, þá kem- ur ris eða dramatískur hápunktur og lausn í lokin. Fyrri hluti verksins (kynn- ingin) er þéttur og vel skrifaður en eftir hlé kemur dálítill losarabragur á at- burðarásina og því verða átökin ekki eins dramatísk og skyldi. Þetta mun vera fyrsta íslenska leikrit- ið sem gerist um borð í togara en það eitt nægir ekki til að gera verkið spenn- andi. Ragnar gerir i raun ekki annað en að staðfesta klisjurnar og goðsagnirnar um sjómennskuna. Lífið um borð í Guð- finnu RE er því kunnuglegt, jafnvel þeim sem aldrei hafa verið til sjós. Á Guðfinnu njóta menn virðingar í réttu hlutfalli við kjafthátt og hörku og því ekki nema von að óspart sé gert grín að Pétri, kurteisa menntamanninum sem álpast til að fara með þeim einn túr. Það sem helst kryddar er að um borð eru tvær konur, Viktoría söngkona, sem er þar reyndar fyrir einskæran klaufaskap, og Lóa, sem er munstruð á dallinn sem háseti. Hún er líka sambýliskona Barða skipstjóra, sem er að sjálfsögðu hörkutól, en vera Viktoríu um borð veldur upplausn í sambandinu. Kvennamálin eru þó ekki einu vandræðin sem Barði þarf að glíma við í þessari veiðiferð. Kosturinn gleymist nefni- lega i landi og þegar Barði neitar að verða við ósk áhafnarinnar um að sigla til hafnar grípur hún til sinna ráða. Landkrabbinn er ágætis afþreying og leik- arar standa sig allir með prýði. Kjartan Guð- jónsson smellpassar i hlutverk land- krabbans, uppburðarlitiU og klaufalegur til að byrja með en lærir af reynslunni eins og vera ber og er bara nokkuð harður nagli þeg- ar á reynir. Erla Ruth Harðar- dóttir sat vel í hlutverki Lóu og dró upp skýra mynd af lífsglaðri og duglegri konu sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Jóhann Sigurðarson og Pálmi Gestsson þurftu lítið að hafa fyrir bræðr- unum Barða og Tryggva og Randver Þorláksson var á heimavelli í hlutverki hins sífulla kokks. Hásetarnir, sem Stefán Jónsson, Sigurður Skúla- son og Ólafur Darri Ólafsson léku, voru hver með sinu sniði en hlutverkin buðu ekki upp á mikil tilþrif, frekar en hlutverk Ólafs, sonar Barða, sem Gunnar Hansson túlkaði af öryggi. Guð- rún Þ. Stephensen lék móður Barða og Tryggva og gerði það ágætlega og sama má segja um Þórunni Lárusdóttur í hlutverki Viktoríu. Þórunn hefur fina rödd og söng lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Ragnar Amalds fallega þrátt fyrir dulít- inn frumsýningarskrekk. Hins vegar er mér fyrirmunað að skilja hvaða tilgangi það þjónaði að láta hana leika einleik á trompet í lögunum sem ekki voru sungin. Heíði hún verið látin fara í splitt ef hún hefði verið i ballett sem stelpa? Brynja Benediktsdóttir held- ur ágætlega utan um sýninguna þó enn vanti hana meiri þétt- leika. Leikmynd Sigurjóns Jó- hannssonar er hins vegar ein- staklega tilkomumikil og vel heppnuð líkt og annað sem lýtur að umgjörð sýningarinnar. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóöleikhúsiö sýnir á stóra sviöinu: Landkrabbinn eftir Ragnar Arnalds. Lýsing: Björn B. Guömunds- son. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikmynd: Sigur- jón Jóhannsson. Búningar: Sigurjón Jóhannsson og Margrét Siguröardóttir. Leikstjórn: Brynja Benedikts- dóttir. Myndlist Norræn málverk hér og nú Rolf Hanson: Runt om trappa V, 1998 „Sjáifum þykir mér einsýnt að Rolf Hansen hafi fengið fyrstu verðiaun út á eitthvað annað en þau kiunnalegu og ófrumlegu verk sem hér eru til sýnis. “ Camegie-málverkasýningin er komin hing- að öðru sinni og er sennilega ívið áhrifameiri en sú fyrri. Sem er sjálfsagt einskær tilviljun og segir lítið sem ekkert um ástand og horfur í norrænni málaralist. Það sem sýnt er í þetta sinn er fremur hefðbundið og skírskotar vís- vitandi til myndlistarinnar á sjötta og sjöunda áratugnum, til afstrakt-expressjónisma, popp- listar og strangflatalistar. Eftir nokkur ár kemur sjálfsagt í ljós hvort hér er um viðvar- andi eða tímabundna tilhneigingu að ræða. Út af fyrir sig held ég að engin þörf sé á að setja spurningarmerki við þessa framkvæmd Carnegie-fjárfestingarbankans. Þar höfðu menn einfaldlega mestan áhuga á málaralist og vildu halda merki hennar á lofti með árleg- um sýningum og verðlaunaveitingum og upp- skera um leið jákvætt viðmót menningarsinn- aðra fjárfesta og almennings. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á nokkra aðra list- grein né framkvæmd. Sjálft skipulag þessarar farandsýningar, bókaútgáfan, upplýsingaflæð- ið og öU fagleg umsýslan ætti síðan að vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunaverk og önnur verk Einn er þó skavanki á henni sem hlýtur að gera bæði sýningargestum og gagn- rýnendum erfitt fyrir. Þeir sem valdir eru á sýninguna komast nefnilega upp með það að kippa verkum út af henni milli sýningar- staða, hvort sem er af öryggisástæðum eða öðrum ótilgreindum ástæðum. Hér í Reykja- vík, á næstsíðasta áfangastað, er búið að taka út af sýningunni 13 myndverk af þeim 56 sem upphaflega voru valin tU hennar. Það er einum of mikU blóðtaka. Við fáum því alls ekki að sjá hina upprunalegu sýn- ingu, og þaö sem verra er, sjáum oft ekki á hvaða forsendum sumir listamennimir hlutu náð fyrir augum dómnefndar. Þetta á til dæmis við um norska listamanninn Hilmar Fredriksen með sitt eina verk en var með þrjú. Landi hans, Steinar Jacobsen, er hér einungis hálfur og ef ekki kæmu tU myndirnar í sýningarskránni mundi maður freistast tU að halda að þriðji Norðmaður- inn, Arvid J. Pettersen, væri einungis frem- ur óspennandi sporgöngumaður gamla Rauschenbergs. ÖU þrjú málverk danska listamannsins Jespers Christiansen eru síð- an horfín með tölu. Útvalda listamenn ætti að skikka til að lána verk sin á aUa sýningarstaði. Og fyrst við erum farin að ræða fjölda verkanna þá mætti dómnefndin gjarnan hafa fyrir sið að velja tU sýningarinnar minnst tvö verk eftir hvern útvaldan. Eitt verk segir lítið um listamenn á borð við Georg Guðna, Jukka KorkeUa og Jasse Ráisanen. Um verðlaunaveitingarnar þessu sinni hafa menn sjálf- sagt misjafnar skoðanir. Sjálfum þykir mér einsýnt að Rolf Hansen hafi fengið fyrstu verðlaun út á eitthvað annað en þau klunnalegu og ófrumlegu verk sem hér eru tU sýnis. Og aðrir verðlauna- hafar og styrkþegar hreyfa ekki mikið við mér. Hér und- anskil ég þó þau „landabréf hugans" sem finnska lista- konan Silja Rantanen gerir. Að sumu leyti eru þau köld og fráhrindandi - kannski eiga þau meira skylt við „konsept" en málaralist - en þankagangurinn á bak við þau hlýtur að hrista upp i ýmsum viðteknum hugmynd- um manna um umfang og hlutverk málverksins. Sem hlýtur að vera eitt megin- markmið sýningar af þessu tagi. Aðalsteinn Ingólfsson PS. Meö því skemmtilegra sem birst hefur á menningarsíöum dagblaðanna undan- farnar vikur eru viöbrögð Braga Ásgeirssonar á Morg- unblaðinu viö Carnegie-málverkasýningunni að Kjar- valsstööum. Eins og mörgum er kunnugt er þessi stórkritíker sannfæröur um aö alls kyns „fræöingar og bendiprikafólk" um hinn vestræna heim vilji mál- verkiö feigt. Því getur hann ómögulega skilið hvernig stendur á þv! aö þetta sama liö skuli nú vera aö setja saman norræna sýningu á málverkum. Eftir að hafa farið ýmsa hringi í málflutningi sínum er helst á honum aö skilja að hér búi eitthvað óhreint undir. Carnegie-sýningin hangir uppi á Kjarvalsstööum til 2. apríl. Safniö er opiö kl. 10-18 dag hvern.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.