Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
7
I>V
Fréttir
Hverjir eru vinnuveitendurnir?
Samtök tónlistarkennara í Reykjavík voru stofnuð í fyrrakvöíd en nokkurrar óánægju hefur gætt meðal tónlistarkenn-
ara í borginni um kaup og kjör. Mikil óvissa hefur einnig ríkt um hverjir viðsemjendurnir séu, skóiastjórnendur eða
borgin og eru samtökin stofnuð til að skerpa baráttuna.
Samtök tónlistarkennara í Reykjavík stofnuð:
Ovissa um
viðsemjendur
- verkfall eða uppsagnir þegar samningar renna út
„Ástæöan fyrir stofnun samtak-
anna er fyrst og fremst sú að við
erum ekki sáttir við kaup og
kjör,“ segir Jón Kristinn Cortes,
tónlistarkennari og stjórnarmað-
ur í Samtökum tónlistarkennara í
Reykjavík sem voru stofnuð á fjöl-
mennum fundi í fyrrakvöld. Tón-
listakennarar í Reykjavík hafa
um nokkurt skeið verið ósáttir
við kjör sín og ekki virðist liggja
ljóst fyrir hvort þeir eiga að leita
til stjórnenda tónlistarskólanna
eða Reykjavíkurborgar. „Reykja-
víkurborg hefur á þessu menning-
arári ekki séð ástæðu til þess að
tala við kennara og það hefur þvi
skapast umræða um hverjir séu í
raun vinnuveitendur tónlistar-
kennara," sagði einn fundar-
manna við DV.
í Reykjavík eru starfræktir um
15 tónlistarskólar og þar af eru 12
reknir sem sjálfseignarstofnanir á
styrk frá Reykjavikurborg. Það er
því undir borgaryfirvöldum kom-
ið hversu mikið fé skólarnir fá til
rekstursins en borgin tók við því
hlutverki af ríkinu þegar grunn-
skólarnir voru færðir yfir til
sveitarfélaganna. Þeir sem DV
ræddi við í gærkvöld voru þeirrar
skoðunar að frá því að borgin tók
við rekstrinum hafi fjárveiting-
arnar verið skornar niður ár frá
ári. Samkvæmt heimildum blaðs-
ins áttu fulltrúar tónlistarkenn-
ara fund með borgaryfirvöldum í
september á síðasta ári en þar
kom það skýrt fram að borgaryfir-
völd hefðu ekki áhuga á að ræða
við kennara um kjarabætur held-
ur skólastjórnendur. Þetta var
túlkað þannig að borgaryfirvöld
litu ekki svo á að þau væru
vinnuveitendur tónlistarkennara
sem verður að teljast nokkuð
furðulegt þegar litið er til þess að
skólastjórnendur starfa í raun eft-
ir sömu kjarasamningum og
kennarar. Málið hefur því verið í
nokkuð lausu lofti og vilja kenn-
arar koma því í ákveðnari farveg
með stofnun samtakanna.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið
að ræða kjaramálin eingöngu við
skólastjórnendur en skólastjórn-
endur vilja hins vegar meina að
þeir eigi engan hlut að máli þegar
verið sé að ræða um kaup og kjör
þar sem að tónlistarskólakennar-
ar kenna samkvæmt kjarasamn-
ingum sem eru gerðir við launa-
nefnd Sambands sveitarfélaga.
Kennaramir eru ósáttir og benda
á að í sveitarfélögunum í kring sé
um allt annað að ræða því þar sé
búið að ganga frá ýmsum auka-
samningum við tónlistarkennara.
Þar séu reglurnar skýrari og
kennarar ráðnir af sveitarfélög-
unum sjálfum. Kjarasamningur
tónlistarkennara í Reykjavík
rennur út í lok nóvember í ár og
töldu margir viðmælendur blaðs-
ins að þá komi bara tvennt til
greina, verkfall eða uppsagnir.
-hdm
Húsnæðimál lögreglunnar í Grundarfirði í brennidepli:
Löggan í bágbornu húsnæði
DV. GRUNDARFIRÐI:____________________
Aðstaða lögreglunnar í Grundar-
firði er vægast sagt bágborin og
hafa fulltrúar sveitarstjómar Eyrar-
sveitar margoft í samtölum bent á
það að þyrfti að byggja nýtt hús-
næði því það eldra er ekki mönnum
bjóðandi og auk þess er það í leigu-
húsnæði.
„Fulltrúar dómsmála- og fjár-
málaráðuneytis og sýslumaðurinn í
Stykkishólmi funduðu með okkur á
dögunum um húsnæðismál lögreglu
og sýslumannsembættis hér á staðn-
um. Þetta var góður fundur, ákvörð-
un verður væntanlega tekin mjög
fljótlega um lausn málsins þannig
að koma megi húsnæðismálunum í
viðunandi horf,“ sagði Björg
Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Eyrar-
sveit, við DV. -DVÓ
Gólfmottur
í miklu úrvali
Gólfmotta 230 xl60 sm
7.485 kr.
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
afsláttur af öllum gólfefnum
HJ0LS0G
FESTO
FESTO
O
Ármúli 17, IOB Reykjavik
Síml: 533 1334 fax.- 55B 0499
ffyrir öll verkfæri
og þú getur andað léttar!
Hægt er að tengja
FESTO-ryksuguna við
öli verkfærin frá FEST0
..það sem
fagmaðurinn
notar!
þarf ekki að kosta meira
Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur.
Bf+354 5302800 • www.ormsson.is
Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það
hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki,
innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða.
Glæsilegur sýningarsalur í Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við
ELDHÚSINNRÉTTiNGAR - BAÐiNNRÉTTINGAR - FATASKÁPAR