Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2000, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
Hagsýni
Anna Elsa Jónsdóttir eftir fyrsta árið sem gjaldkeri í stóru húsfélagi:
Oryggi og andleg vellíðan
- þegar hægt er að leita ráða um málefni húsfélagsins á einum stað
DV-MYND E.ÓL.
Öryggi að hafa Húsráð
Anna Elsa Jónsdóttir, gjaldkeri húsfélagsins aö Sólheimum 27, segir þaö
hafa iétt sér lífíö í störfum sínum aö geta leitaö til Húsráöa um nánast
hvaöa vandamál sem upp kemur í húseigninni.
„Það hefur létt okkur I stjóm hús-
félagsins lífið að vera í Húsráðum.
Það hefur veitt okkur mikja örygg-
istilfinningu að geta leitað ráða við
nær öllum vandamálum sem upp
kunna að koma í húsinu hjá einum
aðila í stað þess að þurfa að leita úti
um allan bæ. Mánaðargjald á hverja
íbúð er ekki nema 75 krónur. Við
gengum í Húsráð í september og
það hefur þegar borgað sig,“ sagði
Anna Elsa Jónsdóttir, gjaldkeri hús-
félagsins að Sólheimum 27 í Reykja-
vík.
40 íbúðir eru í húsinu sem þýðir
að heildargjöld til Húsráða eru 3.000
krónur á mánuði eða 36.000 krónur
á ári.
Húsráð, þjónustumiðstöð fyrir
húsfélög, voru sett á stofn í fyrravet-
ur. Að Húsráðum standa aðilar sem
höfðu á sinni könnu þjónustu við
húsfélög á ýmsum sviðum og þekkja
mjög vel starfsemi húsfélaga og þær
þarfir sem þar eru. Áður sinntu þeir
þessari þjónustu hver í sinu homi
en sáu fljótt að það væri best og hag-
kvæmast fyrir alla aðila að sameina
kraftana. Húseigendur sem áður
þurftu að eyða dýrmætum tíma og
fyrirhöfn í að leita eftir ráðum og
lausnum varðandi eignir sinar og
málefni húsfélagsins hjá einstökum
aðilum úti um allan bæ geta nú
fengið þau á einum stað.
íþyngir síöur
„Ég hafði aldrei komið að stjórn
húsfélags áður og vissi ekki hvað
slíkt starf fæli í sér og var frekar
kvíðin. En húsfélagið skipti um
banka í fyrra og þá bauðst okkur að
ganga í Húsráð. Okkur fannst það
ekki nema sjálfsagt enda ódýrt.
Varðandi hagkvæmnina eru síðan
ótalin atriði sem ekki verða metin
til íjár en eru afar mikilvæg hverj-
um sem kemur að starfsemi húsfé-
laga, nefnilega öryggi og andleg
vellíðan. Það er töluverð ábyrgð
sem fylgir þessum störfum en hún
íþyngir manni ekki þegar málum er
svona fyrir komið.“
Hjá Húsráðum er veitt þjónusta
og ráðgjöf varðandi alla þætti sem
snerta rekstur húsfélaga, viðhald og
viðgerðir, bókhald og ársuppgjör,
lögfræðileg málefni, innheimtu van-
skilagjalda o.s.frv. Húsráðum tengj-
ast Húseigendafélagið, verkfræði-
stofan Verkvangur, húsfélagaþjón-
usta íslandsbanka, Þema - löggiltir
endurskoðendur og GÁJ - lögfræði-
stofa. Með samvinnunni varð til
upplýsingabanki sem alltaf er að
stækka og meðlimir geta sótt í.
Viðhaldssjóður sparar
í húsinu hjá Önnu Elsu er inn-
heimt i viðhaldssjóð, framkvæmda-
sjóð og sjóð vegna viðhalds sam-
eignar, samtals um 14.500 krónur
fyrir stærri íbúðir. Síðastnefndi
sjóðurinn hefur m.a. verið notaður
til að hressa upp á anddyrið, t.d.
með nýjum póstkössum. Á aðal-
fundi, sem haldinn verður á næst-
unni, verða teknar ákvarðanir um
viðhald og aðrar framkvæmdir ut-
anhúss. Viðhalds- og framkvæmda-
mál virðast í skynsamlegum farvegi
i húsfélaginu og í takt við þær hug-
myndir sem Ragnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri verkfræðistof-
unnar Verkvangs, hefur óspart
haldið á lofti. Nefhilega að reikna
verði með ákveðinni fjárhæð til við-
halds fasteigna á hverju ári og að
viðhaldssjóður spari íbúunum veru-
legar fjárhæðir, t.d. vegna fjár-
magnskostnaðar.
Þá hefur húsfélagið leitað ráða
hjá Húsráðum um hvernig standa
skuli að gerð eignaskiptayfirlýs-
inga. Er vinna við þær þegar í
gangi.
„Við viljum ekki láta neitt drahb-
ast niður enda um mikil verðmæti
að ræða hjá hverjum og einum íbúa.
Ég heyri ekki betur en að fólk sé
ánægt með þetta fyrirkomulag og
vona að það haldi áfram,“ segir
Anna Elsa.
Fyrir þetta gjald fá íbúar aðgang
að upplýsingasíma Húsráða. Einnig
fær húsfélagið án endurgjalds einn
viðtalstíma hjá lögmanni Húseig-
endafélagsins og lögmanni GÁJ -
Grýlukerti geta valdið alvarlegum slysum á fólki:
Köld „himnasending"
- skilyrði bóta er sök, ásetningur, gáleysi eða vanræksla
Undanfama daga hefur mátt sjá
myndarleg grýlukerti hanga neðan úr
þakbrúnum húsa. í köldu en sólríku
veðri verður töluverð bráðnun. Vatn
lekur niður af þaki eða þakkanti og
frýs þegar komið er i forsælu. Dæmi
um þetta hefur t.d. mátt sjá sunnan-
megin á Laugaveginum síðustu daga.
Grýlukertin era stórhættuleg ef þau
detta niður, geta valdið óbætanlegu
líkamstjóni eða dauða.
Sá sem fær grýlukerti eða snjó-
hengju yfir sig á gangi við hús og
slasast getur hins vegar ekki gengið
að því vfsu að húseigandinn sé bóta-
skyldur. Og þeir sem eru duglegir að
brjóta grýlukerti og ýta niður snjó-
hengjum á húsum sínum eru heldur
ekki stikkfrí ef óhapp hendir. Við mat
á bótaskyldu er tekið tillit til margra
ólíkra þátta. I þessum efnum gilda yf-
irleitt sömu reglur og þegar menn
detta í hálku og meiða sig. Það gera
þeir yfirleitt á eigin kostnað.
Til að hinn slasaði fái bætur þurfa
ákveðin bótaskilyrði að vera fyrir
hendi. Þar er farið eftir dómafordæm-
um og ólögfestum meginreglum. Al-
menna skaðabótareglan gildir. Skil-
yrði bótaskyldu er að um sök, ásetn-
ing, gáleysi eða vanrækslu sé að
ræða. Sá sem vill krefjast bóta verður
þá að sanna sök eða vanrækslu.
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta-
réttarlögmaður og framkvæmdastjóri
Húseigendafélagsins, hefur bent á að
það sé álitaefni hvað eðlileg varkárni
sé í augum „góðs og skynsams
manns“. Við sakarmatið séu til leið-
beiningarreglur um hversu mikil fyr-
irsjáanleg hætta var á tjóni, hversu
mikið tjón var sennilegt, hvaða tök
tjónþoli hafði á að meta hættuna og
loks hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir
hafl verið hægt að gera. Af þessum at-
riðum og fleirum er dregin ein heild-
arályktun. Atriðin eru vegin saman
og endanlegt svar fer eftir mati
hverju sinni.
Aðeins einn dómur
Aðeins einn dómur hefur gengið í
Hæstarétti um ábyrgð húseigenda
vegna óhapps af völdum grýlukerta. í
Hæstaréttardómi frá 1984 er fjallað
um grýlukerti eða klakastykki sem
féll niöur af húsi númer 28 við Lauga-
veg og skemmdi bil sem lagt var í
stæði við húsið. Eigandi bílsins fór í
mál við húseigandann. Hæstiréttur
sagði að klakastykkið hefði verið
ofan við verslunargötu og stafað af
því mikil hætta fyrir vegfarendur.
Umsjónarmaður hússins hafði verið
aðvaraður um hættuna en ekki gert
ráðstafanir. Húseigandinn var dæmd-
ur ábyrgur. Var tekið fram að það
væri ekki metið bíleigendum til óað-
gæslu að leggja í bílastæði við fjöl-
fomustu verslunargötu borgarinnar.
Þar ættu menn að geta treyst því að
fá ekki svona „himnasendingu“.
Hegða sér ekki eftir aöstæö-
um
Þó tildrög og aðstæður í ofan-
nefndu máli séu tiltölulega ljós geta
málin verið mun flóknari. Þótt van-
ræksla húseiganda sé sönnuð, rekja
megi slys til hennar og bótaskylda sé
fýrir hendi kemur líka til eigin sök
eða aðgæsluleysi hins slasaða, þ.e. að
menn kunni ekki fótum sínum forráð
og hegða sér ekki eftir aðstæðum. í
slíkum tilvikum er sökinni skipt,
bætur lækkaðar vegna eigin sakar
tjónþola. Þetta getur til dæmis átt við
lögfræðistofu, einnar klukkustund-
ar verkfræðiráðgjöf endurgjalds-
laust, auk ráðgjafar um hvernig
bókhaldsþjónusta hentar hverjum
og einum aðila. Þá eru ótalin sér-
kjör hjá þessum fagaðilum og
hlunnindi eins og t.d. 12% afsláttur
í Húsasmiðjunni, bæði fyrir húsfé-
lagið og einstaka aðila þess.
Skráning í Húsráð fer fram hjá
þjónustufulltrúum íslandsbanka en
skilyrði fyrir aðild húsfélaga er að
þau noti húsfélagaþjónustu bank-
ans.
DV-MYND PJETUR
Grýlukertatíð
/ sólríku og köldu veöri eru grýlukerti fljót aö myndast undir þakköntum húsa.
Þessi mynd var tekin á Laugaveginum á þriöjudag og einkennandi fyrir mörg
hús sunnan megin götunnar síöustu daga. Þaö er hins vegar lán vegfarenda
viö þetta hús aö skyggni er yfir gangstéttinni.
ef tjónþoli hefur vitað af grýlukertum
eða snjóhengju á húsi en engu að sið-
ur gengið eða lagt bílnum undir
henni.
Ahnennt talað virðist nútímamað-
urinn minna á varðbergi gagnvart að-
stæðum og veðrabrigðum en áður
var. Það er ekki lengur fyrsta verk
manna að fara út á tröppur og gá til
veðurs og huga að aðstæðum og gera
ráðstafanir í samræmi við þær. Við
bætist að áður virðist ábyrgðarkennd
fólks hafa beinst meira að því sjálfu
en beinist nú frekar að öðrum. Fólk
vill í auknum mæli draga aðra til
ábyrgðar ef illa fer en líta fram hjá
eigin þætti. Þess vegna má búast við
fleiri málum sem tengjast tjóni af
völdum grýlukerta eða snjóhengja.
-hlh