Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2000, Page 18
MIÐVKUDAGUR 29. MARS 2000 ■s. 34 Skótískan var öðruvísi fyrir tveim árum: Voru eins og tvær íbúðabl okkir! - segir Jónína Guðrún Eysteinsdóttir um fermingarskó frænku sinnar Jónina Guðrún Eysteinsdóttir: „Égfermist til að staðfesta trúna, en auðvitað smá út af gjöfunum. Jónína Guðrún Eysteinsdóttir á að ferm- ast i Grafarvogskirkju nk. sunnudag, 2. apr- íl. Hún bíður nú spennt eftir stóru stundinni. „Minn hópur, þ.e. bekkurinn minn, fermist annan april. Reyndar fermist hátt hlutfall af bekknum í Óháða söfnuðinum, síðan er einn í Fríkirkjunni. Svo koma aftur einhvetjir sem hafa ekki haft tíma til að fermast með sínum hóp og fermast því með mér,“ sagði Jónína Guðrún. - Hvemig hefúr undirbúningurinn verið? „Þetta er dálítið stress. Ég tók próf og það gekk mjög vel.“ - Hvers vegna ætlar þú að fermast? „Ég fermist til að staðfesta trúna.“ - Ekkert út af gjöfunum? „Jú, auðvitað smá. Ef ég byggi t.d. í Grikklandi, þá myndi ég ekki fara til íslands til að láta ferma mig. Maður gerir þetta líka af því að það eru allir að fermast í kringum mann.“ - Hvað með fatatískuna hjá fermingar- krökkum? „Ég held að hún sé breytileg. Ég var t.d. að skoða skó hjá frænku minni sem fermdist fyrir tveim árum. Þeir voru eins og tvær íbúðablokkir! Það var alveg ferleg skótíska. Þetta hefúr breyst rosalega mikið. Það sem ég hef verið að sjá núna er frekar ólíkt þvi sem verið hefúr undanfarin ár, aðrir litir og slíkt.“ - Eru kjólar vinsælir? „Já, ég held að hippatískan sé að koma dálitið mikið. Allavega eru fotin mín út frá hippatískunni. Síðan held ég að hvít föt séu alveg inni. Það er því ýmislegt í gangi.“ - Hvað með strákana? „Ég veit ekkert um hvemig þeir klæðast." - Hlakkar þú mikið til? ,Já, slatta. Ég kvíði samt fýrir stressinu síðustu dagana," sagði Jónína Guðrún Ey- steinsdóttir sem ætlar að fermast, líkt og fjöldi jafnaldra hennar, á sunnudaginn. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.